Morgunblaðið - 12.06.1987, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1987
42
Minning:
Egtil Th. Sandholt
skrifstofusljóri
Fæddur 16. maí 1912
Dáinn 5. júní 1987
Egill Thor Sandholt andaðist sl.
föstudag 75 ára að aldri. Með hon-
um er fallinn frá enn einn af hinum
gömlu rótgrónu Reykvíkingum.
Hann var borinn og bamfæddur
Reykvíkingur og lifði allan sinn ald-
ur hér í borg. Hér átti hann marga
vini, sem kveðja hann með söknuði.
Egill fæddist 16. maí 1912, sonur
hjónanna Stefáns Sandholt bakara-
meistara og konu hans, Jennyar,
fæddrar Christensen, frá Tönsberg
í Noregi. Egill var einn úr hópi sex
bama þeirra hjóna.
Egill lauk námi í Verslunarskóla
íslands og stundaði í fyrstu ýmis
verslunarstörf, m.a. hjá Guðjóni
Jónssjmi á Hverfisgötu 50.
Síðar fór hann í framhaldsnám
til Englands og stundaði tvo vetur
nám í verslunarskóla í Brighton.
Er heim kom, vann hann fyrst við
fyrirtæki föður síns, en réðst síðan
til Heildverslunar Jóhanns Ólafs-
sonar & co. En lengst af starfaði
Egill við Lögfræðiskrifstofu Einars
B. Guðmundssonar og Guðlaugs
Þorlákssonar, mágs síns. Þar starf-
aði hann yfír 40 ár eða allt til
dauðadags.
Egill tók þátt í ýmsu félagsstarfí
hér í bæ og gegndi ýmsum trúnað-
arstörfum, enda var hann maður
félagslyndur og hjálpfús. Hann átti
óvenju gott skap og kunni þá list
manna best að slá á léttari strengi
og draga fram bjartari hliðamar á
hveiju máli. Hann var því aufúsu-
gestur á mannamótum.
Egill var samt ekki í hópi þeirra,
sem loka augunum fyrir alvöru
lífsins. Hann vissi vel, að lífíð er
ekki alltaf dans á rósum. Hann
þekkti alvöru þess bæði í eigin lífí
og annarra. En hans létta skap og
góða lund létti honum sjálfum
göngu lífsins og ekki síður þeim,
sem með honum vora.
Ég kynntist Agli fyrst fyrir al-
vöru, er við lentum saman í stjóm
sumarstarfs KFUM, Skógarmanna,
árið 1935. Þar knýttust þau vin-
áttubönd, sem héldust traust til
hins hinsta dags.
Við voram þá flestir um tvítugs-
aldur í því starfí og því létt reyndir
til stórræða. Þó voram við allir sam-
mála um að ráðast í stórfram-
kvæmdir í Vatnaskógi á þeirra tíma
mælikvarða, nefnilega byggingu
„gamla skálans", sem nú er kallað-
ur svo, enda þótt efni væru lítil og
tímamir erfiðir í stríðsbyijun.
Margir töldu þá í mikið ráðist og
ráðlegra að færast minna í fang.
En þá var gaman að lifa og þá
var gott að eiga í hópnum menn
eins og Egil, sem ávallt var bjart-
sýnn og hvatti ótrauður til fram-
sóknar. Verkið sóttist líka ótrúlega
vel og glaðir vora ungu mennimir
og allir Skógarmenn, þegar skálinn
var vígður fullgerður sumarið 1943.
Leiðir okkar Egils lágu síðan
saman í félagsstarfinu í KFUM,
þótt yngri menn hafi nú fyrir löngu
tekið að sér forastuna. Við áttum
sameiginlega trú. Við áttum báðir
foreldra, sem bentu okkur á veginn,
sem við áttum að halda í lífinu. Við
fundum þann veg og vissum báðir
að við áttum þann frelsara, sem
aldrei brást. Við áttum sameigin-
lega margar unaðsstundir í sam-
félagi trúaðra vina í félagsstarfinu.
Ég held að þær samfélagsstundir
hafí verið Agli mjög dýrmætar.
Hann minntist þess oft og sóttist
eftir að missa ekki af slíkum stund-
um.
Oft gladdi hann okkur með sinni
léttu og glaðværa lund. Hann lifði
eftir orðum postuians: „Verið ávallt
glaðir í Drottni. Ég segi aftur verið
glaðir."
