Morgunblaðið - 25.06.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.06.1987, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1987 ÚTVARP/SJÓNVARP Miðnesið Ifyrrakveld var sýnd í ríkissjón- varpinu heimildakvikmynd um vamarliðið á Keflavíkurvelli og stýrði Sigurður Snæberg Jónsson myndinni en hún heflr að hans sögn verið harla lengi í smíðum sökum flárskorts. Loksins sýndu forsvarsmenn íslenska ríkissjónvarpsins þann stórhug að kaupa myndina: Miðnesheiði — her í herlausu landi af Sigurði og bjarga þar með þessari viðamiklu heimilda- mynd er var fílmuð bæði hér heima og í vesturheimi. Að aflokinni sýn- ingu myndarinnar hóaði síðan Ingimar Ingimarsson í nokkra valin- kunna einstaklinga er sögðu álit sitt á myndinni en ræddu þó fyrst og fremst um áhrif herstöðvarinnar á þjóðlíf vort. Sigurður Snæberg gaf þá yflrlýs- ingu í spjallinu við Ingimar að hann hefði fyrst og fremst viljað gefa sem hlutlægasta mynd af vamarliðinu í Keflavík og síðan væri það hins al- menna borgara að draga sínar ályktanir af myndinni. Það er svo auðvelt að gera einhveija áróðurs- mynd þar sem aðeins er sýnd ein hliðin. Ég er hræddur um að ef Sig- urður hefði fallið í þá gryfju að fílma annaðhvort lofsöng um herstöðina við Keflavík eða níð þá hefði mynd hans ekki ratað á skjáinn. Og slík mynd hefði raunar bætt ósköp litlu við þá kaldastríðsumræðu er heflr löngum umlukið vamarliðið. Ef til þjóðin freistar þess að leggja sem hlutlægast mat á hemaðarstöðu skersins og tekur ákvarðanir á gmnni þess mats og þeirrar lýðræð- is- og frelsishugsjónar er vér byggj- um allt vort líf á. En þrátt fyrir að við tökum þátt í vamarsamstarfi vestrænna lýðræð- isþjóða er ekki þar með sagt að þar mænum við ætíð í þögulli lotningu til hinna voldugu samheija. Það er stórt framfaraskref í átt að raun- særra mati íslensku þjóðarinnar á fyrrgreindu samstarfí að hér skuli sýnd heimildamynd um herstöðina við Keflavík þar sem fátt er dregið undan, en þar með eru frónbúar komnir af tilfinningastiginu, þá herstöðin klauf þjóðina í blóðheitar fylkingar, og einnig af þagnarstig- inu, þar sem stöðin varð einskonar feimnismál — og á skynsemisstigið, þar sem fijálsborin alþýðan ræðir málið frá öllum hliðum. Þess vegna flnnst mér ekki úr vegi að mynd Sigurðar sé sýnd í framhaldsskólun- um og nemendum svo gefínn kostur á að ræða efni hennar eða jafnvel gagnrýna framsetningarmátann. Annað sæmir ekki íslenskri þjóð. Það er svo aftur stór spuming hvort Sigurður Snæberg skoðaði málið raunverulega frá öllum hliðum? Hann ræddi að sönnu bæði við her- stöðvarandstæðinga og háttsetta herforingja uppá velli er töldu her- styrk einu vömina gegn ógnarafli austurblokkarinnar. En mér fannst myndin af heræfíngunum uppá velli og Keflavíkurgöngunni svo dapurleg að það var nánast eins og geisaði kjamorkustríð eða var það bara rign- ingin? Þó virtist mér Sigurði í mun að sýna vesöld hermannanna, til dæmis "sultardropana er þeir tróðu skothylkjunum í byssumar. Myndin er áhorfendur fengu af hermönnun- um var þannig eins nöturleg og hugsast getur en hvað um það þá þótti mér merkilegt hversu greiðan aðgang Sigurður átti með sínar myndavélar að krókum og kimum herstöðvarinnar. Og hermennimir og herforingjamir virtust óþvingaðir og hreinskiptnir, þannig játaði einn her- maðurinn að honum liði