Morgunblaðið - 25.06.1987, Síða 31

Morgunblaðið - 25.06.1987, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1987 31 AF INNLENDUM VETTVANGI eftir AGNESI BRAGADÓTTUR Efasemdir um að stjómarmyndun takist ÞAÐ er vægt að orði komist að segja að hljóðið í aðilum stjórnarmyndunarviðræðna megi breytast til muna fram til formannafundarins í dag kl. 15, eigi niðurstaða þess fundar að verða sú að formenn Sjálfstæð- isflokks, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks lýsi því yfir að þessir flokkar hafi komið sér saman málefnalega og hafi ákveðið að mynda ríkisstjórn. Frá því í fyrrakvöld hefur mik- ið vatn runnið til sjávar og mörgum hnútum verið kastað á milli forystumanna. Forystumenn Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks lýstu því yfir í fyrrakvöld að þeir teldu að til úrslita yrði að draga í stjórnarmyndunarvið- ræðunum i gær. Það gerðist ekki en viðmælendur minir úr röðum Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokks voru þeirrar skoðunar i gærkveldi að aðilar væru heldur fjær samkomulagi en þeir voru fyrir siðustu helgi. Því hallast menn jafnvel að því að ekki komi tii þess að flokksr- áð flokkanna verði kvödd saman á laugardag og þing- flokkar á laugardagskvöld, til þess að ganga endanlega frá myndun ríkisstjórnar þessara þriggja flokka. Jón Baldvin segir aftur á móti, að ef það fáist á hreint i dag að pólitískur vilji sé fyrir myndun þessarar ríkisstjómar, þá sjái hann ekki nokkurn þann hlut, sem geti komið i veg fyrir að hún verði mynduð. Eftir sjónvarpsviðtöl við for- menn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í fyrrakvöld, þar sem m.a. kom fram að þeir teldu óhjákvæmilegt að til úrslita drægi í gær, brást Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðu- flokks reiður við. Hann afboðaði með skömmum fyrirvara í gær- morgun fyrirhugaðan fund með flokksformönnunum. Jón Baldvin og Þorsteinn áttu síðan klukku- stundar langan fund síðdegis í gær, og þegar að loknum þeim fundi hittust formenn flokkanna þriggja í þingflokksherbergi Al- þýðuflokksins. Jón Baldvin hélt fund með fréttamönnum að þeim fundi loknum og kom fram í máli hans að umræður um uppstokkun ráðuneyta hefðu tafíð viðræðum- ar um heila viku, án þess að niðurstaða hefði fengist. Hann kvaðst jafnframt telja að fyrir hefði legið „heiðursmannasam- komulag“ varðandi kaupleiguí- búðir, en svo væri ekki. Það mál væri enn óleyst. Hreinræktað sjónarspil Heimildir mínar herma að sjálf- stæðismenn hafí brugðist illa við, þegar þeir fylgdust með frásögn- um ljósvakamiðlanna í gærkveldi af fundi Jóns Baldvins með frétta- mönnum. Einn viðmælandi minn sagðist ekki sjá betur en hér væri um hreinrældað sjónarspil hjá Jóni Baldvin að ræða. Aðrir forystumenn Sjálfstæðis- flokksins segja málflutning Jóns Baldvins á þessum fundi honum ekki til sóma. Benda þeir á að varðandi kaupleiguíbúðir, í við- ræðunum, hafí þeir alltaf haft fyrirvara um það að útvega sérs- taklega fjármagn til kaupleiguí- búða umfram það sem verkamannaíbúðimar fá á fjárlög- um. Það hafí formanni Alþýðu- flokksins mátt vera ljóst. Segjast þeir hafa teygt sig verulega til samkomulags, með þeim hætti að kaupleiguíbúðir gætu orðið einn kostur í verkamannabústaðakerf- inu. Alþýðuflokkur segir fyrirvarann hafa kom- ið til viku síðar Alþýðuflokksmenn segja aftur á móti að fímmtudaginn 11. júní hafi þetta mál verið rætt og niður- staðan hafí orðið, að kaupleiguí- búðimar