Morgunblaðið - 12.06.1987, Blaðsíða 13
rvflr
T o r rrrtrvA
or/Tt^om*
TrwoAa
s?r
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1987
13
Vatnslitamynd eftir Svein Friðriksson.
sínum. Ungveijinn Gabor Zabors-
zky er einn af fremstu listamönnum
á þessari sýningu. Vestur-Þjóðverj-
inn Wolfgang Troschke á þama
mjög hressileg verk. Svona mætti
lengi telja, en látum staðar numið
að sinni.
Þáttur íslands er mikill, og eins
og áður segir, eru flestir sýnendur
héðan. Þar kennir margra grasa
og þar hefði mátt grisja að ósekju.
Þeir sem vöktu mesta athygli mína
að þessu sinni voru Balthasar og
Bragi, Ragnheiður og Jón Óskar,
Sigrid Valtingojer, Edda Jónsdóttir
og Ingunn Eydal. Það ánægjuleg-
asta við íslenska framlagið er, að
það hefur vissan svip, sem sver sig
í ætt við umhverfi okkar, svo að
ekki verður um villst, og það er
sannarlega góðs viti hjá jafn ungri
listgrein og grafík er hérlendis.
Hér er stiklað á stóru af eðlileg-
um ástæðum. Það má að ýmsu finna
í sambandi við þessa sýningu, t.d.
er hvergi getið fæðingarárs þátt-
takenda, hvorki í merkingu ein-
stakra verka né í hinni glæsilegu
sýningarskrá. Þetta er ákúruvert,
og þá eru klossamir að baki
innrömmunarinnar til litillar gleði
fyrir augað. í heild er þó meiri
ástæða til að fagna þessari sýningu
en finna að. Við skulum þvi loka
augum fyrir því sem miður fer, en
njóta þess, sem þar er að hafa og
sýnir okkur hjartslátt samtíðarinn-
ar.
Myndllst
Valtýr Pétursson
Nú stendur yfir listahátíð í
Hallgrímskirkju, mikið af hljómiist
og söng, og í anddyri kirkjunnar
hefur verið komið fyrir lítilli og
yfírlætislausri sýningu á vatnslita-
myndum Sveins Snorra Friðriks-
sonar við Passíusálma séra
Hallgríms, þeim hinum sömu og
fylgdu lestri sálmanna á föstu í
sjónvarpinu.
Þessar myndir Snorra em miklu
frambærilegri þama í anddyrinu
en í sjónvarpi, og maður hefur ekki
staldrað lengi við, þegar upp renn-
ur sá sannleikur, að miðillinn hefur
ekki skilað þessum myndum sem
skyldi. Vatnslitir Sveins Snorra em
ferskir og lifandi og koma svo vel
út á þessari litlu sýningu, að vart
er hægt að þekkja þær fyrir sömu
verk og sýnd vom á sínum tíma í
víðfeðmasta fjölmiðli landsins. Þar
verkuðu myndimar miklu lausari
og virtust helst til sætar í litnum,
en þegar fmmmyndimar em skoð-
aðar, kemur allt annað í ljós.
Myndimar em lifandi og tengjast
á einkar skemmtilegan hátt inni-
haldi sálmanna, og allt annað og
meira út úr þessum verkum að
hafa en sjónvarpið gaf til kynna.
Listvinafélag Hallgrímskirkju
hefur haft forgöngu um þessa lista-
hátíð á vígsluári kirkjunnar og
hefur unnið þama gott og þarft
verk. Um söng og hljómlist ræði
ég ekki hér, en ég hvet fólk til að
kynnast vatnslitamyndum Sveins
Snorra, þær em þess fyllilega verð-
ugar og listamanninum og öllum,
sem að hafa staðið, til mikils sóma.
þessu númeri næröu sambandi viö allar verslanir aö Laugavegi 13
FRAMDRIF
ÍSLENSKRA
FJÖLMIÐLA
TÍMASPRENGJA
í tönnunum. Kvikasilfur
mengar mannslíkamann.
Hvað gerist og hvernig?
UNGFRÚ
ísland 1967 í opnuviðtali.
