Morgunblaðið - 12.06.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.06.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1987 „Ekkert getur ógnað sameinmg- arafli Israela á örlagastundu“ Spjallað við nýjan sendiherra ísraels Yehiel Yativ Morgunblaðið/RAX MÉR leikur mikill hugur á að ýta undir og efla samvinnu ís- lands og ísraels, ekki hvað sízt á sviði menningarmála. Þar er mikill akur óplægður. Stefnt er nú að þvi að halda í Reykjavík ísraelska viku í nóv- embermánuði, sem gæti orðið vænleg byrjun á samstarfi og samskiptum. Eins og ég vona að þeir íslendingar hafi fundið, sem hafa farið til ísraels, er þar mikill vinarhugur i garð Islendinga og þótt þjóðimar búi fjarri hvor annarri, er vel- vildin á báða bóga. Áður fyrr keyptum við töluvert af fiski af ykkur. Nú, en svo lærðum við að veiða sjálfir, svo að þau kaup hafa dregizt saman. En á viðskiptasviðinu em þó möguleikar. Og vonandi skýr- ist þetta allt með þessari ísraelsku kynningarviku, sem ég var að tala um. Þetta sagði Yehiel Yativ, ný- skipaður sendiherra ísraels á íslandi með aðsetri í Osló. Hann var hér nokkra sólskinsdaga í síðustu viku og sagðist vera mjög ánægður með þessa heimsókn. Hann hitti ýmsa ráðamenn að máli og skoðaði sig ögn um, utan Reylqavíkur.„Kannski veðrið hafi nú samt komið mér þægilegast á óvart," sagði hann brosandi.„Ég talaði við Osló, þegar ég hafði verið hér nokkra daga og var sagt, að J)ar væri næðingur og rigning. Eg benti þeim á þá sem langaði að komast í sóljna skyldu þeir bara bregða sér til íslands." Yativ sendiherra hefur einu sinni áður komið til íslands. Hann hefur unnið um alllanga hríð í Yehiel Yativ, sendiherra ísraels. utanríkisþjónustu lands síns og í sendiherratíð Davids Rivlins, sem eignaðist marga vini og kunn- ingja hér á landi, var Yativ sendiráðsritari í Osló. Hann er fæddur í Jerúsalem og sama gild- ir um foreldra hans, og foreldra þeirra. Yativ var nánasti sam- starfsmaður Davids Kimche, þegar unnið var að gerð friðar- samnings við Líbanon 1982-83. Hann sagði að það starf hefði verið mjög krefjandi, en hann væri sannfærður um að margt horfði öðruvísi við í Miðaustur- löndum, ef samningurinn sem náðizt að lokum hefði ekki farið fyrir lítið og reynzt sorglega skammvinnur. Aðspurður um þann skoðana- mun, sem væri innan ísraelsku ríkisstjórnarinnar nú, varðandi alþjóðlega friðarráðstefnu um málefni Miðausturlanda, sagði Yativ, að sér virtist ekki laust við, að stundum væri farið fijáls- lega með, þegar skrifað væri um þetta. Augljóst væri að ísraelar vildu frið og það væri spuming, eins og alltaf hvemig ætti að standa að málunum. Engin fyrir- staða virtist nú af hálfu Jórdana um að ganga til samningavið- ræðna og því ætti að sínum dómi að notfæra sér þann byr. Beinar viðræður við Jórdani hlytu að vera rökréttar, eins og málum væri skipað nú. Hins vegar væri út af fyrir sig ekkert sem mælti gegn því að Bandaríkin hefðu einhvers konar aðild að slíkri ráð- stefnu; þannig hefði verið staðið að varðandi samningana við Egypta á sínum tíma og reynzt vel. Um aðild Palestínumanna sagði Yativ, að það væri rangt, að ísraelar vildu ekki tala við fulltrúa þeirra. En sú afstaða hefði ekki breytzt að þeir vildu ekki tala við hryðjuverkamenn PLO. Hafa mætti f huga nú, að þjóðarráð PLO hefði haldið fund sinn nýlega í Algeirsborg. Þar hefði verið reynt að láta líta svo út fyrir, að einhugur andans ríkti. Á það bæri að líta að á þessum fundi hefðu runnið aftur inn í PLO tvenn samtök, mjög róttæk og ekki beinlínis samstarfsfús. Fár- ánlegt væri að ætlast til þess af ísraelum að þeir gætu sætt sig við að setjast til borðs með fulltrú- um þessara aðila, eins og nú væri í pottinn búið.Hann sagði ísraela gera sér mætavel grein fyrir þeim