Morgunblaðið - 25.06.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 25.06.1987, Blaðsíða 56
VRor Twfrr ?<? vmnArrTr*”""^ mah inT/rTnooM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1987 ?a 56 A FERÐ UM ASTRALIU Þannigsá ég AstraJíu eftír Matthildi Björnsdóttur Eins og gerist og gengur á sum- arleyfistíma spyijum vi hvert annað hvert skuli halda í sumarfríinu og flesta dreymir um að nota það til að gera sér dagamun og breyta til. Þegar ég var spurð að þessu síðast- liðið vor og sumar og sagði að ég ætlaði til Astralíu kom í ljós að það land var draumaland margra sem þeir ætluðu að heimsækja einhvem tíma í framtíðinni ef þeir gætu. Margir urðu einnig til þess að hvetja mig tii að skrifa um þessa ferð þar sem það gerist ekki á hveij- um degi að fólk fari þessa leið til að vera í margra vikna útilegu og náttúruskoðun. Vegna allra þeirra og fjölda- margra annarra, sem höfðu mikinn áhuga fyrir þessari ferð, ætla ég að reyna að leyfa þeim að ferðast með mér þó ekki sé nema í hugan- um. Atta þúsund kflómetrar voru að baki er ferðinni var lokið svo ekki þarf að taka fram að margt bar fyrir augu á þeirri leið. Mestum tíma vörðum við úti í guðsgrænni náttúrunni í þjóðgörðum sem nóg er af í Ástralíu. Gestgjafinn, sá sem bauð mér í þessa stórkostlegu ferð, er jarð- fræðingur og mikill náttúruunnandi svo unun er að ferðast með honum og skoða hið smæsta sem hið stærsta náttúruundur. Enda kynnt- umst við við náttúruskoðun, en þá á íslenskum öræfum. Mörgum óx í augum erfíði sem svo langt ferðalag hlyti að vera. En þeim til huggunar og hughreyst- ingar reynist þetta varla meira líkamlegt erfíði en það að sitja í bfl frá Reykjavík til Kópaskers og til baka. Hins vegar er andlega reynslan allt önnur saga og hlýtur að vera misjöfn eftir fólki og að- stæðum. En eigum við ekki bara að leggja af stað. Þá er ekki úr vegi að byija á að hugleiða mismun milli þessara eyja sem liggja sitt hvorum megin jarðarhvels. Astralía Landið sem er hinum megin á hnettinum. Landið þar sem sagt er að sólin skíni alltaf. Landið þar sem fólkið sefur þegar við vökum og vinnur þegar við sofum. Landið þar sem er sumar allan tímann sem við höfum vetur og vetur þegar við höfum sumar, en veturinn líkist sumrinu okkar hvað hitastig snert- ir. Landið þar sem jólin eru haldin í sól og hita þegar við höldum þau í myrkri og kulda. Landið þar sem lömb fæðast um það leyti sem íslenskir bændur eru að undirbúa fengitímann og hafa ákveðið hvaða lömb verði sett á yfír veturinn. Þar sem andarungamir skríða úr eggj- unum um svipað leyti og við hættum að þekkja þá frá mæðrunum. Þar sem tré eru í mestum blóma þegar oítkar hafa fellt öll sín lauf. Landið sem er svo ólíkt landinu okkar, þó einnig megi finna jhnis- legt líkt, það er eyja eins og Island og þar búa tiltölulega fáir miðað við að landið er jafn stórt að flatar- máli og Bandaríkin. í Ástralíu búa um fímmtán milljónir manna. Stór hluti landsins er eyðimörk og þar eru þjóðgarðar með landrými, sem er nokkrum sinnum stærð íslands, en Ástralía er sjötíu og fímm sinn- Ferðalangar í faðmlögum víð kóalabírni. Adelaide ■ Sidney •Canberra ♦Melbourne tP, ISLAND TASMANIA Kengúra með „Joey“, unga sinn í poka. um stærri en ísland. Þar geta veður verið með ýmsu móti. Rok og rign- ing þekkist einnig þar og kuldi er líka til þó hann sé öðruvísi. Til dæmis er nokkuð kalt þar í tólf stiga hita þegar það hitastig hér gerir okkur fært að fækka fötum. Eiginlega þyrftu þeir að klæða sig inn í hús í stað þess að við klæðum okkur út við það hitastig, þar sem hús eru ekki hituð og verða nístingsköld. Eftir að hafa kynnst þessu finnst mér máttarvöldin ekki næstum eins óréttlát og mér fannst áður þegar ég hugsaði til þess af hveiju í sum- um lönd, væri alltaf gott veður þegar önnur byggju við þennan kulda. Það virðist allt eiga sína skýringu. Ástralía þarf þennan hita til að teljast byggileg, hún hefur einnig vandamál sem tengjast hit- um og þurrkum í stað þeirra sem við höfum vegna úrkomu og kulda. Máttarvöldin sýnast hafa gefíð hveiju svæði bæði bjartar og dökk- ar hliðar. Allt virðist hafa sinn tilgang. Það þarf sterk bein bæði til að hafa það af í mikium hitum ekki síður en í frosti, eins og til dæmis Qörutíu stiga hita í mjög sterkri sól og logni. Þá reynir á skapsmunina, ekki síður en í kuldanum. Einhvers staðar segir að góðir hlutir gerist hægt. Það tók þijú ár að undirbúa þessa ferð. Til hennar var boðið í júlí 1983, á þeim tíma sem nóttin er björtust hér, en ferð- in hófst rúmum þrem árum seinna þegar sól var tekin að lækka á lofti. Þá skyldi svindla