Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 3
Offramboð á fiski í Þýzkalandi: Góður fiskur fór ígúanó VERÐ á ferskum fiski í Þýzka- landi féll enn í gfser. Ekkert af fiski héðan fór þá yfir lágmarks- verði og talsvert var selt í gúanó fyrir innan við 2 krónur á hvert kíló. Kostnaður við að flytja fisk héðan í gámum til Þýzkalands er nálægt 15 krónum á hvert kíló. Togarinn Karlsefni RE landaði hluta af afla sínum í Þýzkalandi í gær. Endanlegt verð lá ekki fyrir í gær, en meðalverð var 26 til 27 krónur á hvert kíló, sem þá hafði selzt. Um 300 lestir af gámafiski héðan voru á markaðnum í gær og seldist það allt undir lágmarks- verði, sem er um 35 krónur á hvert kíló. Talsvert af góðum fiski fór í gúanó vegna offramboðs fyrir minna en 2 krónur á hvert kíló. Það er fyrst og fremst offramboð, sem veldur verðhruninu, en við síðustu sölu fyrir páska fengust að meðal- tali um 59 krónur fyrir hvert fiskkíló í Þýzkalandi. í þessari viku verða alls seldar um 1.270 lestir af fiski héðan í Þýzkalandi. Aðeins eitt skip selur afla sinn í Þýzkalandi í næstu viku og 200 tii 250 lestir af gámafiski fara enn- fremur á markaðinn. Þrátt fyrir mun minna framboð þá, er ekki talið að verð hækki þá þegar. Fisk- kaupmenn hafa í þessari viku fengið mikið af ódýrum fiski og þurfa því ekki mikið á dýrari fiski að halda f næstu viku. Mjög góður afli Hornafjarðarbáta: Nokkrir bát- ar lokið við kvóta sinn Höfn, Homafirði. MJÖG GÓÐ aflabrögð hafa verið hjá Hornafjarðarbátum undan- farið og segja má að vetrarver- tíðin hafi gengið nyög vel. Nokkrir bátar hafa lokið við kvóta sinn og aðrir eru langt komnir með hann. Frá áramótum til 14. þessa mánaðar hafa neta- bátar landað samtals um 8.000 tonnum, handfærabátar tæpum 200 tonnum og togarinn Þór- hallur Daníelsson tæpum 1.000 tonnum. Hjá fiskiðjuveri Kaupfélags Austur-Skaftfellinga hefur verið tekið á móti um 8.000 tonnum og hefur meirihluti þess afla verið salt- aður. Hjá fískverkun Vísis og Haukafells, sem verka fisk í salt, hefur verið tekið á móti 720 tonnum og í gáma hjá Hrelli hf. hefur verið landað um 400 tonnum. Nokkrir bátar sem lokið hafa við kvóta sinn munu fara á steinbíts- veiðar eftir páska eða fram að humarvertíð. Heildaraflinn er því orðinn rúmlega 9.000 tonn en var á sama tíma í fyrra um 6.500 tonn, svo aukning heildaraflans er veru- leg. - ' - N Aflahæstu bátamir frá áramót- um eru: Vísir 690 tonn, Skinney 644 tonn, Sigurður Ólafsson 617 tonn, Steinunn 606 tonn, Skóey 600 tonn og Freyr 580 tonn. - AE MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.