Morgunblaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987 57- Mhming: Grétsi Kristfáns- dóttír Rasmussen Fædd31.marsl937 Dáin 24. mars 1987 Það eru nákvæmlega 15 ár síðan ég bankaði upp á Blómvangi 12 og spurði Grétu hvort hún tæki börn í pössun. Hún játaði því en sagðist vera að ferma elstu dóttur sína og spurði hvort ég gætið beðið í V2 mánuð. Ég beið og kynntist konu sem átti eftir að kenna mér margt. Fyr- ir unga móður sem er að koma frumburði sínum í pössun hjá ókunnugum var þetta heilmikið mál, en við vorum heppin. Oft var hlegið að fyrsta degi Heiðars í fóstr- inu, hann sat grenjandi úti í róló og vildi ekki inn, Gréta söng í eld- húsinu og hvorugt gaf sig. Ná- grannarnir voru farnir að gefa dregnum auga, jafnvel vorkenna, þar til sá stutti labbaði inn til henn- ar og sagði: „Ég ætla að vera hjá þér." Æ síðan höfum við öll fimm verið hjá henni ,og hún og hennar fjölskylda hjá okkur. Börnin voru alltaf velkomin í lengri eða skemmri tíma og það var svo gaman hjá Grétu, hún hafði alltaf tíma til að fara í bíló, barbí, prjóna föt á dúkk- urnar, lita og leika, svo margt sem allt of fáir hafa tíma til í dag. Gréta var fædd í Holbæk í Dan- mörku 31. mars 1937. Foreldrar hennar voru Karl Kristian og Dorat- hea Carla Rasmussen, hann er látinn fyrir allmörgum árum en hún lifir dóttur sína. Gréta kom til ís- lands 1957 og kynntist skömmu síðar eftirlifandi eiginmanni sínum, Garðari Finnbogasyni, og gegnu þau í hjónaband 22. nóvember 1958. Börn þeirra eru Kolbrún, gift Kjartani Jóhannssyni, Karl Krist- ján, hans sambýliskona er Heiðrún Sigfúsdóttir, Linda og Hjörtur Preben, einn son misstu þau á fyrsta ári. Barnabörnin eru 6 og er þeim mikill missir að fá ekki að njóta samvista við ömmu sína leng- ur. Hún var einstaklega barngóð kona en ákveðin samt. Oft undrað- ist ég þegar ég kom í heimsókn hversu mikill agi, reglusemi og ró- semi hvíldi yfir börnunum 10 sem voru í pössun, sumum hefði nægt 2 börn, en 10 hjá Grétu voru ekk- ert mál, auk hennar eigin. Og ekki bara börnin, við mömmurnar þáðum gjarnan kaffisopa að loknum vinnu- degi. Gréta var myndarleg húsmóð- ir, hreinleg og alltaf allt í röð og reglu. Enginn var svikinn af fyllta kalkúninum eða dönsku eplakö- kunni hennar, að ekki sé minnst á brauðterturnar sem áttu engan sinn líka, og enga man ég veislu á mínu heimili þar sem þær prýddu ekki borin og glöddu bragðlauka gest- anna. Tengsl Grétu við Danmörku og fjölskyldu hennar þar voru mjög sterk, hún var alltaf svo stolt og glöð að fá pakka frá Danmörku og jafn gaman fannst henni að senda íslenskt þangað. En eins og hún sagði alltaf sjálf: „Ég er samt- íslensk." Árið 1977 hætti Gréta að passa börn og kom til starfa í Hafnarfjarð- ar Apóteki. Þar var hún til 1985, flutti sig þá aðeins um set og hóf störf á Hrafnistu. Oft talaði hún um hve vel sér liði meðal gamla fólksins og held ég að vistmenn á 4B hafi notið vel umönnunar henn- ar. Af heilsufarsástæðum varð hún að hætta störfum 1. apríl 1986 og þótti henni það mjög miður, en fyr- ir u.