Morgunblaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987 27 í fjallasalnum voru hjarðir á beit Andlitskletturinn við Ruysut Á sardínuökrunum dráttum. Þegar ég skrafaði stund- um við Indveija, Bangladesha eða Pakistana um veru þeirra, létu menn yfírleitt vel af sér. Þeir bentu á að launin væru svo góð, að eftir þijú eða fjögur ár, geta þeir snúið heim til sín og hafa þá lagt nægi- lega mikið fé fyrir til að kaupa sér lítið hús, og kannski he§a smá at- vinnurekstur. Sumir höfðu unnið í Kuwait, Quatar eða Sameinuðu fur- stadæmunum. Þeim bar öllum saman um, að Óman væri lang- bezti staðurinn, hvað viðmót fólks- ins snerti, svo og aðbúnaðinn. Salalah er ekki aðeins heimilis- legur og viðráðanlegur bær, umhverfíð er fallegt og þar er mik- ill gróður, og í nágrenninu mikil kókoshneturæktun, bananaplan- tekrur teygja úr sér, allmargir myndarlegir búgarðar, þar sem er mikil nautgriparæktun og nokkru fyrir utan bæinn eru mirrutrén. Nánar tiltekið heitir þar Raysut. Þangað fórum við einn af þessum indælu Salalahdögum. Mirrutréð hefur verið þekkt í árþúsundir, en fræðileg vitneskja um það var harla naum þar til H.J. Carter nokkur frá Bombay, hóf á trénu vísindalegar athuganir á síðustu öld. Mirra frá Dhofar þykir sú göfugasta í heimi. Og sagt er að til Dhofar hafí menn komið um aldir að kaupa mirru, þegar þeir vildu fá það bezta. Sagan hermir, að mirra sú sem vitringamir frá Austurlöndum færðu Jesúbaminu, hafi verið keypt í Dhofar á leiðinni til Betlehem. Ghanem skefur örlitla sneið af berkinum og réttir mér og ilmurinn er höfugur. Það fylgir því sérstök virðing að eiga mirrutré og það er sérstakur eigandi að hveiju tré; sumir eru þeir lukkunnar pamfílar að eiga mörg. Hvað sem allri olíu líður; sá sem á mirrutré er lánsmaður. Seinna um daginn fórum við á súkinn í Salalah og þar skoðaði ég mirru þegar hún hefur verið unnin til notkunar. Þá er hún í litlum molum, gulleitum og glerkenndum. Ég hafði hug á að festa kaup á einum poka og sérstöku leirkeri, sem mirran er brennd í. Ghanem keypti snarlega ker og mirrupoka og ekki við það komandi ég fengi að borga. Ætli maður að brenna mirru verður að setja kol í botn kersins, láta hitna í þeim og setja síðan mirrusteinana ofan á. Þegar komið er til Al-Mughsal rísa tignarlegar og hijúfar kletta- myndanir og ganga í sjó fram. Við fetum okkur niður að sjónum frá klettinum, sem stóra andlitið. Und- arlegar holumjmdanir og upp úr þeim nokkrum spýtist sjór, hátt í loft upp. Litlir sniðugir sjóhverir. Á fremstu klettanibbunni var maður að veiða og skammt frá var litli strákurinn hans að beita. Hann sýndi mér hreykinn nokkra físka, sem hann hefði veitt sjálfur. Gha- nem sagði mér, að fískigengd væri mikil á þessum slóðum. Sjálfur á hann bát og bregður sér oft á eftir- miðdögunum út á sjó að físka. Hann segist ekki þurfa að fara langt, venjulega kastar hann ankeri eftir einn eða tvo tíma í það lengsta og rótar upp físki á fáeinum klukk- utímum. Þegar við komum heim á Holiday Inn, var „káti hópurinn" mættur á staðinn, seztur í homið sitt og tek- inn til við bjórdrykkjuna. Þeir fögnuðu okkur óspart og buðu upp á hressingu. Dagana mína í Salalah virtist „káti hópurinn" mæta sam- vizkusamlega