Morgunblaðið - 25.06.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.06.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1987 Evrópuflug Flugleiða: Farþegum hefur fjölgað um 45 þús frá síðasta ári FLUGLEIÐIR höfðu flutt sam- tals 325 þúsund farþega á áætlunarleiðum félagsins um miðjan júní síðastliðinn og er það aukning um 45 þúsund farþega miðað við sama tima í fyrra. Að sögn Sæmundar Guðvinssonar, framkvæmdastjóra upplýsinga- sviðs, eru bókanir í millilanda- flugi í júlí og ágúst mun fleiri nú en sömu mánuði 1986, eða 92 þúsund í júlí í ár á móti 81 þús- undi í fyrra og 85 þúsund í ágúst en 72 þúsund á sama tima 1986. Farþegaflöldinn á milli Evrópu og Bandaríkjanna um miðjan júní í ár var 108 þúsund en var 89 þús- und á sama tíma í fyrra og er það aukning um 21,6%. Á milli íslands og annarra Evrópulanda var aukn- ingin 26% miðað við sama tíma í fyrra, það er um 100 þúsund far; þegar í ár en 79 þúsund í fyrra. I innanlandsfluginu höfðu Flugleiðir flutt 117 þúsund farþega um miðjan júní í ár á móti 113 þúsund í fyrra og er það 3,6% aukning. Sæmundur sagði að tvær leigu- þotur hefðu nýlega verið teknar í notkun, Boeing 727-200 og DC 8-63, og myndi tilkoma þeirra gera Flugleiðum kleift að taka við hinni miklu aukningu, sem fyrirsjáanleg væri nú í sumar. Burstabærinn á Fjarðarhomi f Helgafellssveit. Morgunblaðið/Bæring Cecilsaon Burstabær byggður í Helgafellssveit Á eyðibýlinu Fjarðarhomi í Helgafellssveit er verið að reisa burstabæ sem nota á í mynd Ágústs Guðmundssonar um Nonna og Manna. Bærinn er utan alfaraleiðar og staðurinn vel fallinn til kvikmyndatöku. Hluti myndarinnar verður tek- inn á Flatey í Breiðafirði en ekki er búist við að tökur hefj- ist þar fyrr en í ágúst. Myndatökur fara að nokkru leyti fram hérlendis og þar á meðal í Helgafellssveit á Snæfells- nesi. Þar í sveit hafa forráðamenn kvikmjmdarinnar fengið hundrað lömb og tæplega fimmtíu ær vegna atriða í myndinni. Eigandi þeirra, Hallvarður Kristjánsson bóndi á Þingvöilum, Ijáði Morgunblaðinu að skepnum- ar yrðu sennilega notaðar í 10 daga. Ekki hefur verið samið um laun og er hvergi minnst á lág- markslaun lamba og áa í kjara- samningum leikara, að sögn Hallvarðs. Landbúnaðarráðherrra um umframkjötið: Enn ekki fullreynt hvort kjötið selst FJÓRUM umferðum er nú lokið á Norðurlandamóti unglinga í brids sem stendur yfir í Hrafna- gilsskóla í Eyjafirði. A-lið Noregs er efst að loknum fjórum um- ferðum. Alls keppa níu lið á mótinu og eru keppendur 46 frá öllum Norðurlöndum. Fftir fiórar umferðir er A-lið Noregs efst með 97 stig. I öðru sæti sveit Svíþjóðar með 81 stig, en þaðan er aðeins ein sveit. í þriðja sæti er B-sveit Danmerkur með 66 stig og í flórða sæti A-sveit íslands með 62 stig. í fimmta sæti er B- sveit Finnlands með 59 stig og A-sveit Finnlands í sjötta sæti með 57 stig. B-sveit Noregs er í sjöunda sæti með 51 stig, A-sveit Dan- merkur í áttunda sæti með 46 og B-sveit íslands í níunda sæti með 32 stig. í dag verða spilaðar fimmta og SJUIUI UUIICIV, íljv/toíl^O BbbUl.uw umferð á morgun og níunda umferð á laugardag. Mótinu lýkur með verðlaunaafhendingu á laugardags- kvöld. Með Álafoss í togi til Hamborgar BRESKUR dráttarbátur lagði af stað kl. 16 í gær frá Vest- mannaevium til Hamborgar með ms. Álafoss f togi. Eimskipafélagið sneri sér til Landhelgisgæslunnar þegar bil-' unin varð í þeim tilgangi að athuga hversu mikið það myndi kosta hjá Landhelgisgæslunni að draga skípiö tii Hamborgar. 