Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 29 Morgunblaðið/Ól.K.M. * ræða um þetta mál er erfítt að skilja það á annan veg en þann, að í „griðastað" eða „friðarstöð“ á ís- landi felist einhver breyting á stefnu þjóðarinnar í utanríkismálum. Hver? Því er ósvarað. Þá er hinu gleymt, að það var einmitt vegna hinnar skýrt mótuðu stefnu, sem íslendingar hafa fylgt í utanríkis- og öryggismálum, að Reykjavík var valinn sem fundarstaður leiðtog- anna. Sjálfstæðismenn hafa nú farið með stjóm utanríkismála í fjögur ár í fyrsta sinn í 30 ár. Undir forystu Geirs Hallgrímssonar var gerð hin mesta breyting á yfir- stjóm íslenskra öryggis- og vamar- mála, sem orðið hefur frá því lýðveldi var stofnað. Matthías Á. Mathiesen hefur stigið skref í átt til aukins samstarfs við Evrópu- bandalagið. Hvorugt þessara merku skrefa er ágreiningsefni í kosning- unum. Mönnum er ljóst, að ríkisstjóm án Sjálfstæðisflokksins mun velja aðra leið í utanríkismálum en núver- andi stjóm. Hver hún verður er hins vegar óljóst. Þó ættu mönnum að vera í fersku minni innbyrðis deilur vinstri flokkanna um það, hvort og hvenær ætti að ráðast í ýmsar nauðsynlegar framkvæmdir í þágu vama landsins og smíði flug- stöðvarinnar. Niðurstaðan var jafn fáránleg og rifrildið. Á árunum 1980 til 1983 var hafíst handa við Helguvíkurstöðina og smíði flug- skýla fyrir orrustuþotur en alþýðu- bandalagsmenn beittu neitunar- valdi gegn nýju flugstöðinni. Hið sama er raunar að segja um efnahagsmálin og utanríkismálin, að fyrir kosningamar er talað um þau almennum orðum. Þó er ljóst, að ríkisstjóm án Sjálfstæðisflokks- ins myndi leggja áherslu á að þyngja skatta. Vinstrisinnar hafa augastað á eignasköttum og enn eru þeir að tala um „breiðu bökin“ og „ofsagróða heildsalanna" og „of stórar verslunarhallir". Þá myndu vinstrisinnar eiga tiltölulega auð- velt með að semja um stefnu í stóriðjumálum á nótum Hjörleifs Guttormssonar, sem stóð í mis- heppnuðum málarekstri við ÍSAL á meðan hann var iðnaðarráðherra. Virðist að minnsta kosti hluti Borg- araflokksins sömu skoðunar og Alþýðubandalagið í þessu efni. Hlutur ríkisbanka yrði aukinn af vinstrisinnum, þeir myndu reyna að setja vaxtafrelsi skorður og treysta ríkisrekið útvarp á kostnað einkastöðva. Þeir yrðu ekki tals- menn einkavæðingar, það er að starfsemi yrði flutt úr höndum ríkis- ins til einkaaðila, þar sem það er unnt. Helsta sameiningartákn vinstri- sinna er andstaðan við „ný-ftjáls- hyggjuna", sem er eitt þessara óskilgreindu tískuhugtaka í kosn- ingabaráttunni. Stimpill, sem menn grípa til án þess að segja, hvað í honum felst. > Atök um nýjan flokk Á því er engin einföld skýring, hvers vegna níu flokkar bjóða fram til þings að þessu sinni auk sérfram- boðs Stefáns Valgeirssonar í Norðurlandskjördæmi eystra. Er þá enn komið að því, sem vikið var að í upphafi, að hræringar og umbrot stjómmálanna nú er erfítt að skil- greina. Þjóðfélagið allt er að breytast og þá einkum hlutur ríkis- ins og stjómmálamannanna í ráðstöfun fjármagns. Miklar um- ræður hafa orðið um svonefnda fyrirgreiðslupólitík, eftir að Albert Guðmundsson hvarf úr Sjálfstæðis- flokknum og Borgaraflokkurinn varð til. Tilurð flokksins hefur skerpt línur í kosningabaráttunni og breytt henni að nokkm í átök milli fyrmm samheija í Sjálfstæðis- flokknum. Albert Guðmundsson hefur gefíð ýmsar skýringar á því, hvers vegna hann sagði skilið við Sjálfstæðis- flokkinn, eftir að hann sagði af sér embætti iðnaðarráðherra vegna eigin mistaka við framtal til skatts. Hin síðasta er sú, að hann vilji sýna „mannúð og mildi gegn ný-frjáls- hyggjunni í Sjálfstæðisflokknum og .víðar“. Þá hefur Borgaraflokkurinn tekið undir sjónarmið Ólafs Ragn- ars Grímssonar varðandi reglu- bundna endurskoðun vamarsamn- ingsins og eftirlit frá Jan Mayen. Loks hefur sú yfirlýsing Alberts, að