þ.b. 19 dögum síðan hafði hún samband og taldi sig tilbúna til starfa að nýju. En starfskraftar hennar, heiðarleiki og manngæska munu nýtast á æðri stöðum. Gréta var einstaklega hreinskilin og heið- arleg kona, sem ekkert aumt mátti sjá, og skoðanir hennar fóru aídrei á milli mála, hvort sem viðkomandi líkaði betur eða verr. Bónbetri kon- ur J)ekki óg fáar. I gær, 31. mars, hefði Gréta orð- ið 50 ára og hafði ákveðið að bjóða vinum sínum og ættingjum heim í tilefni dagsins. Helst hafði hana langað til Danmerkur með Gæja að hitta þar móður sína og ætt- ingja, en læknar réðu henni frá því, svo stórveisla skyldi það verða. Allt var klappað og klárt, hjónin höfðu í rólegheitum undirbúið veisl- una saman og aðeins átti eftir að kaupa nokkra hluti, sem gera átti næsta morgun. En þessa nótt réð Gréta ekki sínum næturstað, ferðin varð lengri og verkefnin sem henn- ar bíða eflaust stærri. Við sem eftir stöndum trúum að svo verði því hún hafði mörgu að miðla. Litla barnið, sem nú hvílir henni við hlið, er í góðum höndum og við vitum að henni finnst notalegt að hafa það hjá sér. Elsku Gæi, þú hefur misst góða konu, sem stóð eins og klettur þér við hlið í veikindum þínum, börn, tengdabörn og barnabörn, missir ykkar er mikill, megi Drottinn styrkja ykkur í sorg ykkar. Blessuð sé minning Grétu. Helga og fjölskylda. Aðfaranótt 24. mars sl. andaðist ágæt vinkona mín, Gréta R. Krist- jánsdóttir, á heimili sínu, Suður- vangi 4, í Hafnarfirði. Gréta fæddist í Danmörku 31. mars 1937 og ólst þar upp hjá foreldrum sínum ásamt 4 systkinum. Árið 57 kemur hún til íslands og vinnur hér ýmis störf þar til hún giftist Garðari Finnbogasyni húsa- smið árið 1958. Hafa þau eignast 3 syni og 2 dætur, en misstu einn son sinn á fyrsta ári. Garðar byggði fjölskyldu sinni mjög vandað íbúð- arhús í norðurbænum í Hafnarfirði, sem bar greinilega vott um hæfrn hans í faginu og voru þau hjónin einstaklega samhent við að fegra heimili sitt. Þegar börnin voru flest farin að heiman minnkuðu þau við sig hús- næði. Seldu þau húsið og keyptu mjög snotra íbúð að Suðurvangi 4. Það fór ekki framhjá neinum sem til þeirra kom að heimili þeirra var ákaflega snyrtilegt svo af bar enda hafði Gréta mikinn áhuga á að gera heimili sitt vistlegt og fallegt. Með sérstöku þakklæti og hlýju minnist ég hennar og þeirra sam- skipta sem við áttum saman í mörg ár. Ánægjustundirnar, sem ég átti með henni, eru margar og ógleym- anlegar. Það var gott að eiga hana að vini og ræða við hana um það sem okkur var til ánægju, svo og ýmis mannleg vandamál. Hún hafði svo margt að segja og var alla tíð reiðu- búin að koma með ábendingar til lausnar á ýmsum vanda. Ég mun ávallt muna þá vináttu og alúð sem ég naut hjá henni og fjölskyldu hennar á þeirra fallega heimili, sem stóð mér alltaf opið. Eg kveð vinkonu mína með kæru þakklæti fyrir liðnar samverustund- __ ir. Ég og fjölskylda mín vottum manni hennar og fjölskyldu innilega samúd okkar. Blessuð sé minning hennar. Olga Pálsdóttir Ólafur Rósinkars- son frá Snæfjöllum Fæddur 28. september 1917 Dáinn 24. mars 1987 „Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (S.B. 1886 - V. Briem) Þann 24. mars léstí Landakots- spítala í Reykjavík Olafur Rósin- karsson, til heimilis á Sundstræti 27 hér á ísafirði. Sú fregn að Óli væri allur kom mér á óvart því þó ég