Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 46
46 mr jtHcTA 8? ÍTTJOACnJTMMra OTGAJaMTIOHOM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 ALBERTSMÁL eftir Þorgeir Ibsen „Ekki kosta minna mátti málabrasið þan Þjófurinn kærði þann sem átti það, sem stolið var.“ (Jón Pálmason á Akri.) í hinu mikla fjaðrafoki og fjöl- miðlafári, sem skapast hefur um Albertsmál, er í raun verið að bera í bakkafullan lækinn að taka þar til máls. Undirritaður hefði helzt viljað sitja hjá í þessari ömurlegu umræðu og leiða hana með öllu hjá sér. En honum er öllum lokið og getur ekki orða bundist, þegar fá- ráðir lýðskrumarar eru í óðaönn og í þeim ham að vilja hengja bakara fyrir smið og taka að hossa yfír- troðslu- og misgjörðarmanninum og heQa hann upp á stall og dýrka hann sem skurðgoð og það á kostn- að heiðarleikans. Þegar_ slíkt gerist eiga allir þjóðhollir íslend- ingar, hvar í flokki sem þeir standa, að stinga við fótum og lýsa vanþóknun sinni og fyrirlitn- ingu á öðru eins framferði. Vísa Jóns heitins á Akri Pálma- sonar frá dögum Skjónumálsins alræmda í Húnaþingi leitar fram í hugann þessa síðustu daga, sem einkennzt hafa af óróa, spennu og flokkariðlun í þjóðfélaginu og allt vegna Albertsmáls, sem undanfarið hefúr verið í algleymingi. Og m.a. hafa þau ótíðindi gerzt að ýmsir af málaliðum höfuðpaurans hafa gengið hart fram í því og af mik- illi ófyrirleitni að varpa rýrð á Þorstein Pálsson, ijármálaráðherra, og gera hann tortryggilegan í aug- um samfélagsins, látið hann gjalda þess, að hann hefír, sem fjárgæzlu- maður ríkisins í einhverju ábyrgðar- mesta ráðherraembættinu, orðið að sinna þeirri siðferðilegu skyldu sinni að hafa afskipti af Albertsmáli, sem er eitthvert hið hallærislegasta mál, sem um getur í ungri sögu lýðveldisins. Þetta er ljótt mál og ógeðslegt. Sama hvemig á það er litið. Það hefur valdið miklum skaða og óhugnanlegri truflun í þjóðfélag- inu og á enn eftir að draga þungan dilk á eftir sér og valda enn meiri skaða og álitshnekki margra manna, þar á meðal ekki svo fárra saklausra manna, sem starfa síns eða stöðu vegna hafa nauðugir vilj- ugir dregist inn í þetta ólánsmál. Að slá skjaldborg um skúrk með guðhræðsluna að yfirskini. Hinn erlendi mafíusiður að slá skjaldborg um skúrka sína með guðhræðsluna að yfírskini er ill- ræmdur og alkunnur. Ef innleiða á slíkan sið á íslandi og þeim hossað, sem standa í því að bijóta þau lög, sem þeim hefír verið falið að gæta og framfylgja í landinu, er vegið að rótum lýðveldisins. Og enn sann- ast hið fomkveðna og sýnir sig aldrei betur en þessa síðustu daga, að sá sem slítur í sundur lögin slítur einnig í sundur friðinn. Og sannar- lega fær öll þjóðin að kenna á þessu þessa síðustu daga og er það bitur reynsla. Hið unga lýðveldi, sem segja má að vart hafí slitið bams- skónum, má ekki við því, að innan helgra véa þess, á Alþingi og á æðstu stöðum þess sé vörgum, sem hvorki skeyta um skömm né heið- ur, skipað til sætis og fenginn jafnvel hinn hæsti virðingarsess, svona rétt eins og hendi