Morgunblaðið - 12.06.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.06.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1987 3 Rekstrar- halli ríkis- sjóðs niinm en áætlað ÚTLIT er fyrlr að rekstraraf- koma ríkissjóðs verði heldur betri á árinu en gert hefur verið ráð fyrir. Er það vegna hærra verðlags og aukinnar veltu sem aukið hefur tekjur ríkissjóðs umfram gjöld fyrstu fimm mán- 1 uði ársins. Er nú talið að rekstr- arhallinn verði ekki hærri en 3—3,4 milljarðar kr., samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Halli á A-hluta ríkissjóðs fyrstu fímm mánuði ársins var 2,4 millj- arðar króna og er það 100 milljón- um minni halli en gert var ráð fyrir í greiðsluáætlun fjárlaga. Á sama tíma árið áður nam greiðsluhallinn rúmum 2 milljörðum. Tekjur ríkis- sjóðs voru 1,3 milljörðum hærri en áætlað var og er það vegna aukinna aðflutningsgjalda, söluskatts og beinna skatta. Greidd gjöld ríkis- sjóðs reyndust 1,2 milljörðum kr. hærri en áætlað var í íjárlögum og er það vegna Tryggingastofnunar ríkisins, niðurgreiðslna og grunn- skóla. Borgin selur SIS hlut sinn í ísfilm hf. BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum síðastliðinn þríðju- dag að selja Sambandi íslenskra samvinnufélaga hlut Reykjavíkurborgar í fyrirtæk- inu ísfilm hf. fyrír fjórar milljónir króna. Sambandi íslenskra samvinnu- félaga á nú Va hluta í ísfílm hf., en aðrir hluthafar eru Almenna bókafélagið, Árvakur hf., Haust hf. og Frjáls Qölmiðlun hf. Bréf Rannsóknastofnunar byggingaiðnaðarins vegna Skipholts 50c: Burðarþol í samræmi við kröfur yfirvalda Verkfræðingamir Snæbjörn Kristjánsson og Gunnar Sch. Thorsteinsson, sem reka verkfræðistofuna Feril hf., hafa fengið bréf frá Rannsóknastofnun byggingariðnaðar- ins í framhaldi af könnun á ástandi þolhönnunar bygginga. Þar kemur fram að í könnuninni er miðað við annan jarð- skjálftastuðul en byggingaryfirvöld í Reykjavík miða við, og að burðarþol Skipholts 50c, sem þeir bera ábyrgð á, er í samræmi við kröfur yfirvalda. Bréf Rannsóknastofnunarinnar til Verkfræðistofunnar Ferils hf., er svohljóðandi: „Málefni: Nýleg könnun á ástandi þolhönnunar bygginga á vegum RB. Byggingin Skipholt 50c. Eins og fram hefur komið voru athugasemdir varðandi hin 10 hús, sem könnunin náði til, mis: miklar og misalvarlegar. í könnuninni er reiknað með Z stuðli varðandi jarðskjálftaálag 0,75. Varðandi framangreint hús voru athugasemdir með minna móti en í skýrslunni segir eftirfar- andi: „Teikningar: Vel gerðar. Mat á burðarþoli: Ekki full- nægjandi." Skýringar á því að burðarþol þótti ekki fullnægjandi er framan- nefnt gildi á jarðskjálftastuðli (0,75) en með gildi 0,5, sem bygg- ingayfirvöld í Reykjavik miða við, þá telst burðarþol hússins full- nægjandi. Virðingarfyllst, Rannsóknastofnun bygg- ingariðnaðarins, Hafsteinn Pálsson, verkfræðingur. “ Nauðsynlegt að semja um langdrægar flaugar og efnavopn - segir aðstoðarmaður Hans-Dietrich Genscher Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, hélt utanríkisráð- herrum NATO-rílqanna, eiginkonum þeirra og öðrum þeim sem sitja ráðherrafund NATO, kvöldverðarboð á Hótel Sögu í gær- kvöldi. Hér tekur hún á móti George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Helenu konu hans. HÁTTSETTUR aðstoðarmaður Hans-Dietrích Genscher, ut- anríkisráðherra Vestur-Þýska- lands, sagði á blaðamannafundi í Hagaskóla síðdegis í gær að Ronald Reagan Bandarikjafor- seta yrðu send skilaboð um að halda áfram viðræðum við Sovét- menn um upprætingu meðal- drægra og langdrægra flauga í Evrópu, eða hina svokölluðu „tvöföldu núlllausn“. Sagði að- stoðarmaður ráðherrans að í ályktun ráðherrafundarins yrði mælst til þess að þegar yrðu hafnar viðræður á fjórum öðrum sviðum afvopnunarmála. Aðstoðarmaður Genschers sagði á fundi, sem haldinn var eftir að lokuðum viðræðum utanríkisráð- herra aðildarríkja Atlantshafs- bandalagsins á Hótel Sögu lauk, að mælst yrði til þess að einnig yrði samið um að fækka langdræg- um kjamorkuflaugum um helming og banna efnavopn. Að auki yrði þegar að hefja viðræður um að koma á jafnvægi milli austurs og vesturs í hefðbundnum vígbúnaði og fækka kjamorkuvopnum á vígvöllum, þeim sem draga allt. að 500 km. Bætti aðstoðarmaðurinn því við að ráðherrafundurinn mæltist ekki til þess að samið yrði um þessi fjög- ur atriði í einum „pakka" með Evrópuflaugunum. Semja yrði um hvert atriði fyrir sig. Fundur ráðherranna í Reykjavík er hápunktur átta vikna vanga- veltna innan Atlantshafsbandalags- ins um það hvort verða eigi við óskum