Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 Stuðningnr við aldraða og öryrkja eftir Ragnhildi Helgadóttur Mannfjöldaspár sýna að fjöldi aldraðra á Islandi fer mjög vaxandi á næstu áratugum. Jafnframt dreg- ur úr fjölgun fæðinga. Þetta þýðir að hlutföll aldurshópanna verða önnur en nú er. Nauðsynlegt er að bregðast strax við þessari þróun. Til þess að sem best verði búið að öldruðum er höfuðáhersla lögð á: 1. Hverskonar heimaþjónustu, svo að aldraðir geti öruggir um hag sinn notið sem lengst síns eigin persónulega umhverfís. 2. Samtímis þarf að vea tryggt að unnt sé að komast að á sjúkra- og hjúkrunardeildum þegar heimahjúkrun og önnur aðstoð í heimahúsum dugar ekki leng- ur. 3. Vistheimili fyrir þá sem eiga erfitt með að reka eigin heimili. 4. Dagvistir með ýmiss konar fyrir- komulagi og fjölbreyttum kostum í þjálfun og þjónustu. 5. Þjónustuíbúðir fýrir þá sem haldið geta heimili í tengslum við þjónustustofnum. Hjúkrun aldraðra Fjölgun hjúkrunarrýma fyrir veikt, aldrað fólk er mjög aðkall- andi verkefni og þarf næstu ár að vera forgangsverkefni. Þarf þar að koma til bæði aukning fram- kvæmda og betri nýting rýma, en eins og kunnugt er veldur skortur á hjúkrunarfólki því að rými eru ekki notuð sem skyldi. Vegna þessa er lögð áhersla á sérhæft nám í öldrunarhjúkrun. Annars vegar fyr- ir hjúkrunarfræðinga og hins vegar fyrir sjúkraliða, en um það m.a. hefur heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið nýverið gefið út reglugerð. Jafnframt styður Sjálf- stæðisflokkurinn námskeið fyrir ófaglærða í aðhlynningu aldraðra. Eðlilegt er og sjálfsagt að nám þetta leiði til sérstakra launahækk- ana fyrir starfsmenn. Nýlega fengust verulegar lagfæringar á launum hjúkrunarstétta. Þá var á síðasta ári lögfest heimild til að sjúkrasamlög taki þátt í heima- hjúkrun sjálfstætt starfandi hjúkr- unarfræðinga. Framkvæmdasjóður aldraðra Vegna sárrar þarfar fyrir öldr- unarrými hafa tekjur Fram- kvæmdasjóðs aldraðra verið með lögum auknar fram yfir verðlags- þróun, þannig að upphæðin hefur á tveimur árum tvöfaldast að raun- gildi. Fjárins er aflað með „nef- skatti" að upphæð kr. 1.500 á ári á hvem skattborgara yfír vissu tekjumarki til 75 ára aldurs og ríkissjóður leggur fjárhæð á móti þeim hluta sem varið er til hjúkr- unarheimila. Framlög skiptast að meginefni í þrennt: 1. Hjúkrunarheimili og hjúkrunar- deildir sem tengjast oft sjúkra- húsi, sbr. B-álma Borgarspítal- ans. 2. Vistheimili eða elliheimili sem henta mörgum af félagslegum ástæðum, þó að heimaþjónusta aukist. 3. Þjónustuíbúðir, oft með sameig- inlegum þjónustukjama og aðstöðu til félagsstarfsemi. Verkefni framundan Dagvistir njóta vaxandi vinsælda og þarf að ná auknu samstarfi við sveitarfélög um að styðja aukna dagstarfsemi fyrir aldraða m.a. í einkarekstri í heimahúsum. Þetta hefði þýðingu til að draga úr einangrun sem suma hijáir, auka virkni og vemda heilsu. Slík starf- semi, dagskjól eða dagklúbbar, gætu verið með líku fyrirkomulagi og „dagmömmukerfið" sem komið hefur verið á fyrir yngstu borgar- ana. Elli- og örorkulífeyrir Það er skoðun sjálfstæðismanna að það sé réttlátt og þjóðhagslega hagkvæmt að heimilt sé að greiða Ragnhildur Helgadóttir „Það er skoðun sjálf- stæðismanna að það sé réttlátt og þjóðhags- lega hagkvæmt að heimilt sé að greiða úr tryggingum til heima- vinnandi fólks sem hefur umönnunarsjúkl- inga á heimili sínu.