Morgunblaðið - 25.06.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.06.1987, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1987 -\ Höfum fengið til sölu mjög vönduð þýsk hústjöld. Ný tegund af tjalddúk, vatnsþéttur og slitgóður. Verð aðeins kr. 34.900.- Einnig 3-4 manna tjöld með himni kr. 9.500.- Sýningartjald uppsett á staðnum. Tjaldaleigan, gegnt Umferðamiðstöðinni, sími 13072. Grunnnámskeið Fjölbreytt, gagnlegt og skemmtilegt byijenda- námskeið fyrir fólk á öllum aldri. Dagskrá: * Þróun tölvutækninnar * Grundvallaratriði við notkun tölva * MS-DOS stýrikerfíð * Word-Perfect ritvinnslukerfíð * Multiplan töflureikningvu' * Umræður og fyrirspurnir Tími: 30. júní, 2. júlí, 7. júlí og 9. júlí kl. 18.00-21.00. Innritun daglega frá kl. 9.00-17.00 í simum 687590, 686790 og 687434. li Tölvufræðslan Borgartúni 28. Góóan daginn! Menning gegn hagvexti Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Martin J. Wiener: English Culture and the Decline of the Industrial Spirit 1850-1980. Penguin Books 1985. Rit Wieners er eftirtektarverð úttekt á þeim þáttum í ensku sam- félagi, sem móta smekk, gildismat og efnahagsstefnu. Höfundurinn leitar svara við þeirri spumingu hvers vegna efnahagsundur gerist ekki á Bretlandseyjum í sama mæli og hann telur að það hafi gerst í Vestur-Þýskalandi og Japan. Höfundurinn hefur jákvæða af- stöðu til markaðs-samfélagsins og þeirrar samkeppni, sem talin er auka hagvöxt og bættan efnahag. Hann telur að viðhorf ráðandi sam- félagsafla á Bretlandi á tímabilinu 1850—1980 hafi einkennst af Gæða ísskápar Gorenje HDS 201K rúmar 260 lítra. Þar af er 185 lítra kælir og 65 litia djúpfrystir. Sjálfvirk affrystíng. Hæð 138 cm, breidd 60 cm, dýpt 60 cm. Verð aðeins kr. 28.310. - stgr. - látið ekki happ úr hendi sleppa. Gunnar Ásgeirsson hf. Suóurlandsbraut 16 Sirm 9135200 tregðu við að samhæfast sam- keppnisstefnu og hagvaxtarsjónar- miðum. Sú kenning að gróðasjónar- miðið ráði lífsstíl og lífsstefnu, er ekki gild á þessum tíma á Bret- landi, að dómi höfundar. Gróða- hyggjan réði ekki stefnunni, heldur smekkur og arftekið gildismat. Wiener ræðir ástæðumar fyrir þess- um sérleik ensks samfélags. Þar koma til, ýmsar kenningar. Perry Anderson og Tom Naim telja að iðnbyltingin hafi hafist á Bretlandi, þegar landeigendaaðallinn réð ríkjum og var þá auðugasta stétt ríkisins. Þessi stétt var ekki lengur bundin lénsku landeigendaskipu- lagi, auður hennar var mnninn úr hreinkapítalískum fyrirtækjum, verslun og siglingum og því draga þessir höfundar þá ályktun, að and- stæðan — aðall og borgarastétt — hafi ekki mótast á Englandi og að borgarastétt hafi tekið við af aðlin- um, sem mótandi stétt ásamt aðlinum, með borgaralegu ívafi og það var þessi stétt aðals og borgara sem mótuðu ríkjandi smekk og gild- ismat á Bretlandi. Með þessu móti „siðmenntaðist" borgarastéttin í stíl hefðbundinna gilda aðalsins, og þau gildi urðu mótandi fram yfir miðja 20. öld. C.P. Snow segir í The Masters frá 1951: „Af hveijum tíu megin- erfðavenjum og megingildum bresks samfélags eiga níu uppruna sinn á síðari hluta 19. aldar." Wiener rökstyður þetta með íjölda heimilda frá 19. öld. Á því tímabili var hugtakið „gentleman" mótað og eins og Bertrand Russell skrifar: „Þá var hugtakið fúndið upp af aristókratíinu til þess að móta og halda millistéttinni í skefj- um.