klukkan eitt til að drekka bjór. Þegar bamum var lok- að klukkan þijú héldu þeir hver í sína áttina, kannski heim að leggja sig því að vinnu lýkur yfírleitt á skrifstofum klukkan eitt. Og komu svo aftur klukkan sjö, eldhressir. Þessi káti hópur var sex eða átta ungir Ómanir. Allir töluðu þeir ágæta ensku og spurðu margs frá íslandi. Sumir höfðu heyrt Reykjavík nefnda, vegna leiðtoga- fundarins á síðasta hausti. Og þeir vildu vita sem flest um landið og fólkið. Það er raunar einkennandi fyrir Ómani; hvað þeir eru skemmti- lega forvitnir og fróðleiksfúsir, láta sér ekki nægja að halda uppi kurt- eislegu hjali um allt og ekki neitt. Svo fóru senn að verða liðnir ómanskir dagar. Ég hafði fengið tækifæri til að fara víða um, einn daginn til hinnar fomfrægu borgar Sur og þaðan til Nizwa, seinna til Rostaq, þar sem heitar uppsprettur em við Qallsrætumar. Landslagið breyttist frá einum stað til annars, í norðrinu em fjöllin hærri og hrika- legri, gróðurlaus að mestu. Og á næsta augnabliki er maður komin á sléttlendi. Þorpin litrík og alls staðar hreinleg. Allir alls staðar að vinna. Af því að það er svo margt sem er ógert og alla langar til að búa sér og sínum betri og ljúfari tíð. Þýzkur kvikmyndagerðarmaður, sem ég hitti á Holiday Inn í Salalah og er að gera mynd um neðansjáv- arlífið þar, sagði það sína skoðun, að Ómanir væm án efa greindastir Arabaþjóða og hann sagðist leyfa sér að fullyrða, að hann vissi, hvað hann syngi. Það sem væri einna mest áberandi karaktereinkenni þeirra væri „common sense" sem má auðvitað kalla heilbrigða skyn- semi, þótt það nái ekki nákvæmlega því sem í orðunum felst. Hann sagði sér fyndist það harla merkilegt, að olían og sú velmegun, sem hefur fylgt í kjölfar hennar, hefði ekki spillt þeim. Það væri ekki hægt að segja hið sama um ýmsar aðrar olíuþjóðir í Arabaheiminum. Altjend hrósa ég happi yfír að hafa látið mér detta í hug, að fara til Ómans. Komast í kynni við þetta fólk, sem alls staðar tók gesti und- ur alúðlega og hávaðalaust. En samt eins og það hefði verið að bíða eftir því, að einmitt ég kæmi á svæðið. Sú tilfínning segir um- fram allt fallega og góða sögu um Ómani og viðmót þeirra við gesti, sem að garði bera. Texti og myndir:Jóhanna Kris- tjónsdóttír Égkýs Sjálfstæðis- flokkinn Víðir Jónsson, nemi, Sandgerði: „Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að hann er flokk- ur víðsýni og framfara, tekur föstum tökum á vandanum og erflokkur unga fólksins." X-D Bjóöum nánast allar stærðir rafmótora frá EOF í Danmörku. EOF rafmótorar eru í háum gæðaflokki og á hagkvæmu verði. Ræðið viö okkur um rafmótora. = HEÐINN = SELJAVEGI 2, SÍMI 24260 Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans! ' BV Hand lyfti- vognar ;r Eigum ávallt fyrirliggjandi ji y hinavelþekktu BV-hand- lyftivagna með 2500 og 1500 kílóa lyftigetu. UMBOÐS' OG HEILDVERSLUN BiLDSHÖFÐA 16 SiMI: 6724 44 BV Rafmagns oghand- lyftarar Liprirog handhægir. Lyftigeta: 500-2000 kíló. Lyftihæð upp í 6 metra. Mjóar aksturs- leiðir. I Veitum fúslega allarupplýsingar. BILDSHÖFDA 16 SÍML672444 IMWbfíb í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI OG Á KASTRUP-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.