'lli- boða var síðan leitað í drátt skipsins og var breskur aðili með lægsta tilboð og kostar drátturinn til Hamborgar með Eimskip um 2 milljónir. Það hefði hins vegar tMitsð tvf.falí mrnra. cða «m 4 milljónir, ef skipið hefði verið dregið af Landhelgisgæslunni. „ÞAÐ er reiknað með að gert sé upp fyrir kjötið þegar það hefur selst, en það er ekki fullreynt ennþá og því ekki tfmabært að taka afstöðu til málsins,“ sagði Jón Helgason, landbúnaðarráð- herra. Bóndi f Vestur-Húna- vatnssýslu hefur farið fram á að fá til baka frá sláturhúsi það kjöt, sem var umfram fullvirðis- rétt hans við síðustu slátrun. í Morgunblaðinu síðasta laugar- dag var sagt frá máli Jóns Jónsson- ar, bónda á Skarfshóli í Vestur- Húnavatnssýslu, en hann hefur farið fram á að fá afhent um 330 kfló kindakjöts frá sláturhúsi Versl- unar Sigurðar Pálmasonar á Hvammstanga. „Þessi bóndi lagði inn sitt kjöt í haust og það hefur farið saman við aðrar vörur, svo hans innlegg er ekki hægt að finna á lager,“ sagði Jón Helgason. „Kjötið er selt í umboðssölu, eins og hefur lengst af verið með kjöt, þar til fullvirðis- réttarábyrgð var komið á. Það hefiir hins vegar alltaf verið reiknað með því að gert yrði upp við bóndann þegar kjötið hefur verið selt. Það liggur auðvitað ekki fyrir enn hvort svo verður, en seljist kjötið ekki verður að taka afstöðu til máls bóndans," sagði Jón Helgason. Fréttir í Eyj- um á sænsku ÞEIR brugðust skjótt við á blað- inu Fréttum f Vestmannaeyjum er Karl Gústaf konungur og Silvía drottning komu til Eyja f gær. Rúmum tveimur klukku- stundum eftir að flugvél kon- ungsþjónanna lenti voru Fréttir komnar út og var forsíðumyndin tekin við móttökuathöfnina á flugvellinum. Blaðið var fjórar síður að stærð og allt skrifað á „skandinavísku". í því var flallað um sögu Vest- mannaeyja og sagt frá gosinu 1973 og hvemig lífíð gengur fyrir sig nú 14 árum eftir gos. Stöðugir þurrkar síðan í maí: Tún á Suðurlandi farin að skrælna Norðurlandamót unglinga í brids: Norðmenn efstir eft- ir fjórar umferðir BÆNDUR á Suðurlandi hafa vaxandi áhyggjur af þurrkunum undanfarnar vikur sem leika tún þeirra grátt, að sögn Einars Þor- steinssonar ráðunautar Búnaðar- sambands Suðurlands. Vart hefur komið deigur dropi úr lofti í fjórðungnum sfðan um miðjan maf. „Jörð er víða farin að skrælna og með hveijum degi sem líður aukast líkumar á þvi að grasið visni. Þar með sprytti ekki strá á þeim túnum það sem eftir lifir sumars. Jafnvel aðeins einn rigningardagur gæti bætt úr þessu,“ sagði Einar í samtali við Morgunblaðið. Að sögn Markúsar Á. Einarsson- ar veðurfræðings er úrkoma í Reylqavík undanfama 35 daga að- eins innan við þriðjungur af úrkomu í meðalári, eða 13 mm. Á góðum rigningardegi er ofankoma hæg- lega meiri en samanlögð væta þessa tímabils. Suðurland og Suðvestur- homið eru á sama veðurfarssvæði í því tíðarfari sem nú er. Þær jarðir sem verst verða úti vegna þurrka eru á söndunum sem teygja sig austur í Skaftafellssýslu. Þar eru tún víða á sandi, sem bind- ur raka illa. Valllendi og framræst- ar mýrar láta hinsvegar lítið á sjá. Bændur sem eiga votlendari jarðir hafa notað þurrkana vel og eru búnir að slá og hirða. Þurrkar hijá einnig kartöflu- og rófubændur. Einar sagði að þeir gætu hinsvegar gripið til þess ráðs að vökva garða sína, en um þann kost væri ekki að ræða á túnum. „Ég hef tekið eftir því undan- fama daga að menn eru famir að bölva þegar ég spái ekki rigningu. Það hefur aldrei hent mig áður,“ sagði Markús. Hann sagði að tölvu- spá gæfi vísbendingu um örlitla úrkomu syðst á landinu á sunnu- dag, en allsendis óvíst væri að hún stæðist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.