Morgunblaðið - 12.06.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.06.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1987 Ekki er lakara að veðurguðimir sýni sitt besta þegar verið er að vinna úti í náttúrunni. Hér eru tveir sjálfboðaliðar i Hljóðaklettum í júli 1986. Frá Alviðru. Af nógu er að taka. Við sýnum það í verki að okkur þykir vænt um landið okkar eftirSólrúnu Harðardó ttur Nú er liðið um það bil ár síðan Sjálfboðaliðasamtök um náttúru- vemd voru stofnuð og þykir okkur því við hæfí að líta jrfir farinn veg og einnig fram á við á þessum tíma- mótum. Fyrst viljum við tæpa á út á hvað starf samtakanna gengur. Samtökin skipuleggja og auglýsa vinnuferðir. Þau vinna að verkefn- um sem stuðla að náttúruvemd. Samtökin starfa á friðlýstum svæð- um og öðrum þeim svæðum sem sérstæð eru að náttúmfari. Til- gangur starfsins er fyrst og fremst sá að vemda náttúmna en jafn- framt að stuðla að bættri og auðveldari umferð fólks. Við vitum að margt fólk hefur áhuga á náttúmvemd en það er ekki nóg. Við verðum að taka okk- ur saman ef hugsjónir okkar eiga að ná fram að ganga og það er einmitt eitt af markmiðum samtak- anna „. . . að veita sjálfboðaliðum tækifæri til að vinna að náttúm- vemd“. Um leið gefst mönnum kostur á að starfa með öðmm með sama áhugamál. Vitund fólks um náttúmvemd hlýtur að eflast, bæði þeirra sem starfa og þeirra sem fylgjast með úr flarlægð. Verkefni okkar Til að bregða ljósi á hvemig verk- efni við tökum okkur fyrir hendur þykir okkur ekki úr vegi að fara nokkmm orðum um þau verkefni sem á dagskrá vom síðastliðið sum- ar. Byrjað var á eins dags vinnuferð í Krísuvík. „Þrútið var loft og þung- ur sjór . . .“ en harðsnúið lið sjálfboðaliða lét engan bilbug á sér fínna heldur hertist við hveija vatnsgusuna sem yfir gekk. Vinnu- gleðin var svo mikil að lokið var við fleiri verkefni en áætlað var í byijun. Eins og mörgum er kunn- ugt er Krísuvík innan Reykjanes- fólkvangs. Stjóm fólkvangsins útvegaði rútu, verkfæri og efni og ekki má gleyma ijúkandi kaffí og vínarbrauði sem Elín Pálmadóttir þáverandi formaður stjómarinnar færði okkur. Þeir sem lagt hafa leið sína í Krísuvík á undanfömum ámm hafa eflaust tekið eftir timb- urstígum sem liggja um svæðið. Þetta er verk íslenskra og breskra sjálfboðaliða frá því árið 1983. Við bættum nú um betur og vom lag- færðar smávægilegar skemmdir á stígunum, steinþrep búin til í hálli brekku og barðar niður stikur þann- ig að nú er mörkuð hringleið um svæðið. Næsta verkefni var helgarvinna í þjóðgarðinum í Skaftafelli. Veður- guðimir sýndu heldur betur á sér aðra hlið þá en í Krísuvíkinni og var næstum óvinnufært vegna hita. Lagður var 2-300 metra langur göngustígur í vesturbrekkum Skaftafellsheiðar, nánar tiltekið vestan við bæjarlækinn. Talsvert þurfti að pjakka upp af gijóti en síðan var borin möl í stíginn. Nátt- úmvemdarráð veitti fólki gistingu og sá um verkfæri til vinnunnar. Austurleið hf. gaf sjálfboðaliðum fría ferð til baka úr Skaftafelli til Reykjavíkur. Alviðra er jörð í eigu Landvemd- ar og Amessýslu en þar er starfandi umhverfísfraeðslusetur. Við fómm eina helgi austur í Alviðru og unn- um af krafti. Verkefnin em óþijót- andi en það sem við gerðum var að aðstoða við fyrsta áfanga í girð- ingavinnu að ógleymdri geysilegri mslatínslu. Girðingarvinnan fór fram uppi á Ingólfsíjalli. Handaflið var ekki eitt um vinnuna heldur var þyrla notuð til þess að flytja það sem þurfti upp á fyallið. Fjórða verkefni samtakanna var í þjóðgarðinum við .Jökulsárgljúfur. Þar var unnið að gerð stígs frá bíla- stæði og