Morgunblaðið - 12.06.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1987
19
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR
20 ár frá Sex daga stríðinu:
Jerúsalem er enn
skípt borg í
manneskjulegu tilliti
UM þessar mundir eru liðin
tuttugu ár frá lokiun Sex
daga stríðsins, þegar ísraelar
gersigruðu í leiftursókn Araba-
heri, frelsuðu austurhluta
Jerúsalem, sem hafði verið á
jórdönsku yfirráðasvæði,
hernámu V esturbakkann og
Gaza og náðu Gólanhæðum.
Sigur ísraela var ótrúlegur og
hefði getað orðið mun meiri;
þeir voru komnir langleiðina til
höfuðborga tveggja óvina-
landa, Damaskus og Kairó.
Með því að taka Vesturbakk-
ann, sem ísraelar kalla biblíunöfn-
um sínum, Júdeu og Samaríu,
styrktu þeir sig mjög gegn hugs-
anlegri atlögu frá Jórdönum.
Gólanhæðimar voru þeim að
sumu leyti hemaðarlega mikil-
vægari, vegna þess að ógnun frá
Sýriendingum hefur alltaf verið
alvarlegri í augum ísraela, en frá
nokkmm öðmm Arabaþjóðum.
Samt var sá sigurinn sætastur
að ná austurhluta Jerúsalem og
gömlu borginni. Gamla borgin
hafði verið Israelum lokuð, frá því
ríkið var stofnað 1948. Þá höfðu
Jórdanir klippt á allar aðflutnings-
leiðir til borgarinnar og herlið í
gamla bæjarhlutanum barðist við
ofurefli liðs og varð loks að gef-
ast upp. Jórdanir náðu borginni
og víggirðing var hlaðin milli
borgarhlutanna. Þar var kyrrt að
mestu næstu tuttugu ár, en ná-
lægðin var slík, að varðmenn
Jórdana og ísraela sitt hvom
megin línunnar hefðu líkast til
getað tekizt í hendur, ef þeir hefðu
teygt sig ögn fram. Þótt furðu-
sjaldan kæmi til tíðinda var mikil
spenna í borginni. Gyðingar tóku
það ákaflega nærri sér að hafa
ekki aðgang að gömlu borginni,
sem er þeim mjög helg. Einkan-
lega Grátmúrinn, hvar þeir biðjast
fyrir. Því var mikill fögnuður
meðal ísraela þegar Jerúsalem var
endurheimt úr höndum Jórdana.
Allar tálmanir vom rifnar niður
og því lýst yfir, að nú hefðu allir
jafnan aðgang að helgum stöðum
borgarinnar. Enda innan marka
hennar margir helgustu staðir
annarra en gyðinga, það er bæði
kristinna og múhammeðstrúar-
manna.
Nú að liðnum tuttugu ámm
hefur mikil uppbygging orðið í
Jerúsalem. Að minnsta kosti í
byggingarlegu tilliti og þar búa
um 460 þúsund manns, þar af er
um þriðjungur Palestínumenn.
Jerúsalem var gerð að höfuðborg
ríkisins, við mótmæli margra, eins
og alkunna er. Jerúsalem er mið-
stöð trúarlífs í landinu og hún ber
ekki yfirbragð heimsborga af
álíkri stærð.í gamla bæjarhlutan-
um og austurhlutanum hefur víða
verið unnið að fomleifagreftri og
margt merkilegt komið þar upp.
Skipulögð hafa verið og byggð
úthverfi, með það fyrir augum að
ekki sé í raun og vem hægt að
ráðast að borginni úr neinni átt.
í gamia bænum hefur gyðinga-
hverfí bætzt við þau þrjú sem
fyrir vom, armenska, arabíska og
kristna. Þar sem Jerúsalem er
hluti ríkisins, gagnstætt við Vest-
urbakkann njóta allir íbúar
hennar sömu réttinda, varðandi
húsnæði, félagslega þjónustu,
tryggingabætur og hvaðeina. Að
minnsta kosti í orði kveðnu.