Guðrún Pétursdóttir var full-
trúi íslands í fegurðarsam-
keppnum erlendis fyrir
tuttugu árum síðan.
STARFSMENN
Bandaríska sendiráðsins
njóta ekki verndar íslenskra
laga. Fá ekki veikindafri né
sumarfri eftir íslenskum lög-
um.
ÍSLENSKIR
krakkar reyndust tala ótrú-
lega góða ensku, þegar út-
sendarar HP léku túrista og
spurðu til vegar að járnbraut-
arstööinni í miðbæ Reykja-
víkur.
FRAMURSTEFNA
fyrir bi. Um uppákomur og
skemmtilegheit í listsköpun.
Myndlist
Valtýr Pétursson
Það hefur verið dálítil andakt um
nokkum tíma í Gallerí íslensk list
á Vesturgötu 17, en nú hefur starf-
semin lifnað aftur við, og hinn ágæti
málari, Elías B. Halldórsson, efnir
þar til sýningar á nýjum verkum
sínum. Elías bjó um árabil norður
á Sauðárkróki, og ekki verður með
sanni sagt, að mikið færi fyrir hon-
um í myndlistarlífinu í höfuðborg-
inni á þeim árum, en Elías var þess
meir á ferð í höfuðstað Norður-
lands, Akureyri, og haslaði sér þar
rækilega völl, eftir því sem undirrit-
aður hefur fregnað. Nú er Elías
fluttur suður yfír heiðar og hefur
hafið þátttöku í myndlistarlífinu í
þessari einkennilegu borg, þar sem
annar hver maður er nefndur mynd-
listarmaður og það, sem af gengur,
skáld eða hljómlistafólk. Já, margir
eru kallaðir, en fáir útvaldir, eins
og þar stendur, en fullyrða má, að
Elías B. Halldórsson sé alvöru mál-
ari.
Elías sýndi nýverið nokkrar
myndir á Kjarvalsstöðum með fé-
lögum sínum og vakti athygli með
kraftmiklum og litríkum abstrakt-
myndum, sem voru allar af stærri
gerðinni, ef svo mætti að orði kveða.
Nú eru formötin minni, en í þeim
gæðaflokki, að eftir verður tekið.
Þama á Vesturgötu 17 er 41 verk,
mestmegnis olíulitir á pappír og
striga ásamt tveim tréristum. Nú
sýnir Elías jöfnum höndum ab-
strakt- myndir og fígúratívar og
kemur þorpið nokkuð við sögu í
fyrirmyndum hans, landslag og
náttúrstemmningar. Litameðferð
Elíasar er nokkuð sérstæð og hefur
persónulegan tón sem yfirleitt fellur
vel að viðfangsefni hans. Hann
heldur myndfletinum nokkuð
ákveðið í skefjum og lætur ekki
undan augnabliks duttlungum, en
samvefur form og lit á þann hátt
í myndflötinn, að áhorfandinn verð-
ur partur af verkinu og upplifír
mjmdverkið á sinn persónulega
hátt. Það eru aðlaðandi verk, sem
Elías sýnir að sinni, og þau njóta
sín vel á þeim ágæta sýningarstað,
sem Vesturgata 17 er.
Hér er engin listspíra á ferð,
heldur fullmótaður og reyndur mál-
ari, sem er ekki að eltast við
alheimstiskuna. Hann heldur sínu
striki og skáldlegu innsæi, sem að
vísu á það til að vera dáltíð sérvitr-
ingslegt, en það er einlægt, satt og
Elías Halldórsson
rétt í alla staði, og það er mikill
kostur og sjaldgæfur nú á dögum,
þegar flestir virðast stæla sama
tískukónginn. Elías B. Halldórsson
er einn af þeim örfáu íslensku mál-
urum, sem vinna af einlægni og á
eigin og íslenskum forsendum.
Habitat»Káess gjafavöruverslurrKáess húsgagnaverslun*Mothercare*Skrifstofur
1 Laugavegi ) 3, 101 Reyfgavik.
! I !
Elías B. Halldórsson