sé veifað. Fyrr má nú rota en dauðrota að slík ósköp gerist. Á þjóðholla menn ráðist með birgslyrðum um níð og róg, ill- mælgi og af hinum versta stráksskap, þegar þeir eru að vara þjóð sína við og segja henni beizkan og nöturlegan sannleik- ann. Margir þjóðhollir íslendingar hafa reynt að benda þjóðinni á að ná réttum áttum í moldviðri Al- bertsmálsins og láta ekki óvandað- an málflutning villa um fyrir sér. Þeir hafa sagt álit sitt skilmerkilega og skorinort, nefnt hlutina réttum nöfnum. í hópi þeirra þjóðhollu ís- lendinga, sem þama hafa gengið fram fyrir skjöldu með viðvaranir og sagt þjóð sinni ómegnaðan sann- leikann, er m.a. dr. Gunnlaugur Þorgeir Ibsen „Og- þegar íslendingar ganga að kjörborðinu þann 25. apríl nk. ættu þeir að rifja upp varn- aðarorð þeirra um að láta ekki af vegaleiða sig í moldviðri Alberts- málsins.“ Þórðarson í grein sinni „Lýðræðið og siðgæðið“ í Morgunblaðinu 4. apríl sl. Jón Sigurðsson, forstjóri, fyrrum ráðuneytisstjóri í fjármála- ráðuneytinu, í grein sinni „Að trúa á Albert“ í Morgunblaðinu 8. apríl sl., dr. Benjamín H.J. Eiríksson í grein sinni „Eldur í æðum“ í Morg- unblaðinu 15. apríl sl. og Einar J. Gísla þar áður eða 12. apríl í Morg- unblaðinu í grein sinni „Að veikja Sjálfstæðisflokkinn væri slys“. Ekki verður sagt um þessa menn, að þeir séu sérstaklega hallir undir Sjálfstæðisflokkinn, þegar undan er skilinn sá síðastneftidi. En öllum er þeim það sameiginlegt að unna þjóð sinni og vilja henni vel. Mátu meira að segja þjóð sinni beinan og beran sannleikann en eigin stundarhagsmuni. Fyrir þetta hafa þeir orðið fyrir verstu brigslum um róg og níð, svo furðulegt sem það er, þar sem þeir, hver og einn þeirra, skrifar undir fullu nafni, svo sem háttur er siðaðra og drenglundað- ara manna, sem skrifa um mál, sem koma við kaun manna, en fela sig ekki á bak við dulnefni. Mættu margir, sem skrifa um viðkvæm mál taka sér þá til fyrirmyndar. Og þegar íslendingar ganga að kjörborðinu þann 25. apríl nk. ættu þeir að rifja upp vamaðarorð þeirra um að láta ekki afvegaleiða sig í moldviðri Albertsmálsins. Aldrei hefír það verið brýnna en nú að þjóðin haldi vöku sinni og undir orð, vamaðarorð Einars J. Gíslasonar skal heilshugar tekið er hann segir: „Að veikja Sjálfstæðis- flokkinn væri slys.“ Höfundur er fyrrverandi skóla- stjóri Lækjarskóla í Hafnarfirði. Styrk ríkisstjórn — forsenda áframhaldandi bættra lífskjara eftir Jón Hjaltalín Magnússon Það er erfitt að spá um framtíð- ina og þá sérstaklega um horfumar í stjómmálum á Islandi. En hver þjóðfélagsþegn, sem hefur kosn- ingarétt, getur með atkvæði sínu á kosningadaginn lagt gmnn að þjóð- félagi sínu og okkar allra næstu árin og jafnvel næsta áratuginn. Því reynslan hefur kennt okkur að hægt er að halda áfram á leið til bættra lífskjara, þar sem viðráðan- leg verðbólga er ríkjandi, en einnig er hægt að glata niður á stuttum tíma því sem áunnist hefur og það getur tekið nokkuð langan tíma að lagfæra efnahagsleg vandamál, þar sem þjóðfélagsþegnar, fyrirtæki og Jí Jí- JÍ 3*5 Jí Jí Luxemborg Lykillinn að töfrum Evrópu. Pað er margt aö sjá og gera I stórhertogadæminu Luxemborg. Fagurt landsiag, fomar byggingar, fjölbreytt menningarlif, verslanir og veitingastaðir. •\\oixAay ^rsjtC Glæsilegt hótel og vel staösett í borginni. Helgarpakkl: 3 dagar i Luxemborg fyrir aðeins 14.990 kr.