Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 30
Sandgerði: 4,8 tonn af steinbít Sandgerði. TROLLBÁTARNIR í Sandgerði voru að fá ágætís afla vestur á Hólakantí fyrir páskana og var Elliði GK með 51,2 tonn eftir stutta útívist. Annars voru allir Fyrri áfangi Fjölbrautaskóla Suðurlands. Selfoss: Morgunblaðið/Haukur Gíslason Að lokinni undirritun samningsins. Andrés Valdimarsson sýslumaður Árnessýslu, Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra, Þór Vigfússon skólameistari og Karl Björnsson bæjarstjóri Selfoss. Samningur undirritaður um bygg- ingu Fjölbrautaskóla Suðurlands Tryggir fjármagn til að ljúka byggingunni og staðfestir eignarhluta Selfossi. FJÁRMÁLARÁÐHERRA og full- trúar heimaaðila undirrituðu í gær samning um kostnaðarskipt- ingu við það kennsluhúsnæði sem reist hefur verið við Fjölbrauta- skóla Suðurlands. Samningurinn tryggir fjármuni til að ljúka fyrri áfanga byggingarinnar á þessu ári og þremur næstu. Samningur þessi tekur til bygg- ingar fyrri áfanga kennsluhúsnæðis skólans, lóðar og stofnbúnaðar, samkvæmt áætlunum og stöðlum. Eignarhluti ríkisins er 60% og heimaaðila 40%, Selfoss, Ámes-, Rangárvalla- og Vestur-Skafta- fellssýslu. í samningnum ergert ráð fyrir kostnaðarauka vegna jarð- skjálfta en byggingin er sérstaklega styrkt vegna hættu á Suðurlands- skjálfta. ■ Samningurinn var undirritaður í Fjölbrautaskólanum af Þorsteini Pálssyni fjármálaráðherra, Andrési Valdimarssyni sýslumanni Ámes- sýslu og Karli Bjömssyni bæjar- stjóra á Selfossi. Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra hafði áður ritað undir samninginn og fulltrúar Rangárvalla- og Vest- ur-Skaftafellssýslu munu ganga frá undirritun næstu daga en þeir gátu ekki verið viðstaddir undirritunina í gær. Forsvarsmenn Fjölbrautaskólans sögðu samninginn hafa mikla þýð- ingu fyrir framhald framkvæmda við skólann. Aðalatriðið væri að fjármunir til að ljúka byggingu fyrri áfangans væm tryggðir og viður- kenning lægi fyrir varðandi kostn- aðarskiptingu sem væri mikilvægt vegna seinni áfanga byggingarinn- „Samningurinn hefur þá þýðingu að það er formlega frá því gengið að hlutdeild ríkisins í heildarstofn- kostnaði skólans, húsi, lóð og búnaði, er tryggð. Það þýðir að Fjárlaga- og hagsýslustofnun mun hafa þetta inni í tillögum til fjár- laga,“ sagði Þór Vigfússon skóla- meistari um samninginn. Sig. Jóns. Selfoss: SVÍNASLÁTRUN hjá sláturhúsi Hafnar hf. á Selfossi mun drag- ast saman um 44,5% miðað við síðastliðið ár vegna þess að svínabú sem selja kjötið til Kjöt- iðnaðarstöðvar SÍS, hafa flutt slátrunina frá Höfn hf. til nýs sláturhúss í Reykjavík að kröfu Kjötiðnaðarstöðvarinnar. Auk þess hefur aðili sem selur kjötið tíl Kjötmiðstöðvarinnar í Reykjavík flutt sína slátrun að ósk kjötkaupandans. Beint tekju- tap sláturhússins er um tvær Alþýðuflokkurinn: Rauðar „kratarósir“ inn á flest heimili ALÞÝÐUFLOKKURINN hefur keypt frá Hollandi um 50 þúsund rauðar rósir sem dreift verður inn á flest heimili landsins í dag og næstu daga. Blómin voru keypt á blómaupp- boði í fyrradag á vegum Blómavals, sem hefur milligöngu um kaupin. Fyrri helmingur blómanna kom með Amarflugsvél frá Amsterdam í fyrradag og var þá þegar dreift til kosningaskrifstofa flokksins úti á landi en seinni helmingurinn kom til landsins síðdegis í gær. Alþýðu- flokksfólk mun gefa rós á hvert heimili í Reykjavík og Reykjanesi, og verður mikið unnið í því í dag, og einnig verður reynt að dreifa þeim á sem flest heimili úti á landi, að sögn Kristínar Jónsdóttur starfs- manns á kosningaskrifstofu Al- þýðuflokksins. Kristfn sagði að tilgangurinn með þessum blóma- gjöfum væri „að óska fólki gleðilegs sumars með þessu fallega tákni okkar og sumarsins.