“ Wiener telur að um það leyti sem Viktoría drottning lést hafi verið mótuð bresk elíta, mótuð af ákveðinni menntastefnu og gildis- mati, sem náði til viðbragða og hegðunarmáta við flest tækifæri og það þýðingarmesta var smekkurinn, sem réð því hvað var talið við hæfi og hvað ekki. Viðhorf hinna nýju stétta til fomra hefða var blandin óttabland- inni virðingu og uppreisnarhug. En smátt og smátt náði smekkur yfír- stéttarinnar tangarhaldi á gildis- mati parvenuanna og stuðluðu skólamir að því. „Það þarf þijár kynslóðir til þess að skapa séntil- mann," er orðtak frá þeim tímum Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! þegar þetta var að gerast. Fjarri fór því að grófustu gróðahyggjuöfl- in sættu sig þegjandi við þessa þróun sbr. umsögn: „Það virðist talið til dauðasynda að stunda gróðavænlegan atvinnurekstur." Þessi viðhorf vom almenn, en þau dugðu ekki til þess að ijúfa ríkjandi hefðir. Flestöll skáld og rithöfundar á 19. öld töldu hina nýju tegund gróðahyggju andstæðu breskra menningarhefða og þeir og sósíal- istar sem voru svo til eingöngu úr yfirstéttunum áttu samleið með ar- istókratíinu í því að líta á hina iðandi kös víxlara og kaupahéðna. Wiener telur að hefðir og venjur hafi haldið mjög aftur af ömm breytingum og nýjabmmi í tækni- væðingu og nýjungum í viðskipta- háttum og kaupsýslu. Það var líkast því sem verksmiðjueigendur og kaupsýslumenn væm ekki sáttir við starfa sinn, skömmuðust sín jafnvel fyrir það að þurfa að stunda, slíka atvinnuvegi. Þetta telur Wiener hafa verið meginástæðuna fyrir vissri stöðnun í atvinnulífinu. At- vinnurekendur töldu sig lengi vel bera ábyrgð á starfsmönnum sínum líkt og landeigendur fyrri alda. Það var ekki fyrr en með ný-fijáls- hyggjunni að uppar ná undirtökun- um í ríkisgeiranum og samkeppni, hagvöxtur og hagkvæmni verða ráðandi öfl. Gróðasjónarmiðið mót- aði öll umsvif eingöngu og það sem ekki bar sig, hmndi. Þessi nýi hugs- unarháttur berst inn í breska pólitík með Thatcher, enda er hún sprottin upp úr jarðvegi, sem átti lítið sam- eiginlegt með breskum yfírstéttar- hefðum, alin upp í ríkjandi anda breskra lágstétta. Þar með rann upp tími parvenuanna, uppanna, sem aflögðu patemalismann og reyndu jafnframt að móta samfélag sam- keppninnar og aukins hagvaxtar og gróða. í bókarlok rekur Wiener skoðanir J.B. Priestleys um með- fædda andúð Breta á breytingum breytinganna vegna og því sem hann kallar „the rat race“, sölu- mennsku og vafasamri kaupsýslu. Wiener telur að Thatcher muni e.t.v. geta hamlað gegn verðbólgu, takmarkað fé í umferð og sigrast á verkalýðsfélögunum, en að hún muni eiga erfíðara með að sigrast á menningarhefðum breskrar yfir- stéttar, sem hafa markað breskt samfélag allt frá dögum Burkes. Hvað um það, þá geta margvís- legustu tímabundin málefni valdið fylgi eða fylgistapi og er erfitt að spá um framvindu þeirra þátta, sem Wiener fjallaði fyrst og fremst um. Mynd hans af ensku samfélagi er mjög athyglisverð og hugmyndir hans um togstreitu menningar- hefðar, patemalisma og virðingu fyrir einstaklingnum og hins vegar hörð samkeppni og hrun aldagam- aila venja og siðgæðismats er skýr og raunsæ. Þetta er mjög skemmti- lega skrifuð bók og læsileg. Höfundurinn er prófessor í sagn- fræði við Rice-háskólann í Houston. Hlaut menntun sína á Harvard.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.