Bandaríkjamanna um að Sir Geoffrey Howe utanríkisráðherra Bretlands: Varnarstefna NATO verður í fullu gildi Uppræting Evrópuflauga breytir engu þar um SIR Geoffrey Howe, utanríkisráðherra Bretlands, sagði á fundi með breskum blaðamönnum við inngang Hótels Sögu í gær að ráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins væru á einu máli um að kenn- ingin um sveigjanleg viðbrögð á átakatímum væri enn í fullu gildi. Sagði hann að enn hefði ekki verið gengið formlega frá afstöðu bandalagsríkjanna varðandi upprætingu kjarnorkuflauga í Evrópu. Sir Geoffrey Howe átti fund með breskum blaðamönnum við inngang Hótels Sögu um klukkan 17 í gær og stóð hann í rúmar 15 mínútur. Howe hélt því næst af landi brott og kom brottför hans ekki á óvart þar eð ráðherrann átti brýnt erindi á heimaslóðir því almenningur á Bret- landi gekk að kjörborðinu í gær. Howe sagði að fullur vilji væri meðal ráð- herranna um að stórveldin semdu um upprætingu meðaldrægra og skamm- drægra flauga í Evrópu. Hann lagði áherslu á að kenningin um sveigjanleg viðbrögð á átakatímum, sem er einn homsteinn vamarstefnu Atlantshafs- bandalagsins, væri og yrði þrátt fyrir hugsanlegt afvopnunarsamkomulag enn í fullu gildi. Sagði hann slíkt sam- komulag innan seilingar en kvaðst ekki vilja spá um hvort það yrði undir- ritað í nánustu framtíð. Hann kvað ráðherrana hafa rætt yfirburði Sovét- manna á sviði hins hefðbundna herafla, sem er eitt helsta áhyggju- efni hemaðarsérfræðinga Atlants- hafsbandalagsins. Howe kvað ráðherrana hafa orðið sammála um nauðsyn þess að árangur næðist í umræðum um gagnkvæman og jafnan samdrátt herja. Hann lét þess einnig getið að tekist hefði að lægja ágrein- ing Bandaríkjamanna og Frakka varðandi viðræður um niðurskurð hefðbundins herafla sem Frakkar vilja að verði einskorðaðar við ráðstefnuna um öryggi og samvinnu í Evrópu (CSCE), sem haldin er innan ramma Helsinki-sáttmálans. Bandaríkjamenn vilja ekki að viðræðumar fari fram á þessum vettvangi því þá myndu óháð- ar þjóðir einnig taka þátt í þeim. Howe vildi þó ekki gefa afdráttar- lausa yfirlýsingu í þessa veru en kvaðst vænta þess að ákveðinn ágreiningsmál hefðu verið leyst. Howe var loks spurður hvort ráða- gerðir Bandaríkjamanna um aukna flotavemd á Persaflóa hefðu verið ræddar. Bandarískir embættismenn hafa látið að því liggja að óskað verði eftir aðstoð Atlantshafsbandalagsrí- kja til að tryggja flutning á olíu frá ríkjum Persaflóa, einkum Kuwait. Atlantshafsbandalagið hefur á hinn bóginn ævinlega lagst gegn því að taka þátt í hemaðarumsvifum utan vamarsvæðis bandalagsins. Howe svaraði spumingum fréttamanna á þá lund að þetta atriði hefði verið rætt á leiðtogafundi sjö helstu iðnrí- kja í Feneyjum og hefði ekki borið á góma á lokuðum fundum ráðherr- ganga að samningum um Evrópu- flaugamar við Sovétmenn. Mikil óeining ríkti innan sam- steypustjómar kristilegu flokkanna (CDU/CSU) og frjálsra demókrata (FDP) um það hvort óhætt væri að fjarlægja flaugamar og höfðu samninganefndir stórveldanna í Vín þegar lagt fram fyrstu drög að sam- komulagi, þegar Helmut Kohl kanslari lýsti yfír því að stjómin í Bonn vildi fara afvopnunarleiðina. Vestur-þýska tímaritið Der Spiegel túlkar þetta sem svo að stjóm Kohls hafí misst af lestinni í þessum samningum og ákveðið hafi verið að láta einu gilda um afstöðu henn- Ágreiningurinn um Evrópuflaug- amar stóð milli hægri manna og Genschers, sem er úr röðum frjálsra demókrata. Kohl kvaðst óttast að yfirburðir Sovétmanna í hefðbundn- um vígbúnaði yrðu slíkir ef flaug- amar yrðu upprættar að ekki yrði við unað. Einnig kvaðst hann óttast efnavopn þeirra og hugsanleg átök með kjarnorkuvopnum á vígvöllum í Austur- og Vestur-Þýskalandi. Stjómin í Bonn hafði þó þann fyrirvara í samþykki sínu við upp- rætingu Evrópuflauganna að 72 skammdrægar flaugar af gerðinni Pershing 1A yrðu undanþegnar hvers kyns samkomulagi. Carring- ton lávarður, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði á blaðamannafundi í Háskólabíói á miðvikudag að þessar flaugar hefðu aldrei verið teknar með í viðræðum risaveldanna og yrði svo framvegis. Genscher þykir hafa unnið á heima fyrir í þessu máli. Samkvæmt skoðanakönnun, sem gerð var um miðjan maí, eru 90 prósent Vestur- Þjóðveija þeirrar hyggju að uppræta eigi Evrópuflaugamar. 45 prósent kjósenda kristilegra demó- krata segjast fremur treysta Genscher til að sjá öryggishags- munum Vestur-Þýskalands borgið, en kristilega demókratanum Man- fred Wömer, vamarmálaráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.