Morgunblaðið - 01.04.1987, Page 33

Morgunblaðið - 01.04.1987, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987 33 Bandarískur Gyðingaleiðtogi: Sovétríkin eru að kúvenda stefnu sinni í málefnum Gyðinga? Kynntu sér hermál í Austur-Þýskalandi Hér er Hans-Henning Kahman, ofursti í vestur-þýska hemum, að segja austur-þýsku hershöfðingjunum Gerhard Kunze og Heinrich Winkler brandara yfir glasi af vodka og ávaxtasafa eftir heimsókn í kvik- myndasafnið í Potsdam. Myndin var tekin, þegar vestur-þýskir herforingjar voru í boðsferð í Austur- Þýskalandi fýrir skemmstu og kynntu sér hermálasamvinnu Austur-Þjóðveija og Sovétmanna. * Irland: Vara við ríkislottói New^York. Reuter. AP. SOVÉTMENN eru að kúvenda stefnu sinni í málefnum Gyðinga- samfélagsins í Sovétríkjunum og hyggjast leyfa nær öllum Gyð- ingum, sem sótt hafa um að fá að flytjast úr landi, fararleyfi á þessu ári, svo og fjölskyldum Fyrirskipað að fjarlægja jólaskrautið Los Angeles, Reuter. ROBERT George, sem er hvítskeggjaður og ber jafnan rauða jólasveina húfu á höfði, tikynnti blaðamönnum í gær að honum hefði verið fyrirskipað að fjarlægja jólaskreytingu og hreindýr úr garðinum hjá sér. Borgarráð tók ráðin í sínar hend- ur eftir að kvartarnir tóku að berast frá nágrönnum hans. „Jólasveinn- in“ átti að taka burt jólaskrautið áður en vikan væri liðin. Allt jóla- skraut var geymt úti í garðinum hans þar á meðal hreindýr úr plasti. „Jólasveinnin" sagði að hann geymdi skrautið úti fyrir ferðamenn og deyjandi börn sem heimsóttu hann. Hann sagði með augun full af tárum við nokkra blaðamenn: “Eg biðst afsökunar á því að ég gráti en mér þykir vænt um börnin sem vilja koma og heimsækja mig áður en þau deyja." þeirra, að því er bandarískur Gyðingaleiðtogi, Morris Abram, sagði í gærkvöldi. Hann bætti við, að Kremlveijar hygðust einnig auka trúfrelsi sovéskra Gyðinga umtalsvert heima fyrir. Abram fór ásamt sendinefnd Heimsráðs Gyðinga til Sovétríkj- anna í síðustu viku og átti viðræður við háttsetta embættismenn, m.a. Eduard A. Shevardnadze utanríkis- ráðherra, Anatoly Dobrynin, fyrr- um sendiherra í Washington, og Yaakov Lec, fyrrum sendiherra í Kanada. Abrams sagði, að loforð hefðu fengist fyrir því, að 3500 Gyðinga- ijölskyldum, 11-12.500 manns, yrði leyft að fara úr landi á þessu ári. Margt af þessu fólki hefur beðið í allt að 15 ár eftir brottfararleyfi og margir misst starf sitt vegna umsókna um brottflutning. Meðal annarra atriða, sem sam- komulag tókst um, er, að leyft verður að opna gyðinglegan veit- ingastað í Moskvu, leyfð verður starfræksla samkunduhúsa Gyð- inga, eftir því sem þörf krefur, rabbínum verður leyft að sækja starfsþjálfun erlendis og bann á hebreskukennslu verður tekið til endurskoðunar. Engar tímatakmarkanir eru í samkomulaginu, en Abram sagðist telja, að fyrmefnd atriði kæmust „mjög bráðlega" til framkvæmda. I staðinn hétu leiðtogar Gyðinga að styðja beiðni Sovétmanna um, að afnumdar verði takmarkanir á bandarískum útflutningslánum þeim til handa og að þeir fá aftur að njóta „bestu kjara" í viðskiptum við Bandaríkin. Dublin. Reuter. STJÓRNMÁLAMENN, félags- ráðgjafar og prestar hafa varað við ríkislottói, sem nýlega er tek- ið til starfa á írlandi. Telja þessir aðilar, að lottóið kunni að rýja fátækar fjölskyldur, sem ánetj- ast því, hveijum eyri. Lottóið hóf göngu sína á mánu- dag í síðustu viku og tók við af írsku getraununum, sem notið höfðu síminnkandi vinsælda. Hefur ein milljón írskra punda (ríflega 54 millj. ísl. kr.) verið í pottinum dag- lega, frá því að lottóið hófst. írar eru 3,5 milljónir talsins. Mary Hamey, þingmaður fram- farasinnaðra demókrata, kvaðst skelfíngu lostin yfir frásögnum fél- agsráðgjafa og presta af fjölskyld- um, sem sökkt hefðu sér niður í skuldafen vegna lottósins. Hún var- aði við því, að leikurinn gæti valdið „þjóðarböli" og lagði til ásamt tveimur öðrum þingmönnum, að bannað yrði að selja lottómiða á böram. Talsmaður lottósins, sem ætlað er að styrkja listir, íþróttir og heilsugæslu í landinu, sagði: „Það hvarflaði aldrei að okkur, að þetta færi svona geyst af stað, en við höldum, að mesta ákafann eigi eft- ir að lægja fljótlega.“ ORÐABÆKUR ISAFOLDAR ORÐABÓKASETT — AFBORGUNARSKILMÁLAR , Tilvaldar fermingargjafir - Sígild eign ISAFOLD

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.