út að Hljóðaklettum. Hér á ámm áður lá þama akvegur. Fjakkað var upp ógrynni af gijóti og var það lagt til hliðanna þannig að eins konar traðir mynduðust. Holumar vom síðan fylltar með ofaníburði. Afrakstur tveggja daga vinnu var 200 metra stígur og þeg- ar sjálfboðaliðar vom horfnir á braut héldu landverðir áfram og luku verkinu. Lokaferð sumarsins var farin enn á ný í Alviðru og var hún hugsuð sem skemmtiferð með léttu vinnuí- vafi. Starfað var áfram við girðing- una og skemmtunin fólst í skoðunarferðum um nágrennið, rabbi, söng og tralli meðal annars við varðeld um kvöldið. Fimm ferðir Nú í sumar em fyrirhugaðar fímm ferðir. Byijað verður á ferð í Krísuvík 30. maí og verður þá lögð lokahönd á verkefnin þar. Er eink- um um að ræða að lagfæra þá hluta stígsins sem oft em mjög blautir og ógreiðfærir. Næst verður farið í Þórsmörk 19. til 28. júní en þar verður unnið í samvinnu við Ferðafélag íslands sem sjaldnast hefur látið sitt eftir liggja þegar um sjálfboðaliðastörf er að ræða. Það sem bíður okkar í Þórsmörk em lagfæringar á leiðinni upp á Valahnúk en þar um slóðir má sjá mörg sár enda margur sem hefur lagt leið sína þar um. 10. til 19. júlí verður unnið í Skaftafelli. Þar er af nógu að taka og verður unnið að stígagerð á Vesturheiðinni. 14.til 16. júlí verður unnið í Haukafelli en það er eyðibýli í eigu Skógræktarfélags Austur-Skafta- fellssýslu. Þar er fyrirhugað að koma upp útivistarsvæði. Við mun- um stika leið þaðan inn í Kolgraf- ardal og breyta kindagötum í göngustíga með öllum tiltækum ráðum. Stefnt er að skemmtiferð með vinnuívafí í Alviðru einhvem tíma í september. Vinna í sumarfríinu Einhvetjir kynnu að spyija hvort þetta væri ekki hreint og klárt púl frá morgni til kvölds. Því er til að svara að okkur líður öllum vel, eng- inn þarf að þræla sér út, né heldur halda aftur af sér. Öllum gefst tækifæri til að njóta lífsins, náttúr- unnar og hafa það bara ósköp skemmtilegt. Þeir sem gerast félagar í Sjálf- boðaliðasamtökum um náttúru- vemd: - eiga hægara með að taka þátt í starfí samtakanna - fá sent fréttabréf um það sem er á seyði - styrkja samtökin Þeir sem hug hafa á að gerast félagar eða vilja fá nánari upplýs- ingar geta haft samband við Helgu í síma 689267 eða Jóhönnu í síma 666614. Höfundur skrifar greinina fyrir hönd SjÁlfboðatíðasamtaka um náttúruvemd. Ánægjulegir tónleikar efnilegrar söngkonu eftirBelindu Theriault 10. maí síðastliðinn hélt efnileg íslensk söngkona tónleika í Wash- ington DC, Elsa Waage mezzosópr- an. Hefur hún stundað nám síðastliðin þijú ár við Catholic Uni- versity þar í borg. Voru þetta lokatónleikar Elsu á vegum skólans og heppnuðust þeir frábærlega vel. Afmæliskveðja: Hermann Guðmunds son stöðvarstjóri Sjötugur er í dag Hermann Guð- mundsson, stöðvarstjóri Pósts og síma á Akranesi. Hann er fæddur í Súgandafirði, sonur sæmdarhjón- anna Sveinbjargar Hermannsdóttur og Guðmundar Halldórssonar, sem bæði voru Vestfírðingar. Hermann sótti skóla að Núpi í Dýrafirði og síðar Samvinnuskólann. Hann ólst upp við alla algenga vinnu á Suður- eyri, vann ungur við verzlunarstörf, átti og rak þar bókaverzlun með gjafavörum o.fl., en gerðist stöðvar- stjóri Pósts og síma í Súgandafirði árið 1945. Hann hefír alltaf unnið mikið og valist til margra trúnaðar- starfa. Allt, sem hann tók að sér að gera, var unnið af vandvirkni og heiðarleika. Hann tók alla tíð mikinn þátt i félagslífí á Suðureyri, var meðal annars oddviti og hrepps- nefndarmaður um árabil og sat í stjóm ýmissa félaga. Hann var góð- ur liðsmaður í leikfélagi staðarins og lék þar mörg