Morgunblaðið - 23.04.1987, Síða 32
F,F, T80f JÍOTA ,8S HUDAOirrMMrJ .CnOAJSMÖDJÍOM
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987
Tímamót hjá Lögreglunni í Hafnarfirði:
Flytur úr gömlu
húsi í björt og
rúmgóð húsakynni
LÖGREGLAN í Hafnarfirði fékk
i gær afhent nýtt 1100 fermetra
húsnæði við Flatahraun á tveim-
ur hæðum. Húsið var áður i eigu
Blikksmiðju Hafnarfjarðar, en
ríkissjóður festi kaup á því árið
1983. Lögreglan i Hafnarfirði
hefur búið við þröngan húsakost
í mörg undanfarin ár í gömlu
timburhúsi við Suðurgötu 8.
Nýja húsið er á tveimur hæðum.
Á efri hæð er rannsóknardeild og
lögreglustjórar til húsa. Auk al-
mennrar afgreiðslu á neðri hæð
hússins eru fangageymslur fyrir 16
manns þar af sex einmenningskle-
far og tveir hópklefar fyrir fjóra
og sex fanga. Sumarliði Guðbjörns-
son, lögregluþjónn, sagði að hingað
til hefðu lögregluþjónar þurft að
nota salemin á fangaganginum og
þangað hefði gestum og gangandi
einnig verið vísað. Nú hefði ástand-
ið breyst mjög til batnaðar og
aðstaðan væri öll til fyrirmyndar. I
: nýja húsinu er íþróttaaðstaða fyrir
lögreglumenn auk gufubaðs og sól-
bekks. Lögreglumenn Hafnarfjarð-
ar hafa nú fengið búningsklefa í
fyrsta sinn, bílageymslu, viðunandi
vinnuaðstöðu, eldhús, fjarskipta-
herbergi, tölvu tengda bifreiðaskrá
og varðstjórar hafa nú fengið eigin
aðstöðu. Að sögn Sumarliða fór
starf iögreglunnar, yfirmanna jafnt
sem undirmanna, fram í afgreiðs-
lusalnum í gamla húsinu. Lögreglan
í Hafnarfírði hefur nú leyfi fyrir
39 stöðugildum, en að sögn Sumar-
liða, þyrfti sú tala að vera hátt í
60 svo vel ætti að vera miðað við
stærð umdæmisins.
Einar Ingimundarson bæjarfóg-
eti sagði er húsnæðið var formlega
tekið í notkun í gær, að húsnæðis-
mál lögreglunnar í Hafnarfírði
hefðu frá upphafí verið hálfgerð
raunasaga. „Á meðan lögreglu-
menn í Hafnarfírði voru aðeins tveir
til þrír á fyrstu áratugum þessarar
aldar áttu lögreglumenn engan
fastan samastað. Þeir höfðust við
í rafstöðinni sem stóð þá við Strand-
götu hér í bænum eftir að skrifstof-
um bæjarfógetaembættisins var
lokað á kvöldin. Eftir að heimsstyij-
öldin síðari hófst og þegar landið
hafði verið hemumið 1940 var fjölg-
að nokkuð í lögregluliðinu og fékkst
þá eitt lítið herbergi til afnota fyrir
lögregluna í skrifstofuhúsnæði bæj-
arfógetaembættisins við Suður-
götu.“
Það var ekki fyrr en árið 1941
Ný lögreglustöð Hafnfirðinga við Flatahraun.
Morgunblaðið/Þorkell
að lögreglan fékk afnot af fólks-
bifreið. Búnaður til afnota fyrir
lögregluliðið var á þessum árum
nánast enginn annar en handjám
og kylfur og handteknir menn voru
á ámm áður fluttir í fangageymslur
í handvagni, sem lögreglumennimir
óku, en tvo fangaklefa hafði lög-
reglan á þessum ámm til afnota í
húsi Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar.
Nokkur breyting varð á árið 1946
þegar tekið var í notkun lögreglu-
stöð, sem Hafnarfjarðarbær reisti.
Stöðin var og er áföst við gamla
bæjarfógetahúsið við Suðurgötu 8.