Því að hvað sem allri samein-
ingu líður er Jerúsalem skipt borg
í manneskjulegu tilliti. Teddy
Kollek, borgarstjóri Jerúsalem,
einhver _ vinsælasti og virtasti
borgari ísraels sagði nýlega „Mér
hefur tekizt bara ljómandi vel að
láta byggja en ég hef ekki náð
neinum umtalsverðum árangri,
hvað heldur lofsverðum, hvað
fólkið hér í borginni snertir." Og
orð Kolleks, þess vísa og ötula
borgarstjóra lýsa vel hvemig fyrir
Jerúsalem er komið. Þó er Kollek
einn fárra ísraelskra ráðamanna,
sem nýtur óskoraðs trausts
beggja aðila. En vandamálin era
margþætt. í sérstökum hverfum
búa strangtrúargyðingar, á ýms-
um stigum, ef svo mætti orða
það. Þeir em í sjálfu sér jafn
ósveigjanlegir í umgengni við gyð-
inga, sem em ekki á sömu
trúarlínu og í garð Arabanna. í
austurhlutanum búa nánast ein-
vörðungu Arabar og í gömlu
borginni em þeir einnig í meiri-
hluta. í vesturhlutanum, sem var
byrjað fyrir alvöra að byggja á
ámnum 1948-1967 og hefur verið
haldið áfram síðan, búa svo gyð-
ingar, sem margir tilheyra ein-
hverri orþódokslínu, og áðir em
nefndir. Þar em sömuleiðis bú-
settir allir æðstu embættismenn
ríkisins, og minnihluti þeirra telst
til trúaðra. Og vitaskuld margir
fleiri. Svo er fáein gömul araba-
þorp frá fyrri tíð að finna á
hæðunum, en nokkur viðleitni
hefur verið höfð í frammi til að
láta þá setjast að annars staðar
í borginni, einkum í austurhlutan-
um.
Beðizt fyrir við Grátmúrinn
Davið Oddsson, borgarstjóri og Teddy Kollek, borgarstjóri í Jerú-
salem.
í
Samskipti gyðinga innbyrðis í
Jerúsalem em því fjarri því
snurðulaus. Kona nokkur, orðaði
það svo í samtali við fréttastofu
Reuters: „Helmingurinn af íbúun-
um hatar mann, af því að maður
er gyðingur og hinn helmningur-
inn fyrir að vera ekki nógu góður
gyðingur."
Jerúsalem er heillandi borg,
hvemig sem á hana er litið. En
hún er erfið og gerir kröfur til
þeirra sem leita hennar. Hún er
í flestu frábmgðin Tel Aviv, bæði
hvað varðar íbúa og byggingar-
lag. Miðað við allt og allt er allt
með sæmilegri spekt þar. þrátt
fyrir öll þessi ósættanlegu öfl, sem
þar hafa tekið sér bólfestu. Skýr-
ingar á því em af ýmsu tagi.
Fyrst og ffemst líklega að menn
forðast eins og heitan eldinn af
hafa teljandi samskipti. Arabar
og gyðingar rejma að umbera
hvorir aðra og gera það oftast
nær. En það er ekki meira en
svo. Vegna þess að báðum finnst
hinn hafa raðzt inn á heilagt yfir-
ráðasvæði sitt. En báðir vita að
svona verður þetta að vera. Svo
að málið er leyst með því að sam
skipti araba og gyðinga em í lág-
marki. Þó svo að ungir arabar og
gyðingar sitji saman í æðri
menntastofnunum telst til undan-
tekninga, að kunningsskapur
myndist milli þeirra. Á því hefur
sáralítil breyting orðið þessi tutt-
ugu ár.Óhugsandi er með öllu, að
til náinna kynna sé stofnað. Arab-
iskur piltur og gyðingastúlka sem
lenda í að verða ástfangin, eiga
ekki sjö dagana sæla. Fjölskyldur
beggja útskúfa þeim. Komi til
slíkra kynna, sem vitað er til, en
aðeins örsjaldan, eiga viðkomandi
ekki annan kost en fara úr landinu
fyrir fllt og allt. Varla verður sam-
band á hinn veginn - að arabisk
stúlka og gyðingapiltur - tengist
tilfinningaböndum, af þeirri ein-
föidu ástæðu að agi innan
arabiskrar fjölskyldu gagnvart
stúlkunni kemur í veg fyrir slíkt.
Það liggur nokkum veginn í
augum uppi, að þrátt fyrir þetta
hafa bæði gyðingar og arabar
kynnzt þessa tvo áratugi. En þar
með er ekki sagt að það hafi leitt
til þess að skilningur hvað þá
umburðarlyndi hafi sprottið af
þessum tuttugu ára samvistum.
Nema í undantekningartilvikum.