aðalhlutverk, t.d. Skugga-Svein óg Svein Jón í „Leynimel 13“. Hann var ómissandi þegar fólk kom saman til mann- fagnaðar og tók þá oft til máls. Hann á létt með að segja frá og orðar þá frásagnir sínar svo, að þær bera vott um hógværa gleði, jafn- framt því að falla inn í létt form. Það er mikill ávinningur fyrir and- legt líf í litlu byggðarlagj að hafa slíkan mann sín á meðal. Hermann er óvenjulega heil- steyptur maður, dagfarsprúður, fyndinn og skemmtilegur í viðræð- um og vekur traust þeirra sem kynnast honum. Hann gekk f Odd- fellowstúkuna Gest á ísafirði og tók virkan þátt í starfí hennar. Hermann giftist Þórdfsi Ólafs- dóttur frá Súgandafírði, hinni ágætustu konu, sem bjó honum gott heimili. Þau voru baeði gestris- in og góð heim að sækja. Þau eignuðst fimm efnileg böm, sem öll eru búsett sunnanlands. Þórdís lézt fyrir nokkrum áram. Það var mikil eftirsjá að Her- manni og fjölskyldu hans, er þau fluttu suður á Akranes 1974. Þar gerðist hann stöðvarstjóri Pósts og síma. Það er erfítt að vera eftir, þegar vinimir flytja burtu, oft margir í einu. Við hjónin og böm okkar sendum Hermanni heillaóskir á þessum degi og óskum honum alls góðs í framtíðinni. Það verður áreiðanlega glatt á hjalla hjá honum í dag og ég flyt honum vestfirska kveðju. Stína Þama var mættur fjöldi íslendinga sem og Bandaríkjamanna og vora fagmenn jafnt sem áhugafólk sam- mála um að hér væri á ferð mjög efnileg söngkona, sem mikið ætti eftir að bera á í framtíðinni. For- eldrar Elsu, Steinar Waage og frú Clara Waage, vora mættir til að styðja dóttur sína og óska ég þeim til hamingju með árangur hennar. Elsa var í sérpijónuðum íslensk- um kjól, sem vakti sérstaka hrifn- ingu, ekki síst meðal Bandaríkja- manna. Hún hóf dagskrá sína með lögum eftir Rossini og færði sig svo norður á bóginn með þýskum lögum eftir Hugo Wolf, Mahler og Richard Strauss. Öll vora lögin mjög vel unnin, en sérstaka hrifningu vöktu lögin eftir Strauss, og var lagið „Allerseelen" sérstaklega vel flutt. Dagskrá eftir hlé var svo helguð tónlist frá Skandinavíu. Elsa flutti fínnsk lög eftir Sibelius og norsk lög eftir Grieg. Síðast á dagskránni vora fjögur gullfalleg íslensk lög, íslensk vögguljóð á hörpu, Litlu bömin leika sér, Ef engill ég væri og Svanurinn minn syngur. Vora þessi lög íslendingum auðvitað sérstaklega hjartnæm, en þau vöktu einnig mikla hrifningu annarra gesta. Hafði meðal annars banda- rískur undirleikari Elsu orð á því hversu falleg íslensk tónlist væri og lýsti hann áhuga á að kynnast henni nánar. Sviðsframkoma Elsu var mjög öragg allan tímann á meðan á tónleikunum stóð og beitti hún listrænni tjáningu óspart, gest- unum til mikillar ánægju. Móttaka var haldin að tónleikun- um loknum og ríkti þar mikil stemmning, eins og á tónleikunum sjálfum. Bæði íslenskur og banda- rískur matur var á boðstólum og Elsa Waage skoluðu gestir góðgætinu niður með frönsku kampavíni. Gestir fengu óvænta ánægju er Alessandra Marc söng, en henni er spáð miklum frama í óperuheiminum. Einnig söng Marilyn Cotlow, fyrrverandi söngkona við Metropolitan-óper- una, við mikinn fögnuð gesta, en hún er jafnframt söngkennari Elsu. Á næstunni mun Elsa syngja í virtum listaklúbbi í Washington, þar sem helstu stuðningsmenn list- greina verða samankomnir. En vonandi verður þess ekki langt að bíða að landar okkar heima á Fróni fái að heyra í þessari ungu söng- konu, sem auðheyranlega á mikla framtíð fyrir sér á söngsviðinu. Höfundur er við nám í SAIS John Hopkins-háskólanum í Washing- tonDC.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.