Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 32
F,F, T80f JÍOTA ,8S HUDAOirrMMrJ .CnOAJSMÖDJÍOM 32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 Tímamót hjá Lögreglunni í Hafnarfirði: Flytur úr gömlu húsi í björt og rúmgóð húsakynni LÖGREGLAN í Hafnarfirði fékk i gær afhent nýtt 1100 fermetra húsnæði við Flatahraun á tveim- ur hæðum. Húsið var áður i eigu Blikksmiðju Hafnarfjarðar, en ríkissjóður festi kaup á því árið 1983. Lögreglan i Hafnarfirði hefur búið við þröngan húsakost í mörg undanfarin ár í gömlu timburhúsi við Suðurgötu 8. Nýja húsið er á tveimur hæðum. Á efri hæð er rannsóknardeild og lögreglustjórar til húsa. Auk al- mennrar afgreiðslu á neðri hæð hússins eru fangageymslur fyrir 16 manns þar af sex einmenningskle- far og tveir hópklefar fyrir fjóra og sex fanga. Sumarliði Guðbjörns- son, lögregluþjónn, sagði að hingað til hefðu lögregluþjónar þurft að nota salemin á fangaganginum og þangað hefði gestum og gangandi einnig verið vísað. Nú hefði ástand- ið breyst mjög til batnaðar og aðstaðan væri öll til fyrirmyndar. I : nýja húsinu er íþróttaaðstaða fyrir lögreglumenn auk gufubaðs og sól- bekks. Lögreglumenn Hafnarfjarð- ar hafa nú fengið búningsklefa í fyrsta sinn, bílageymslu, viðunandi vinnuaðstöðu, eldhús, fjarskipta- herbergi, tölvu tengda bifreiðaskrá og varðstjórar hafa nú fengið eigin aðstöðu. Að sögn Sumarliða fór starf iögreglunnar, yfirmanna jafnt sem undirmanna, fram í afgreiðs- lusalnum í gamla húsinu. Lögreglan í Hafnarfírði hefur nú leyfi fyrir 39 stöðugildum, en að sögn Sumar- liða, þyrfti sú tala að vera hátt í 60 svo vel ætti að vera miðað við stærð umdæmisins. Einar Ingimundarson bæjarfóg- eti sagði er húsnæðið var formlega tekið í notkun í gær, að húsnæðis- mál lögreglunnar í Hafnarfírði hefðu frá upphafí verið hálfgerð raunasaga. „Á meðan lögreglu- menn í Hafnarfírði voru aðeins tveir til þrír á fyrstu áratugum þessarar aldar áttu lögreglumenn engan fastan samastað. Þeir höfðust við í rafstöðinni sem stóð þá við Strand- götu hér í bænum eftir að skrifstof- um bæjarfógetaembættisins var lokað á kvöldin. Eftir að heimsstyij- öldin síðari hófst og þegar landið hafði verið hemumið 1940 var fjölg- að nokkuð í lögregluliðinu og fékkst þá eitt lítið herbergi til afnota fyrir lögregluna í skrifstofuhúsnæði bæj- arfógetaembættisins við Suður- götu.“ Það var ekki fyrr en árið 1941 Ný lögreglustöð Hafnfirðinga við Flatahraun. Morgunblaðið/Þorkell að lögreglan fékk afnot af fólks- bifreið. Búnaður til afnota fyrir lögregluliðið var á þessum árum nánast enginn annar en handjám og kylfur og handteknir menn voru á ámm áður fluttir í fangageymslur í handvagni, sem lögreglumennimir óku, en tvo fangaklefa hafði lög- reglan á þessum ámm til afnota í húsi Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar. Nokkur