Morgunblaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987 t Bálför mannsins míns, EYJÓLFS R. ÁRNASONAR, Eskihlfð 14, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 2. apríl kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaöir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Minningarsjóö Eðvarðs Sigurðssonar fyrrverandi formanns Dagsbrúnar. Guðrún Guðvarðardóttir. t Maðrinn minn, faðir okkar og afi, GRÉTAR JÓHANNESSON, Eiriksgötu 19, lést í Landakotsspítala 31. mars. Helga Sigurjónsdóttir, börn og barnabörn. t Bróðir minn, GUÐMUNDUR GUÐJÓNSSON, Pálshúsum, Garðabæ, lést 30. mars á St. Jósepsspítala, Hafnarfiröi. Jósef Guðjónsson. t Maðurinn minn, JÓN SIGURÐSSON frá Hópi f Grindavfk, Austurbrún 4, verður jarðsunginn frá Grindarvíkurkirkju laugardaginn 4. apríl kl. 13.00. Fyrir hönd aöstandenda, Guðrfður Einarsdóttir. t Móðir okkar, MARGRÉT ÞORSTEINSDÓTTIR, fyrrum húsfreyja á Hallanda, Hraungerðishrepp í Flóa, Þinghólsbraut 35, andaðist 22. mars. Útförin hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, ÓLAFUR GÍLSLASON, Súðavfk, lést í Landakotsspítala sunnudaginn 29. mars. Minningarathöfn verður í kapellunni í Fossvogi fimmtudaginn 2. apríl kl. 15.00. Útförin fer fram frá Súðavíkurkirkju og verður hún auglýst síðar. Sigrfður Kristjánsdóttir, Bragi Lfndal Ólafsson, Lilja Eirfksdóttir. t Sonur okkar og bróðir, SÖLVIINGÓLFSSON, Fögrukinn 8, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði 2. apríl kl. 13.30. Ingólfur Ólafsson, Auður Marisdóttir, Maris Ingólfsson, Auðunn Ingólfsson, Ásdfs Ingólfsdóttir og Inga Þóra. s.; i t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs sonar okkar og fóstursonar, ELVARS ÞÓRS HAFSTEINSSONAR, Ægisíðu 92, Sólveig Hákonardóttir, Hafsteinn Sigurðsson, Ólafur Thoroddsen og aðrir aðstandendur. Minning: Guðný R. Jónas- dóttir frá Bakka Fædd 28. desember 1906 Dáin 22. mars 1987 Vegna mistaka, sem urðu við birtingu þessarar minningargreinar hér í blaðinu í gær, birtist hún hér aftur. Eru greinarhöfundur og aðrir hlutaðeigandi beðnir afsökunar á mistökunum. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu mér frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (H. Andreasd.) Langri og um sumt erfiðri lífsgöngu er lokið. Guðný Rósa, tengdamóðir mín, kvaddi þennan heim að morgni 22. mars sl. í Landakotsspítala eftir aðeins tveggja daga legu. Ég sá hana fyrst haustið 1958 er við fluttum báðar á Framnesveg 65, en þá hafði fjöl- skylda mín, eins og Guðný og Elías, maður hennar, fest kaup á íbúð í þessu nýbyggða húsi. Þau voru þá að flytjast til höfðuborgarinnar frá Akureyri til að auðvelda sonum sínum að stunda háskólanám. Guðný vakti strax athygli mína, myndarleg og sterkbyggð, elskuleg og hlýleg við mig frá fyrstu kynn- um. Ekki óraði mig þá fyrir því að ég yrði tengdadóttir hennar 5 árum síðar. Þegar ég fór að kynnast henni betur fann ég að þarna var hæfi- leikarík kona með sterkan persónu- leika, sem fékk lítt að njóta sín vegna erfíðra veikinda, sem settu mark á allt hennar líf. Um fertugt mun hún hafa orðið fyrir áfalli, leiddi það til langvarandi veikinda, sem aldrei fékkst fullnægjandi bót á. Guðný var gáfuð kona og fylgd- ist vel með öllu sem gerðist í þjóðlífinu. Hún hafði áhuga á stjórnmálum og þótti gaman að ræða þau. Stjórnmálaátök voru mikil í Hnífsdal þegar hún var að alast upp og beindust meðal annars gegn föð- ur hennar sem þá var í hópi helstu athafnamanna staðarins. Guðný hafði gaman af að rifja upp atburði frá þessum árum og hafði þá frá mörgu merkilegu og skemmtilegu að segja enda stálminnug, þó hún talaði oft um að minnið væri farið að bila. í slíkri frásögn kom metnað- ur hennar vel í ljós. A yngri árum þótti hún falleg og lífsglöð og vakti athygli fyrir mikla námshæfileika og hlaut góða menntun á þess tíma mælikvarða. Síðar varð það hennar metnaður að fylgjast með börnum sínum og barnabörnum og þótt ég minnist þess ekki að hafa nokkurn tíma heyrt hana hvetja neitt þeirra til náms, þá hafði hún lag á að láta sem það væri sjálfsagt að hver og einn liti á menntun sína sem einn mikilvægasta þátt lífsins. Samband Guðnýjar við systur sínar hefur mér alltaf fundist mjög sérstakt. Þær hafa alla tíð sýnt hver annarri mikla umhyggju og hlýju og heimili Bjargar, systur hennar, hefur jafnan staðið henni opið og þar var hún samfellt í tvö ár eftir að Elías lést, 