Morgunblaðið - 25.06.1987, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 25.06.1987, Qupperneq 66
V Cf / gf HljrMOTTTl/MFí OTQ/.lHVI' TOSÍONi 66 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1987 ©1987 UnlVfl Pre» SyndtCJte /(Spur&u hom hvar hanr\ geymir Lyíd'iLirm aS öryggfishblfinu " TM Reg. U.S. Pat. Oft.—all rights reserved <D 1986 Los Angeles Times Syndicate O o POLLUX Já, ég er hættur í liðinu. Það er óspilandi í bún- ingTmm frá styrktarfé- laginu, svo þröngur er ’ann! HÖGNI HREKKVÍSI //■■■OÖ SVO/HVAP HALPIE>/ A€? LITLI HUNOORJMN ÖKKAR HAF/ Svona á að opna femur Til Velvakanda Ekki skil ég allt það fjaðrafok, sem nýlega hefur orðið út af mjólk- urfemum. Það er eins og enginn geri sér grein fyrir forréttindum höfuðstaðarbúa, að fá að nota öðruvísi femur en allir aðrir lands- menn. En það ber nauðsyn til að umgangast landbúnaðarafurðir og umbúðir þeirra af tilhlýðilegri virð- ingu, enda rétt að geta þess að sumstaðar er kýrin heilagt dýr, og skal enginn telja mér trú um, að kýrpretar landbúnaðarins kunni ekki að velja okkur mjólkummbúðir við hæfi. Skulu hér gefín nokkur góð ráð við notkun þessara góðu fema: Stillið femunni á mitt borð og fjarlægið allt sem ekki má blotna. Setjið upp góða svuntu (t.d. eins og þær, sem notaðar em í frystihúsum), vaðstígvél em jrfir- leitt ekki nauðsynleg. Og nú er betra að hafa aðgát; þar sem stend- ur „Rífið hér“ skuluð þið alls ekki rífa, því að það er bara fyrir lyft- ingamenn, notið skæri. Nú er komið að örlagastundu: Óvaningar halda að nú geti þeir bara tekið utan um belginn á femunni og hellt, en ef þið gerið það, verður annað hvort Geysisgos eða Kötluhlaup. Rétta leiðin er að fara með fingur á kaf ofan í rifuna og glenna vel út, ef illa er glennt öðm hvom megin, getur komið hægri buna eða vinstri buna, báðar hvimleiðar. Þurrkið mjólk af fingmm og búið ykkur undir fyrsta glasið, raunar er trygg- ara að nota skál en glas. Nú skuluð þið hugsa ykkur að feman sé bam í reifum, leggið hendur mjúklega á gaflana, snertið ekki hliðar, og hell- ið varlega, og þar með er bjöminn unninn. Héðan í frá ætti að vera auður sjór, nema einhver sé svo kæmlaus að gleyma að glenna. Eins og sjá má af ofanskráðu er það lítið mál að nota þessar femur, en skal þó bent á að sé einhver svo lánsamur að hafa smið eða skurð- lækni á heimilinu, skaðar ekki að fela honum verkið. Femuunnandi Þessir hringdu . . . Gullarmband Gullarmband tapaðist 15. júní á leiðinni frá hótel Lind við Rauð- arárstíg í Miklagarð með viðkomu í versluninni Misty við Laugaveg. Skilvís fínnandi hringi í síma 689161. Fundarlaun. Minkakragi Svartur minkakragi tapaðist í grennd við miðbæinn í síðustu viku. Finnandi er beðinn að hafa samband í síma 12215. Fundar- laun. Ekki bara hús- kaupendur sem verða að neita sér um kjöt Margrét hringdi: „Ég vil taka undir það sem Unnur skrifar í Velvakanda sunnudaginn 21. júní. En það em ekki bara húsakaupendur sem verða að neita sér um lq'öt heldur einnig fólk almennt. Sjálf hef ég búið í 27 ár en við höfum ekki haft efni á að kaupa kjöt nema endram og sinnum. Þessi stefna í landbúnaðarmálum gengur ekki lengur — það verður að gera eitt- hvað í þessum málum. Væri ekki meira vit í því að leyfa fólki að kaupa kjötið á lágu verði heldur en að fleygja því á haugana eða í refinn? Það hlýtur einhver í ráðu- neytinu að vera með heilbrigða skynsemi." Supería kvenreiðhjól Grátt Superia kvenreiðhjól var tekið traustataki aðfaranótt mánudags á Bergstaðastræti. Þeir sem hafa orðið varir