Morgunblaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. APRIL 1987 Sjö íslensk hótel taka upp Scanclass-passa Lækkar gistiverð um 25-40% yfir sumarmánuði Morgunblaðið/Júlíus Frá vinstri á myndinni eru: Pétur Snæbjörnsson hótelstjóri á Húsavík, Sigurður Skúli Bárðarson hótelstjóri á Hótel Stykkis- hólmi, Bjarni Sigtryggsson aðstoðarhótelstjóri á Hótel Sögu og Arnþór Björnsson hótelstjóri á Hótel Reynihlíð. SJÖ íslensk hótel hafa myndað samstarfshóp til þess að taka þátt í markaðsöflun Scanclass-hótel- anna, en Scanclass er samstarf 100 hótela á Norður-löndunum. Allt eru þetta hótel í fremstu röð á hveijum stað. Markmiðið með sam- starfinu er að bjóða upp á ódýrari möguieika á að ferðast innan Norðurlandanna og búa á góðum hótelum, að sögn Bjarna Sig- tryggssonar, aðstoðarhótelstjóra á Hótel Sögu. Auk Sögu, taka þátt í samstarfinu Hótel Borgarnes, Hótel Stykkishólmur, Hótel KEA, Hótel Húsavík, Hótel Reynihlíð og Hótel Selfoss. í Noregi er það Inter-Nor hótel- keðjan, sem tekur þátt í Scanclass- samstarfinu, Danway-hótelin í Danmörku, Sara-hótelin í Svíþjóð og Arctia-hótelhringurinn í Finnlandi. A þessum hótelum njóta handhafar Scanclass-hótelvegabréfanna 25 til 40% afsláttar. Gildistími þeirra er frá 18. júní til 16. ágúst á öllum Norðurl- öndunum nema á íslandi er gildistími þeirra heldur lengri, eða frá 1. maí til loka september. Vegabréf þessi kosta 300 krónur og annast hótelin sjálf pöntun fyrir gesti sína sem halda áfram för sinni til næsta hótels. Með hverjum passa fylgir bæklingur með myndum hótelunum, upplýsingum um þau og gistiverð. Passinn er seld- ur í gestamóttöku allra íslensku samstarfshótelanna. Þá munu íslensku hótelin bjóða upp á 40% afslátt af gistiverði sínu fyrir þá ferðamenn sem til dæmis eru á ferðalagi á eigin vegum í tjöldum, en vilja hvíla sig nótt og nótt á hót- eli. Eftir kl. 20.00 geta þeir bókað sig eina nótt í senn, séu laus herbergi. Bjami sagði að samstarfið við nor- rænu hótelkeðjumar myndu auka möguleika íslenskra hótel á kynningu á Norðurlandamarkaði. Greinar um ísland birtast í næstu tölublöðum hótelblaðanna, sem liggja inni á her- bergjum allra Scanclass-hótelanna. Þátttakendum í orlofsklúbbum er- lendu hótelkeðjanna verður gefinn kostur á sérboðum á íslandsferðum og nú er að hefjast samstarf tveggja íslensku Scanclass-hótelanna, Hótel Sögu og Hótel KEA, á sviði viðskipta- mannakorta. Þá hafa íslensku Scanclass-hótelin í undirbúningi sér- stakt boð til íslendinga sem vilja ferðast innanlands utan sumarleyfis- tímans. Alþjóðlegt skákmót á Egilsstöðum: Verðlaun alls 2,8 milljónir Egilsstöðum. OPIÐ alþjóðlegt skákmót verður haldið á Egilsstöðum 1.—10. júní í sumar. Mótið er haldið á vegum sveitarfélaganna á Mið-Austur- landi og bera þau alla ábyrgð á því. Keppt verður í 7 styrkleika- flokkum eftir Monrad-kerfi og nema verðlaun alls $ 70.000 eða 2,8 milljónum íslenskra króna. Mótið er öllum opið en skrásetn- ingargjald er kr. 4.000. Náðst hefur góður samningur við Flug- leiðir og hótel á staðnum um fargjöld, gistingu og fæði. Að sögn Siguijóns Bjarnasonar formanns framkvæmdastjórnar hefur undirbúningur að þessu skák- móti staðið í tæp tvö ár. Megin- markmiðið með þessu skákmóti er að kynna Austurland fyrir innlend- um og erlendum ferðamönnum og örva ferðamannastrauminn hingað austur. „Auk þess er hér um merk- an menningar- og íþróttaviðburð að ræða,“ sagði Sigurjón. Sveitarfélögin sem að þessu standa hafa þegar varið um 1,5 milljónum til kynningar á þessu skákmóti erlendis. Samhliða kynn- ingu á skákmótinu hafa Austfirð- ingar gert verulegt átak í landkynningarmálum erlendis. Sú kynning er þegar farin að skila sér Morgunblaðið/Bjöm Forsvarsmenn skákmótsins: Siguijón Bjarnason, Ottó Jónsson, Anton Antonsson og Erlendur Steinþórsson. Djúpivogur: Mesti afli Sumiutinds úr einni veiðiferð Djúpavogi. MIKILL fiskur hefur borist á land hér á Djúpavogi að undan- förnu, bæði af togara og bátum. Unnið hefur verið í fiski frá klukkan 6 á morgnana til mið- nættis flesta daga. Togarinn Sunnutindur landaði 138 tonnum í síðustu viku. Er það mesti afli sem hann hefur komið með að landi úr einni veiðiferð til þessa. Minni bátamir hafa einnig aflað vel, bæði á handfæri og í net. Til dæmis kom Baldur