Morgunblaðið - 12.06.1987, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1987
Ítalía:
Lítilli kosninga-
þátttöku spáð
Róm. Reuter.
ÍTALSKIR kjósendur virðast lítinn áhuga hafa á þingkosningunum sem
fram eiga að fara í landinu 14.-15. júni nk. og samkvæmt skoðanakönn-
un sem birt var í gær telur meirihluti þeirra kosningamar þjóna litlum
tilgangi.
Samkvæmt könnuninni er blaðið
Europeo, birti í gær sögðust 68%
aðspurðra lítinn eða engan áhuga
hafa á kosningabaráttunni. 63%
töldu að fleiri myndu sitja heima eða
skila auðu en 1983, en þá voru það
16% eða sjö milljónir sem slíkt gerðu.
Frambjóðendur flokkanna hafa
kvartað undan áhugaleysi kjósenda
Skjöl
Trotskys
fundin
Palo Alto, Reuter.
FRÆÐIMENN við Hoover-
stofnunina sögðust í gær hafa
fundið fjölda óbirtra skjala,
minnisblaða og ljósmynda
rússneska byltingarforingj-
ans Leons Trotsky.
Skjölin fundust í safni sagn-
fræðiheimilda sem stofnunin
erfði eftir Boris Nicolaevsky,
rússneskan sagnfræðing sem
lést 1966.
Skjalavörður við stofnunina
upplýsti að meðal annars væri
um að ræða áður óbirtan kafla
úr hinni þekktu Sögu bolsévika-
byltingarinnar sem Trotsky
skrifaði.
Safn Nicolaevskys var í vörslu
ekkju hans þar til hún iést 1982
og voru ekki könnuð af fræði-
mönnum fyrr en eftir andlát
hennar. Talið er að sonur Trot-
skys, Sedov, hafi beðið Nicolaev-
sky að varðveita skjölin. Sedov
dó árið 1938 og faðir hans var
myrtur af flugumanni Stalíns
tveim árum síðar í Mexíkó.
og segjast margir hverjir aldrei fyrr
hafa orðið varir við þvílíka deyfð.
Erfítt er að átta sig á hvað við
muni taka eftir kosningar. Blaðið II
Giomale líkir kosningunum við bingo
og blaðið La Repubblica heldur því
fram að allir stjómmálaflokkamir
segi við kjósendur „Kjósið okkur,
síðan sjáum við til hvað við gerum".
Flokkamir reyna allir að höfða til
þeirra fjögurra milljóna ungra kjós-
enda sem ganga nú að kjörborðinu
í fyrsta sinn. Kosningabaráttunni
lýkur formlega í kvöld og er ætlast
til að kjósendur fái frið fyrir áróðri
á morgun, síðasta daginn fyrir kosn-
ingar.
Reuter
Yasuhiro Nakasone, forsætisráðherra Japans, bregður á leik með dúfunum á Markúsartorginu i Feneyj-
um að loknum fundi leiðtoga sjö heæztu iðnríkja heims. Reagan Bandaríkjaforseti sagði í gær að á
fundinum hefði verið stigið skref í átt til aukinnar hagsældar í heiminum.
Reagan segir auknar
líkur á leiðtogafundi
Fenevium. Reuter.
Feneyjum, Reuter.
RONALD Reagan, Bandaríkja-
forseti, sagði á fundi með
blaðamönnum I gær að líkur á
leiðtogafundi stórveldanna og
upprætingu kjarnavopna hefðu
aukist.
Reagan sagðist almennt efast um
skynsemi þess að gefa út bjartsýnis-
yfírlýsingar. „En á þessari stundu
get ég ekki leynt því að mér sýnist
líkur á leiðtogafundi og raunveru-
legri fækkun kjamavopna hafa
aukist," sagði forsetinn. Hann sagði
það vera undir stjóm Sovétríkjanna
komið hvenær af næsta fundi þeir
Mikhails Gorbachev, aðalritara
Kommúnistaflokks Sovétríkjanna,
yrði.
