Morgunblaðið - 25.06.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.06.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1987 Aðeins mótefnamæling allra kemur til greina Rætt við þýskan heimilislækni um alnæmi Dr. Niels Aunagen, heimilislæknir í Freiburg, V-Þýskalandi. Freiburg, V-Þýskalandi. Umræðan um umhverfísmál, kjamorkuvopn og atvinnuleysi fellur um þessar mundir í skugg- ann af umræðunni um alnæmi. Allir fjölmiðlar í Þýskalandi eru uppfullir af frásögnum um sjúk- dóminn; hveijar séu smitleiðir, hvemig skuli vama smiti og vöng- um velt yfir því hvað hægt sé að gera. Almenn upplýsing og notk- un smokka em þeir þættir sem stjómvöld í Þýskalandi beita sér fjúir. Að fyrirskipan Ritu Sussm- uth heilbrigðismálaráðherra var fyrir einu og hálfu ári sendur bæklingur á hvert heimili. Lítið var gert úr hættunni á alnæmi fyrir „venjulegt" fólk heldur var talið vandamál homma og eitur- lyfjaneytenda. Fyrir hálfu ári hófst smokkaherferðin en upp á síðkastið hefur dregið úr þeim áróðri og í staðinn hefur áherslan verið lögð á að fólk hafí einungis einn „félaga". Það em þó ekki allir á einu máli um gagnsemi smokkanna og áskoranir um afturhald í kynferð- ismálum. í Þýskalandi em starf- rækt samtökin „Verein zu AIDS verhútung e.V.“, þ.e. samtök til vamar alnæmi. Aðeins læknar, tannlæknar og lyfjafræðingar geta gerst meðlimir. í Freiburg er starfandi heimilislæknir að nafni Niels Auhagen. Hann er meðlimur í samtökunum og hefur hann verið ötull við að halda fyrir- lestra í Þýskalandi og Austurríki til að kynna hugmyndir þeirra um ráðstafanir gegn alnæmi. Þótti mér fróðlegt að kynna mér þessar hugmjmdir og tók hann tali. — Niels Auhagen, hvaða skoð- un hefur þú á þeirri herferð sem fer núna fram á Vesturlöndum um notkun smokka og áhættu- minna kjmlíf? „Ef tekið er mið af sóttvömum, þá tel ég að almenn notkun á smokkum sé langt því frá full- nægjandi lausn ef það er markmið okkar að koma í veg fyrir út- breiðslu á þessum hættulega sjúkdómi.“ — Ef þú værir í dag heilbrigð- ismálaráðherra hvað myndir þú gera? „Árið 1985 komum við í „sam- tökum til vamar alnæmi" með hugmyndir sem samræmdust lög- um um sóttvamir. Þar ber fyrst að nefna mælingar á HlV-mótefni hjá allri þjóðinni. Upplýsa hvem einstakan um niðurstöður og já- kvæðu tilfellin yrði að skrá niður.“ — ... með nafni? „Já, því e.t.v. þyrftum við að taka blóð úr umferð ef um stað- festa alnæmissýkingu væri að ræða. Einnig væri nauðsynlegt að ná í alla þá sem sjúklingurinn hefur haft kjmferðislegt samband við.“ — Þú vilt mótefnamæla alla þýsku þjóðina. Á íslandi deila Skúli Johnsen borgarlæknir og Ólafur Ólafsson landlæknir um það hvort við fengjum alla íslend- inga í mælingu ef af stað færi almenn mótefnamæling. „í Þýskalandi em það heilbrigð- isyfírvöld sem sjá um að lögum um heilbrigðismál sé framfylgt. Ef upp kæmi sú staða að einhver neitaði að koma í mótefnamæl- ingu þá þyrfti að grípa til þving- unaraðgerða. Auðvitað á það sama að gilda um alnæmi og aðr- ar sóttir eins og kúabólu, berkla o.s.frv. íslendingar hafa háþróað heilbrigðiskerfí og því ætti fram- kvæmd mælinganna ekki að vera vandamál." — Göngum út frá því að allir íslendingar yrðu