vissi að hann hefði átt við veik- indi að stríða og væri undir læknis- hendi í Reykjavík héldu allir í þá von að hann næði bata og kæmist yfir þessa þraut eins og svo marga aðra sem á hann hefði verið lagt. En það er stutt bil milli lífs og dauða, og ekki í hendi neins nema Guðs almáttugs að ráða örlögum okkar. Og við, sem nú sjáum á eft- ir þessum mikla manni, verðum að trúa, að honum hafi verið ætlað annað og meira hlutverk á æðri til- verustigum: Ólafur Rósinkarsson, eða Óli Rós, eins og við kölluðum hann, var vinnufélagi minn og vin- ur, og ekki þótti mér verra að vita til þess að eiga frændsemi að rekja til þessa manns, það fannst mér upphefð. Fyrstu raunverulegu kynni mín af Óla voru þegar við unnum saman í saltfiskinum í 01- sen, hjá Kristni Haralds. Það var sérstök stemmning í fiskinum, fólk- ið samhent og skemmtilegur andi yfir öllu. En ég held að ég halli ekki á neinn þó ég segi, að Óli hafi staðið upp úr hvað okkur öll varðaði. Honum féll aldrei verk úr hendi, hann var kominn til að vinna og þá skyldi vinna, og allt sem hann gerði var vel gert og sam- viskusamlega unnið. Og það var ekki að ástæðulausu sem tekið var eftir Óla Rós, hann var maður hóg- vær og hæglátur, en hörkudugleg- ur, ákveðinn og sagði sína meiningu vafningalaust. Sterkur persónu- leiki, sem fólk átti gott með að lynda við og vinna með. Enda stutt oft í glettin tilsvör og góðlátlegt bros. Eins ef því var að skipta, þyrfti maður hjálparhönd, var Óli alltaf vís. Á góðum stundum, þegar vinnufélagarnir gerðu sér dagamun frá amstri hversdagsins og brugðu undir sig betri fætinum í menning- arreisur eða áttu saman góða kvöldstund í verksmiðjunni voru þau Óli og Eyja, konan hans, ómiss- andi því það var hægt að treysta því að ekki yrði leiðigjarnt í kring- um þau. Óli vann í rækjuverksmiðj- unni O.N. Olsen nú síðustu árin, allt til þess dags er heilsan leyfði ekki meir. Á svona litlum vinnustað skapast viss vináttubönd á milli fólksins. Allir deila saman sorg og gleði, og þarna held ég að Óla hafi ;liðið vel og honum hafi líkað vel að vinna. Eg veit líka að hans mun verða saknað af fólkinu, sem vann með honum, og um hann á það margar góðar minningar. Án efa hefur það verið stærsta lán Óla í lífinu þegar hann gekk að eiga sína elskulegu eiginkonu, Sölveyju Jósepsdóttur. Þau eignuð- ust fjögur börn. Þau eru: Berg- mann, kvæntur Arndísi Gunnlaugs- dóttur, Guðmundur, kvæntur Stefaníu Eyjólfsdóttur, Margrét, gift Eiríki Kristóferssyni, og Jakob, kvæntur Ingibjörgu Þorvarðardótt- ur. Óli var stoltur af ¦bórnunum sínum og reyndust þau honum vel, ekki voru síður kærleikar á milli hans og tengdabarnanna, en barna- bórnin skipuðu stærstan sess hjá honum. Og held ég að það hafi verið honum mikið gleðiefni, þegar þau hjónin fengu að fóstra nú í vetur litlu stúlkuna hans Jakobs, hún var án efa sólargeisli í húsi afa síns. Ég sendi að lokum mínar dýpstu samúðarkveðjur til þín, elsku Eyja, og allra annarra aðstandenda. Guð styrki ykkur og styðji í ykkar mikla missi. Ég kveð Óla vin minn með sárum söknuði, en fagrar minningar um þann mann sem í raun var mikil- menni en lét lítið yfir sér, munu lifa um ókomna tíð í hugum okkar. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt." Kolbrún Sverrisdóttir Hann afi er dáinn. Við getum ekkert gert og ekkert sagt, bara hugsað um allt, sem liðið er og kemur ekki aftur. Við eigum minn- ingar, mjög góðar minningar, sem lifa. Afi var af þeirri kynslóð, sem* ekki kunni að hlífa sér við vinnu, og var mjög vinsæll af sínum vinnu- félögum. Þó að við séum ekki gamlir höfum við svo oft heyrt að hann megi svo sannarlega vera ánægður, þegar litið er yfír unnin dagsverk. Afi v;ir einstakt snyrtimenni, allt- af var gott að koma við í Sundstræt- inu, amma og afi áttu alltaf eitthvað gott í ísskápnum fyrir okkur barna- börnin, og alltaf máttu þau vera að því að hlusta á okkur, um sigra okkar og ósigra í skólanum og öðr- um áhugamálum, og óspart hvöttu þau okkur. Elsku amma, þú sem hefur sýntv svo ótrúlegan styrk og hefur verið vakandi yfir því hverja stund að gera þitt besta og sýna ást þína og umhyggju. Afi var vinmargur og hans er því sárt saknað af mörgum. En við söknum hans mest, sem þekktum hann best. Við þökkum afa fyrir góðar minningar og minnuníst hans , með þakklæti fyrir hjálp hans og góðvild, sem'aldrei gleymist. • Sonarsynirnir Kristján og Eyþór Lárus Salómons- son - Kveðjuorð Lárus Salómonsson var fæddur 11. september 1905 á Laxabrekku í Miklaholtshreppi. Hann var sonur Salómons, bónda á Laxabrekku, Sigurðssonar, Fjeldsted, bónda á KolgrÖfum, Eyrarsveit. Lárus var kvæntur Kristínu Gísladóttur frá Haugi í Flóa og eignuðust þau fimm börn, fjóra syni og eina dóttur. Lárus var hið mesta hraust- menni, svo menn sögðu að þeir vildu heldur vera í fylgd með honum ef í mannraun væru. Lárus festi á unga aldri ást á glímunni og öllu því er íþróttir varðar. Glímuna æfði hann af kappi og áhuga, en hafði ekki aðstöðu til þess að ráði fyrr en hann var kominn yfir tvítugt. Lárus var einn af þeim fáu glímu- mönnum sem glímdu af þrautseigju og áhuga. Hann stundaði margar aðrar íþróttir svo sem skotfimi og var þar í fremstu röð. Lárus var glímukappi íslands árin 1932, 1933 og 1938. Hann var Skjaldarhafi Ármanns 1932, 1933, 1934 og 1938. Hann var glímu- kennari hjá Ungmennafélagi Reykjavíkur í rúma tvo áratugi. Nemendur hans urðu mjög góðir flestir hverjir og unnu til margra verðlauna á glímumótum. Lárus tók þátt í þremur utanferð- um glímumanna sem aðalþjálfari. Var það til Noregs 1947, Dan- mcrkur 1955 og Austurríkis 1959. + Innilegar þakkir færum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúð, vináttu og styrk við andlát og útför dóttur okkar og systur, MÁLFRÍÐAR HULDAR GÍSLADÓTTUR, Gi'sli Jensson, Elísabet Stofansdóttir, Anna María Gísladóttir. Glímusamband íslands sendir börnum og ættingjum hins látna hinar innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd glímusambandsins, Sig. Sigurðsson, Sigurður Jónsson. + Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför móður minnar, tengdamóður og ömmu, RAGNHILDAR JÓNSDÓTTUR frá Faxastíg 8, Vestmannaeyjum. SérstakarþakkirtilstarfsfólksSjúkrahússins íVestmannaeyjum. Svanhvít Kjartansdóttir, Sigrún Eggertsdóttir, Hildur Eggertsdóttir, Hjalti Eggertsson. Þráinn Guðmundsson,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.