Morgunblaðið - 25.06.1987, Page 45

Morgunblaðið - 25.06.1987, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1987 45 Eru kraftaverk staðreynd? eftirJón Habets Til þess að unnt reynist að svara þeirri spurningu sem er yfirskrift þessarar greinar verðum við að gera okkur grein fyrir því hvað meint er með hugtakinu „krafta- verk“. Sennilega verður merking hugtaksins best skýrt með dæmum úr Biblíunni, t.d. þegar Jesús kall- aði Lasarus til lífsins aftur eftir að hann hafði legið í gröf sinni í fjóra daga, þegar Jesús gekk á vatninu og þegar hann mettaði þúsundir manna með nokkrum brauðum. Vera kann að menn spyiji sem svo: Eru kraftaverkin möguleg? Var það sæmandi af Jesú að gera kraftaverk? Gerði Jesús í rauninni kraftaverk. Eg vil gjaman reyna að svara þessum þremur spumingum: 1. Eru kraftaverk möguleg? Þeir sem ekki trúa á Guð hljóta að svara spumingunni neitandi. Þeir telja að allt sem gerist í heimi hér lúti ákveðnum náttúrulögmálum og að á því sé engin undantekning og því geti t.d. dauðir ekki risið upp frá dauðum. Þessi svör hafa svo sem heyrst áður. Jafnvel Páll postuli varð að svara þessum spumingum. Hann sagði aðeins: „Ef ekki er til upprisa dauðra, þá er Kristur ekki heldur upprisinn." 1. Kor. 15.13. Hverju getur kristinn maður svarað til? Hann gæti sagt: Ég trúi á Guð sem hefur skapað himin og jörð úr engu og að hann stjómi heiminum með náttúrulögmálunum. Sé þessu þannig varið — en kristnir menn telja þetta staðreynd — þá væri það hið sama og að neita almætti Guðs ef við segðum sem svo: „Guð er svo bundinn af sínum eigin lögmálum að hann getur aldrei framar gert neitt það sem ekki er í samræmi við þessi lögmál, svo sem að kalla látinn mann til lífs á ný.“ 2. Var það sæmandi af Jesú að gera kraftaverk? Um það getum við ekki efast að það var sæmandi. Ég tel að það hafí verið nauðsyn- legt. Jesú, trésmiðnum frá Nasaret, nægði ekki að segja samtíðarmönn- um sínum að hann x>g Guð væru eitt, heldur varð hann að sanna þeim það. Hefði hann ekki gert það hefðu hinir vantrúuðu gyðingar getað sagt með sanni þau orð sem greinir frá í Jóhannesarguðspjalli, 10.33: „Vér grýtum þig ekki fyrir góð verk, heldur fyrir guðlast, að þú, sem ert maður, gjörir sjálfan þig að Guði.“ Jesús svaraði þeim: „ ... trúið verkunum, þótt þér trúið mér ekki, svo að þér skiljið og vit- ið, að faðirinn er í mér og ég í föðurnum." Við lesum einnig um það í Markúsarguðspjalli að Jesús sannaði með kraftaverkum að hann væri Guð: „Þá er Jesús sér trú þeirra, segir hann við lama mann- inn: „Bamið mitt, syndir þínar eru fyrirgefnar.“ Mk. 2.5. „Þar sátu nokkrir fræðimenn og hugsuðu í hjörtum sínum: „Hví mælir þessi maður svo? Hann guðlastar. Hver getur fyrirgefíð syndir nema Guð einn?“ Mk. 2.6. Jesús andmælti þessu ekki. Hann sannaði að hann hefði þennan guðlega mátt. Hann sagði: „En til þess að þér vitið, að Mannssonurinn hefur vald til að fyrirgefa syndir á jörðu, þá segi ég þér“ — og nú talar hann við lama manninn — „Statt upp, tak rekkju Jón Habets „Við skulum ekki efast um það að það hafi ver- ið kraftaverk Jesú sem hafi blásið þeirri sann- færingoi í brjóst læri- sveinanna sem gerði þá tilbúna til þess að láta lífið fyrir trú sína.“ þína, og far heim til þín.