alnæmisprófaðir. Hvað getum við þá gert við þá ferðamenn sem koma til landsins? „Sennilega jrði ísland fyrsta landið með hnitmiðaðar aðgerðir gegn þessum skæða sjúkdómi, sem mjmdi jafnframt virka sem aðdráttarafl á erlenda ferðamenn. Ég mæli með því að við komu til landsins yrðu ferðamenn að framvísa mælingum sem ekki væru eldri en 8—10 daga gamlar. Ef einhver ferðamaður kæmi án þessara skilríkja væri hægt að framkvæma mælingar við komu og lægju niðurstöður fyrir á hálftíma." — Hvert er svo næsta skref? Hvað verður um þá sem mælast jákvæðir? „Þar sem sjúkdómurinn er ekki bráðsmitandi er ekki þörf á að einangra fólk sem eru fómarlömb þessa banvæna sjúkdóms. Það eina sem þeir mega ekki gera er að smita næsta mann. Það þýðir að smitaðir mega ekki stunda kynlíf. Hver sem gerir það stofnar nánustu vinum sínum í lífshættu. Þess vegna er okkar tillaga að húðflúra þann sýkta en þannig að enginn komi til með að sjá það í daglegu lífí, t.d. á rassinn. Kæmi það fyrst í ljós við kynmök ef annar aðilinn væri sýktur. Á þess- ari ráðstöfun er aðeins ein réttlæt- ing. Hún er sú að með henni komum við í veg fyrir þjáningu margra, þ.e. dauðann. Ég vil sér- staklega undirstrika það að eftir mikla umhugsun er þetta eina mögulega mannlega ráðstöfunin sem vemdar þá sem enn em ekki sýktir." — Er ekki hægt að draga úr sjúkdóminum með almennri fræðslu og með því að leggja áherslu á tryggð innan hjóna- bandsins? „í fyrsta lagi getum við Iitið til Bandaríkjanna. Þá sjáum við að ekkert hefur dregið úr sjúkdómn- um þrátt fyrir frábæra upplýs- ingaherferð. í öðm lagi er það mikilvægast af öllu að hver ein- staklingur geti ákveðið sjálfur hvaða lífsform hann velur sér, þ.e. hvort hann er gagn-, sam- eða tvíkynhneigður eða hvort hann stundar ein- eða fjölkvæni. Það er einkamál hvers og eins og við læknar verðum að sjá til þess að vemda hvem og einn óháð því lífsformi sem einstaklingurinn hefur valið sér.“ — Hvemig líst þér á þessar aðgerðir í Bayem um mótefna- mælingar í áhættuhópum? „Alnæmi er ekki bundið við neina áhættuhópa. Því getur mót- efnamæling á vissum hópum manna einungis leitt til misréttis sem hinsvegar gefur engan árangur í baráttunni við útrým- ingu veimnnar. Það eina sem kemur til greina er að mótefna- mæla alla.“ — Hve ömgg er mótefnamæl- ingin? „Notaðar em ELISA-mælingar þar sem falsneikvæð próf em í 1—2% tilfella. Þar yrði að senda mælingamar í enn jákvæðari próf. Með þessum prófum væri hægt að mæla alla með nánast 100% öryggi. — Getur þú hugsað þér aðrar ráðstafanir gegn alnæmi? „Ef okkar hugmyndir um lausn á þessum vanda hefðu komist í gegn árið 1985, þegar við komum fyrst fram með þær, þá hefðu 10—20 þúsund manns látist af völdum alnæmis í stað þess að þurfa að reikna með 100—200 þúsund manns. Það em ekki nokkrar aðrar ráðstafanir sem jafnframt því að vera árangursrík- ar gegn veimnni og um leið bjarga mannslífum. — Hvað getum við gert? „Ef þið íslendingar mynduð mótefnamæla alla þýddi það að þið yrðuð fyrst til þess að hrinda þessum hugmjmdum í fram- kvæmd og verða þannig fyrir- mynd annarra þjóða. í fyrsta lagi þýddi það að þið hefðuð árang- ursríkustu aðferðina til að vemda sjálfsákvörðunarrétt einstaklings- ins. í öðm lagi jrði þetta vemd fyrir fómarlömb sjúkdómsins til að lifa eðlilegu lífí að því undan- skildu að geta stundað kynlíf. Kristín S. Hjálmtýsdóttir fréttaritari. Aðalfundur SIR: Gjaldskrá Landsvirkj- unar endurskoðuð Morgunblaðið/Albert Eymundsson MEGIN viðfangsefni aðal- fundar Sambands íslenskra rafveitna (SÍR), sem haldinn var á Höfn í Homafirði dag- ana 10.