Morgunblaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987 Mjúku málin Ingvi Hrafn er kominn undan Borg- arfjarðarfeldinum og á nýan leik í fréttastjórastólinn hjá ríkissjónvarp- inu. Eg býð persónulega Ingva Hrafn velkominn til leiks þrátt fýrir hann hafi nýlega á Bylgjunni bölsótast óbeint útí mín skrif hér á blaðinu. Ég ætla að segja þér svona í trúnaði frá því, Ingvi Hrafn, að ritstjórar Morgun- blaðsins hafa ekki f eitt einasta skipti skipt sér af mínum skrifum hér í blað- ið um ljósvakamiðlana. Og ég vil ennfremur trúa þér fyrir því, Ingvi Hrafn, að ég hef ekki farið eftir flokks- Iínum hér í dálki enda óflokksbundinn og er ég raunar þeirrar skoðunar að það sé óheppilegt fyrir dálkahöfunda er rita undir eigin nafni að vera bundna á flokksklafa. Ég fer því ein- göngu eftir eigin samvisku þá ég pára mína heimasmíðuðu speki, sem ég veit að er oft ekki merkileg, en vona samt að rati að hjarta einhverra Iesenda útí bæ. Máski er ég bara allt- af að skrifa fyrir sjálfan mig, IBM- orðabelgurinn svarar fáu. Þó hitti ég nú alltaf við og við, til dæmis í ferm- ingarveislum og kaffiboðum, yndis- legar konur er lesa dálkinn minn. Þú hlýtur að skilja hvað ég á við, Ingvi, og minnist ég þá sunnudags- spjalls þíns við Hemma Gunn á Bylgjunni, en þar lagðir þú þunga áherslu á hina „mjúku“ fréttamennsku þar sem „mannlegar tilfinningar" sitja í fyrirrúmi. Mér fannst eiginlega ekk- ert á skorta nema að taka það fram, að „litli maðurinn" sæti í fyrirrúmi í fréttum ríkissjónvarpsins. Ummæli þín, kæri Ingvi, spruttu af spjallinu við Albert sem leiddi raunverulega til Borgarfjarðarferðarinnar. Jón Baldvin vildi láta setja þig af með það sama, kannski útá flekann með honum Jó- hannesi Norðdal — þeir eru sumir dálítiímiskunnarlausir þessir Vestfírð- ingar. Undirritaður er nú einu sinni alinn upp austur á Norðfirði þar sem honum var innrætt að bera virðingu fyrir breysku mannkyni og einkum þó vinnulúnum erfiðismönnum. Þegar ég komst til vits og ára hér syðra Iærði ég einnig að bera virðingu fyrir framkvæmdamönnum í jakkafötum, en því miður, Ingvi Hrafn, hef ég aldr- ei getað hrópað húrra fyrir mönnum er stíga á stokk og auglýsa eigin gæsku og hjálpsemi. Ég hef kynnst góðum mönnum sem hafa hjálpað íjölda manns og aldrei minnst á það einu orði og aldrei fært úr einum vasa í annan. Nei, þessir menn hafa tekið úr eigin vasa, oftast hálftómum, og geflð öðrum og einskis krafist í stað- inn. v Þama greinir okkur á, Ingvi Hrafn. Þú hrópar húrra og bregður þér í hlut- verk sálusorgara þegar æðsti yfirmað- ur skattamála er gerður ábyrgur fyrir meintu skattamisferli og svo þegir þú þunnu hljóði þegar sá er framfylgir réttlætinu mætir í sjónvarpssal. Eg lít svo á að þama hafir þú, Ingvi Hrafn, augnablik vikið af hinum þrönga vegi óhlutdrægninnar og máski óafvitað gengið á hönd hinnar „mjúku" rök- færslu þolandans í málinu, þótt auðvitað sé erfitt að benda á þoland- ann í skattsvikamálum, þeir eru svo margir. Vissulega er það alveg hár- rétt að það er mikið um skattamisferli í samfélaginu, en eigum við bara að gefast upp fyrir þessari meinsemd, Ingvi Hrafn, og taka málin „mjúkum tökum“ í sjónvarpssal? Hugsum okk- ur, Ingvi, að til dæmis tollstjórinn í Reykjavík hefði stungið inná sig whi- sky-pela í tollinum í Keflavík og upp hefði komist? Hefði ekki verið tekið öðruvísi á því máli, en ef Jón Jónsson hefði stungið inná sig pelanum? Annars tel ég nú, Ingvi Hrafn, að hin „mjúku viðbrögð" þín í Albertsmál- inu hafi orðið til að bregða nýju og fersku ljósi á vinnubrögð ljósvaka- fréttamanna í breyttu starfsumhverfí og greinarkomið mitt í dag er einmitt hugsað sem innlegg í umræðu dagsins um þetta nýja starfsumhverfi Ijós- vakamiðlanna. Er máski rétt að ljósvakafréttamenn taki hér upp mýkri og persónulegri vinnubrögð en áður hafa tíðkast, án þess þó að nokkuð sé slakað á siðferðiskröfunum? Svar óskast — á skjánum. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP/SJÓNVARP Bylgjan: Breytt hádegis dagskrá - Flóamarkaður síðdegis í dag og framvegis verður sú breyting á hádegis- dagskrá Bylgjunnar að Þorsteinn J. Vilhjálmsson, sem verið hefur með kvöld- þætti, flytur sig um set og tekur við stjórn í hádeginu. Þorsteinn tekur við stjórn- inni kl. 12, kynnir fréttir, fréttaviðtöl og fréttaskýr- ingar í bland við tónlist fram til kl. 12.30. Síðan verður flutt létt tónlist ásamt upplýsingum um umferð til kl. 13. en þá eru fréttir að vanda. Jafnhliða þessum breyt- ingum verður Flóamarkað- ur stöðvarinnar færður til í dagskránni og verður framvegis opin frá kl. 19 til 19.30 alla virka daga. Þorsteinn J. Vilhjálms- son dagskrárgerðarmað- ur á Bylgjunni. ÚTVARP © MIÐVIKUDAGUR 1. apríl 6.45 Veðurfregnir. Bæn 7.00 Fréttir 7.03 Morgunvaktin Jón Baldvin Halldórsson og Jón Guðni Kristjánsson. Fréttir eru sagðar kl. 7.30 og 8.00 og veöurfregnir kl. 8.15. Tilkynningar eru lesn- ar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Enn af Jóni Oddi og Jóni Bjarna'' eftir Guðrúnu Helgadóttur. Steinunn Jó- hannesdóttir les (2). 9.20 Morguntrimm. Lesið úr forystugreinum dagblað- anna. Tónleikar. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir 10.30 Úr fórum fyrri tíðar. Umsjón: Ragnheiöur Vigg- ósdóttir. 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 (slenskt mál Endurtekinn þáttur frá laug- ardegi sem Jón Aðalsteinn Jónsson flytur. 11.20 Morguntónleikar a. Scherzo og Finale úr Sin- fóníu nr. 1 eftir Jean Sibel- ius. Sinfóníuhljómsveitin í Gautaborg leikur; Neemi Ján/i stjórnar. b. Les Folies Espagne eftir Marin Marais. Heidi Molnár leikur á flautu. c. „Revelege", Ijóð úr „Des Knaben Wunderhorn" eftir Gustav Mahler. John Shir- ley-Quirk syngur með Concertgebouw-hljómsveit- inni i Amsterdam; Bernhard Haitink stjórnar. 4. Lokaþáttur Sinfóníu nr. 4 í e-moll eftir Johannes Brahms. Fílharmóníusveitin í Berlin leikur; Herbert von Karajan stjórnar. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 í dagsins önn — Börn og skóli. Umsjón: Sverrir Guðjónsson. 14.00 Miðdegissagan: „Áfram veginn", sagan um Stefán (slandi. Indriði G. Þorsteins- son skráði. Sigríður Schiöth les (28). 14.30 Norðurlandanótur. Fær- eyjar. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Landpósturinn. Frá Vestfjörðum. Umsjón: Finn- bogi Hermannsson. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.05 Dagbókin — Jóhanna Hafliðadóttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpiö 17.00 Fréttir. Tilkynningar. 17.05 Síðdegistónleikar a. Blásarakvintett i Es-dúr op. 8 eftir Karl Filip Stamic. Félagar í Tékkneska blás- arakvintettinum leika. b. Sinfónía í D-dúr eftir Jan Hugo Vorisek. Enska kammersveitin leikur; Char- les McKerras stjórnar. 17.40 Torgið — Nútímalífs- hættir Umsjón: Steinunn Helga Lárusdóttir. 18.00 Fréttir. Tilkynningar. 18.05 Torgiö, framhald. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Tilkynningar. Fjölmiðla- rabb. Bragi Guðmundsson flytur. Tónleikar. 