breyting varð á árið 1946 þegar tekið var í notkun lögreglu- stöð, sem Hafnarfjarðarbær reisti. Stöðin var og er áföst við gamla bæjarfógetahúsið við Suðurgötu 8. Á ámnum 1966-67 var komið á fót rannsóknardeild innan lögreglunn- ar og ári síðar flutti bæjarfógeta- embættið úr húsinu og þar með fékk lögreglan og rannsóknardeild- in Suðurgötu 8 til umráða, sem reyndar var lítil frambúðarlausn, að sögn Einars. Lögreglumenn sjálfir sýndu hús- næðismálum lögreglunnar hvað mestan áhuga og svo fór að fyrsta fjárveiting til nýrrar lögreglustöðv- ar var veitt á fjárlögum 1984. Aðalverktaki við húsið var fyrirtæk- ið Markholt hf. Alþingismennirnir Salome Þor- kelsdóttir og Kjartan Jóhannsson skoðuðu nýjar fangageymslur lögreglunnar í Hafnarfirði í gær. Síðasta könnun F élagsvísindastofnunar fyrir þingkosningarnar: Litlar breytingar á fylgi flokkanna DAGANA 18. til 21. apríl gerði Félagsvísindastofnun Háskóla Islands skoðanakönnun fyrir Morgunblaðið um fylgi stjórn- málaflokkanna. Leitað var til 1.010 manna á aldrinum 18—75 ára á landinu öllu, sem tekið höfðu þátt í þjóðmálakönnun stofnunarinnar um mánaða- mótin mars-apríl 1987. Viðtöl voru tekin í síma og tóku oftast um 5 mínútur. Alls fengust svör frá 889 eða 88%. Athygli skal vakin á því að úr- takið I þessari könnun er valið með öðrum hætti en í hinum reglubundnu þjóðmálakönnun- um Félagsvísindastofnunar, enda var meginmarkmið könn- unarinnar að athuga breyting- ar á afstöðu fólks til flokka í kosningabaráttunni. Ætla má að úrtakið endurspegli þjóðina (18—75 ára) allvel. Alþingiskosningar Þrjár spumingar voru lagðar fyrir alla svarendur um hvað þeir myndu kjósa ef alþingiskosningar yrðu haldnar á morgun. Fyrst voru menn spurðir: Ef alþingis- kosningamar væm haldnar á morgun, hvaða flokk eða lista heldurðu að þú myndir kjósa? Þeir sem sögðu „veit ekki“ við þessari spumingu voru spurðir áfram: En hvaða flokk eða lista heldurðu að sé líklegast að þú myndir kjósa? Segðu menn enn „veit ekki“ vom þeir spurðir: En hvort heldurðu að það sé líklegra að þú kjósir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvem annan flokk eða lista? — 11,2% svarendanna sögðu „veit ekki“ við fyrstu tveim spum- ingunum, en þegar svömm við þriðju spumingu er bætt við fer hlutfall óráðinna niður í 3,5%. Töflumar sýna niðurstöðumar sem fengust úr þessum þremur spumingum samanlögðum, og er þeim sem svara þriðja lið spum- ingarinnar þannig, að þeir muni líklega kjósa einhvem flokk annan en Sjálfstæðisflokkinn, skipt á milli þeirra flokka — utan Borg- araflokksins — í sömu innbyrðis hlutföllum og fengust við fyrri tveimur liðum spumingarinnar. Gögn stofnunarinnar benda til þess að þessi háttur gefí raun- hæfast mat á fylgi flokkanna nú. Taflal Hvað hyggjast menn kjósa? Landið allt Fjöldi Alþýðuflokkur 106 Framsóknarflokkur 125 Sjálfstæðisflokkur 212 Alþýðubandalag 98 Bandalagjafnaðarmanna 1 Kvennalisti 97 Flokkur mannsins 8 Samt. um jafnr. og félagsh. 