—11. júni sl., var auk aðalfundarstarfa að fjalla um gjaldskrá Landsvirkjunar, innheimtumál rafveitna, orku- getu raforkukerfisins og samband þess og Háskóla ís- lands. Þá var og fjallað um rannsókn- ir og þróun á raforkusviðinu og í því sambandi sérstaklega rætt um athuganir á raforkukerfínu, bil- anaskráningu og tölvuskráningu lagna og tækjakerfis. Eftir rækilegar umræður um fyrirhugaða gjaldskrárbreytingu Landsvirkjunar samþykkti fund- urinn samhljóða tillögu þar sem því var fagnað að gjaldskráin skuli hafa verið tekin til endurskoðunar með það fyrir augum m.a. að verð- hlutfall afls og orku endurspegli tilkostnað við vinnslu og flutning orkunnar. Fundurinn telur nauð- synlegt að eyða ríkjandi óvissu um heildsöluverð raforku sem Frá fundinum. fyrst með því að ákvörðun verði tekin um nýja gjaldskrá Lands- virkjunar. Jafnframt var lögð áhersla á að dreifíveitur og not- endur fái nægilegan aðlögun- artíma að breyttu verði og gjaldskrá. í sambandi við umræðumar kom fram sú skoðun að mikilvægt væri að stjómvöld raski ekki sam- keppnisaðstöðu raforku með þeim aðflutningsgjöldum og sköttum eins og nú er gert. Á fundinum voru fulltrúar flest- allra raforkufyrirtækja landsins og þeirra stofnana sem þeim tengjast: Rafmagnseftirlits ríkis- ins, verkfræðideild Háskólans, Orkustofnunar og iðnaðarráðu- nejdis. Á aðalfundinum fór fram stjómarkjör og voru þessir kosnir í stjóm: Formaður: Aðalsteinn Guðjohn- Aðalsteinn Guðjohnsen, raf- magnsstjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur, var kosinn formaður. sen, rafmagnsstjóri Rafmagns- veitu Reykjavíkur. Meðstjómend- ur: Eiríkur Bogason, rafveitustjóri Vestmannaeyja, Kristján Haralds- son, orkubússtjóri Vestfjarða, Sverrir Sveinsson, rafveitustjóri Sigluíjarðar. Fyrir í stjóm vom þeir: Halldór Jónatansson, for- stjóri Landsvirkjunar, Sigurður Ágústsson, rafveitustjóri Sauðár- króks, og Sævar Sörensson, rekstrarstjóri Hitaveitu Suður- nesja. - A.E. Kjúklingabænd- ur mótmæla hækkun kjarn- fóðurgjalds MORGUNBLAÐINU hefur bo- rist eftirfarandi: „Fundur haldinn í félagi kjúkl- ingabænda þann 19. júní sl. mótmælir harðlega fyrirhugaðri hækkun kjamfóðurgjalda sem nýta á til stuðnings við sölu á kindakjötsfjallinu. Fyrirhuguð hækkun gjaldsins mun leiða til hækkunar á útsöluverði kjúkl- ingakjöts sem nemur um kr. 45,00 á hvert kg. og er því augljóst að aðgerðin miðar að því að beina neyslu almennings firá hvítu kjöti og er því bein ógnun við afkomu félagsmanna okkar.“ Netaveiðar bannaðar 1. júlí til 15. ágúst Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefíð út reglugerð um bann við netaveiðum nú í sumar. Sam- kvæmt reglugerð þessari em allar veiðar í þorskfísknet bannaðar tímabilið 1. júlí til 15. ágúst, að báðum dögum meðtöldum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.