Morgunblaðið - 25.06.1987, Side 55

Morgunblaðið - 25.06.1987, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1987 55 Minning: SigurðurP. Tryggva- son á Hvammstanga Fæddur 6. febrúar 1918 Dáinn 14. júní 1987 Vinir mæta okkur með misjöfn- um hætti á lffsleiðinni. Þegar við lítum til baka og hugsum um það hvar og hvemig fundum hafí fýrst borið saman þá koma margar minn- ingar upp í hugann. Oft verða þeir fremstir í hópi vinanna, sem við erum hvað lengst að kynnast. Þann- ig minningu á ég um vin minn, Sigurð Pétur Tryggvason á Hvammstanga. Hann var hvorki margmáll né áberandi á nokkum hátt. Hans taktur í lífínu var frem- ur að lifa því í hógværð sáttur við Guð og menn. Þegar ég flutti til Hvammstanga með fjölskyldu mína, nýlega kominn frá prófborði, tók ég fljótt eftir hæglátum manni, sem átti sitt fasta sæti í kirkjunni í hverri messu sem sungin var. Handtak hans var ávallt hlýtt og notalegt og ég fann að ég gerði meira með hans orð en margra annarra. Orðin vom ekki mörg í fyrstu en þau komu öll frá hans hlýja hjarta og þau vom ung- um presti mikil hvatning. Hann fylgdist með hverju skrefí sem stig- ið var og orð hans vom í senn einlæg og leiðbeinandi. Kirlq'an og kirkjustarfið var honum mikils virði og trú hans á þann, sem öllu ræður var sterk. Ég minnist þess að okkur hjónum þótti Sigurður í fyrstu alvömgefinn maður. Hann ræddi það sem honum var efst í huga hveiju sinni og eyddi ekki orðum á einskis verða hluti. En eftir að samvemstundunum fjölgaði fengum við að kynnast glettni hans og spaugsemi. Þá var vináttan um leið orðin dýpri og ein- lægari, þá þekktum við hvert annað. Enda þótt „Tryggvason" eins og við kölluðum hann gjaman væri ekki margmáll um sjálfan sig og reyndi alla tíð að beina tali sínu að öðmm, þá fór ekki hjá því að hann, rétt eins og aðrir, þyrfti að ræða sín hjartans mál. Og það var í senn reynsla og lán að fá að skyggnast með honum í hans hugarheima. Þar bjó þessi einlæga trúarvissa og kærleikur, sem veitti í senn öryggi og þakklæti. Og þrátt fyrir að breyt- ing yrði á búsetu okkar þá hélst sambandið. En við söknuðum heim- sókna hans og fyrir okkur var leiðin lengri hvort heldur sem var á skrif- stofuna hans eða heimili. Sigurður var alla tíð nákvæmur og samviskusamur í störfum sínum. Hann var farsæll starfsmaður, sem mátti ekki vamm sitt vita. Síðustu árin gekk hann ekki heill til skógar og þá vildi hann ljúka hveijum starfsdegi líkt og hann væri sá síðasti. Honum féll það þungt að hafa ekki sama þrek og áður og það vita þeir sem næstir stóðu að hann lagði oft meira að sér en æskilegt var. Sigurður undi hag sinum vel meðal Húnvetninga. Hann var fæddur austur á Héraði einn úr hópi fjögurra systkina. Foreldrar hans voru Sigríður Þorsteinsdóttir og Tryggvi Ólafsson, sem bjuggu á Víðivöllum-Fremri í Fljótsdal. Af systkinunum lifa nú Sigríður, bú- sett í Borgamesi, og Ólafur, læknir í Reykjavík. Tvíburabróðir Sigurð- ar, Gunnar, lést á besta aldri. Um fermingu fluttist Sigurður til Reykjavíkur en 1938 liggur leið hans til Hvammstanga þá nýút- skrifaður úr Samvinnuskólanum. Þar starfaði hann hjá Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga, í Sparisjóði Vestur-Húnavatnssýslu 1945—1959. Hann starfaði hjá verzlun Sigurðar Pálmasonar og í eigin verzlun um árabil. En frá ár- inu 1970 var hann stöðvarstjóri Pósts og síma á Hvammstanga og til dauðadags 14. júní sl. Þá var hann staddur á Reykjalundi þar sem hann var í endurhæfingu. Sigurður var tvíkvæntur. Fyrri konu sína, Kristínu Guðmundsdótt- ur, missti hann á besta aldri. Með henni átti hann tvo syni, Tryggva búsettan í Reykjavík og Gunnar búsettan á Blönduósi. Eftirlifandi kona hans er Ásdís Pálsdóttir frá Bjargi í Miðfírði. Þau eignuðust þijú böm, Pál, Kristínu og Guðnýju, sem öll búa á Hvammstanga. Heimili þeirra Ásdísar og Sigurð- ar stóð ávallt öllum opið og þar var rausnarlega tekið á móti gestum. Veit ég að margir eiga þaðan góðar minningar. Með þakklæti í huga em þessar línur skrifaðar. Með Sigurði Tryggvasyni en genginn einn hinna hógvæm og reglusömu manna, sem ljúft er að minnast. Hann markaði sín spor víðar en menn almennt vita. Það var ekki háttur hans að ræða eigin störf og væri honum þakkað þá hló hann gjaman og sagði: „Það er ekkert að þakka, ég hef ekkert gert." En umfram allt var hann sannur og traustur vinur og í skini þeirrar vináttu göngum við mót nýjum degi ríkari af minn- ingum. Ástvinum hans sendi ég vináttu og samúðarkveðjur og bið þeim blessunar Guðs. Pálmi Matthíasson / dag og á morgun verður kjötmarkaður SS við Hlemm. Þar fœrð þú nýtt, fyrsta flokks nauta- kjöt á hagstœðu tilboðsverði. í IHEKLAHF j; Laugavegi 170-172 Simi 695500 GOODYEAR Grand Prix S Radial SUMARDEKK WSStm: Á GOODYEAR KEMST ÉG HEIM mm LEIÐANDI í VERÖLD TÆKNIÞRÓUNAR HJÓLBARÐA 1 GOODfYEAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.