Almennt er talið að af leiðtoga-
fundi verði í Washington í haust
ef utanríkisráðherrar NATO-ríkj-
anna ná samkomulagi um afstöðu
til afvopnunarsamkomulags stór-
veldanna á Reykjavíkurfundi
sínum.
Reagan sagði að Feneyjafundur
leiðtoga sjö helztu iðnríkja heims,
sem lauk í fyrradag, hefði fyrst og
Moskva:
Njósnagámur kyrrsettur
Moskva, Hamborg, Reuter.
MÁLGAGN sovésku stjórnarinn-
ar, Izvestia, segir frá því á
miðvikudag að flutningagámur á
leið frá Japan til Vestur-Þýska-
lands hafi verið kyrrsettur í
Moskvu, er það kom upp úr dúrn-
um að hann innihélt njósnabún-
að.
Izvestia segir að gámurinn hafi
verið fluttur sjóleiðis frá Yokohama
til sovésku hafnarborgarinnar Nak-
hoda og hafí komið til Moskvu sem
hluti af stærri farmi á leið til Lenin-
grad og Hamborgar. Farmskjölin
sögðu hann innihalda japanskar
leirvörur, en grunsemdir tollvarða
í Moskvu vöknuðu þegar þeir sáu
blá ljósleiftur í gegnum loftræstiop
og heyrðu torkennileg hljóð frá
gámnum.
Að sögn Izvestia var fullkominn
njósnabúnaður falinn á bak við stór-
an kassa af leirpottum. Þar var að
fínna tværtölvur, geislavirknimæla,
njósnamyndavélar við loftræstiopin
og ýmis njósnatæki önnur.
Gámurinn var opnaður í viðurvist
japanskra embættismanna. Blaðið
segir sovésk stjómvöld hafa mót-
mælt við Japani og Vestur-Þjóð-
veija, og sagt að rannsókn málsins
myndi fljótlega hefjast. Blaðið nafn-
greinir ýmis bandarísk og japönsk
rafeindafyrirtæki, sem það segir
tengjast málinu, t.d. Texas Instru-
ments, RCI, Kodak og Nikon. Ekki
var tekið fram hvenær gámurinn
hefði verið kyrrsettur, en blaðið
birti mynd af ytra byrði hans og
aðra, sem á að vera af tölvum og
geislamælum inni fyrir.
Einnig hélt Izvestia því fram að
sendingin hefði verið stíluð á þýsk-
an kaupmann í Hamborg, Ramon
Preuss. Hann vill hins vegar ekkert
við málið kannast og segir að reynd-
ar hafí hann pantað gám með
leirpottum frá Japan, en hann hafí,
sér til ómældrar undrunar, skotið
upp kollinum í Baltimore í Banda-
ríkjunum
Þýska flutningafyrirtækið Ziist
und Bachmeier, sem sovéska blaðið
sakar um að bera ábyrgð á flutn-
ingi gámsins lokaspölinn, segist
ekkert þekkja til málsins, hafí aldr-
ei skipt við fyrirtæki Preuss og
hafí engan samning gert um flutn-
ing leirvöru frá Japan.
fremst snúist um efnahagsmál þótt
fjölmiðlar hefðu sýnt pólitísku við-
fangsefni leiðtoganna meiri áhuga.
„Fundurinn og niðurstöður hans
voru tvímælalaust skref í rétta átt,“
sagði Reagan. Hann sagði sam-
komulag hafa náðst um að draga
úr vemdarstefnu og minnka niður-
greiðslur á landbúnaðarvörum. Auk
þess hefðu leiðtogamir ákveðið að
stuðla að því að lögmáí markaðarins
ráði ferðinni í framleiðslumálum
landbúnaðarins.