svipað og atvinnumanni í fótbolta er stefndi náttúrulega að þvl að nýta sína kunn- áttu í „raunverulegum" kappleik. fslendingar kunna vel að meta slíka hreinskiptni þótt þeir skilji máski ekki lífsviðhorf atvinnuhermannsins, en orð eru til alls fyrst. Ólafur M. Jóhannesson vill markar mynd Sigurðar Snæbergs nýtt skeið í samskiptum íslendinga og vamarliðsins þar sem íslenska Rás 2: Tónlist- arkross- gátan Tónlistarkrossgátan er á dagskrá rásar 2 sunnudag- inn 28. júní kL 15.00. Það er Jón Gröndal sem leggur gátuna fyrir hlustendur. Stöð 2: Eyjur villimannanna ■■■■ Eyjur villimann- oo 10 anna, bandarísk kvikmynd frá 1983, er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Þetta er ævin- týramynd um ofurkappa, bardaga og heitar ástríður. Myndin er tekin á Fijieyjum og gerist um 1880. Skip- stjórinn Bully Hayes leggur til atlögu við erkifjanda sinn Bel Pease og gerir ævintýralega tilraun til að bjarga ungri konu úr klóm hans. UTVARP © FIMMTUDAGUR 25. júní 6.45 Veöurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir 7.03 Morgunvaktin. Hjördís Finnbogadóttir og Oöinn Jónsson. Fréttir eru sagöar kl. 8.00 og veöurfregnir kl. 8.15. Fréttayfirlit kl. 7.30 og síöan lesiö úr forustugrein- um dagblaöanna. Tilkynn- ingar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. Guömundur Sæmundsson talar um dag- legt mál kl. 7.20. Fréttir á ensku sagðar kl. 8.30. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Sagan af Hanska, Hálfskó og Mosaskegg" eft- ir Eno Raud. Hallveig Thorlacíus les þýöingu sína (4). 9.20 Morguntrimm. Tónleik- ar. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veöurfregnir 10.30 Ég man þá tíð. Her- mann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liönum árum. 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.06 Samhljómur. Umsjón: Anna Ingólfsdóttir. (Þáttur- inn veröur endurtekinn að loknum fréttum á miönætti) 11.55 Útvarpiö í dag. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 ( dagsins önn — Fjöl- skyldan. Umsjón: Kristinn Ágúst Friðfinnsson. (Þáttur- inn veröur endurtekinn nk. mánudagskvöld kl. 20.40.) 14.00 Miðdegissagan:„Franz Liszt, örlög hans og ástir'' eftir Zolt von Hársány". Jó- hann Gunnar Ólafsson þýddi. Ragnhildur Stein- grímsdóttir les (8). 14.30 Dægurlög á milli stríöa. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 16.20 Sumar í sveit. Umsjón: Hilda Torfadóttir. (Frá Akur- eyri). (Endurtekinn þáttur frá kvöldinu áöur.) 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.06 Dagbókin Dagskrá 16.16 Veöurfregnir 16.20 Barnaútvarpiö 17.00 Fréttir. Tilkynningar. 17.06 Síödegistónleikar. a. Forleikur nr. 3 í G-dúr eftir Thomas Arne. Hljóm- sveit undir stjórn Christoph- ers Hogwood leikur. b. Sinfónía nr. 1 í c-moll op. 11 eftir Felix Mendelssohn. Filharmoniusveitin í Berlín leikur; Herbert von Karajan stjórnar. 17.40 Torgiö Umsjón: Þorgeir Ólafsson og Anna M. Siguröardóttir. 18.00 Fréttir. Tilkynningar. 18.06 Torgið, framhald. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Tilkynningar Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem Guö- mundur Sæmundsson flytur. 19.40 Aö utan. Fréttaþáttur um erlend málefni. 20.00 Vegryk. Þáttur í umsjá Jóns Hjartarsonar. 