“ úr tryggingum til heimavinnandi fólks sem hefur umönnunar- sjúklinga á heimili sínu. Við teljum eðlilegt að elli- og örorkulífeyrir ásamt tekjutrygg- ingu og heimilsuppbót hækki í lágmark. Samanburður 1982 og 1986 Við höfum aldrei verið nær því að elli- og örorkulífeyrir með tekju- tryggingu og heimilisuppbót næði lágmarkslaunum en tvö síðustu ár, 1985 og 1986, er bætur hækkuðu mun meira hlutfallslega en laun á þeim tíma eða fóru í um 95% af lágmarkslaunum. Þegar Alþýðu- bandalagið fór með tryggingamálin voru upphæðir elíi- og örorkulífeyr- is ásamt tekjutryggingu og heimil- isuppbót langtum lægri í samanburði við lágmarkslaun og var samt miðað við enn lægri lág- markslaun að raungildi en samið var um nú í vetur. Árið 1982 í stjómartíð Svavars Gestssonar var þetta hlutfall 72%. Er þetta fróðleg staðreynd sérstaklega þegar hún er skoðuð í ljósi málflutnings Al- þýðubandalagsins nú og sést á tölunum sem hér eru birtar. í lögum um almannatryggingar segir: „Nú verður breyting á viku- kaupi í almennri verkamannavinnu og skal þá ráðherra innan 6 mán-' aða breyta upphæðum bóta...“ Kjarasamningamir í vetur vom uppbyggðir með öðmm hætti en áður hafði tíðkast, en þeir sem stóðu að samningunum töldu að kaup- hækkunin í „almennri verkamanna- vinnu“ hefði orðið um 5%. Hagstofan leit svo á að hækkunin væri 7%. Ríkisstjórnin hækkaði samt allar tryggingabætur um 12% og heimilisuppbót að um 50% að auki og giltu þær hækkanir frá 1. desember 1986 auk hækkana, sem höfðu verið ákveðnar umfram verð- lag. Nú á fyrri hluta þessa árs hefur aftur nokkuð breikkað bil milli lág- markslauna annars vegar og elli- og örorkulífeyris með tekjutrygg- Hver gegn öðrum Er það þess konar þjóðfélag sem Islendingar vilja? eftir GuðmundH. Garðarsson Stétt gegn stétt. % Ungir gegn öldruðum. Börn gegn foreldrum. . Konur gegn körlum. ” Hveijir leggja áherslu á þessa þjóðfélagsmynd í íslenzkum stjóm- málum í dag? Hveijir byggja upp stjómmálafylgi sitt á grundvelli stéttaandstæðna og óvildar milli manna eftir stöðu og kyngreiningu? Til hvers leiðir þessi neikvæði boð- skapur, þessi neikvæða afstaða í samskiptum manna? Er sennilegt að boðskapur efasemda og sundr- ungar treysti hamingju og farsæld fólksins? Sagan sýnir annað. Óhamingja fólksins og mikilla menningarþjóða hefst þegar einstaklingum og stétt- um er att saman á gmndvelli tilfinn- ingalegra atriða í samskiptum manna. Upphafið að ógæfu Þýzka- lands byijaði með þessum hætti upp úr 1930. Að veikja tiltrú Róttækir sósíalistar og kommún- istar leggja megináherzluna á stéttaátökin í baráttu sinni gegn borgarastéttinni. Afnám lýðfijáls borgaralegs þjóðfélags byggist á óumflýjanlegu stéttastríði. í því felst réttlæting blóðugrar byltingar, þar sem það á við samkvæmt kenn- ingum kommúnista. En áður en uppgjörið fer fram, verður að veikja tiltrú manna, sérstaklega þess hluta fólks sem býr við erfið kjör, á ríkjandi þjóðskipulagi. Trúarbrögð eru niðurlægð. Markvisst er unnið að því að stefna einstaklingi gegn einstaklingi, stétt gegn stétt. Hættulegasti óvinurinn Hættulegasti óvinur borgaralegs lýðræðis er andvaraleysi. Það er vatn á myllu róttækra sósíalista. í dagsins önn varar fólk sig ekki á því hvemig róttækir vinstri menn vefa sinn svikavef gagnvart borg- aralegu lýðræði og einstaklings- frelsi. Þeir eru á móti auknu frelsi einstaklingsins. Það birtist m.a. í andstöðu þeirra við auknu tjáning- arfrelsi, fijálsu útvarpi og sjónvarpi á íslandi. Hörðustu andstæðingar þess á Alþingi íslendinga voru al- þýðubandalagsmenn (íslenzkir nútíma kommúnistar) og kvenna- listakonur (róttækir vinstri sósíal- istar.) Að ala á stéttahatri Kommúnistum og róttækum sósí- alistum er það sameiginiegt að þeir ala á vantrú fólks á ríkjandi þjóð- skipulagi. Þessir aðilar ala á stétta- hatri og leggja áherzlu á að framkalla neikvæðar andstæður milli stétta, kynja og einstaklinga, hvar sem því verður við komið. í háþróuðum borgaralegum þjóð- félögum, þar sem menntun og almenn velmegun er mikil er sífellt erfiðara fyrir róttæka vinstri menn að ná árangri á grundvelli gömlu aðferðanna: Stétt gegn stétt — ungir gegn öldruðum — böm gegn foreldrum. Vinstri mönnum hefur ekki tekizt að eyðileggja tiltrú fólks- ins á lýðræðislegum stjómarhátt- um. Þess vegna hafa þeir gripið til nýrra aðferða, sem eru meira í sam- ræmi við nútímaaðstæður og þróun atvinnuhátta á síðustu áratugum. í skjóli vinnupólitíkur hyggjast þeir ná öðrum óskyldum markmiðum, sem geta haft mjög örlagaríkar afleiðingar fyrir borgaralegt frelsi á íslandi. Guðmundur H. Garðarsson „Staða konunnar í nútíma þjóðfélagi er ekkert einangrað fyrir- bæri sem unnt er að stilla upp í óbrúanlegar andstæður með þeim hætti sem kvennalista- konur gera, nema að baki felist annarleg markmið, sem höfund- ur þessarar greinar vill ekki trúa að óreyndu.