“ Alkunna var, og það var Jesú einnig ljóst, að margir létu tigna sig sem guði, t.d. rómversku keisaramir. Þetta geta allir fullyrt. Þess vegna var það gagnlegt, já, nauðsynlegt að Jesús staðfesti orð sín með krafta- verkum. 3. Gerði Jesús í rauninni krafta- verk? Þeir sem einfaldlega trúa kraftaverkasögum Biblíunnar geta ekki efast um það. Það skal viður- kennt að Biblíuskýrendur hafa leitast við að útskýra kraftaverk eða svonefnd kraftaverk sem nátt- úrleg fyrirbæri og hafa þar náð nokkmm árangri. En þýðir það þá í raun að engin kraftaverk hafi verið unnin? Við getum lesið okkur til um það hvað hinir ýmsu Biblíu- skýrendur hafa um málið að segja. Fyrir liggur opinber afstaða lút- ersku og kaþólsku kirknanna. Hvað kaþólsku kirkjuna varðar er málið alveg ljóst. En er það einnig svo hvað varðar lútersku kirkjuna? Eitt af játningarritum evangelísk-lút- ersku kirkjunnar, „Konkordienfor- mel“, hefur eins og Ágsborgatjátn- ingin víðtæka þýðingu í lútersku kirkjunni. í henni segir m.a.: „í krafti þessarar sameiningar hins guðlega og hins mannlega gerði Jesús öll kraftaverk sín og opin- beraði guðlega tign sína hvar og hvenær sem honum þóknaðist sjálf- um, ekki aðeins eftir upprisu sína og himnaför, heldur einnig meðan hann lítillækkaði sig sem maður, t.d. í brúðkaupinu í Kana o.s.frv." Einnig stendur í hinu stóra „Evangelíska spumingakveri fyrir fullorðna" á bls. 364: „Núorðið er það óumdeilanleg staðreynd í Nýja- testamentisrannsóknum að Jesús hafi gert kraftaverk, hvaða merk- ingu menn svo leggja í þau.“ Síðan á 19. öld hafa verið gefnar út opin- berar yfirlýsingar af hendi páfastóls og einnig frá fyrsta kirkjuþinginu í Róm varðandi staðreyndir og sönnunargildi kraftaverka, án þess að nokkurn tíma væri gefin ná- kvæm skilgreining á þeim. Gregorí- us páfi 16. (dáinn 1846) kenndi um sönnunargildi kraftaverka. Fyrsta kirkjuþingið spáði samkvæmt text-' anum í Markúsarguðspjalli 16.20: „Þeir (þ.e. postularnir) fóru og prédikuðu hvarvetna, en Drottinn var í verki með þeim og staðfesti boðun þeirra með táknum, sem henni fylgdu.“ Síðan sagði kirkju- þingið að Guð hafí með hjálp heilags anda einnig gefið örugga sönnun, sem öllum væri augljós, um opin- berum sína, einkum með krafta- verkum og spádómum. Við getum treyst því að bestu Biblíuskýrendur heims ábyrgjast þessar skýringar lúterssinna og-' katólikka. Ef menn afneita krafta- verkum er skýringin vafalaust einfeldni, svo sem hjá trúleysingj- um. Þegar Páll postuli var að segja frá upprisu Jesú í Aþenu hæddust nokkrir lærðir Aþeningar að honum en aðrir þögguðu niður í honum kurteislega með orðunum: „Vér munum hlusta á þetta hjá þér öðru sinni." En Páll stofnaði ekki söfnuð meðal þeirra, heldur meðal hinna grófgerðu sjómanna í Korintu. Við skulum ekki efast um það að það hafi verið kraftaverk Jesú sem hafi blásið þeirri sannfæringu í bijóst lærisveinanna sem gerði þá tilbúna til þess að láta lífið fyrir trú sína. Með orðum Jesú eru krafta- * verk hans sem dýrmætir eðalsteinar sem gefa kenningu hans mikinn kraft og við megum vera þakklát fyrir það. Höfundur er kaþólskur prestur í Stykkishólmi. NYTT SIMANUMER 5 LINUR Ef þig vantar tjald, þá höfum við það. Einnig bakpoka, svefnpoka, grill, dýnur o.fl. o.fl. ^lager^y EYJASLOÐ 7 - SIMI 621780

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.