* Súperpakki: Kostar lítið meira, eða 16.050 kr* en býður upp á miklu meira. Kynntu þér þessar sérlega hagstæðu Lúxemborgarferðir á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og feröaskrifstofum. *Gildir til I5.nnal FLUGLEIDIR stjómmálamenn þurfa að leggja mikið á sig til að árangur náist. Öflugt og fjölbreytt atvinnulíf á Islandi Ein meginforsenda framfara og bættra lífskjara á íslandi er öflugt og flölbreytt atvinnulíf í stöðugu efnahagslegu umhverfí, þar sem fyrirtæki og einstaklingar hafa möguleika á að þróast og eflast. Þar sem fyrirtækin sjá sér hag í því að íjárfesta í vöruþróun, mark- aðsmálum, framleiðslutækjum og mikilvægast af öllu, nýjum og áhugasömum starfskröftum, sem þau geta greitt góð og samkeppnis- bær laun. Þjóðfélag án atvinnuleysis er tal- ið fyrirmyndarþjóðfélag. Þar hefur fólk meiri möguleika á að fá vinnu við sitt hæfi, þar á starfsfólk auð- veldara með að færa sig milli vinnustaða eftir búsetu og áhuga- málum og flytur um leið starfs- reynslu milli fyrirtækja. í slíku þjóðfélagi sjá fýrirtæki sér hag í því að greiða starfskröftum sínum góð laun. Nú er atvinnuleysi á íslandi talið vera um 0,5% af vinnufæru fólki, en samt er mikill skortur á starfs- fólki víða um land við hin ýmsu störf. Á sama tíma er atvinnuleysi í nágrannalöndunum talið vera á bilinu 5—10%, þó svo að fólk sé þar látið hætta starfsævi sinni fyrr en hérlendis, þar sem skólafólk og unglingar eiga erfítt með að fá vinnu á sumrin og að námi loknu og mikill hluti vinnufærra manna er í herþjónustu eða í endurskólun á vegum hins opinbera. Við þennan samanburð og skil- greiningu á atvinnuleysi og miðað við hina umfangsmiklu yfírvinnu sem tíðkast hérlendis má vel segja að atvinnuleysisprósentan sé með neikvæðu formerki á íslandi, því hér er í raun og veru skortur á starfsfólki. Okkar glæsilega unga fólk sem nú er að koma út á vinnumarkaðinn getur verið ánægt með þá fjöl- Jón Hjaltalín Magnússon „Ég er sjálfur búinn að ákveða mig. Ég hef vissar áhyggjur af framtíðinni á sviði íslenskra stjórnmála og myndun nýrrar ríkis- stjórnar til að halda áfram á þeirri braut sem nú hefur verið mörkuð til bættra lífskjara. Ég vil áfram styrka og víðsýna ríkis- stjórn með hlutdeild Sjálfstæðisflokksins.“ breyttu starfsmöguleika sem bjóðast. Trygg atvinna er forsenda ánægjulegs heimilislífs og fjárfest- ingar einstaklinga og fjölskyldu í húsnæði, innbúi, farartæki, fatnaði, fjölbreyttum frístundum og ferða- lögum að ógleymdu hollu mataræði. Trygg atvinna leiðir til jafnari og stöðugri skattheimtu sem tryggir öflugri félagslega aðstoð þjóðfé- lagsins og fjárfestingu þess í bættu starfsumhverfi þegnanna, eins og malbikuðum