Á ámnum 1966-67 var komið á fót
rannsóknardeild innan lögreglunn-
ar og ári síðar flutti bæjarfógeta-
embættið úr húsinu og þar með
fékk lögreglan og rannsóknardeild-
in Suðurgötu 8 til umráða, sem
reyndar var lítil frambúðarlausn,
að sögn Einars.
Lögreglumenn sjálfir sýndu hús-
næðismálum lögreglunnar hvað
mestan áhuga og svo fór að fyrsta
fjárveiting til nýrrar lögreglustöðv-
ar var veitt á fjárlögum 1984.
Aðalverktaki við húsið var fyrirtæk-
ið Markholt hf.
Alþingismennirnir Salome Þor-
kelsdóttir og Kjartan Jóhannsson
skoðuðu nýjar fangageymslur
lögreglunnar í Hafnarfirði í gær.
Síðasta könnun F élagsvísindastofnunar fyrir þingkosningarnar:
Litlar breytingar
á fylgi flokkanna
DAGANA 18. til 21. apríl gerði
Félagsvísindastofnun Háskóla
Islands skoðanakönnun fyrir
Morgunblaðið um fylgi stjórn-
málaflokkanna. Leitað var til
1.010 manna á aldrinum 18—75
ára á landinu öllu, sem tekið
höfðu þátt í þjóðmálakönnun
stofnunarinnar um mánaða-
mótin mars-apríl 1987.
Viðtöl voru tekin í síma og
tóku oftast um 5 mínútur. Alls
fengust svör frá 889 eða 88%.
Athygli skal vakin á því að úr-
takið I þessari könnun er valið
með öðrum hætti en í hinum
reglubundnu þjóðmálakönnun-
um Félagsvísindastofnunar,
enda var meginmarkmið könn-
unarinnar að athuga breyting-
ar á afstöðu fólks til flokka í
kosningabaráttunni. Ætla má
að úrtakið endurspegli þjóðina
(18—75 ára) allvel.
Alþingiskosningar
Þrjár spumingar voru lagðar
fyrir alla svarendur um hvað þeir
myndu kjósa ef alþingiskosningar
yrðu haldnar á morgun. Fyrst
voru menn spurðir: Ef alþingis-
kosningamar væm haldnar á
morgun, hvaða flokk eða lista
heldurðu að þú myndir kjósa?
Þeir sem sögðu „veit ekki“ við
þessari spumingu voru spurðir
áfram: En hvaða flokk eða lista
heldurðu að sé líklegast að þú
myndir kjósa? Segðu menn enn
„veit ekki“ vom þeir spurðir: En
hvort heldurðu að það sé líklegra
að þú kjósir Sjálfstæðisflokkinn
eða einhvem annan flokk eða
lista? — 11,2% svarendanna sögðu
„veit ekki“ við fyrstu tveim spum-
ingunum, en þegar svömm við
þriðju spumingu er bætt við fer
hlutfall óráðinna niður í 3,5%.
Töflumar sýna niðurstöðumar
sem fengust úr þessum þremur
spumingum samanlögðum, og er
þeim sem svara þriðja lið spum-
ingarinnar þannig, að þeir muni
líklega kjósa einhvem flokk annan
en Sjálfstæðisflokkinn, skipt á
milli þeirra flokka — utan Borg-
araflokksins — í sömu innbyrðis
hlutföllum og fengust við fyrri
tveimur liðum spumingarinnar.
Gögn stofnunarinnar benda til
þess að þessi háttur gefí raun-
hæfast mat á fylgi flokkanna nú.
Taflal
Hvað hyggjast menn kjósa?
Landið allt
Fjöldi
Alþýðuflokkur 106
Framsóknarflokkur 125
Sjálfstæðisflokkur 212
Alþýðubandalag 98
Bandalagjafnaðarmanna 1
Kvennalisti 97
Flokkur mannsins 8
Samt. um jafnr. og félagsh. 7
Þjóðarflokkur 16
Borgaraflokkur 85
Kýsekki 18
Skilar auðu 11
Neitar að svara 74
Veitekki 31
Samtals 889
Fylgissveiflur í kosn-
ingabaráttunni
Könnunin leiðir í ljós hvaða
breytingar hafa orðið á afstöðu
svarendanna til flokkanna síðustu
tvær til þijár vikur. Töflur 2—8
sýna hvað þeir sem studdu stærri
flokkana eða voru óráðnir um
mánaðamótin mars-apríl myndu
kjósa nú. Fjöldi svarenda í hverri
töflu er of lítill til þess að draga
megi nákvæmar ályktanir um
fylgissveiflumar, en töflurnar
gefa eigi að síður athyglisverðar
vísbendingar.