Egill átti oft við vanheilsu að
stríða. Þrátt fyrir það var hann
mikill gæfumaður. Hann ólst upp á
ástríku, kristnu heimili í stóram
systkinahópi. Þar fékk hann gott
veganesti út í lífíð. Var alltaf mjög
kært milli fjölskyldunnar allrar og
einnig systkinanna, þegar foreldr-
amir vora fallnir frá.
Svo eignaðist Egill sitt eigið
heimilið hinn 13. apríl 1946. Það
var honum mikill gæfudagur. Hann.
kvæntist Sigríði Magnúsdóttur. Þau
áttu saman yndislegt heimili í meira
en 40 ár. Þar ríkti gestrisni og
kærleikur. Þangað þótti okkur vin-
um þeirra alltaf gott að koma. Vora
þau hjónin samrýmd og samhent
og var málefni guðsríkis í öndvegi
á heimilinu.
Þau áttu tvo syni, Stefán, kvænt-
an Maríu Aðalsteinsdóttur, og
Gunnar, kvæntan Hólmfríði Karls-
dóttur. Bamabömin era fímm og
vora þau öll mikill gleðigjafí afa
og ömmu.
Fyrir þrem áram varð Egill fyrir
þungu sjúkdómsáfalli. Var það
hreint kraftaverk að hann skyldi
lifa það af og ná sæmilegri heilsu.
Fyrir rúmri viku var hann á ný flutt-
ur skyndilega á sjúkrahús. Nú var
stundin komin. Eftir þrjá. daga var
hann látinn.
Við hjónin minnumst hjartkærs
vinar með djúpu þakklæti. Við vott-
um kærri vinkonu okkar, bömum
hennar og öllum öðram aðstandend-
um innilegustu samúð og biðjum
þeim blessunar Guðs.
Ástráður Sigursteindórsson
Um þetta leyti vors árið 1947
var ég ráðinn sem fulltrúi á Mál-
flutningsskrifstofu Péturs Magnús-
sonar, Einars B. Guðmundssonar
og Guðlaugs Þorlákssonar, sem þá
var til húsa í Austurstræti 7 hér í
bænum. Ég hafði starfað á skrif-
stofunni um þriggja mánaða skeið
árið á undan, en þá var þess kraf-
ist að lögfræðinemar hefðu starfað
annaðhvort hjá opinbera embætti
eða viðurkenndri lögfræðistofu um
tveggja mánaða skeið áður en þeir
gengju undir lokapróf. Þegar ég
fyrst kom á skrifstofuna var þar
starfandi ungur verslunarskóla-
kandidat, sem var bókhaldari og
gjaldkeri, að nafni Egill Th. Sand-
holt, sem borinn er til grafar í dag.
Mikill þáttur í starfsemi skrifstof-
unnar á þeim tíma var fasteignasala
og alls kyns eignaumsýsla, en því
fylgdu veralegar bókhaldsfærslur,
sem þá fóra fram upp á gamla
móðinn, allar viðskiptamannabæk-
ur handskrifaðar, svo og önnur
bókhaldsgögn. Ég byijaði á þessu
undirbúningsnámskeiði að vinna
með Agli við bókhaldið og fékk þar
strax góðan kennara, enda veitti
ekki af því, þar sem bókhalds-
þekking mín var sáralítil, en hann
þá orðinn þjálfaður bókhaldari og
hafði raunar starfað hjá þekktum
heildsölufyrirtækjum hér í borginni,
áður en hann réðst á málflutnings-
skrifstofuna. Áfram lágu sporin og
þannig hefur líf okkar æxlast, að
við höfum verið samstarfsmenn eft-
ir það, eða um 40 ára skeið. Ég
held ég geti fullyrt að samstarf
okkar allan þennan tíma hafi verið
algjörlega árekstralaust. Ég
minnist þess ekki að nokkurn tíma
hafí fallið styggðaryrði milli okkar.
Egill var maður glaðsinna og
bjartsýnn. Hann var framúrskar-
andi samviskusamur og vandaður
til orðs og æðis, og það svo, að ég
fullyrði að aldrei hafí fallið blóts-
yrði af hans vöram. Egill var
prúðmenni að eðlisfari, ábyggilegur
og samviskusamur í starfi og gekk
ávallt þannig frá störfum að kveldi
að hann kom að hreinu borði að
morgni. Meðan hann var við fulla
heilsu kom það ekki fyrir að hann
vantaði dag til vinnu og ekki var
óreglunni fyrir að fara. Hann
smakkaði aldrei vín, en leyfði sér
að reykja eina og eina pípu stöku
sinnum. Egill var einn af þessum
dyggu starfsmönnum, sem vilja at-
vinnuveitanda sínum vel og vinna
í þeim anda.