hann ætli að bjóða fram gegn sjálfstæðismönnum í næstu borgar- stjómarkosningum í Reykjavík, vakið athygli og reiði sjálfstæðis- manna. Tilkoma Borgaraflokksins varð til þess að færa kosningabaráttuna úr hinum hefðbundna farvegi. Á hinn bóginn er ljóst, að Borgara- flokkurinn er ekki til stórræðanna í málefnalegum deilum. Komi fleiri en einn talsmaður hans fram opin- berlega er erfitt að henda reiður á, hver er hin raunverulega Stefna flokksins. Flókin staða Allt bendir til þess, að staðan verði flókin að kosningum loknum. Ekki er líklegt, að Þjóðarflokkurinn, Bandalag jafnaðarmanna eða Flokkur mannsins fái menn kjöma í kosningunum. Engu að síður verða fulltrúar sex flokka á þingi. Sverrir Hermannsson, menntamálaráð- herra, hefur Iíkt Albert Guðmunds- syni við Glistrup í Danmörku, sem var þar með næststærsta þingflokk- inn í mörg ár, án þess að nokkram dytti í hug, að ræða við hann um stjómarmyndun. Sverrir sagði í Tímanum: „Sama verður hér, eng- um stjómmálaflokki og þjóðmála- flokki dettur í hug að ræða við Borgaraflokkinn um stjórn þessa lands hversu gamall sem hann verð- ur,_þó hann verði aldagamall.“ Ólafur Ragnar Grímsson er ann- arrar skoðunar en Sverrir Her- mannsson. Ólafur Ragnar hefur sagt, að hann gæti alveg eins orðið utanríkisráðherra í stjóm með Borgaraflokknum, þar sem flokkur- inn hafí tekið undir hugmyndir sínar í utanríkismálum. Af þessu tilefni hefur Albert Guðmundsson gefið yfírlýsingu um, að hvorki Ólafur Ragnar né aðrir alþýðubandalags- menn geti orðið utanríkisráðherra í stjóm með sér. Raunar er yfirlýs- ing Alberts þannig orðuð, að hana má skilja á þann veg, að hann sé andvígur stjómarsamstarfí við Al- þýðubandalagið. Upphaflegt tilefni þess að Albert Guðmundsson tók þá afdrifaríku ákvörðun að stofna eigin flokk vora orð, sem Þorsteinn Pálsson lét falla á Stöð 2 að kvöldi 24. mars, sama dag og Albert sagði af sér ráð- herraembætti. Spurt var, hvort það kæmi til greina, að Albert yrði aft- ur ráðherra. Þorsteinn svaraði: Það segir sig sjálft eftir atburði dagsins í dag. Eg veit ég þarf ekki að svara þessari spumingu. Enn var spurt: Felst neitun í þessu? Þorsteinn svar- aði: Það liggur í augum uppi að það getur ekki orðið. Þegar þau orð, sem féllu þessa daga í fjölmiðlum, era skoðuð í ljósi síðari atburða kemur í ljós, að þriðjudaginn 24. mars vora þeir Þorsteinn Pálsson og Albert Guð- mundsson ekki eins ósammála um ráðherrasetu Alberts og síðar hefur mátt ætla. í Tímanum 25. mars birtist viðtal við Albert. Þar er Al- bert spurður um líkur á ráðherra- embætti eftir kosningar, meðal annars með þessum orðum: Áttu von á andstöðu innan Sjálfstæðis- flokksins við að þú verðir ráðherra, komi sú staða upp? Og Albert svar- ar á þennan hátt: „Ef flokkurinn lætur mig fara úr ríkisstjórn núna út af þessum lágu upphæðum, sem ekki vora færðar, þá á ég ekki von á að sið- gæðismat flokksins breytist mikið á þeim tíma. En spumingin er, hvort aðrir þingmenn, sem þá koma til greina sem ráðherrar fyrir flokkinn, verði að fara í gegnum eitthvert siðgæðispróf, eða þurfí vottorð frá skattstjóra. Það getur vel verið að það verði gert að skilyrði." Þegar þessi orð Alberts era lesin nú kemur það mest á óvart, að svar Þorsteins um ráðherrasetu skuli hafa komið Albert jafn mikið á óvart og raun ber vitni. Hér skal engu spáð um stjómar- samstarf að kosningum loknum. Svo kynni að fara, að stjómmála- menn teldu besta kostinn þann að efna aftur til kosninga fljótlega í því skyni að reyna á langflífí nýrra stjómmálaflokka. Stjórnmál í deiglu Eftir því, sem liðið hefur á kosn- ingabaráttuna, hefur sú hugsun sótt æ fastar á mig, að í stjórn- málunum séu undirstraumar, sem hinir hefðbundnu flokkar hafi ekki megnað að virkja. Nýju flokkamir eru raunar til marks um þetta. Um leið og vakið er máls á þessu skal viðurkennt, að mér