“ Kristín vildi ekki gefa upp kostn- aðinn við rósakaupin og dreiflngu þeirra, sagði aðeins að kostnaðurinn væri minni en við að halda kosn- ingahátíð. milljónir króna auk þess sem flutningar og önnur þjónusta tapast. Engar kvartanir eða að- finnslur vegna slátrunar hafa borist tíl Hafnar hf. Höfn hf hefur slátrað svínum fyrir 5 svínabú sem selja Kjötiðnað- arstöð Sambands íslenskra sam- vinnufélaga kjötið. Með tilkomu nýs sláturhúss í Reykjavík hefur Kjöt- iðnaðarstöðin gert þá kröfu að slátrun fari fram þar. Sama er að segja um aðila sem selur kjötið til Kjötmiðstöðvarinnar í Reykjavík. Þeir aðilar sem um ræðir, utan einn, hafa spurt um það hvort Höfn hf. geti keypt af þeim kjötið, en Höfn hf. rekur kjötvinnslu á Sel- fossi. „Þó við höfum margfaldað úrvinnslu á svínakjöti erum við enn ekki komnir á þá stærðargráðu að geta keypt kjöt af öllum, framleið- endum sem vilja selja okkur en vonandi styttist í það,“ sagði Kol- beinn Kristinsson framkvæmda- stjóri Hafnar hf. Um flutning slátrunarinnar til Reykjavíkur sagði Kolbeinn: „Það sem nú er að ger- ast sýnir nauðsyn þess að úrvinnsla aukist hér á því hráefni sem upp- runnið er á Suðurlandi og verði til atvinnuuppbyggingar á svæðinu." í sláturhúsi Hafnar hf. starfa nú 10 manns og þar gæti þurft að fækka mannskap ef ekki kemur til önnur aukning sem bætir nýtingu sláturhússins. í kjötvinnslu Hafnar starfa nú 15 manns en þar unnu einungis fjór- ir fyrir þremur árum. Afkastageta kjötvinnslunnar er fullnýtt og stækkun er fyrirhuguð. Sig. Jóns. bátarnir í höfn yfir hátíðisdag- ana. Togarinn Sveinn Jónsson landaði 140 tonnum á laugardag- inn og á annan í páskum fékk Sóley 4,8 tonn af steinbít á linu, en hann er utan kvóta. Afli bát- anna i vikunni var 224 tonn. Fjórir bátar eru á trolli og var Geir goði með 29,4 tonn, Jón Gunn- laugs með 13 tonn og Reynir með 6,6 tonn. Mummi var aflahæstur netabátanna sem flestir fóru í einn róður með 22,2 tonn, Víðir II var með 18,3 tonn, Amey 14,9 tonn, Sæborg 8,8 tonn og Hólmsteinn 7,1 tonn. Bragi var aflahæstur minni neta- bátanna með 9,7 tonn, Sæljómi með 9,1 tonn, Hjördís 4,7 tonn og Ragn- ar 4,2 tonn. - BB Svínaslátran flutt til Reykja- víkur að kröfu kiötkaupenda Seifossi. JL Vísitala bygging- arkostnaðar: Hækkun um 15,7% á einu ári VÍSITALA byggingarkostnaðar hefur hækkað um 15,7% siðustu tólf mánuði, samkvæmt útreikn- ingum Hafstofunnar eftir verð- lagi í apríl 1987. Vísitalan reyndist vera 306,96 stig, eða 0,65% hærri en í mars. Af hækkun vísitöiunnar frá mars til apríl stafa um 0,3% af hækkun á töxtum útseldrar vinnu pípulagn- ingarmanna og dúklangingar- manna frá 1. apríl sl., en um 0,3% stafa af hækkun á verði ýmiss byggingarefnis bæði innlends og innflutts. Við uppgjör verðbóta á fjárskuld- bindingar samkvæmt samningum þar sem kveðið er á um að þær skuli fylgja vísitölu byggingakostn- aðar, gilda hinar lögformlegu vísi- tölur, sem reiknaðar eru fjórum sinnum á ári eftir verðlagi í mars, júní, september og desember, og taka gildi fyrsta dag næsta mánað- ar. Vísitölur fyrir aðra mánuði en hina lögboðnu útreikningsmánuði gilda hins vegar ekki nema sérstak- lega sé kveðið á um það í samning- um. Byggðastofnun: 1,369 míllpónír í lán o g styrki í fyrra Morgunblaðið/Þorkell Alþýðuflokksmenn undirbúa dreifingu rósanna í Blómavali í gær- kvöldi. Byggðastofnun veitti 1,369 milljónir króna í lán og styrki á liðnu ári, samkvæmt ársskýrslu stofnunarinnar. Samtals varð stofnunin við rúmlega 470 láns- og styrkumsóknum. Byggðastofnun tók til starfa 1. október 1985 og er hlutverk hennar að stuðla að þjóðfélagslega hag- kvæmri þróun í landinu. „Stofnunin telur að á undanförnum árum hafl orðið röskun á byggð í landinu sem er þjóðarbúinu óhagkvæm og hættuleg...", segir í ársskýrslunni. Lánafyrirgreiðsla Byggðastofn- unar er að stærstum hluta við sjávarútvegsfyrirtæki (fiskveiðar, fískvinnsla, skipasmíðaiðnaður), Útlánaáætlun 1987 milljónlr króna Astlun 1987 hlutfall Fiskisklp 200 23.5 Fiskvinnsla 154 18.1 lónaöur 70 8.2 Fiskeldi 60 7.1 Sveitárfólög 80 9.4 ÞJónusta 70 8.2 Skipasmföar 171 20.1 Ýmislegt 45 S.3 Samtals 850 100 fískeldi, ferðamál, loðdýrarækt, iðn- að, ferðaþjónustu og gatnagerð í þéttbýli. Á meðfylgjandi mynd má sjá útlánaáætlun Byggðastofnunar 1987. Byggðastofnun hefur komið sér upp flölþættum gagna- og upplýs- ingabanka um byggð og atvinnulíf í landinu, sem fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar geta haft aðgang að. Byggðastofnun er aðili að sam- norrænni rannsóknarstofnun í byggðamálum (Nord-REFO) og norrænni embættismannanefnd um byggðastefnu. „Mjög hagnýtur þáttur þessarar starfsemi eru byggðaþróunarlán Norræna fjár-- festingarbankans", segir í skýrsl- unni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.