20.40 Tónleikar i útvarpssal. a. „Farandsöngvar", laga- flokkur eftir Vaughan-Will- iams. Eiður Á. Gunnarsson syngur Ijóðin í þýðingu Bald- urs Pálmasonar. Ólafur Vignir Albertsson leikur á píanó. b. „Carmen", fantasía eftir Pablo Sarasate. Sigrún Eð- valdsdóttir og Selma Guömudsdóttir leika á fiðlu og píanó. 21.30 Skáld á Akureyri. Fjóröi þáttur. Umsjón: Þröstur Ás- mundsson. (Frá Akureyri.) 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.16 Veöurfregnir 22.20 Hemingway — skáldiö sem haföi áhrif á heila kyn- slóö. Þáttur í umsjá Sigmars B. Haukssonar. 23.00 Kvöldtónleikar 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljomur. Umsjón: Anna Ingólfsdóttir. (Endur- tekinn þáttur frá morgni.) 01.00 Veöurfregnir. Næturútvarp á samtengd- um rásum til morguns. & FIMMTUDAGUR 25. júní 00.10 Næturvakt útvarpsins. SJÓNVARP (t d STOD2 FIMMTUDAGUR 25. júní i 16.45 Hugleysinginn (Cow- ard Of The County). Bandarísk sjónvarpsmynd meö Kenny Rogers, Fred- eric Lehne, Largo Woodruff og Mariclare Costella I aöal- hlutverkum. Leikstjóri er Dick Lowry. Faðir Tommy Spencer var dæmdur morðingi sem iör- aöist geröa sinna. Á dánar- beði tók hann loforð af syninum um að beita aldrei ofbeldi eða gera öörum mein. Veröur Tommy fyrir aökasti af þessum sökum og margir álíta hann hug- leysingja. i 18.30 Kjarnorkufætur (Atomic Legs). Leikin ævintýramynd fyrir yngri kynslóöina. 19.00 Teiknimynd. 19.30 Fréttir. 20.05 Opin lína. Áhorfendum Stöövar 2 gefst kostur á að vera . beinu sambandi I sima 673888. 20.26 Sumarliöir. Hrefna Haraldsdóttir kynnir helstu dagskrárliði Stöövar 2 næstu vikuna, viröir fyrir sér mannlífiö, spjallar viö fólk á förnum vegi og stiklar á því helsta I menningarlíf- inu. 20.55 Dagar og nætur Mollý Dodd (Days And Nights Of Molly Dodd). Bandarískur gamanmynda- flokkur um fasteignasalann Mollý Dodd, móður hennar og mennina I lífi hennar, þar meö talinn lyftuvörðinn. i aöalhlutverkum eru Blair Brown, William Converse- Robberts, Allyn Ann McLerie og James Greene. i 21.20 Dagbók Lyttons (Lytt- ons Diary). Breskur sakamálaþáttur meö Peter Bowles og Ralph Bates I aðalhlutverkum. Grímuklædd kona dansar nektardans I karlasam- kvæmum yfirstéttarinnar. Hver er hún? Slúöurdálka- höfundurinn Lytton kemst á snoöir um þaö en máliö er viökvæmt. i 22.10 Eyjur villimannanna (Savage Islands). Bandarisk kvikmynd frá 1983 meö Tommy Lee Jon- es, Michael O'Keefe, Max Phipps og Jenny Seagrove. Leikstjóri er Ferdinand Fair- fax. Spennandi. ævintýramynd um ofurkappa, bardaga og heitar ástríöur. Myndin er tekin á Fiji-eyjum og gerist um 1880. Sögö er sagan af skipstjóranum Bully Hay- es (Tommy Lee Jones) viöureign hans við erki- fjanda sinn Bel Pease (Max Phipps) og ævintýralegum tilraunum Bully Hays til aö bjarga ungri konu úr klóm Pease. i 23.45 Flugumenn (I Spy) Bandarískur njósnamynda- flokkur meö Bill Cosby og Robert Culp I aðalhlutverk- um. Robert Culp leikur tennis- stjörnuna Kelley Robinson og Bill Cosby leikur þjálfara hans. Saman feröast þeir um heiminn, fela sitt rétta andlit bak.viö tennisiþróttina en starfssviö þeirra er al- þjóölegar njósnir. 00.36 Dagsicrárlok. Gunnlaugur Sigfússon stendur vaktina. 6.00 ( bítiö. — Siguröur Þór Salvarsson. 9.06 Morgunþáttur í umsjá Kolbrúnar Halldórsdóttur og Skúla Helgasonar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.46 Á milli mála. Umsjón: Leifur Hauksson, Guörún Gunnarsdóttir og Gunnar Svanbergsson. 