stuðningi sem PLO nyti á svokölluðum herteknu svæðunum á Vesturbakkanum, en það væri Ifka opinbert leyndar- mál að íbúar sættu hótunum og ógnunum af hálfu PLO, ef þeir létu ekki í veðri vaka að þeir væru hlynntir þeim. Hins vegar væri deginum ljós- ara að það þyrfti að fínna lausn á sambúðarmálunum og það yrði ekki gert með ógnunum eða ill- yrðum, heldur með fijálsum samningum þar sem hver hefði jafnan rétt. Undanfarið hefur oft verið tal- að um í greinum og fréttaskýring- um um Israel og ísraelsk málefni, að illvígar deilur hinna ýmissu trúardeilda gyðinga væru ekki minni ógnun við Ísraelsríki en deilur við araba. Ég spurði Yativ sendiherra um þetta. Hann sagði það rétt vera, að á seinni árum hefðu ítök strangtrúaðra eflzt og það væru ekki allir sáttir við þá þróun. Hún skerpti andstæðumar milli gyðinga innbyrðis, en of mikið væri að tala um þetta sem ógnun. „Ekkert getur ógnað þjóð- emiskennd og sameiningarafli ísraela, ef á reynir," sagði sendi- herrann og bætti við, að það hefði sýnt sig að á örlagastundum stæði þjóðin saman sem einn maður og legði þá allan ágreining á hilluna. Varðandi samskipti araba og gyðinga í Jerúsalem væri þar auðvitað enn eitt vandamálið. Sem yrði ekki leyst á einni nóttu. Það væri eðlilegt, þar sem arabar og gyðingar hefðu átzt við kyn- slóð fram af kynslóð. Beizkja og ósveigjanleiki væri á báða bóga og það tæki tíma að uppræta andúðina. Engu að síður hefði hann þá bjargföstu trú að það tækist að lokum. „Við höfum unnið þrekvirki, held ég að megi segja í að byggja upp nútímaríki ísraels. í tækni- legum skilningi að minnsta kosti. En við feilum okkur stundum í pólitíkinni og það vill auðvitað bera á öfgum innan okkar raða ekki síður en annars staðar. En því er veitt athygli alveg sérstak- lega ef ísraelar eiga í hlut. En við verðum að axla okkar skyldur sem Iýðræðisríki, takast á við þá ábyrgð sem því er samfara. Og trúum að okkur takizt það," sagði Yativ sendiherra. Samtab.Jóhanna Kristjónsdóttir INyxx og ooruvibl UUUM yum:><x:ii. ru upiia umbúðirnar, skellir frosnu innihaldinu á pönnuna og á örfáum mínútum verður til dýrindis máltíð! ■G@ÐI Styrkjum úthlut- að til rannsókna í kvennafræðum Á FJÁELÖGUM fyrir yfirstand- andi ár var einnar milljónar króna fjárveiting færð til Há- skóla íslands tU rannsókna í kvennafræðum. Áhugahópur um íslenskar kvennarannsóknir, sem hefur starfað undanfarin tvö ár, tók að sér að úthluta þessu fé í umboði Háskóla íslands. EUefu umsóknir bárust og hlutu eftir- farandi umsækjendur þriggja mánaða launastyrk, miðað við byijunarlaun rekstors: Bríét Héðinsdóttir; Undirbúa bréf Bríétar Bjamhéðinsdóttur til bama SLÁTTUVÉLAR MARKADURINN & MVRARGÖTU 2 sinna til prentunar. Hrafnhildur Schram; Líf og list Júlíönu Sveinsdóttur. Styrkur til að vinna að heimildasöfnun S Dan- mörku og á íslandi. Inga Dóra Bjömsdóttir; Public View and Private Voices. Rannsókn á viðhorfum almennings til kvenna sem giftust breskum og banda- rískum hermönnum á styijaldarár- unum síðari og viðhorfum þeirra sjálfra. (í Bandaríkjunum.) Sigrún Stefánsdóttir; Rannsókn á fréttaefni íslenska sjónvarpsins með tilliti til hlutar kvenna í því. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir; Politics and Personhood: Women’s political movements in Iceland. (í Bandaríkjunum.) Sölvína Konráðs; Rannsókn á starfsvali og starfsánægju íslenskra kvenna sem valið hafa hefðbundin og óhefðbundin störf. (í Banda- ríkjunum.) Þómnn Magnúsdóttir; Samtök íslenskra verkakvenna. Úthlutunamefndina skipuðu f.h. áhugahóps um íslenskar kvenna- rannsóknir: Auður Eir Vilhjálms- dóttir, Guðrún Ólafsdóttir og Sigríður Th. Erlendsdóttir. Þú svalar lestrarþörf dagsins á sírhim lVfnoran*!! /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.