Morgunblaðið - 23.04.1987, Side 3
Offramboð á fiski
í Þýzkalandi:
Góður
fiskur fór
ígúanó
VERÐ á ferskum fiski í Þýzka-
landi féll enn í gfser. Ekkert af
fiski héðan fór þá yfir lágmarks-
verði og talsvert var selt í gúanó
fyrir innan við 2 krónur á hvert
kíló. Kostnaður við að flytja fisk
héðan í gámum til Þýzkalands
er nálægt 15 krónum á hvert kíló.
Togarinn Karlsefni RE landaði
hluta af afla sínum í Þýzkalandi í
gær. Endanlegt verð lá ekki fyrir
í gær, en meðalverð var 26 til 27
krónur á hvert kíló, sem þá hafði
selzt. Um 300 lestir af gámafiski
héðan voru á markaðnum í gær og
seldist það allt undir lágmarks-
verði, sem er um 35 krónur á hvert
kíló. Talsvert af góðum fiski fór í
gúanó vegna offramboðs fyrir
minna en 2 krónur á hvert kíló. Það
er fyrst og fremst offramboð, sem
veldur verðhruninu, en við síðustu
sölu fyrir páska fengust að meðal-
tali um 59 krónur fyrir hvert
fiskkíló í Þýzkalandi. í þessari viku
verða alls seldar um 1.270 lestir
af fiski héðan í Þýzkalandi.
Aðeins eitt skip selur afla sinn í
Þýzkalandi í næstu viku og 200 tii
250 lestir af gámafiski fara enn-
fremur á markaðinn. Þrátt fyrir
mun minna framboð þá, er ekki
talið að verð hækki þá þegar. Fisk-
kaupmenn hafa í þessari viku fengið
mikið af ódýrum fiski og þurfa því
ekki mikið á dýrari fiski að halda
f næstu viku.
Mjög góður afli
Hornafjarðarbáta:
Nokkrir bát-
ar lokið við
kvóta sinn
Höfn, Homafirði.
MJÖG GÓÐ aflabrögð hafa verið
hjá Hornafjarðarbátum undan-
farið og segja má að vetrarver-
tíðin hafi gengið nyög vel.
Nokkrir bátar hafa lokið við
kvóta sinn og aðrir eru langt
komnir með hann. Frá áramótum
til 14. þessa mánaðar hafa neta-
bátar landað samtals um 8.000
tonnum, handfærabátar tæpum
200 tonnum og togarinn Þór-
hallur Daníelsson tæpum 1.000
tonnum.
Hjá fiskiðjuveri Kaupfélags
Austur-Skaftfellinga hefur verið
tekið á móti um 8.000 tonnum og
hefur meirihluti þess afla verið salt-
aður. Hjá fískverkun Vísis og
Haukafells, sem verka fisk í salt,
hefur verið tekið á móti 720 tonnum
og í gáma hjá Hrelli hf. hefur verið
landað um 400 tonnum.
Nokkrir bátar sem lokið hafa við
kvóta sinn munu fara á steinbíts-
veiðar eftir páska eða fram að
humarvertíð. Heildaraflinn er því
orðinn rúmlega 9.000 tonn en var
á sama tíma í fyrra um 6.500 tonn,
svo aukning heildaraflans er veru-
leg.
- ' - N
Aflahæstu bátamir frá áramót-
um eru: Vísir 690 tonn, Skinney
644 tonn, Sigurður Ólafsson 617
tonn, Steinunn 606 tonn, Skóey 600
tonn og Freyr 580 tonn.
- AE
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 3