Allir % Kjósa Síðasta
flokk % könnun %
11,9 14,0 15,5
14,1 16,6 14,6
23,8 28,1 29,6
11,0 13,0 11,9
0,1 0,1 0,2
10,9 12,8 12,1
0,9 U 1,6
0,8 0,9 0,8
1,8 2,1 1,5
9,6 11,3 12,2
2,0
1,2 —
8,3 —
3,5 —
100% 100%
Taf la 2
Stuðningsmenn Alþýðuflokks í
mars-april.
Hvað myndu þeir kjósa núna?
(Fjöldi=90) Álþýðuflokk 76,7%
Framsóknarflokk 4,4%
Sjálfstæðisflokk 2,2%
Alþýðubandalag 3,3%
Kvennalista 5,5%
Flokk mannsins 1,1%
Veit ekki 6,6%
Samtals 100%
Taf la 3 Stuðningsmenn Framsóknar-
flokks í mars-apríl. Hvað myndu þeir kjósa núna?
(Fjöldi=76) Framsóknarflokk 84,2%
Sjálfstæðisflokk 1,3%
Alþýðubandalag 2,6%
Kvennalista 2,6%
Þjóðarflokk 1,3%
Kýs ekki 2,6%
Veit ekki 5,2%
Samtals 100%
Tafla4 Stuðningsmenn Sjálfstæðis-
flokks í mars-apríl. Hvað myndu þeir kjósa núna?
(Fjöldi=180) Álþýðuflokk 0,6%
Framsóknarflokk 2,8%
Sjálfstæðisflokk 88,3%
Alþýðubandalag 0,6%
Kvennalista 1,7%
Borgaraflokk 1,1%
Kýs ekki 0,6%
Veit ekki 4,4%
Samtals 100%
Tafla5
Stuðningsmenn Alþýðubanda-
lags í mars-apríl.
Hvað myndu þeir kjósa núna?
(Fjöldi=86)
Álþýðuflokk 1,2%
Framsóknarflokk 1,2%
Alþýðubandalag 75,6%
Bandalagjafnaðarmanna 1,2%
Kvennalista 4,7%
Þjóðarflokk 1,2%
Borgaraflokk 1,2%
Kýs ekki 3,5%
Veitekki 10,5%
Samtals 100%
Taflaö
Stuðningsmenn Kvennalista í
mars-apríl.
Hvað myndu þeir kjósa núna?
(Fjöldi=59)
Álþýðuflokk 3,4%
Framsóknarflokk 1,7%
Sjálfstæðisflokk 1,7%
Alþýðubandalag 1,7%
Kvennalista 83,1%
Þjóðarflokk 1,7%
Kýsekki 1,7%
Veitekki 5,1%
Samtals 100%
Tafla7
Stuðningsmenn Borgaraflokks
i mars-apríl.
Hvað myndu þeir kjósa núna?
(Fjöldi=115)
Álþýðuflokk 5,2%
Framsóknarflokk 7,0%
Sjálfstæðisflokk 10,4%
Alþýðubandalag 0,9%
Kvennalista 3,5%
Borgaraflokk 59,1%
Kýsekki 1,7%
Veitekki 12,2%
Samtals 100%
Taf la 8
Óráðnir í mars-apríl.
Hvað myndu þeir kjósa núna?
(Fjöldi=l 17)
Álþýðuflokk 6,0%
Framsóknarflokk 13,7%
Sjálfstæðisflokk 14,5%
Alþýðubandalag 5,1%
Kvennalista 9,4%
Flokk mannsins 1,7%
Samt. um jafnr. og félagsh. 1,7%
Þjóðarflokk 2,6%
Borgaraflokk 9,4%
Kýs ekki 2,6%
Veit ekki 33,3%
Samtals 100%