Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987
Sagan af brauðinu dýra
í viðhafnarútgáfu á
afmæli Nóbelsskáldsins
Nóbelsskáldið Halldór Laxness tekur við fyrsta eintakinu af nýju
bókinni, Sögunni af brauðinu dýra, úr hendi forleggjara síns Ólafs
Ragnarssonar hjá Vöku-Helgafelli en bókin er gefin út í tílefni af
85 ára afinæli skáldsins. Vinstra megin á myndinni er Ragnar Gísla-
son útgáfustjóri og til hægri Snorri Sveinn Friðriksson listmálan
sem gerði vatnslitamyndir í bókina.
BÓKAÚTGÁFAN Vaka-Helga-
fell minnist 85 ára afmælis
Nóbelsskáldsins Halldórs Lax-
ness með útgáfu nýrrar bókar
sem ber heitið Sagan af brauðinu
dýra. Þetta er sérstök viðhafnar-
útgáfa í stóru broti svipuðu því
sem tíðkast hefur við útgáfu
listaverkabóka og er bókin
skreytt vatnslitamyndum eftir
Snorra Svein Friðriksson listmál-
ara. Bókin er öll litprentuð og
kemur út á afmælisdegi skáids-
ins 23. apríl.
Sagan af brauðinu dýra var fyrst
birt í tveimur köflum í Innansveitar-
króniku eftir Halldór Laxness árið
1970 en birtist í nýju bókinni örlít-
VEÐUR
Heimild: Veðurstofa Islands
(Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær)
I/EÐURHORFURIDAG:
YFIRLIT á hádegi í gær: Yfir iandinu er dálítill hæðarhryggur á
leið norðaustur en um 200 km suður af Hvarfi er 970 millibara
djúp lægö sem þokast norðnorðaustur.
SPÁ: Sunnan- og suðaustanátt á landinu. Nyrðra veröur þurrt og
allt að 10 stiga hiti en víða súld eða rigning og öllu svalara í öðrum
landshlutum.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
FÖSTUDAGUR og LAUGARDAGUR: Sunnan- og suðvestanátt, víða
kaldi eða stinningskaldi (5-6 vindstig) og skúrir um sunnan- og
vestanvert landið en úrkomulaust eða úrkomulítið annars staðar.
TÁKN: x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- ■J0° Hitastig: 10 gráður á Celsius
— A ■ stefnu og fjaðrirnar V Skúrir
{ \ Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður
▼ er 2 vindsfig. V Él
Léttskýjað / / / / / / / Rigning Þoka
Hálfskýjað / / / ♦ * / * 5 5 5 Þokumóða Súld
A 'Qaiik sk^að / * / * Slydda / * / * * * co 4 Mistur Skafrenningur
JjjjjL Alskýjað * * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður
ið breytt frá hendi skáldsins sem
sjálfstæð saga.
Þar segir frá Guðrúnu Jónsdóttur
vinnukonu prestsins á Mosfelli í
Mosfellsdal sem að sögn skáldsins
„lifði og starfaði langa ævi í þess-
ari sveit án þess hún tæki kaup
fyrir verk sín það menn vissu".
Guðrún var send „að sækja pott-
brauð úr seyðslu í hverasandi fyrir
sunnan ána“ eins og segir í sög-
unni. Hún missir áttanna í þoku og
er í villu á heiðum upp fjarri manna-
byggð í þijá sólarhringa. En brauðið
snerti hún ekki: „Maður étur nú
ekki það sem manni er trúað fyrir
bamið gott," svaraði hún þegar hún
var spurð hveiju það sætti. Guðrún
aðhylltist fomar dyggðir og setti
þá meginreglu ofar öðm að maður
væri trúr sjálfum sér.
í kynningartexta á hlífðarkápu
bókarinnar Sagan af brauðinu dýra
segir meðal annars: „Sagan af villu
vinnukonunnar á Mosfellsheiði með
brauð prestsins í tréskjólu varpar
ljósi á hugsunarhátt alþýðunnar
sem byggði landið á fyrri tíð. Sagan
er meistaralega sögð og á brýnt
erindi við fólk á öllum tímum."
Eins og áður var getið sagði
Nóbelsskáldið þessa sérstæðu sögu
fyrst í Innansveitarkróniku sinni.