við hjól- ið em beðnir að hringja í síma 10196 eða síma 16713 á kvöldin. Víkverji skrifar Anægjulegt er að sjá lagningu bundins slitlags þokast áfram á veginum fyrir Hvalfjörð. Um þess- ar mundir er verið að leggja á kafla við norðanverðan ijörðinn og verða þá örfáir stuttir malarkaflar eftir, rétt til að sýna okkur mismuninn á vegum og óvegum. Klæðingamar svokölluðu, sem virðist vera algengasta tegund bundins slitlags um þessar mundir, komu víða illa undan vetri. Góður vetur virðist fara verr með þær en slæmur, þó ótrúlegt sé. Dæmi um þetta er vegurinn á Hafnarmelum í Melasveit. Vegavinnumenn hafa eytt mörgum dögum í viðgerðir í vor. Einn þeirra sagði Víkvetja að líftími klæðingarinnar væri einfald- lega svona stuttur þar sem um- ferðin væri þetta mikil og nauðsynlegt að leggja nýja klæð- ingu á veginn. XXX Ekki er allt jafn gott við nýju vegina. Þekktur sérleyfishafí sem ekið hefur um HvalQörð næst- um alla daga ársins í áratugi benti Víkveija á það á dögunum að vit- laus hliðarhalli er á nýja veginum á nokkmm stöðum. Sérstaklega er þetta áberandi á tveimur stöðum við sunnanverðan fjörðinn, undir Múlahlíð og skammt frá Fossá, á köflum sem klæðing var lögð á í fyrrasumar. Sérleyfíshafinn sagði að þarna hefðu verið krappar beygj- ur þar sem vegurinn hallaði vel frá fírðinum inn í hlíðina. Eðlisfræðileg lögmál unnu því með ökumanninum og bílnum og hægt að aka nokkuð greitt þó beygjurnar væm krappar. Þegar vegurinn var „lagaður" var beygjan minnkuð og lagt á bundið slitlag. Þá var hliðarhalli vegarins jafnaður, og sums staðar meira en það, hann hallar frá hlíðinni í átt að þverhnípinu niður í Hvalfjörð. Sérleyfishafinn benti Víkveija á að þessar tilteknu beygj- ur væm sérlega hættulegar í hálku, ekki síst þegar menn væm á suður- leið. Á þessum slóðum em oft vindstrengir og er hætta á að menn missi bílana hreinlega út af vegin- um, ef farið er of geyst við slíkar aðstæður. Víkveija virðist sem þama hafí verið búnar til aðstæður sem geta orðið að slysagildm. Rétt er að geta þess að á nýjum vegar- köflum við norðanverðan Hvalfjörð er réttur hliðarhalli í beygjum og hældi sérleyfishafinn þeim vega- gerðarmönnum sem um þá fram- kvæmd sjá. XXX Meira um Hvalfjörðinn. Mörg- um finnst leiðinlegt að aka um Hvalfjörð. Víkveiji hefur líka haft þá tiífínningu. En það er eins og leiðin verði fallegri með ámnum, eftir því sem hún verður greið- færari. Víkveiji er á því að Hval- flörður yrði enn skemmtilegri ef leiðin yrði stytt vemlega með brú, feiju eða jarðgöngum, eins og stundum hefur verið rætt um. XXX Og í lokin, ein lítil saga úr bændaferð: Starfsfólk bænda- samtakanna þurfti að rýma skrif- stofur sínar á meðan NATO-fund- urinn var haldinn á dögunum. Framleiðsluráð landbúnaðarins not- aði tækifærið til að halda upp á 40 ára afmæli sitt með því að bjóða starfsfólkinu og bændaforystunni í utanlandsferð. í hópnum var einn góðbóndi af Suðurlandi sem aldrei hafði stigið upp í flugvél og ekki fyrr farið út fyrir landsteinana. Staidraði hann við á réttum stöðum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar til að ná úr sér flughræðslunni. Fer ekki neinum sögum af bóndanum fyrr en hann vaknar næsta morgun í Rínarlöndum. Sunnlenski bóndinn vaknar snemma og áttar sig ekkert á því hvar hann er staddur. Hélt helst að hann væri kominn til himnaríkis, en þegar hann leit út um gluggann fannst honum full búsældarlegt til að svo gæti verið, og þá rann upp ljós fyrir honum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.