20.00 Frá tónleikum Berlín- arfílharmóníunnar 26. júlí í fyrra til heiðurs Yehudi Menuhin sjötugum. Siðari hluti. Sin- fónía nr. 4 i B-dúr op. 60 eftir Ludwig van Beethoven; Yehudi Menuhin stjórnar. 20.40 Framboðskynning stjórnmálaflokkanna. Annar þáttur: Flokkur mannsins kynnir stefnu sína. 21.00 Létt tónlist 21.20 Á fjölunum Þáttur um starf áhugaleik- félaga. Umsjón: Haukur Ágústsson. (Frá Akureyri.) 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. 22.15 Veðurfregnir. SJÓNVARP MIÐVIKUDGUR 1. apríl 18.00 Úr myndabókinni — 48. þáttur. Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni. Umsjón: Agnes Johansen. Kynnir: Sólveig Hjaltadóttir. 19.00 Hver á að ráða? (Who's the Boss?) — Fjórði þáttur. Bandarískur gamanmynda- flokkur um einstæðan föður sem tekur að sér eldhús- störfin fyrir önnum kafna móður. Áðalhlutverk: Tony Danza, Judith Light og Kath- erine Helmond. Þýðandi Ýrr Bertelsdóttir. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli. 19.30 Spurt úr spjörunum — Níundi þáttur. Dregið úr rétt- um svörum í myndagátu Sjónvarpsins og Ferðamála- ■ ráðs. Spyrlar: Ómar Ragn- arsson og Kjartan Bjargmundsson. Dómari: Baldur Hermannsson. Stjórn upptöku: Ásthildur Kjartansdóttir. 20.00 Fréttir og veöur. 20.35 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 í takt við tímann. Bland- aður þáttur um fólk og fréttnæmt efni. Umsjón: Jón Hákon Magnússon, Elísa- bet Þórisdóttir og Ólafur H. Torfason. 21.40 Leiksnillingur. Master of the Game — Sjötti þátt- ur. Bandarískur framhalds- myndaflokkur í sjö þáttum, geröur etir skáldsögu Sid- ney Sheldons. Aðalhlutverk: Dyan Cannon, Harry Hamlin og Cliff De Young. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 22.30 Nýjasta tækni og vísindi. Umsjónarmaður Sigurður H. Richter. 23.00Fréttir í dagskrárlok. fJ STOÐ2 W MIÐVIKUDAGUR 1. apríl § 17.00 Slæmt minni (Rem- embrance). Bresk sjón- varpsmynd með John Aftman, Martin Barrass, David John og Peter Lee Wilson í aðalhlutverkum. Hópur ungra sjóliöa úr breska sjóhernum gerir sér glaðan dag áður en haldiö er á sjó I sex mánaöa sigl- ingu. Á vegi þeirra verður maöur sem misst hefur minnið og enginn veit nein deili á. §18.45 Myndrokk. 19.05 Viðkvæma vofan. Teiknimynd. 19.30 Fréttir. 20.00Happ í hendi. Nýr spurningaþáttur í umsjá Bryndísar Schram. § 20.30 Húsið okkar (Our House). Kris sækir um inn- göngu I flugskóla og lætur heldur óvenjulegt með- mælabréf fylgja. §21.20 Tískuþáttur. Umsjón- armaður er Helga Bene- diktsdóttir. §21.50 Eureka-virkið (Eureka Stockade). Seinni hluti ástr- alskrar sjónvarpsmyndar með Bryan Brown (Þyrni- fuglarnir) í aöalhlutverki. Árið 1854 gerðu gullgrafar- ar í litlum námabæ i Ástalíu blóðuga uppreisn gegn spillingu og kúgun bresku landstjórnarinnar. Uppreisn- in er eina vopnaða upp- reisnin í sögu Ástralíu og hafði afdrifaríkar afleiðingar fyrir nýlenduna. § 23.20 Burnett og Domingo (Burnett „discovers" Dom- ingo). Tveir heimsfrægir listamenn, leik- og söng- konan Carrol Burnett og tenórinn Placido Domingo leiöa saman hesta sína f léttum skemmtiþætti. 00.20 Dagskrárlok Stöð 2: Happ í hendi - nýr spurningaþáttur H Nýr spurninga- 30 þáttur hefur göngu sína á Stöð 2 í kvöld. Bryndís Schram verður við stjórn- völinn en Helga Guðrún Eiríksdóttir verður henni til aðstoðar. Keppendur eru þrír hverju sinni og spilaðar verða þtjár umferðir. Svon- efnt lukkuhjól ræður miklu um gengi hvers og eins í spruningaleiknum. Á þessu hjóli eru 20 reitir með mi- sjöfnum upphæðum, allt frá 1000 krónum upp í 15000 krónur. En á því eru líka fjórir reitir sem boða váleg tíðindi þ.e. gjaldþrot. Ef keppandi er svo óhepp- inn að lenda á þeim reitum tapar hann öllu sem hann hefur unnið sér inn og næsti keppandi tekur við. mmw 22.20 Lestur Passiusálma Andrés Björnsson les 37. sálm. 22.30 Hljóð-varp Ævar Kjartansson sér um þátt í samvinnu við hlust- endur. 