Egill fæddist hér í Reykjavík 16.
maí 1912 og andaðist 5. júní sl.
Starfsvettvangur hans var alla tíð
hér í bænum og lengst á málflutn-
ingsskrifstofu þeirri, sem að ofan
getur. Hann var samstarfsmaður
þriggja kynslóða af minni ætt, fyrst
með föður mínum, Pétri Magnús-
syni, síðan mér undirrituðum og nú
síðast með Pétri syni mínum.
Með þessum orðum vildi ég færa
hinum fráfallna vini mínum kveðjur
og þakkir fyrir fómfúst starf á liðn-
um áratugum í þágu þessarar
skrifstofu og jafnframt flytja hon-
um látnum persónulegar þakkir
mínar og samstarfsfólksins á skrif-
stofunni og bera fram samúðar-
kveðjur til konu hans, sona og
annarra ættingja.
Blessuð sé minning hans.
Guðmundur Pétursson
Nú þegar Egill Sandholt er geng-
inn langar mig undirritaðan að
minnast hans með nokkram orðum.
Við bjuggum í sama húsi á sitt-
hvorri hæðinni í 26 ár. Það fer
ekki milli mála, að það hljóta að
skapast mikil kynni á svo löngum
tíma og það get ég sagt með sanni
að þau vora góð. Aldrei bar þar
skugga á enda var Egill einstakt
prúðmenni, glaðlyndur, sannur og
átti létt með að slá á létta strengi
þegar það átti við. Hann hafði góða
frásagnargáfu en lét aldrei orð falia
öðram til hnjóðs. Egill var reglu-
maður og snyrtimenni sem lýsti sér
meðal annars í því hvað hann lagði
sig fram að viðhalda sameigninni í
sem bestu ásigkomulagi. Það var
ánægjulegt ef maður gat gert eitt-
hvað fyrir Egil, því hann varð svo
innilega þakklátur jafnt þó um
smávægilegt atriði væri að ræða.
Hin síðari ár átti Egill við heilsu-
brest að stríða, en samt reyndi hann
að starfa til hins síðasta. Hann
hafði unun af vinnu sinni og var
þakklátur meðan hann mátti.
Ég tel mig ríkari eftir að hafa
átt samleið með Agli, manngildi
hans kom fram í daglegri breytni
við náungann, honum var vel til
þeirra sem hann átti samskipti við.
Ekki verður ætt Egils rakin hér,
en ég og kona mín sendum Sigríði
Magnúsdóttur, sonum þeirra,
tengdadætram og öðram ættingjum
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Egils Sand-
holts.
Helgi Jóhannsson
„En mín gæði eru það að vera
nálægt Guði, ég hefí gjört Drottinn
að athvarfi mínu.“ (Sálm. 73,28.)
Þetta var vitnisburður hins glaða
Guðs bams, Egils frænda, sem nú
hefur verið kallaður heim. Það er
engin tilviljun sem ræður dauða-
stund, heldur Guð sjálfur og hans
ráðsályktun. Tvennar dyr hlýtur
hver maður um að ganga, dymar
til lífsins þegar hann fæðist, og
dauðans við leiðarlok. Þar á maður-
inn ekkert val. En biblían bendir
okkur á þriðju dymar, dyr trúarinn-
ar, sem opna okkur leið að lifandi
samfélagi við Jesúm Krist. Hér
getur maðurinn valið. Egill valdi
ungur að ganga um þessar dyr og
varð við það ríkur maður.
Ég og eldri systir mín tengdumst
systkinum mömmu á Laugavegi
sterkum böndum frá bamæsku,
enda voram við nokkuð lengi einu
bamabömin í ættinni. Þá var Egill
ókvæntur og við áttum hann alveg
einar. Við vorum víst í uppáhaldi
hjá þessum blíðlynda góða frænda,
og hann var stórtækur í gjöfum
sínum. Ég man að okkur fannst
hann hlyti að vera ofsalega ríkur.
Og það var raunar rétt, — þó með
öðram hætti væri en við systumar
þá reiknuðum út. Hann var ríkur
af blessun Drottins, og „blessun
Drottins auðgar", — hann safnaði
fjársjóðum á himni. Og ávallt vildi
hann gefa öðram hlutdeild í gæðum
sínum.
En Egill var ekki ýkja lengi
einsamall, hann hvíslaði Ieyndar-
málinu að okkur litlu frænkunum,
hann átti kærastu, og við voram
ekki lítið stoltar jrfír trúnaði hans.