Sú bók er yfírlætislaus héraðssaga
úr Mosfellssveit og lýsir hún lífsvið-
horfum tvennra tíma. Annars vegar
er kyrrstætt bændasamfélag fyrri •
alda: Þá bragðaðist mönnum mat-
urinn vel, þá var hvorki til erfíði
né náttúrufegurð. Hins vegar er
nútíminn sem felur í sér þróun,
peninga og það „að traffík og kon-
kúrensi er farið að gera vart við sig
í héraðinu" eins og skáldið kemst
að orði.
Sagan af brauðinu dýra er nú
gefín út í nýjum búningi í tilefni
af 85 ára afmæli Halldórs Laxness,
23. apríl 1987. Myndir Snorra
Sveins Friðrikssonar listmálara sem
prýða bókina þykja lýsa einkar vel
andblæ efnisins, en þess má geta
að flestar þeirra vom birtar með
lestri skáldsins á sögunni í sjón-
varpinu á jólum 1986.
Prentvinnsla, litgreining og band
bókarinnar fór fram hjá Prentsmiðj-
unni Odda hf.
Fréttatilkynning
Ný sending af
„Happaþrennu“
HAPPDRÆTTI Háskóla íslands
setti í síðasta mánuði nýja tegund
happdrættismiða á markaðinn,
svonefnda „Happaþrennu“. Eru
þeir þannig gerðir að kaupandi
sér strax hvort hann hefur hlotið
vinning og vinningarnir eru
greiddir út strax, hinir minni hjá
seljendum og hinir stærri á aðal-
skrifstofu Happdrættisins.
Viðtökur vora þannig að ein millj-
ón miða seldist upp á nokkmm
dögum. í einni milljón miða, sem
nú em til sölu, em sem fyrr hæstu
vinningar átta, 500 þúsund hver,
en samtals nema vinningar 50% af
söluverði miðanna.
Þórður Einarsson
sendiherra í Svíþjóð
9 w
V r %
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
hltl veður
Akureyri 8 skýjað
Reykjavik 5 úrkomafgr.
Bergen 8 rignlng
Helsinki 5 léttskýjað
Jan Mayen 0 snjókoma
Kaupmannah. 10 súld
Narssarssuaq 3 snjókoma
Nuuk —5 alskýjað
Osló 6 skýjað
Stokkhólmur 8 skýjað
Þórshðfn 9 rigning
Algarve 20 skýjað
Amsterdam 14 léttskýjað
Aþena 19 skýjað
Barcelona 17 léttskýjað
Beriín 8 alskýjað
Chicago 7 rignlng
Glasgow vantar
Feneyjar vantar
Frankfurt vantar
Hamborg 11 skýjað
LasPalmas vantar
London 16 skýjað
LosAngeles 18 heiðskfrt
Lúxemborg vantar
Madrfd 22 léttskýjað
Malaga 26 léttskýjað
Mallorca 21 skýjað
Miaml 20 helðskirt
Montreal 4 skýjað
NewYork 13 þoka
París 18 léttskýjað
Róm 21 léttskýjað
Vln 8 skúr
Washington vantar
Winnipeg 8 léttskýjað
ÞÓRÐUR Einarsson sendifull-
trúi mun, samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins, verða skipaður
sendiherra íslands í Sviþjóð f stað
Benedikts Gröndal sem nú gegn-
ir því embætti. Benedikt mun
taka við sendiherraembætti í
nokkrum löndum Austur og Suð-
austur Asíu, með aðsetri i
Reykjavík.
Þórður Einarsson hefur verið
sendifulltrúi og varafastafulltrúi hjá
Sameinuðu þjóðunum í New York
undanfarið en hann hefur verið
sendiráðunautur í ýmsum löndum
og varafastafulltrúi í fastaráði Atl-
antshafsbandalagsins.
Þórður Einarsson sendifuUtrúi.
Sesselja Konráðsdóttír
f.v. skólastjóri látin
SESSELJA Konráðsdóttir f.v.
kennari og skólastjóri barnaskól-
ans í Stykkishólmi lést á Hrafn-
istu í gær, 90 ára að aldri.
Sesselja var fædd þann 31. jan-
úar árið 1897 á Syðra-vatni,
Lýtingsstaðahreppi í Skagafírði.
Foreldrar hennar vom Ingibjörg
Hjálmarsdóttir og Konráð Magnús-
son. Sesselja nam í Kennaraskóla
íslands og hóf kennslu árið 1920.
Það sama ár giftist hún Jóni Ey-
jólfssyni kaupmanni. Hann lést árið
1968.
Sesselja og Jón áttu fjögur böm,
Auði, Ingibjörgu Margréti, Þóm
Margréti og Eyjólf Konráð. Þau em
öll á lífi.
Sesselja Konráðsdóttir.