Reagan neitaði því að hafa beðið
bandamenn sína um hernaðarað-
stoð til þess að veija skipaleiðir á
Persaflóa. Lýsti hann sig ánægðan
með þann siðferðilega stuðning,
sem leiðtogamir hefðu veitt sér og
stefnu Bandaríkjastjómar á flóan-
um. „Samstaðan með okkur var
algjör. Leiðtogamir tóku undir
nauðsyn þess að halda olíuflutn-
ingaleiðunum opnum og að íranir
og írakar semji um frið.“
Reagan var spurður um skoðana-
kannanir í Evrópu sem leitt hefðu
í ljós að almenningur þar hefði
meiri trú en hann á friðarviðleitni
Gorbachevs. Forsetinn sagði það
líklega skýringu á þessu að stefna
Gorbachevs væri gjörólík stefnu
forvera hans. Reagan nefndi sem
dæmi að Gorbachev væri eini
sovézki leiðtoginn, sem lagt hefði
til að kjamavopnum, sem komin
væm á skotpaila, yrði útiýmt.
Loks sagði Bandaríkjaforseti að
það þyrfti ekki að koma á óvart
þótt dollarinn lækkaði lítilsháttar.
Flestir væm þó sammála um að
frekari breytingar á gengi dollarans
væm óæskilegar og leiðtogamir
hefðu orðið sammála um að frekari
lækkun væri skaðleg.
Fyrrum njósn-
ari snýr aftur
Reuter, New York.
PHILIP Agee sem skrifaði bók
um störf sín fyrir Leyniþjónustu
Bandaríkjanna kom þangað í
gær f fyrsta skipti i 16 ár.
í bók sinni greindi hann frá
leyniþjónustustörfum sínum í Ecu-
ador, Umguay og Mexíkó. Hann
rauf þar með trúnað þann sem
hann hafði lofað að sýna. Hann
er enn bandarískur ríkisborgari en
var sviptur vegabréfí sínu árið
1979 þar sem hann var talinn
hættulegur þjóðaröryggi. Agee
starfar nú sem ráðgjafí hjá sandín-
istastjóminni í Nicaragua og nýtur
þar góðs af reynslu sinni hjá CLA.
Vegabréf sitt fékk hann hjá þeim.
Honum er fijálst að koma til
Bandaríkjanna þegar hann vill en
hann hefur aldrei verið opinberlega
ákærður. Sjálfur segir hann að það
sé ekki hægt án þess að ýmis
leyndarmál CLA yrðu gerð opinber.
Agee sagðist hafa farið í þessa
Bandaríkjaferð til þess að hitta
fjölskyldu sína og til þess að kynna
nýja bók sem hann skrifaði um líf
sitt eftir að hann hætti hjá leyni-
þjónustunni. Hann segist hafa
hrakist land úr landi vegna þess
að leyniþjónustan hafi reynt að
Philip Agee.
láta hann líta út allt frá drykkju-
sjúklingi til geðsjúks manns. Hann
býr nú á Spáni þar sem konan
hans kennir ballett.
Neyðar-
ástand í
Panama
í kjölfar
óeirðanna
Panamaborg. Reuter.
STJÓRNVÖLD í Panama iýstu
yfir neyðarástandi í gær eftir
tveggja daga heiftúðug átök
óeirðalögreglu og stjórnarand-
stæðinga í Panamaborg.
Það var Roberto Diaz, fyrrum
yfírmaður í her Panama, sem
hvatti til mótmælaaðgerðanna á
þriðjudag, þegar hann sakaði
Manuel Antonio Noriega, yfír-
mann herráðsins og æðstráðanda
í landinu, um margvíslega glæpi,
þar á meðal morð og kosninga-
svik. Noriega, sem stjómað hefur
bæði her og lögreglu í Panama frá
því í ágúst 1983, svaraði með því
að saka Diaz um föðurlandssvik
og samsæri gegn stjóminni.
Hann varaði við mótmælaað-
gerðum og sagði, að her og
lögregla mundu gera allt sem unnt
væri „til að halda uppi lögum og
reglu".
Ekki bámst fregnir af meiðslum
eða mannfalli, en átökin urðu
hörðust í nágenni háskólans. Raf-
magn var tekið af einkaútvarps-
stöð, sem studdi stjómarandstæð-
inga, og skólum og mörgum
verslunum á höfuðborgarsvæðinu
var lokað.