“ Karl gegn konu Hættan er fyrir hendi. Andvara- leysi leiðir til ófrelsis. Stéttastríð, stéttaátök vinstrimanna, hefur tek- ið á sig nýja mynd. Áherzla er lögð á að magna upp andstæðuna karl gegn konu. Baráttuaðferðin er hin sama og hjá kommúnistum í hinu eilífa stéttastríði þeirra. Formerkin eru önnur, en markmiðið hið sama, þ.e. að grafa undan tiltrú og veikja jákvæð samskipti einstaklinga á grundvelli stríðs eða þjóðfélags- átaka milli k}mjanna: Karl gegn konu. Að gefa sér ranga forsendu Gamla kommúníska arðráns- kenningin og útfærsla ranglætis í heiminum er yfírfært á karlmann- inn. Forustukonur kvennalistans ala á nútíma stéttastríði í mynd karlmanns andstætt stöðu konu. Aróðursaðferðimar hjá þeim eru hinar sömu og kommúnistar hafa viðhaft í gegnum árin. Hin kúgaða, konan, samkvæmt kenningum kvennalistakvenna, er í hlutverki hins undirokaða, verkamannsins. Kúgarinn, karlinn, er í hlutverki arðræningjans sem vill halda niðri kjörum konunnar. Kvennaiistakon- ur gefa sér þá forsendu, að karl- menn hljóti að vilja fara illa með konur í starfs- og launalegu tilliti. Kommúnistar hafa ætíð gefið sér þá forsendu, að handhafar fjár- magnsins hafí það sem megin- markmið að fara illa með launafólk. Hvort tveggja er að sjálfsögðu rangt. Hvergi í heiminum býr al- menningur við jafngóð lífskjör og í háborg kapftalismans, Banda- ríkjunum. Hvergi er efnahagsleg niðurlæging almenns launamanns meiri en í móðurlandi kommúnism- ans, Sovétríkjunum. Þetta eru óhrekjandi staðreyndir. Staða konunnar í nútíma þjóð- félagi er ekkert eingrað fyrirbæri sem unnt er að stilla upp í óbrúan- legar andstæður með þeim hætti sem kvennalistakonur gera, nema að baki felist annarleg markmið, sem höfundur þessarar greinar vill ekki trúa að óreyndu. Óprúttnir sljórn- málamenn Hins vegar hlýtur það að vekja ugg, hversu kvennalistakonur hafa grímulaust reynt að hagnýta sér tilfinningalíf og erfiða aðstöðu lág- launakvenna, sér til pólitísks framdráttar í þessum kosningum. í þeim efnum kenna þær karlmönn- um erfiða stöðu þessa fólks. Það er auðvitað alrangt. Bakgrunnur þess er miklu flóknari og marg- slungnari. En óprúttnir stjómmála- menn geta hagnýtt sér þessa stöðu. Sagan sýnir einnig, að kommúnist- ar hafa notað svipaðar aðferðir. Markmið þeirra er að ala á óánægju og framkalla upplausn. í stuttu máli sagt að koma ftjálsu, borgara- legu þjóðfélagi fyrir kattamef og koma á sósíalísku þjóðskipulagi. Á valdi öfga í þeim efnum hafa kommúnistar m.a. stuðzt við stétt menntamanna. Þekkingarvaldið er hið dulda vald nútímans. Þar hafa kommúnistar komið sér vel fyrir víða um heim. Einnig á íslandi. Athyglisvert er, að ýmsar helztu frammákonur Kvennalistans em hámenntaðar, en því miður róttækar á leniníska vísu í stéttaandstæðukenningum sínum. Það er íslendingum hættuiegt. Öfg- ar hafa aldrei átt við okkur íslend- inga. Við emm ekki kúgarar. Við höfum ekki farið illa með íslenzku konuna. Konan hefur þvert á móti verið í hávegum höfð. Lífssýn karl- manna er ekkert önnur en lífssýn kvenna. Þetta er orðaleikur hjá kvennalistakonum. íslenzkir karlmenn hafa yfirleitt komið vel fram við konur. Það byggist ekki á kyngreiningu, heldur almennri, jákvæðri afstöðu til mannlegra samskipta. Kvennalistakonur gegn NATO Þá veldur það áhyggjum, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.