Hatrið, togstreitan, andúðin og
fordómamir era á báða bóga. Það
er reynt að láta það ekki eitra
daglegt líf. Samskipti milli trú-
aðra og vantrúaðra gyðinga,
afstaða til kristinna íbúa, sam-
skiptin milli sefardim gyðinga og
ashkenazi gyðinga. Allt blandast
saman í þessari borg. „Jerúsalem
er þrátt fyrir allt þungamiðja ísra-
elsríkis. I henni kristallast allt það
sem er bezt, helgast og mikilvæg-
ast, öfgafyllst, umburðarfyllst og
gleðilegast og líka það sem er
verst og ljótast, sorglegast og
óbærilegast,“ segir kona sú sem
vitnað var í hér að framan. Undir
orð hennar hljóta þeir að taka sem
þekkja Jerúsalem og þykir vænt
um hana.
Reuter, Jerusalem Post ofl.
Morð á japanskan máta
Erlendar bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Masako Togawa: The Ladykiller
Simon Grove þýddi úr japönsku
Útg.Penguin 1987.
MASAKO Togawa er hálfsextug
að aldri. Hún fékk snemma áhuga
á að reyna fyrir sér sem rithöfund-
ur og fyrsta bók hennar kom út
þegar hún var aðeins tuttugu og
fjögurra ára. LADYkiller mun vera
önnur bók hennar og kom fyrst út
fyrir tuttugu og fimm áram. Mér
skilst að eftir henni hafi verið gerð
sjónvarpsmynd og hún fékk al-
mennt hinar beztu viðtökur.
Togawa er nú með vinsælustu saka-
málasagnahöfundum í heimalandi
sínum.
Nafnið á bókinni er hversdags-
legt við fyrstu sýn. En þar sem
japanska höfunda rekur ekki oft á
fjömmar tók ég til við lesturinn.
Hér segir frá Honda, japönskum
kaupsýslumanni. Hann er búsettur
í Tókíó, og hefur að mestu slitið
sambandi við eiginkonu sína. Þó
vitjar hann hennar með jöfnu milli-
bili, hvar hún býr á heimili föður
síns í Ósaka. Einhver skelfílegur
harmleikur, sem varð milli þeirra,
hefur eyðilagt samband þeirra.
Honda lifir í reynd margföldu lífi,
hann hefur herbergi á hóteli, en
einnig er hann með íbúð á leigu.
Og þangað fer hann til að skrásetja
afrek sín. Því að tvisvar í viku fer
hann á veiðar. Og veiðir konur í
net sitt. Hann hefur mjög pott-
þéttar aðferðir við að ná sér í réttu
konumar og yfírleitt hittir hann
sömu konuna aðeins einu sinni.
Þetta gengur allt ágætlega og
Honda unir glaður við sitt.
En nú fara að gerast skrítnir og
skuggalegir atburðir. Ung stúlka
Keiko nokkur Obano kastar sér út
af svölum og bíður bana. Hún er
vanfær af völdum Honda, en hafði
að vísu ekki sagt honum tíðindin.
Systir hennar telur víst að bams-
faðir hennar hafi annað hvort myrt
Keiko, eða með framkomu sinni ýtt
henni út í dauðann. Svo að systirin
fer á stúfana.
Og síðan rekur hver atburðurinn
annan. Ef Honda nær sér í kven-
mann, getur hann nokkurn veginn
gengið út frá þvl sem vísu, að sá
Kápumynd
hinn sami kvenmaður finnst kyrkt-
ur nokkm síðar. Og venjulega er
vinkonan drepin á sömu stundu og
hann er að gamna sér með þeirri
næstu. Þar af leiðandi getur engin
staðfest sögur hans, ef út í það færi.
Sagan er þmngin óhugnaði og
spennu, en aldrei svo að fram af
manni sé gengið. Það liggur við
mig langi til að segja að morðunum
sé lýst af fágaðri og agaðri ákefð.
Honda gerir sér grein fyrir að það
er einhver sem er að ná honum í
net sitt. Hann telur að það geti
verið systirin og það bendir margt
til þess en er einhvem veginn ekki
nógu trúlegt. Og hvað sem Honda
reynir til að losa sig kemst hann
ekki undan þeim sem hefur ákveðið
að refsa honum og hann er tekinn
fastur og dæmdur í ævilangt fang-
elsi.
Samt er sagan ekki öll, því að í
rauninni em rannsóknarmennirnir
ekki sáttir við alla málavöxtu. Síðan
skýrist þetta í lokin og allt reynist
rökrétt. Allt gengur upp. Stórgóð
afþreying.