Sig- urðsson, sem er einn á handfærum á trillubát sínum, með 3 tonn að landi eftir einn dag í síðustu viku og 2 tonn á sunnudag. Ingimar Frá Kerlinga- skarði upp á Snæfellsjökul Borgamesi. SVISSNESKI ferðalangurinn, sem hefur verið hérlendis síðan í janúar og ferðast um hálendið á skíðum og sagt hefur verið frá á síðum Morgunblaðsins, reisti nýlega tjald sitt í annað sinn í Borgarnesi. Kvaðst hann vera að leggja upp í sína síðustu fjaila- ferð áður en hann færi aftur heim til Sviss. A myndinni lýsir Pierra Alain Treyvaud leiðinni sem hann ætlar að fara. Hann ætlar með rútu upp í Kerlinga- skarð, þaðan ætlar hann á skiðum vestur eftir Snæfellsnes- fjallgarðinum endilöngum og upp á Jökul og síðan ætlar hann að renna sér niður til Ólafsvíkur. - TKÞ Broddur á Lælgartorgi KONUR úr Borgarfirði verða á útimarkaðinum á Lækjartorgi fimmtudaginn 2. apríl og föstu- daginn 3. apríl nk. ef veður leyfir. Konurnar verða með brodd og bakkelsi á boðstólum auk annars varnings. bæði í skráningum á skákmótið og almennum fyrirspurnum um Aust- urland sem ferðamannastað. Fram að þessu hefur Jóhann Þórir Jónsson ritstjóri tímaritsins Skákar og einn af aðalhvatamönn- um þess að þetta skákmót yrði haldið annast miðlun upplýsinga og kynningu á mótinu. Upplýsingum um þetta mót hefur Jóhann Þórir dreift víða erlendis og er mótið nú orðið vel kynnt á meðal skákáhuga- manna á Norðurlöndunum. Nú, þegar nær dregur mótinu, hefur Ottó Jónsson verið ráðinn framkvæmdastjóri þess. Ottó sagði að þetta væri í fyrsta sinn sem opið alþjóðlegt skákmót væri haldið hér á landi. Verðlaun verða mjög glæsileg eða $ 70.000 alls. Kepp- endum verður skipt í 7 flokka eftir styrkleika þannig að fleiri en stór- meistarar geta átt von á góðum vinningi en alls verða 42 verðlaun veitt, 5—8 í hveijum flokki. Flokkamir verða eftirfarandi: 1. flokkur fyrir skákmenn með 2.400 ELO-stig eða fleiri. Þar verða 1. verðlaun $ 12.000 og heildar- verðlaun í flokknum $ 25.000. 2. flokkur 2.200-2.399 ELO-stig. Verðlaun í flokknum $ 12.500. 3. flokkur 2.000-2.199 ELO-stig. Verðlaun í flokknum $ 8.100. 4. flokkur 1.800-1.999 ELO-stig. Verðlaun í flokknum $ 8.100. 5. flokkur 1.600—1.799 ELO-stig. Verðlaun í flokknum $ 8.100. 6. flokkur 1.400—1.599 ELO-stig. Verðlaun í flokknum $ 4.100. 7. flokkur er fyrir stiglausa og upp í 1.399 stig. Verðlaun $ 4.100. Mjög verður vandað til alls undir- búnings og framkvæmdar við mótið en það er skipulagt út frá því að allt að 500 þátttakendur geti orðið á mótinu. Aðal taflstaðurinn verður Valaskjálf á Egilsstöðum. Þegar hafa borist um 50 staðfestingar erlendis frá en heldur færri frá íslenskum þátttakendum. Forráða- menn mótsins stefna eindregið að því að gera þetta skákmót að árleg- um viðburði í skáklífi íslendinga. Ferðamiðstöð Austurlands á Eg- ilsstöðum sér um skráningu á mótið og annast móttöku gesta. Anton Antonsson framkvæmdastjóri Ferðamiðstöðvarinnar kvaðst ekki óttast fjölda þátttakenda því að á Héraði væru um 450 gistirými á hótelum, sumarhúsum og svefn- pokaplássum. Keppt verður á kvöldin og verður hver skák tefld til þrautar. Þátttakendum gefst því kjörið tækifæri til að sameina sum- arfrí sitt og sinna skákáhuga sínum á ódýran hátt en boðið verður upp á margskonar skoðunarferðir og uppákomur í sambandi við skák- mótið. — Björn 24 fá úthlutað úr Rithöfundarsjóði STJÓRN Rithöfundasjóðs Is- lands ákvað á fundi sínum 25. mars sl. að úthluta 24 rithöfund- um í viðurkenningarskyni úr Rithöfundasjóði árið 1987, hveij- um um sig 85 þúsund krónum. Rithöfundarnir eru: Anna Kristín Brynjúlfsdóttir, Ásgeir Jakobsson, Böðvar Guðmundsson, Einar Már Guðmundsson, Einar Kárason, Friðrik Guðni Þórleifsson, Guðlaugur Arason, Guðmundur Frímann, Hafliði Vilhelmsson, Halldór Laxness, Hannes Pétursson, Iðunn Steinsdóttir, Jakobína Sigurðardóttir, Jenna Jensdóttir, Jón Björnsson, Kristján Árnason, Norma E. Samúelsdóttir, Ólafur Haukur Símonarson, Sigi-ún Eldjárn, Steinunn Sigurðardóttir, Torfí Jónsson, Úlfur Hjörvar, Vigfús Bjömsson, Öm Bjarnason. Stjórn Rithöfundasjóðs íslands skipa nú þessir menn: Hjörtur Páls- son rithöfundur, Runólfur Þórarins- son deildarstjóri og Olga Guðrún Árnadóttir rithöfundur, sem er formaður stjórnarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.