7 Þjóðarflokkur 16 Borgaraflokkur 85 Kýsekki 18 Skilar auðu 11 Neitar að svara 74 Veitekki 31 Samtals 889 Fylgissveiflur í kosn- ingabaráttunni Könnunin leiðir í ljós hvaða breytingar hafa orðið á afstöðu svarendanna til flokkanna síðustu tvær til þijár vikur. Töflur 2—8 sýna hvað þeir sem studdu stærri flokkana eða voru óráðnir um mánaðamótin mars-apríl myndu kjósa nú. Fjöldi svarenda í hverri töflu er of lítill til þess að draga megi nákvæmar ályktanir um fylgissveiflumar, en töflurnar gefa eigi að síður athyglisverðar vísbendingar. Allir % Kjósa Síðasta flokk % könnun % 11,9 14,0 15,5 14,1 16,6 14,6 23,8 28,1 29,6 11,0 13,0 11,9 0,1 0,1 0,2 10,9 12,8 12,1 0,9 U 1,6 0,8 0,9 0,8 1,8 2,1 1,5 9,6 11,3 12,2 2,0 1,2 — 8,3 — 3,5 — 100% 100% Taf la 2 Stuðningsmenn Alþýðuflokks í mars-april. Hvað myndu þeir kjósa núna? (Fjöldi=90) Álþýðuflokk 76,7% Framsóknarflokk 4,4% Sjálfstæðisflokk 2,2% Alþýðubandalag 3,3% Kvennalista 5,5% Flokk mannsins 1,1% Veit ekki 6,6% Samtals 100% Taf la 3 Stuðningsmenn Framsóknar- flokks í mars-apríl. Hvað myndu þeir kjósa núna? (Fjöldi=76) Framsóknarflokk 84,2% Sjálfstæðisflokk 1,3% Alþýðubandalag 2,6% Kvennalista 2,6% Þjóðarflokk 1,3% Kýs ekki 2,6% Veit ekki 5,2% Samtals 100% Tafla4 Stuðningsmenn Sjálfstæðis- flokks í mars-apríl. Hvað myndu þeir kjósa núna? (Fjöldi=180) Álþýðuflokk 0,6% Framsóknarflokk 2,8% Sjálfstæðisflokk 88,3% Alþýðubandalag 0,6% Kvennalista 1,7% Borgaraflokk 1,1% Kýs ekki 0,6% Veit ekki 4,4% Samtals 100% Tafla5 Stuðningsmenn Alþýðubanda- lags í mars-apríl. Hvað myndu þeir kjósa núna? (Fjöldi=86) Álþýðuflokk 1,2% Framsóknarflokk 1,2% Alþýðubandalag 75,6% Bandalagjafnaðarmanna 1,2% Kvennalista 4,7% Þjóðarflokk 1,2% Borgaraflokk 1,2% Kýs ekki 3,5% Veitekki 10,5% Samtals 100% Taflaö Stuðningsmenn Kvennalista í mars-apríl. Hvað myndu þeir kjósa núna? (Fjöldi=59) Álþýðuflokk 3,4% Framsóknarflokk 1,7% Sjálfstæðisflokk 1,7% Alþýðubandalag 1,7% Kvennalista 83,1% Þjóðarflokk 1,7% Kýsekki 1,7% Veitekki 5,1% Samtals 100% Tafla7 Stuðningsmenn Borgaraflokks i mars-apríl. Hvað myndu þeir kjósa núna? (Fjöldi=115) Álþýðuflokk 5,2% Framsóknarflokk 7,0% Sjálfstæðisflokk 10,4% Alþýðubandalag 0,9% Kvennalista 3,5% Borgaraflokk 59,1% Kýsekki 1,7% Veitekki 12,2% Samtals 100% Taf la 8 Óráðnir í mars-apríl. Hvað myndu þeir kjósa núna? (Fjöldi=l 17) Álþýðuflokk 6,0% Framsóknarflokk 13,7% Sjálfstæðisflokk 14,5% Alþýðubandalag 5,1% Kvennalista 9,4% Flokk mannsins 1,7% Samt. um jafnr. og félagsh. 1,7% Þjóðarflokk 2,6% Borgaraflokk 9,4% Kýs ekki 2,6% Veit ekki 33,3% Samtals 100%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.