svolítið og krækja sér í tvö vor á sama ári. Til að fyrirbyggja hugsanlegar vonir lesenda um æsandi uppákom- ur skal tekið fram að einu ævintýrin sem koma fyrir eru þau sem birtust í náttúrufegurð og andfætlingurinn upplifði tilfinningalega sem óendan- lega veislu fyrir augað. Um leið rann vitundin um ævafoma menn- ingu frumbyggjanna um blóðið og samsamaðist andrúmsloftinu sem lék um okkur. Þó innflytjendur eigni sér eitt og annað varðandi sögu landsins hafa þeir sem betur fer ekki náð að eyða heillandi áhrifum frumbyggjanna úr andrúmsloftinu. Og sem betur fer hafa þeir haft vit á að viðhalda upprunalegum nöfnum frumbyggj- anna á ýmsum hlutum, ekki síst fyrirbærum náttúrunnar. Fyrir utan að fljúga þessa leið lá fyrir að tapa um tíu tímum í hafíð. Á þessum tíma var tímamis- munurinn níu og hálfur tími, en Ástralir breyta klukkunni eftir miðj- an október, þá verður munurinn tíu og hálfur tími. Það er sunnudags- morgunn þar þegar er laugardags- kvöld hér. Lagt af stað Það var um miðja nótt sem ferð- in hófst frá Reykjavík, það hafði farið lítið fyrir svefni því spenning- urinn var mikill. Svo skemmtilega vildi til að bflstjórinn sem keyrði mig til Keflavíkur var tengdur ferðaskrifstofunni þar sem allt þetta ævintýri átti upptök sín. Svo segja má að það hafí lokað hringn- um á skemmtilegan hátt. Ég vildi vera snemma á ferð til að tryggja að ég gæti látið bóka farangurinn alla leið en þyrfti ekki að ganga í gegn um toll í þrem löndum. . Það var föstudaginn tuttugasta og sjötta september sem þessi lang- þráði dagur rann upp. Mildur dagur á hausti sem var svo undurfagurt. Rétt eins og landið væri á sinn hátt að undirstrika hve fagurt það er, og minna á að sólin geti líka skinið hér og baðað landið geislum sínum. Fyrsti áfanginn var Kaupmanna- höfn. Þar þurfti ég að bíða eina tíu tíma svo ég stóðst ekki freistinguna að bregða mér aðeins niður á Strik til að skoða mannlífið. Veðrið var yndislegt, borgin virtist iða af gleði yfír að fá svo hlýjan og góðan dag svo seint í september. A torgum var fólk að selja vaming sinn og konur í Hjálpræðishemum ljómuðu af helgum blæ með sálmasöng á Strikinu. Eftir að hafa dmkkið í mig hið glaða mannlíf Kaupmannahafnar tók ég strætisvagninn til Kastrup og fékk mér blund í einu af þessum dásamlegu hvfldarherbergjum sem þar em til leigu. Var í fasta svefni þegar gæslukonan vakti mig, klæddi mig í skyndi og hélt svefn- dmkkin af stað til að fínna staðinn þar sem næsta flug skyldi hefjast. Það skal tekið fram fyrir þá sem hafa ekki verið á þessum stóm flug- stöðvum að oft er mörg hundmð metra ganga frá þeim stað er kom- ið er úr einni flugvél til þess staðar sem annað flug er tekið, svo betra er að gefa sér rúman tíma. Þá hófst lengsta flugið í einum áfanga. Næsti áfangastaður var Bangkok, þangað er um ellefu tíma flug frá Kaupmannahöfn. Suðurhafseyjablámi Það var molluleg stækja sem lagði að vitum okkar er við komum til Bangkok. Þar em strætisvagnar sem flytja fólkið á milli svo fólk fær að sjá nánasta umhverfí. Ég sárvor- kenndi mönnum sem ég sá vera að vinna við vegalagningu eða skolp- ræsagerð og allt virtist gert með höndum. Það var aðeins hálftíma dvöl þama í þetta sinn, rétt til að vekja forvitni. Næst var það Singa- pore, þangað er aðeins rúmlega tveggja stunda flug frá Bangkok. Það var greinilegt að maður var kominn í aðra heimsálfu. Flugstöðin í Singapore er mjög stór, falleg og hrein. Hún er einnig mjög vel skipu- lögð og merkt. Þama sést ekki bréfsnifsi á gólfum, allt er fágað og fínt. Blóm, tré og gosbmnnar til að gleðja augað. Þama þurfti ég að bíða í eina sex eða sjö tíma, svo kjörið tækifæri gafst til að virða fyrir sér mannlífið. Á þessum slóð- um er fólk af austurlenskum uppmna í meirihluta af þeim sem um flugstöðina fara og lífstaktur með nokkuð öðm móti en við emm vön. Það er nokkuð fróðlegt og at- hyglisvert fyrir einstakling frá íslandi þar sem allir em að keppast við tímann. Hann virðist hafa allt annað inntak fyrir það. Það vom margar austurlenskar stórfjölskyld- ur þama sem einnig biðu tímum saman eftir flugi. Kannski hefur þeim þótt skrýtið að sjá þessa ljósu konu stika þama fram og til baka í algeru tilgangsleysi í stað þess að slaka á og hugsa. Það er eins og þetta fólk sjái enn lengra inn í framtíðina og sjái hversu lítils virði þetta kapphlaup hafí verið þegar upp verður staðið að lokum. Sem ég upplifði þetta andrúms- loft í allri þessari fjarlægð frá heimaslóðum get ég ekki að því gert að hugsa að mikið myndum við hafa gott af að tileinka okkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.