eins og önnur stór mál, sem farið hafi verið yfír, yrði ekki að ásteytingarsteini og meðal þess, sem samkomulag hafí verið um, hafí verið ákvæði um lánafyr- irgreiðslu til sveitarfélaga vegna kaupleiguíbúða. Segja þeir að fyr- irvari sjálfstæðismanna um fjármagn hafí ekki komið til fyrr en viku síðar. Sjálfstæðismenn og framsókn- armenn segja að því fari fjarri að fréttaviðtöl við Þorstein Pálsson og Steingrím Hermannsson í fyrrakvöld hafí verið gagnrýni á þann sem leiðir þessar viðræður, og þeim sé í raun óskiljanlegt hvemig formaður Alþýðuflokks- ins hafi getað fengið þá hugmynd. Sjálfstæðismenn og framsókn- armenn segja að það hafi komið formönnum þeirra spánskt fyrir sjónir í gærmorgun, þegar fundur formannanna, sem ákveðinn hafði verið kl. 10, hafí verið afboðaður með skilaboðum frá símastúlku á Alþingi, aðeins nokkrum mínútum áður en fundurinn átti að hefjast. Fundi hafði einnig verið frestað fyrirvaralaust með sama hætti í fyrradag og segjast þeir ekki átta sig á svona vinnubrögðum. Sjálfstæðismenn segja jafn- framt að samkomulag um fyrstu aðgerðir hafí legið fyrir í marga daga í meginatriðum, og það hafi aldrei staðið til að hverfa frá því. Öllum hafi á hinn bóginn verið ljóst frá upphafi að við útfærslu á þeim meginlínum, sem lagðar voru í samkomulaginu, kjmnu hlutir eitthvað að raskast. Það hafí komið á dagjnn, en frá megin- samkomulaginu hafi engum dottið í hug að hverfa. Segja fyrstu aðgerðir hafa skroppið saman í meðförum Enn ber aðilum ekki saman, þar sem alþýðuflokksmenn segja að fyrstu aðgerðir í meðförum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafí í fyrradag verið komnar niður í það að afla ríkissjóði 5 til 600 milljóna á næstu 6 mánuðum, í stað rúms milljarðs. Sjálfstæðismenn og framsókn- armenn segjast jafnframt undr- andi á þeirri frásögn Jóns Baldvins, að hann einn hafí lagt fram tillögur um lokaniðurstöðu efnahagsaðgerðanna. Slíkt hið sama hafí formenn beggja hinna flokkanna einnig gert, en Jón Baldvin hafí kosið að þegja yfír því, og búið til þá mynd að hann hafi sett formönnum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks úrslitakosti. Segja þeir að tillaga Steingríms á formannafundinum í gær hafí verið með þeim hætti að aflað yrði 1356 milljóna í ríkissjóð það sem eftir lifír ársins. Tillaga sú sem Þorsteinn kynnti hafí gert ráð fyrir liðlega 800 milljón króna ijáröflun, en þeir tveir kostir sem Jón Baldvin hafí lagt fram hafí gert ráð fyrir annars vegar 1070 milljón króna fjáröflun og hins vegar 1200 milljónum króna. Ekki eru sjálfstæðismenn held- ur ýkja hrifnir af frásögnum Jóns Baldvins af umræðum og tillögum um verkaskiptingu og uppstokkun ráðuneyta. Segja þeir að formaður þeirra hafí reifað ákveðnar hug- myndir í því efni á sínum tíma, ef það mætti verða til þess að auðvelda lausn á verkaskiptingu milli þessara fíokka. Hvorugur aðilinn hafí fallist á tillögu Þor- steins Pálssonar í þeim efnum og henni hafí verið breytt með þeim hætti, að hvorki formaðurinn né þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafí getað fallist á þá breytingu. Telja sjálfstæðismenn það því alr- angt, að eitthvað standi upp á þá í þessum efnum. Framsókn staðhæf ir að framhaldsaðgerðir hafi ekki verið ræddar Framsóknarmenn staðhæfa að framhaldsaðgerðir í efnahagsmál- um hafí alls ekki verið ræddar. Einungis hafí áætlun, óútfærð og í mjög grófum dráttum, verið sett niður á blað. Þeir segja að það, sem raunverulega hafí gerst síðustu 10 daga, sé að öll mikil- vægustu málin hafí verið að flækjast í undimefndum, án þess að nokkur niðurstaða hafi feng- ist. Kann að dragast enn Þrátt fyrir ásetning formann- anna, þess efnis að kveða upp úr með það í dag hvort þessi ríkis- stjóm verður mynduð eða ekki, kann svo að fara að það dragist enn. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra verður önnum kafínn frá kl. 10 til 15 að sinna gestgjafahlutverki sínu við Svía- konung og í kvöld era einnig veisluhöld vegna heimsóknar Svíakonungs. Klukkan þijú í dag hittast formennimir á nýjan leik og dagskrá þess fundar verður ströng, þar sem til stendur að ganga endanlega frá fyrstu að- gerðum í efnahagsmálum, að fá það á hreint hvort Sjálfstæðis- flokkur leggur til breytingar á stjómkerfínu sem hinir flokkamir geta fallist á, að komast að niður- stöðu um það hvort samkomulag tekst um kaupleiguíbúðir, að gera út um ágreiningsmál frá málefna- nefndunum og ræða verkaskipt- ingu. lögum og styðja einhliða ákvarðan- ir. Það væri blákaldur raunveraleiki að Bandaríkin sjálf styddu ekki stofnsamning hvalveiðiráðsins. Eftir að Sovétríkin og Japan höfðu tekið málflutning Guðmundar fyrir tóku Bandaríkjamenn til máls. Þar talaði Don MacGovem, lög- fræðilegur ráðunautur nefndarinn- ar, og sagði að málið snerist um skilgreiningu hugtaksins vísinda- legur tilgangur í áttunda grein samningsins. Hann spurði hvort ráðið væri tilbúið að takast á við þá spumingu hvað mikilvægar vísindarannsóknir væra að þær fælu í sér að drepa hvali. MacGo- vem sagði að ef menn væra ekki tilbúnir að taka afstöðu til þess væra þeir um leið að snúa baki við banninu gegn hvalveiðum í ágóða- skyni. MacGovem sagði Bandaríkja- menn halda því fram að þjóðum væri ftjálst að gefa út leyfí til vísindarannsókna þrátt fyrir til- mæli hvalveiðiráðsins samkvæmt tillögunni. Þeir teldu þó að það hlyti að vera til hjálpar fyrir þá sem vildu stunda vísindarannsóknir að hafa skoðanir ráðsins og vísindanefndar- innar til hliðsjónar. MacGovem sagði að spumingin væri um hvort ráðið væri tilbúið að taka afstöðu til vísindarann- sókna og tilbúið að breyta áhrifum sínum. Bandarísk lög kæmu þessu máli ekkert við, en ef Bandaríkin ættu að sitja hjá væri þau að hlaup- ast undan ábyrgð. Fundinum var frestað að þessu loknu og ekkert ljóst hvenær þetta mál verður tekið á dagskrá í dag. Líklegt er að sendinefndimar fái tíma til að reyna að komast að ein- hveiju samkomulagi bak við tjöldin. En ef það tekst ekki og tillögumar teknar óbreyttar til atkvæða, gæti skipt máli hvort tillaga Norðmanna verði skilgreind sem breytingartil- laga eða ekki. Ef hún er breytingar- tillaga verður hún tekin til atkvæða á undan tillögu Bandaríkjamanna en annars á eftir. Önnur deilumál hafa einnig kom- ið upp á fundinum, þannig vildu Suður-Ameríkuríki láta vísa áheymarfulltrúum umhverfisvemd- arsamtaka útaf fundi tækninefnd- arinnar í gærmorgun, vegna klausu sem birtist í áróðursriti á vegum einna samtakanna. í klausunni var farið háðulegum orðum um Perú vegna þess að landið fékk ekki að styðja beiðni Japana um hrefnu- veiðikvóta. SWILKEN ofSt Andrews Swilken golfkylfur frá Skotlandi Dömu- og herrakylfur bæði vinstri og hægri handar. Einnig unglingasett. Járn no. 3-SW kr. 2.330.- Tré no. 1-7 kr. 3.330.- Póstsendum. 5- •Tx Y A' unuF Glæsibæ, sími 82922. piurfiimW Gódan daginn! 00

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.