Morgunblaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987 33 Bandarískur Gyðingaleiðtogi: Sovétríkin eru að kúvenda stefnu sinni í málefnum Gyðinga? Kynntu sér hermál í Austur-Þýskalandi Hér er Hans-Henning Kahman, ofursti í vestur-þýska hemum, að segja austur-þýsku hershöfðingjunum Gerhard Kunze og Heinrich Winkler brandara yfir glasi af vodka og ávaxtasafa eftir heimsókn í kvik- myndasafnið í Potsdam. Myndin var tekin, þegar vestur-þýskir herforingjar voru í boðsferð í Austur- Þýskalandi fýrir skemmstu og kynntu sér hermálasamvinnu Austur-Þjóðveija og Sovétmanna. * Irland: Vara við ríkislottói New^York. Reuter. AP. SOVÉTMENN eru að kúvenda stefnu sinni í málefnum Gyðinga- samfélagsins í Sovétríkjunum og hyggjast leyfa nær öllum Gyð- ingum, sem sótt hafa um að fá að flytjast úr landi, fararleyfi á þessu ári, svo og fjölskyldum Fyrirskipað að fjarlægja jólaskrautið Los Angeles, Reuter. ROBERT George, sem er hvítskeggjaður og ber jafnan rauða jólasveina húfu á höfði, tikynnti blaðamönnum í gær að honum hefði verið fyrirskipað að fjarlægja jólaskreytingu og hreindýr úr garðinum hjá sér. Borgarráð tók ráðin í sínar hend- ur eftir að kvartarnir tóku að berast frá nágrönnum hans. „Jólasveinn- in“ átti að taka burt jólaskrautið áður en vikan væri liðin. Allt jóla- skraut var geymt úti í garðinum hans þar á meðal hreindýr úr plasti. „Jólasveinnin" sagði að hann geymdi skrautið úti fyrir ferðamenn og deyjandi börn sem heimsóttu hann. Hann sagði með augun full af tárum við nokkra blaðamenn: “Eg biðst afsökunar á því að ég gráti en mér þykir vænt um börnin sem vilja koma og heimsækja mig áður en þau deyja." þeirra, að því er bandarískur Gyðingaleiðtogi, Morris Abram, sagði í gærkvöldi. Hann bætti við, að Kremlveijar hygðust einnig auka trúfrelsi sovéskra Gyðinga umtalsvert heima fyrir. Abram fór ásamt sendinefnd Heimsráðs Gyðinga til Sovétríkj- anna í síðustu viku og átti viðræður við háttsetta embættismenn, m.a. Eduard A. Shevardnadze utanríkis- ráðherra, Anatoly Dobrynin, fyrr- um sendiherra í Washington, og Yaakov Lec, fyrrum sendiherra í Kanada. Abrams sagði, að loforð hefðu fengist fyrir því, að 3500 Gyðinga- ijölskyldum, 11-12.500 manns, yrði leyft að fara úr landi á þessu ári. Margt af þessu fólki hefur beðið í allt að 15 ár eftir brottfararleyfi og margir misst starf sitt vegna umsókna um brottflutning. Meðal annarra atriða, sem sam- komulag tókst um, er, að leyft verður að opna gyðinglegan veit- ingastað í Moskvu, leyfð verður starfræksla samkunduhúsa Gyð- inga, eftir því sem þörf krefur, rabbínum verður leyft að sækja starfsþjálfun erlendis og bann á hebreskukennslu verður tekið til endurskoðunar. Engar tímatakmarkanir eru í samkomulaginu, en Abram sagðist telja, að fyrmefnd atriði kæmust „mjög bráðlega" til framkvæmda. I staðinn hétu leiðtogar Gyðinga að styðja beiðni Sovétmanna um, að afnumdar verði takmarkanir á bandarískum útflutningslánum þeim til handa og að þeir fá aftur að njóta „bestu kjara" í viðskiptum við Bandaríkin. Dublin. Reuter. STJÓRNMÁLAMENN, félags- ráðgjafar og prestar hafa varað við ríkislottói, sem nýlega er tek- ið til starfa á írlandi. Telja þessir aðilar, að lottóið kunni að rýja fátækar fjölskyldur, sem ánetj- ast því, hveijum eyri. Lottóið hóf göngu sína á mánu- dag í síðustu viku og tók við af írsku getraununum, sem notið höfðu síminnkandi vinsælda. Hefur ein milljón írskra punda (ríflega 54 millj. ísl. kr.) verið í pottinum dag- lega, frá því að lottóið hófst. írar eru 3,5 milljónir talsins. Mary Hamey, þingmaður fram- farasinnaðra demókrata, kvaðst skelfíngu lostin yfir frásögnum fél- agsráðgjafa og presta af fjölskyld- um, sem sökkt hefðu sér niður í skuldafen vegna lottósins. Hún var- aði við því, að leikurinn gæti valdið „þjóðarböli" og lagði til ásamt tveimur öðrum þingmönnum, að bannað yrði að selja lottómiða á böram. Talsmaður lottósins, sem ætlað er að styrkja listir, íþróttir og heilsugæslu í landinu, sagði: „Það hvarflaði aldrei að okkur, að þetta færi svona geyst af stað, en við höldum, að mesta ákafann eigi eft- ir að lægja fljótlega.“ ORÐABÆKUR ISAFOLDAR ORÐABÓKASETT — AFBORGUNARSKILMÁLAR , Tilvaldar fermingargjafir - Sígild eign ISAFOLD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.