hefur ekki tekist að festa hendur á þessu fyrir- brigði í því skyni að skýra það fyrir öðram. Viðræður við þá, sem segj- ast ætla að greiða Borgaraflokkn- um atkvæði sitt, era lítt til þess fallnar að skýra þetta. Frekar virð- ist tekist á um ímyndanir en það, sem er. Óvissan í stjómmálunum á auð- vitað að öðram þræði rætur að rekja til þeirra breytinga, sem era að verða í þjóðlífinu. Hlutur stjóm- málamannanna er að minnka, ekki síst við stjóm peningamálanna. Al- menningi gefst nú tækifæri til að ávaxta fé sitt með öðram hætti en áður. Jafnframt hefur yfírstjóm á ráðstöfun fjármuna dreifst. Þetta er ef til vill mikilvægasta og mesta valddreifíng, sem orðið hefur hér á landi hin síðari ár. í daglegu lífi er samanburður við aðrar þjóðir okkur mun nærtækari en áður vegna almennra og sívaxandi ferða- laga. Stjómmálaflokkar verða að taka mið af þessu ekki síður en kaupmennimir, sem keppa við vöra- verð í Glasgow, Amsterdam og London. Listastarfsemi á öllum sviðum er meiri en nokkru sinni fyrr. Þar hefur verið mikii gróska og sann- kallað góðæri. Þar eins og í útvarps- og sjónvarpsrekstri bjóða einstakl- ingar opinbera framkvæði byrginn. Listamenn láta stjómmál minna til sín taka en áður, þótt þeir hiki ekki við að láta skoðun sína í ljós. Vinstrimennska er á undanhaldi meðal þeirra eins og annars staðar. Svo virðist sem miðstjóm ríkis- ins, til dæmis í launamálum opin- berra starfsmanna, sé að riðlast. Fjárhagslegt sjálfstæði opinberra stofnana eins og skóla hlýtur að vera á næsta leiti. Andstaða við opinbera stjórn í fískveiðum og landbúnaði er að aukast samhliða því sem það er viðurkennt, að rekst- ur í þessum greinum þarf að skila arði. Kröfur era uppi um að opin- berir milliliðir láti minna að sér kveða en nú er í gjaldeyrismálum og heimilað verði að fjárfesta í verð- bréfum erlendis. Miðstýring við ákvörðun fískverðs er að víkja fyrir fískmörkuðum. Reynslan sýnir, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefíir átt auðveldast með það af stjómmálaflokkunum að laga störf sín og stefnu að nýjum aðstæðum og fínna rétta leið í sam- ræmi við það. Þetta á enn við. Flokkurinn hefur haft afdráttar- lausa forystu um þær miklu breyt- ingar, sem orðið hafa á þjóðfélaginu undanfarin fjögur ár. Þær era meiri en okkur er flestum ljóst og margt bendir til að stjómmálaflokkamir hafí ekki lagað sig nægilega skjótt og skipulega að breyttum aðstæð- um og það sé ein helsta ástæðan fyrir umbrotunum og undirstraum- unum, sem þeir hafa ekki getað virkjað innan vébanda sinna. Er andstaða við „ný-ftjáls- hyggju" andstaða við þessar breyt- ingar? Ef svo er sýnist næstum sama, hvaða flokk menn kjósa ann- an en Sjálfstæðisflokkinn. Ef andstaða við „ný-fijálshyggju“ á rætur að rekja til umhyggju fyrir opinberam útgjöldum til mennta- mála, heilbrigðis- og tryggingamála er jafnvel skynsamlegra að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en aðra flokka. Ef menn vilja kjósa til ábyrgðar flokk, sem hefur sýnt það í verki, að hann getur staðið að því að fram-* kvæma félagsmálastefnu þannig að til fyrirmyndar er, ættu þeir hik- laust að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og vísa til þess, hvemig hann hefur staðið að stjóm Reykjavíkurborgar. Hið sama má segja um það að „koma góðærinu til fólksins" eins og það er orðað. Kaupmáttur elli- og örorkulífeyrisþega er hærri en áður og ráðstöfunartekjur heimil- anna era meiri en áður. Af stjómar- flokkunum hefur mest reynt á Sjálfstæðisflokkinn í kjaramálun- um. Ef hin gamla kenning er í gildf hér á landi, að buddan ráði mestu um það, hvemig menn greiða at- kvæði á kjördag, ætti ekki að vera mikill vandi að spá um niðurstöðu kosninganna. En þessi kenning kann að vera á undanhaldi í íslensk- um stjómmálum um þessar mundir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.