Morgunblaðið - 12.06.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.06.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1987 45 Þátttakendur í fimleikamóti íslands 1937 með gjafir sem 50 ára nemendur færðu skólanum í Reyk- holti. Frá vinstri: Birgir Þorgilsson, Höskuldur Skagfjörð, Bjarni Bakkmann, Helgi Júlíusson, og Óskar Sigtryggsson. Nemendamót í Reykholti IReykholtsskóla í Borgarfirði var haldið fjölmennt nemendamót í lok maí. Það voru um hundrað manns sem hittust til að halda upp á fimmtíu ára útskriftarafmæli, en þau útskrifuðust úr Reykholtsskóla 1937. Hátíðin hófst með sameiginlegu borðhaldi. Veislustjóri var Halldór E.Sigurðsson en aðal ræðan var flutt af Óskari Sigtryggssyni. Síðan flutti Jósep Helgi Minni Snorra og Bóndinn á Hallkelsstöðum í Hvítársíðu, Erlingur Jóhannsson, flutti drápu í léttum dúr. Stutt ávörp fluttu frú Dagbjört Guðmundsdótt- ir, Birgir Þorgilsson, Helgi Júlíus- son og skólastjórinn í Reykholti, Jónas Jónsson. Að lokum flutti svo Höskuldur Skagfjörð gamanþátt sem hann nefndi Satt og logið frá fyrri tímum. Nemendur færðu skólanum að gjöf málverk af Kristni Stefánssyni skólastjóra, málað af Ragnari Páli, stækkaða ljósmynd af fímleika- flokki þeim sem tók þátt í fímleika- móti Islands 1937 og mynd af skólanum frá Álfasteini í Borgar- fírði eystri. Ýmsir góðir gestir létu sjá sig í tilefni afmælisins m.a. frú Anna Bjamadóttir, eini eftirlifandi kenn- ari árgangsins, frú Laufey Þór- mundsdóttir, ekkja Þóris Steinþórs- sonar, Dagbjört Jönsdópttir, ekkja Kristins Stefánssonar fyrrum skóla- stjóra svo og böm Þóris Steinþórs- sonar og böm Þorgils Guðmunds- sonar íþróttakennara. Eftir morgunverð á sunnudegin- um var síðan haldið til kirkju í blíðskaparveðri sem hélst alla helg- ina, þar sem séra Geir Waage messaði. Undirbúningsnefnd nem- endamótsins vill koma á framfæri þakklæti til skólastjórahjónanna í Reykholti fyrir þann áhuga og þá aðstoð sem þau veittu, svo og öllu starfsfólki sem lagði hönd á plóginn við undirbúning. Terylenebuxur, nýtísku efni, nýtísku stælsnið kr. 1875,00.- Mikið úrval af terylenebuxum fyrirliggjandi, verð kr. 875,00, 1175,00, 1375,00, 1595,00 og 1895,00 teryl./ull/stretch. Karlmannaföt nýkomin kr. 7500,00, nokkrar stærðir eftir á kr. 5500,00.- Regngallar nýkomnir kr. 1265,00.- Gallabux- ur kr. 795,00 og kr. 850,00 o.fl. ódýrt. Andrés, Skólavörðurstíg 22A, sími 18250. sÉ'p&lpgp agmm . wmm 'WSdliM MMMI MNgM iHpi HM ■Ml Mglll : . Afmælisgleði í Afríku Joan Collins, líka þekkt sem Alex- is í bandarísku framhaldsflokk- unum Dynasty, hélt nýlega upp á 54 ára afmælið og bauð af því til- efni 30 manna hópi vina og ættingja í fjögurra daga skemmtiferð til Marokkó í Afríku. Heilt hótel var tekið á leigu fyrir gleðskapinn, með þjónum, kokkum og öllu tilheyrandi. Samkvæmið gekk þó ekki með öllu hnökralaust fyrir sig því í hanastélsboði sem haldið var frúnni til heiðurs tók nýjasti „vinur" hennar, Biily Bung- alow að nafni, upp á því að gera sér helst til dælt við unga ljósku sem þar var gestur. Afmælisbamið trylltist af afbiýði og yfírgaf sam- kvæmið án þess að kveðja. Það fylgdi sögunni að Billy þessi Bung- alow væri hinn mesti kvennaflagari. Síðar, sama kvöld, dró enn til tíðinda þegar afmælisgestimir ætl- uðu út af veitingahúsi þar sem þeir höfðu snætt kvöldverð. Fyrir utan tók nefnilega á móti þeim flokkur ungra Marokkómanna sem gimtust ákaft töskur og skartgripi fína fólksins. Joan Collins og fylgdarlið fengu ekki frið fyrir þessum pöm- piltum fyrr en sérskipaður marokk- anskur lífvörður frúarinnar skarst í leikinn og útskýrði fyrir þeim hver þama væri á ferð. Þá var þeim leyft að fara eftir að hafa reitt af hendi 500 dala „lausnargjald". Joan Collins hélt nýlega upp á 54 ára afmælið. COSPER — Við höfum engan svefnfrið fyrir hávaða. Tískusýnin<z í Blómasal í das á íslenskum fatnaði. Módelsamtökin sýna nýjustu línuna í íslenskum fatnaði í hádeginu alla föstudaga. Fötin eru frá íslenskum heimilisiðnaði og Rammagerðinni. Víkingaskipið er hlaðið íslenskum úrvalsréttum alla daga ársins. HÓTEL LOFTLEIÐIR FLUCLEIDA HÓTEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.