23.10 Djassþáttur — Jón Múli Árnason. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp á rás 2 til morguns. MIÐVIKUDAGUR 1. apríl 00.10 Næturútvarp 6.00 (bitið. Erla B. Skúladótt- ir léttir mönnum morgun- verkin, segir m.a. frá veðri færð og samgöngum og kynnir notalega tónlist í morgunsárið. 9.05 Morgunþáttur í umsjá Kristjáns Sigurjónssonar og Kolbrúnar Halldórsdóttur. Meöal efnis: „Plötupottur- inn”, gestaplötusnúður og miövikudagsgetraun. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. Leifur Hauksson kynnir létt lög við vinnuna og spjallar við hlustendur. Afmæliskveðj- ur, bréf frá hlustendum o.fl., o.fl. 16.06 Hringiðan. Umsjón: Broddi Broddason og Margrét Blöndal. Siðdegis- útvarp rásar 2, fréttatengt efni og tónlist. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 íþróttarásin. Ingólfur Hannesson og Samúel örn Erlingsson íþróttafrétta- menn taka á rás. 22.05 Jónatan Garðarsson kynnir sígilda dægurtónlist. (Þátturinn verður endurtek- inn nk. sunnudagsmorgun kl. 9.03.) 23.00 Við rúmstokkinn. Guð- rún Gunnarsdóttir býr fólk undir svefninn með tali og tónum. 00.10 Næturútvarp. 02.00 Nú er lag. Gunnar Salv- arsson kynnir gömul og ný úrvalslög. (Endurtekinn þáttur frá gærdegi.) Fréttir kl. 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 11.00, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP VIRKA DAGA VIKUNNAR SVÆÐISÚTVARP VIRKA DAGA VIKUNNAR REYKJAVÍK AKUREYRI 18.00-19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni —FM 96,5 Fréttamenn svæðisútvarps- ins fjalla um sveitarstjórnar- mál og önnur stjórnmál. f989 SSEEE/ MIÐVIKUDAGUR 1. apríl 07.00—09.00 Á fætur með Sigurði G. Tómassyni. Létt tónlist með morgunkaffinu. Sigurður lítur yfir blöðin og spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00.. 09.00—12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Palli leikur uppáhaldslögin ykkar, gömul og ný. Opin lína til hlustenda, mataruppskrift og sitthvað fleira. Fréttir kl. 10.00, 11.00 12.00-12.10 Fróttir. 12.10—14.00 Á hádegismark- aði með Þorsteini J. Vil- hjálmssyni. Fréttapakkinn, Þorsteinn og fréttamenn Bylgjunnar fylgjast með því sem helst er í fréttum, segja frá og spjalla við fólk. Frétt- ir kl. 13.00 og 14.00. 14.00—17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Pétur spil- ar slðdegispoppiö og spjall- ar við hlustendur og tónlistarmenn. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00-19.00 Ásta R. Jóhann- esdóttir í Reykjavík síðdeg- is. Asta leikur tónlist, lítur yfir fréttirnar og spjallar við fólk sem kemur við sögu. Fréttir kl. 19.00. 19.00—21.00 Hemmi Gunn í miðri viku. Létt tónlist og þægilegt spjall eins og Hemma einum er lagið. 21.00—23.00 Ásgeir Tómas- son á miðvikudagskvöldi. Ásgeir leikur rokktónlist úr ýmsum áttum. 23.00-24.00 Vökulok. Ljúf tónlist og fréttatengt efni. Dagskrá f umsjá Amars Páls Haukssonar frétta- manns. 24.00—07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Tónlist og upp- lýsingar um veður og flug- samgöngur. Fréttir kl. 03.00. ALFA Kriatilef ÉtvufaatU, FM 102,9 MIÐVIKUDAGUR 1. apríl 8.00 Morgunstund: G1 orð og bæn. 8.16 Tónlist. 12.00 Hlé. 13.00 Tónlistarþáttur n lestri úr Ritningunni. 16.00 Dagskrárlok.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.