1965. Elías var traustur maður og góður og mikill missir að honum. Ég tel barnabörnin hafa farið mikils á mis að fá ekki að kynnast afa sínum. Guðný Var hjá Björgu, systur sinni, fyrstu árin eftir að Elías lést, en fór síðan aftur á heimili sitt við Minning: Sigurður Betúels- son bifreiðastjóri Fæddur 16. júlí 1909 Dáinn 24. mars 1987 Sigurður Betúelsson, föðurbróðir minn, andaðist í Landakotsspítala 24. mars sl. Hann fæddist í Höfn í Hornvík 16. júlí 1909. Foreldrar hans voru Anna Jóna Guðmundsdóttir og Betúel Betúelsson bóndi og kaup- maður. Systkinin voru tólf en eitt dó í æsku. Sigurður var næstyngstur. Eftirlifandi kona Sigurðar er Guðrún Auðunsdóttir og eignuðust þau níu börn. Fyrsta barnið þeirra, Jórunn, dó ungt. Önnur börn þeirra eru: Andrés, Svandís, Marta, Auð- un, Svavar, Anna María, Ésther, Elísa og Elías. Arið 1947 byggðu fjölskyldur Sigurðar og Ólafs, bróður hans, saman hús á Langholtsvegi 156 í Reykjavík. Ég átti því láni að fagna að fá að búa í kjallaranum í húsi þeirra í átta ár. Það var bæði líflegt og hlýtt heimili þeirra Guðrúnar og Sigurð- ar. Alltaf var maður velkomin og ófáar sólskinsstundirnar áttum við börnin á blettinum bak við húsið. Sigurður hafði atvinnu af leigu- bílaakstri. Margar ferðirnar fórum við í drossíunni hans og sjaldan vildi hann þiggja greiðslu fyrir. Ekki hafa þeir bræður heldur orðið ríkir af húsaleigunni fyrir kjallar- ann og þurfti stundum að ganga eftir því að fá að greiða hana. Sögðu þeir bræður þá við pabba: „Ertu viss um að þu getir misst þessa peninga? Það getur beðið með þessa borgun.“ Olafur, Sigurður og Guðbjartur, faðir minn, voru yngstir systkin- anna og var gaman að heyra þá bræður hlæja strákslega þegar þeir rifjuðu upp spaugileg atvik frá fyrri árum. Sigurður var drengur góður, ein- lægur og traustur. Ég man t.d. vel dag einn veturinn 1950. Um það bil er skóladegi lauk skall á blind- bylur. Engir bílar komust leiðar Innilega þökkum viö öllum þeim er sýndu okkur samúð og hluttekn- ingu við andlát og útför systur okkar, KRISTÍNAR JÓNU KRISTJÁNSDÓTTUR. Jafnframt þökkum við hjúkrunarfólki á öldrunarlækningadeild Land- spítalans frábæra aðhlynningu og umhyggju um margra ára skeið. Baldvin Þ. Kristjánsson, Ásgeir Þorvaldsson, Finnbjörn Þorvaldsson. Framnesveginn og bjó þar þangað til á síðasta vori er hún fór á Elli- heimilið Grund. A liðnum árum hafá synirnir fjór- ir farið sem oftast til hennar til að spila brids. Þeir reyndu að spila einu sinni í viku og það var alltaf tilhlökkunarefni hjá henni að fá að sjá alla og snúast svolítið í kring um þá. Margrét dóttir hennar hefur mörg undanfarin ár verið búsett í Stokkhólmi og saknaði Guðný hennar mikið og beið spennt eftir hverju bréfi frá henni. Umhyggja hennar fyrir okkur öllum var slík að ef við reyndum að leyna hana einhveiju óþægilegu eins og lasleika barnanna þá fann hún það á sér og hringdi til að leita frétta. Fyrir hana sjálfa mátti lítið gera. Hún gerði engar kröfur til annarra fyrir sjálfa sig. Guðný var mjög stolt af börnum sínum. Þau voru henni allt. Þegar barnabörnin komu færði hún um- hyggju sína yfir á þau og fylgdist vel með öllu, sem þau tóku sér fyr- ir hendur, en tók nærri sér að geta ekki sinnt þeim eins og hana lang- aði til sökum heilsuleysis. Mikið er nú búið að pijóna af vettlingum og sokkum í gegnum árin. Fyrir alla hennar umhyggju og elsku vil ég þakka nú og bið henni guðs blessun- ar. Megi hún hvíla í friði. Inga Rósa sinnar og lögðum við börnin af stað gangandi inn Suðurlandsbraut og sáum við ekki handa okkar skil. Við vorum hrædd og vissum ekki lengur hvar við vorum stödd. Þá koma tveir menn út úr hríðarkófinu og sagt er: „Ert þú þarna, Jóna mín?“ Þarna var þá kominn Sigurð- ur frændi. Hann hafði lagt út í byiinn að leita mín að ósk mömmu. Aldrei gleymi ég hlýju, traustu höndinni sem greip mína og leiddi mig heim. Ferðirnar vestur í Önundafjörð í heimsókn til afa og ömmu eru mér einnig minnisstæðar. Ekki var hægt að hugsa sér gætnari og traustari bílstjóra en Sigurð frænda. Aldrei olli hann tjóni öll árin sem hann ók. Þetta eru fátækleg orð um mæt- an mann. Minningarnar erú dýrmætar og þær lifa í hjörtum okkar. Fjölskylda mín þakkar fyrir tímann sem við fengum að njóta samfylgdar. Ég bið Guð að blessa Guðrúnu, börnin hennar og barnabörnin. Jóna L. Guðbjartsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.