Morgunblaðið - 12.06.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.06.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ1987 21 „Að höndla sannleikann“ Ræða Guðmundar Sveinssonar skóla- meistara viðslit Fjölbrautaskólans í Breiðholti I í kvæði því sem séra Signrður Einarsson frá Holti undir Eyjafjöll- um tileinkaði fræðasetrinu breska, Cambridge, komst hann svo að orði meðal annars: Fombretinn á hér fólgnar sínar dáðir. Hér flugu emir Rómar veiðibráðir. Hér áttu síðar Englar skapafund við egghvöss, norræn sverð af franskri grand. Við Grantabrú er barist, sigrað, fallið og blóðug striðin geysa villt og heit uns hér fá athvarf krossinn, klukkan, bókin, hin kristna trú og mannsins viskuleit. Og æska sú, er elst í þessum reitum er ekki sú, er bara kann og veit um hvað græðgin fær sitt gróðahapp í dag hvar gripa megi af borðum hæstan slag. Hér vaka og eggja viðfangsefnin sömu ervöktu í Marlowes, Byrons, Newtons sál. Að ráða lífsins fógru feiknagátu og færa næstu kynslóð sýn og mál. Hér stendur enn, þótt auga leynist gesta eitt altari með sína vígðu presta, einn hörgur, sem ber hærra en tum og múr og haggast ei, þótt máist djásn og flúr. Drag skó af fótum ferðalangur móður og fall á kné þín, - þetta helgirann er musterið sem auðmýkt andans reisir í æðstu þrá: Að höndla sannleikann. í ljóði þessu er minnst á margt sem orðið gæti að umhugsunarefni á örskotsstund er vér eigum saman áður en samfundi vorum lýkur að þessu sinni, nemendur góðir. Það sem fyrst kemur í hugann eru þau einkenni er skáldið telur vera sér- stæð fyrir kristna trú og lífsskoðun og leiða til viskuleitar mannkyns- ins. Um þijú höfuðeinkenni er þar að ræða, þ.e. krossinn, klukkan og bókin. Oss furðar ei að einkennið fyrsta sé talið vera krossinn. Krossinn er tákn sem kristnir menn þekkja og kunna a.m.k. flestir nokkur deili á. En hvað táknar þá krossinn? Fyrir sumum er krossinn lífláts- tákn, tákn fómar og þjáningar. Aðrir túlka krossinn sem tákn eilífðar og sigurs. Hinn krossfesti reis upp í dýrð og gaf kristnum mönnum þá eilífðartrú, sem er sér- stæð fyrir lífsskoðun þeirra. En þriðja skýring krossins er til. Hún er þessi: Krossinn er merki þver- stæðnanna, þeirrar vissu að enginn fær lengur lifað án þeirra. List og ljóð samtíðarinnar bera þverstæð- unni vitni. Stundum er það kallað að hugsa í andstæðum eða and- hverfum skautum. Ljóð samtíðar- innar bera orðum hins ókunna höfundar vitni. „Velgerðir á að höggva í marmara, en yfírsjónir skulu skrifaðar í sand.“ Annað sérkenni kristindómsins telur skátdið vera klukkuna. Klukka gegnir margvíslegum hlut- verkum eins og allir vita. Klukka mælir tíma og tíðir. Það var fyrst í kristnum dómi að vér hlutum þá viðmiðun tímans sem stuðst er við á Vesturlöndum, þ.e.a.s. að miða tíma (og tíðir) við fæðingu Jesú Krists. Vér vitum að til eru aðrar viðmiðanir en Anno Domini, ár Drottins. Sumir miða við það sem kallað er Anno lucis, ár ljóssins, og skal þá miða við sköpun heims- ins. Ár ljóssins er nú að því er talið er 5747, en svo telja gyðingar tímann. Árið 5748 rennur upp 24. september á næsta hausti. En klukkan mælir ekki aðeins tímann svo merkilegt sem það er. Hún kallar einnig eða boðar helga daga kirkjuársins. Þeir dagar eru margir svo sem öllum má ljóst vera. Helgir hljómar kirkjuklukknanna bera oss boðskap eða kalla oss til að hlýða á boðskap. Boðskapur síðasta sunnudags sem var 4. sunnudagur eftir páska var þessi: „Ef þér standið stöðugir í orði mínu, segir Kristur, þá eruð þér sannar- lega lærisveinar mínir og þér munuð þekkja sannleikann og sannleikur- inn mun gjöra yður ftjálsa." (Jóh. 8.31—32). Því það er satt sem Rab- indranath Tagore sagði: „Lífið er oss gefið. Vér vitum fyrir