Innra með mér leyndist þó einhver
ótti um að nú væri ég að „missa"
Egil frænda. En það leið ekki á
löngu uns ég uppgötvaði, að ekki
einasta var frændinn samur áfram,
heldur hafði ég líka eignast forláta
frænku.
Egill og Sigga, Sigríður Magnús-
dóttir Sandholt, gengu í hjónaband
hinn 13. apríl 1946 og eignuðust
tvo syni, Stefán og Gunnar Magn-
ús. Þegar sá eldri fæddist réðst ég
bamfóstra á Gullteig og það var
ógleymanlegur tími, sem ég minnist
þakklátum huga. Stefán er kvæntur
Maríu Aðalsteinsdóttur og eiga þau
3 böm, elsta nafna afa síns, Egil,
sem er nýfermdur. Veit ég að hann
á síðar eftir að gleðjast yfír því að
afi fékk að eiga þann dag með
honum. Eiginkona Gunnars er
Hólmfríður Karlsdóttir og eiga þau
2 börn.
Þegar ég sjálf eignaðist flöl-
skyldu héldu tengslin áfram að
styrkjast. Mikil gestrisni einkenndi
heimili Egils og Siggu og ófá spor-
in sem þangað lágu. Þau höfðu lag
á að láta öllum líða vel hjá sér. Við
hjónin og bömin okkar þökkum
ekki síst fyrirbænir sem fylgdu
okkur, er við héldum utan til kristni-
boðsstarfa. Síðar áttum við náið
samstarf innan KFUM-K og
Kristniboðssambandsins. Þar slógu
hjörtun í takt, og kærleikur Egils
og Siggu til málefnis Drottins var
auðsýndur í orði og verki af þeim
stórhug, sem þeim var svo eiginleg-
ur.
Um langan tíma starfaði ég með
Agli á málflutningsskrifstofu Guð-
mundar Péturssonar, Axels Einars-
sonar og Péturs Guðmundarsonar,
og á vinnustað hans verður hans
lengi saknað. Minningamar era ó-
teljandi þegar Egill er annars vegar
því hann var allt í senn, góður
frændi, vinur og samstarfsmaður.
Hann predikaði ekki úr ræðu-
stól, en líf hans og vitnisburður var
áhrifarík ræða. Hann gat talað við
alla og allir gátu talað við hann.
Hiklaust játaði hann trú sína á frels-
arann Jesúm Krist og lofaði Guð
fyrir velgjörðir hans við sig. Jafnvel
þrautadalurinn, sem hann gekk um
þegar hann slasaðist alvarlega fyrir
rúmlega þremur árum varð honum
dásamleg reynsla um mátt Guðs
og kærleika til að líkna og lækna.
Hinn 16. maí sl. átti Egill 75 ára
afmæli, sem hann minntist á eftir-
minnilegan hátt í faðmi nánustu
fjölskyldu. Er það þeim nú dýrmæt
minning, svo fersk og ný og umfram
allt hlý, því þá lék Egill á als oddi
og litlir sem stórir nutu góðra sam-
verastunda. Kátur og kærleiksríkur
gekk hann gegnum lífið og öraggur
fól hann sig og sína Guði á kveðju-
stund.
Ég og fjölskylda mín þökkum
Guði af hjarta fyrir Egil frænda og
biðjum Guð að styrkja ykkur og
leiða, elsku Sigga, Stefán og Gunn-
ar og fjölskyldur.
Katrin Þ. Guðlaugsdóttir
Kveðja frá sljórn KFUM
Egill Sandholt lærði ungur að
árum að leggja líf sitt og ráð í hend-
ur Drottins. Æviskeið hans upp frá
því bar þess merki að hann vildi
bera vitni um frelsarann Jesúm
Krist og vinna að framgangi ríkis
hans hér á jörð.
Egill starfaði í KFUM mestalla
ævi sína. Um tíma sat hann í stjórn
Skógarmanna KFUM og átti þátt
í að byggja upp og bæta aðstöðu í
sumarbúðunum. I öðra starfí fé-
lagsins var hann öflugur bakhjarl.
Það átti ekki við Egil að sækjast
eftir titlum eða áberandi stöðum
en hann var ómetanlegur stuðn-
ingsmaður í verki þegar mest þurfti
á að halda og þar skipti ljúflyndi
hans miklu máli. Egill var glaðvær
og hressilegur í allri framgöngu en
átti einnig til mikla hlýju og við
yngri mennimir í KFUM fundum
umhyggjuna sem hann bar fyrir
okkur og starfí félagsins.