þjóðvegum, flugvöll- um, skólum, heilbrigðisþjónustu, íþróttamannvirkjum, leikhúsum og hliðstæðum mannvirkjum og að- stöðu um land allt. Styrk ríkissljórn — for- senda áframhaldandi bættra lífskjara Heimur stjómmálanna er að mörgu leyti sérstakur. Þar keppast einstakir stjómmálamenn og flokk- ar þeirra um völd til að koma í framkvæmd stefnum sínum og leið- um til betra þjóðfélags, en skilgrein- ing þessara stjómmálamanna og flokka á betra þjóðfélagi er nokkuð mismunandi svo og tillögur þeirra um leiðir að þessum þjóðfélögum þeirra. Reynslan hefur kennt okk- ur, að þeim mun fleiri stjómmála- flokkar sem komast í þá aðstöðu að mynda ríkisstjóm, þeim mun líklegra er að ágreiningur verði um stjómarstefnuna og framkvæmd hennar. Styrk ríkisstjóm fárra flokka á aftur á móti auðveldara með að hrinda í framkvæmd stjóm- arstefnu sinni og leið til betra þjóðfélags með betri lífskjörum. Gott dæmi um slíka stjóm er núver- andi ríkisstjóm, einnig er núverandi og fyrrverandi borgarstjóm Reykjavíkur gott dæmi um öfluga og virka stjórn. Lífskjör á íslandi hafa farið batn- andi undanfarin ár og möguleikar fyrirtækja og einstaklinga til at- hafna hafa einnig batnað verulega. Styrk ríkisstjóm með víðsýnum og ákveðnum stjómmálamönnum er leiðin til áframhaldandi bættra lífskjara á íslandi. Lesandi góður, atkvæði okkar á kosningadaginn er ein mikilvæg- asta eign okkar til að búa betur í haginn fyrir okkur, fjölskyldur okk- ar og afkomendur. Við eigum að nota okkur þessa eign okkar og rétt til að hafa áhrif á það þjóðfélag sem við viljum lifa í. Það em bara við sjálf, sem vitum við hvaða flokk við merkjum við í kjörklefanum á kosningadaginn. Við þurfum ekki að segja öðmm stjómmálaskoðun okkar frekar en við viljum eða að hafa áhrif á skoðanir annarra. En ef við teljum okkur hafa ástæðu til. að ætla, að lífskjör á íslandi gætu skyndilega versnað ættum við að hugleiða þessi mál af alvöru og skiptast á skoðunum við vini okkar og félaga. Ég er sjálfur búinn að ákveða mig. Eg hef vissar áhyggjur af framtíðinni á sviði íslenskra stjómmála og myndun nýrrar ríkis- stjómar til að halda áfram á þeirri braut sem nú hefur verið mörkuð til bættra lífskjara. Ég vil áfram styrka og víðsýna ríkisstjóm með hlutdeild Sjálfstæðisflokksins. Ert þú búinn að ákveða þig? Höfundur er verkfræðingur. Fundur um tölv- ur í skólastarfi HALDINN verður fundur föstu- daginn 24. apríl næstkomandi kl. 14.00 í Kennslumiðstöð Náms- gagnastofnunar, Laugavegi 166 í Reykjavík, undir heitinu Tölvur í skólastarfi. Á fundinum munu þau Hörður Lámsson deildarstjóri, Jón Torfí Jónasson dósent, Ragnheiður Bene- diktsdóttir kennari og Yngvi Pétursson lektor segja frá námsferð til Bandaríkjanna haustið 1986. Hópurinn kynnti sér tölvunotkun á öllum skólastigum víðs vegar um Bandaríkin. Einnig kynntu þau sér tölvunotkun í stofnunum sem tengj- ast skólastarfi og heimsóttu hugbúnaðarfyrirtæki. Ferð þessi var farin á vegum Independant Foundation-sjóðsins. Fundurinn er öllum opinn. (Fréttatilkynningf.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.