tækifær- um þess með því að gefa öðrum líf vort í fórn og fyrirbæn." Síðast alls minntist presturinn í Holti undir Eyjafjöllum á það fram- lag kristninnar sem bókin hefur orðið á liðnum árum. Um framlag bókarinnar þarf vart að ræða hjá þjóð vorri. Fáar þjóðir hafa unnað bókmenntum sem Is- lendingar allt frá því að ritöld hófst í öndverðri kristni. Svo segir í Háva- málum: Veistu hve rista skal? Veistu hve ráða skal? Veistu hve fáa skal? Veistu hve freista skal? Veistu hve biðja skal? Veistu hve blóta skal? Veistu hve senda skal? Veistu hve sóa skal? Erindi þetta tjallar að vissu leyti um sama efni og kvæðið Perlan eftir Jón Thoroddsen er birtist í ljóðabókinni Flugur er út kom öðru sinni fyrir jólin 1986. Kvæðið grein- ir frá ungum manni er leitar Guðmundur Sveinsson perlunnar dýrmætu. Hann álítur að perluna hljóti hann ekki nema með því að verða auðugur. Honum tekst það og þar að auki hið undarlega blóm sem hann geymir við bijóst sitt. En ungi maðurinn uppgötvar brátt að dýrmæta perian verður ekki keypt fyrir auð og allsnægtir. Það sagði vitringurinn honum, en hann átti perluna dýrmætu. Hrygg- ur hverfur ungi maðurinn frá fundi þeirra. Hann gefur öll auðævi sín nema blómið við bijóst sitt. Þegar allt er horfíð fer ungi maðurinn aftur til fundar við vitringinn. Gafstu öll auðævi þín? spurði vitr- ingurinn. Já, öll, segir ungi maðurinn. Gafstu líka undarlega blómið? spurði vitringurinn. Nei, en þú mátt eiga það. Hann tekur fram undarlega blómið, enda þótt það sé vaxið inn í bijóst hans. Engu að síður kippir hann út undarlega blóminu. Og sjá milli róta þess ligg- ur dýrmæta perlan. íslendingar hafa lært að fóma tíma og lífi fyrir bækur og bóklest- ur. Þetta hvort tveggja hefur á liðnum öldum verið þjóð vorri Perl- an dýra. Engin fóm var of stór til að nema fræði fom og ný. Um þetta má vissulega viðhafa spakmælið: „Hófsemin og lærdómsþorstinn er silkiþráðurinn sem perlur dyggðar- innar eru festar á.“ II Til þín, ó æska horfa hugir nú í heimi sem á mergð af gömlum syndum því vorið, sem var heitast þráð, ert þú og þú ert morgunninn á landsins tindum. í þínum söng fær ættland okkar mál og öll þessi blóm á vorsins degi löngum í augum þínum fær þess sólskin sál þess sumardagar ljóma af þínum vöngum. (Séra Helgi Sveinsson) Með vorið og sumarið fyrir stafni hverfið þér framsækna fólk á vit verka og drauma. Heill og hamingja fylgi á ljóssins og lífsins leiðum. Fjölbrautaskólanum í Breiðholti er slitið. Tölvunámskeið á Blönduósi Blönduósi. TÖLVAN gegnir sífellt stærra hlutverki í nútímaþjóðfélagi og af þeim sökum sóttu 32 aðilar frá Blönduósi og Skagaströnd tveggja daga tölvunámskeið á vegum Tölvufræðslunnar í sl. viku. Þegar fréttaritara Morgunblaðs- ins bar að garði sátu þátttakendur sveittir yfir æfíngum í notkun tölflureiknis, Multiplan. Það var greinilegt að áhugi var mikill og margir leyndardómar tölvunnar höfðu verið afhjúpaðir. Á þessu námskeiði var farið yfir notkun stýriforrita, DOS, æfingar voru í notkun ritvinnslu og töflureiknis. Kennarar á þessu námskeiði Tölvu- fræðslunnar voru Logi Ragnarsson og Bjöm Sveinbjömsson. — Jón Sig. Morgunblaðið/Jón Sig. Hluti þátttakenda á tölvunámskeiðinu. Einstaklingsíbúð óskast strax! Reglusamur og snyrtilegur ungur maður óskar eftir íbúð til leigu í Reykjavík í 11-14 mánuði. Allt minna en 4ra herb. kemur til greina. Fyrir- framgreiðsla engin fyrirstaða. Skilvísar greiðslur. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „Einstaklingsíbúd — 8434“ eða hringið i sima 691166 á daginn og 42335 á kvöldin. Kaupfelaganna VEIÐISETT kr. 1.390 FÓTBOLTI kr.495 DOMUS KAUPFELDGIN I LANDINU I Metsölublað á hverjum degi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.