Núna hefur Egill fullnað skeið
sitt hér á jörð. Andlát hans kom
þeim sem til þekktu ekki á óvart,
því hann átti við mikið þeilsuleysi
að stríða síðustu árin. KFUM hefur
misst einn sinna trúföstu öldunga.
Við þökkum Guði fyrir Egil Sand-
holt og biðjum ástvinum hans
blessunar Guðs í söknuði þeirra.
Ólafur Jóhannsson
Það var á 75. afmælisdegi föður
míns, Þorkels G. Sigurbjömssonar,
þann 3. júní sl. að mér og fjöl-
skyldu minni barst sú frétt að annar
af tveimur bestu vinum pabba hefði
verið fluttur á sjúkrahús í skyndi
þá um morgunninn. Það setti
skugga á hátíðlegan dag, Egil vant-
aði til að samgleðjast pabba en
þeir höfðu verið eins nánir vinir og
hægt er að vera í 70 ár eða frá því
þeir renndu sér á magasleða niður
Vitastíg 5 ára gamlir. Það var svo
tveimur dögum síðar, þann 5. júní,
að pabbi hringdi í mig í vinnuna
og sagði við mig „Sigurbjöm minn,
hann Egill vinur þinn er dáinn".
Ég átti erfítt með að einbeita mér
þann tíma sem ég átti eftir í vinnu
þennan dag. Þegar heim var komið
drógum við Laufey, konan mín,
okkur orð sem standa í Jóh. 10
27—30. „Mínir sauðir heyra raust
mína og ég þekki þá og þeir fylgja
mér. Ég gef þeim eilíft líf og þeir
skulu aldrei að eilífu glatast og
engin skal slíta þá úr hendi minni.
Faðir minn, sem hefur gefíð mér
þá er meiri en allir aðrir og enginn
getur slitið þá úr hendi föðurins.
Ég og faðirinn erum eitt.“ Þetta
era góð orð sem ég vil senda elsku
Siggu og fjölskyldu hennar allri á
þessari stundu.
Þeir vora fjórir vinimir sem höfðu
bundist sérstökum vinarböndum,
þ.e.a.s. Friðrik Vigfússon, Sigurður
Guðjónsson, Egill og pabbi. Sigurð-
ur dó ungur og fyrir mína tíð þó
svo mér fyndist ég hafa þekkt hann
af skemmtilegum sögum þeirra fé-
laganna. Það var margt sem þeir
félagamir aðhöfðust bæði í gamni
og alvöra, hef ég heyrt svo margar
skemmtilegar minningar að ég hálf
öfundaði þá að hafa ekki verið með.
Egill var uppalinn í KFUM eins
og pabbi og snemma tóku þeir virk-
an þátt í starfí þess félags. í
gegnum foreldra sína og KFUM
eignuðust þeir lifandi trú á Jesú
Krist sem persónulegan frelsara
sinn og eilífan lífgjafa. Seinna urðu
þeir svo áhugasamir þátttakendur
ý sumarstarfí KFUM í Vatnaskógi.
Árið 1945 voru þeir svo tveir af
sautján stofnendum Gídeonfélags-
ins á íslandi. Pabbi var gerður að
fyrsta forseta þess félags og Egill
var fyrsti varaforsetinn. Egill tók
virkan þátt í starfi Gídeonfélaganna
allt frá stofnun til dauðadags.
Síðast var Egill á Gídeon-fundi
tæpum fjóram sólarhringum áður
en hann dó. Fyrir hönd Landssam-
bands Gídeonfélaga á íslandi vil ég
leyfa mér að fá að þakka Agli fyr-
ir hans fómfúsa starf í þágu
félagsins, trúfesti og fyrirbænir allt
til síðustu stundar.
Þeir vora sérstakir vinir, Egill,
Fiddi og Bóbó eins og þeir voru
kallaðir, mér fannst ég alltaf vera
einn af þeim. Egill skipaði sér-
stakan sess í mínum huga og eru
fáir menn sem mér hefur þótt jafn
vænt um um ævina og Egill. Ég
var ekki gamall þegar ég fór að
leggja leið mína á heimili Egils og
Siggu á Gullteig 18. Þangað var
alltaf gott að koma, nóg var um
að tala og ekki spillti glaðlyndið og
húmorinn sem ég kunni svo vel að
meta. Oft kaus ég frekar að fara
til Egils og Siggu á kvöldin heldur
en hitta jafnaldra mína. Mér fannst
Egill alltaf vera jafnaldri minn, allt
frá fyrstu tíð þó svo hann væri 52
áram eldri en ég. í Agli og Siggu
átti ég vini traustari en nokkra
aðra. Einlæga kristna vini sem gátu