16.06 Hringiðan. Umsjón: Broddi Broddason og Erla B. Skúladóttir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Vinsældalisti rásar 2. Gunnar Svanbergsson og Georg Magnússon kynna og leika 30 vinsælustu lög- in. 22.05 Tiskur. Umsjón: Katrín Pálsdóttir. 23.00 Kvöldspjall. Magnús Þór Jónsson (Megas) talar viö sjálfan sig. 00.10 Næturútvarp. Magnús Einarsson stendur vaktina til morguns. Fréttir kl. 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP AKUREYRI 18.03—19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 Umsjón: Tómas Gunnars- son. FOSTUDAGUR 26. júní 07.00—09.00 Pétur Ste'nn og morgunbylgjan. Pétur kem- ur okkur réttu megin framúr meö tilheyrandi tónlist og lítur yfir blööin. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 09.00—12.00 Valdis Gunnars- dóttir á léttum nótum. Sumarpoppiö á sínum stað, afmæliskveöjur og kveöjur til brúöhjóna. Fréttir kl. 10.00 og 11.00. 12.00-12.10 Fréttir. 12.10—14.00 Þorsteinn J. Vil- hjálmsr' í á hádegi. Þor- steinn s illar viö fólkiö sem ekki er 'éttum og leikur létta hácegistónlist. Fréttir kl. 13.00. 14.00—17.00 Ásgeir Tómas- son og föstudagspoppið. Ásgeir hitar upp fyrir helg- ina. Fréttir kl. 14.00, 15.00, 16.00. 17.00-19.00 I Reykjavík síödegis. Leikin tónlist, litiö yfir fréttirnar og spjaliaö við fólkið sem kemur viö sögu. Fréttir kl. 17.00. 18.00-18.10 Fréttir. 19.00—22.00 Anna Björk Birgisdóttir á flóamarkaöi Bylgjunnar. Flóamarkaður og tónlist. Fréttir kl. 19.00. 22.00—03.00 Haraldur Gísla- son nátthrafn Bylgjunnar kemur okkur i helgarstuð meö góöri tónlist. 03.00—08.00 Næturdagskrá Bylgjunnar — Ólafur Már Björnsson leikur tónlist fyrir þá sem fara seint i háttinn og hina sem snemma fara á fætur. / FM 102.2 FIMMTUDAGUR 25. júní 7.00— 9.00 Inger Anna Aik- man. Morgunstund gefur gull í mund og Inger er vökn- uð fyrir allar aldir meö þægilega tónlist, létt spjall og viömælendur koma og fara. Stjörnufréttir kl. 8.30. Fréttir einnig á hálfa tíman- um. 9.00—12.00 Gunnlaugur Helgason. Hann fer meö gamanmál, gluggar í stjörnufræðin og bregöur á leik meö hlustendum i hin- um ýmsu getleikjum, siminn er 681900. Stjörnufréttir kl. 11.55. Fréttir einnig á hálfa timan- um. 12.00—13.00 Pia Hansson. Hádegisútvarpiö er hafiö. Pia athugar hvaö er aö ger- ast á hlustunarsvæöi Stjörn- unnar, umferðarmál, sýningar og uppákomur. 13.00—18.00 Helgi Rúnar Óskarsson. Lagalistinn er fjölbreyttur á þessum bæ. Gamalt- og gott leikiö af fingrum fram meö hæfilegri blöndu af nýrri tónlist. 16. 00—19.00 Bjarni Dagur Jónsson. Stjörnufréttir kl. 17.30. 19.00-20.00 The Shadows, Fats Domino, Buddy Holly, Brenda Lee, Little Eva, Connie Francis, Sam Cook- e, Neil Sedaka, Paul Anka. 20.00—22.00 Einar Magnús- son. Létt popp á siökveldi meö hressilegum kynning- um. 22.00—23.00 örn Petersen. Tekiö er á málum liöandi stundar og þau rædd til mergjar. Örn fær til sín viömælendur og hlustendur geta lagt orö i belg i síma 681900. Stjörnufréttir kl. 23.00. 23.04—01.00 Tónleikar. Á þessum staö veröa fram- vegis tónleikar á Stjörnunni Aö þessu sinni lætur Elton John til sin taka f heila tvo tíma. 1.00— 7.00 Gísli Sveinn Loftsson. Stjörnuvaktin haf- in . . . Ljúf tónlist, hröö tónlist, semsagt tónlist viö allra hæfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.