Morgunblaðið - 25.06.1987, Síða 48

Morgunblaðið - 25.06.1987, Síða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1987 Bændablaðið, nýtt blað um landbúnað og landsbyggð Hússtjórnarskólinn í Reykjavík. Hússtjómarskólanum í Reykjavík slitið ÚT ER komið fyrsta tölublað Bændablaðsins, blaðs um land- búnaðar- og landsbyggðarmál. Úgefendur eru Bændasynir hf. Kynningarbækl- ingar um mál- efni fatlaðra FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur nýlega gefið út nokkra bækl- inga til kynningar á málefnum fatlaðra. Er hér um að ræða bækl- inga sem gefnir eru út í samræmi við lög um málefni fatlaðra í þeim tilgangi að kynna fötluðum réttindi sin og þá þjónustu sem ráðuneytið hefur upp á að bjóða. Bæklingamir eru fimm talsins og inniheldur hver um sig upplýsingar um sérstakt málefni. Þeir fjalla um stuðningsfjölskyldur, námsstyrki og námslán, styrki og lán til verkfæra- og tækjakaupa, fjárhagsaðstoð við framfærendur auk upplýsinga um svæðisstjómir og staðsetningu þeirra. og ritstjóri er Bjarni Harðarson blaðamaður. Bændablaðið er í dagblaðsbroti og samkvæmt upplýsingum útgáfunnar mun það koma út mánaðarlega fyrst um sinn. Þessu fyrsta blaði er dreift ókeypis til kynningar til allra bænda í landinu, en fram- vegis verður það selt í áskrift og lausasölu. í frétt frá útgáfunni kemur eft- irfarandi m.a. fram: „Að útgáfu Bændablaðsins stendur ungt fólk sem á rætur í bændastétt og á landsbyggðinni. Blaði þessu er öðru fremur ætlað að vera málgagn allra þeirra sem vilja efla byggð í landinu og stuðla að jafnvægi milli landshluta. Blað- ið er óháð öllum hagsmunasam- tökum, stjómmálaflokkum og póiitískum stefnum. í því verður kappkostað að birta vandaðar fréttaskýringar, greinar og úttekt- ir á málum sem snerta búskap og landsbyggðina. Jafnframt þessu tekur blaðið við aðsendum grein- um og blaðamenn Bændablaðsins koma sjónarmiðum bænda og le- senda á framfæri í viðtölum." í þessu fyrsta tölublaði Bænda- blaðsins er meðal annars að finna nokkra úttekt á jaðarbyggðum í landinu, greinar um hrossaútflutn- ing, offramleiðslu á laxi sem leitt gæti til upptöku neta hja'bændum og úttekt á kjötsölu til hersins. I grein sem Ólafur Hannibalsson í Selárdal skrifar gagnrýnir hann fjárfestingar Kaupfélagsins á Pat- reksfirði og í grein um smábúa- stefnu og stórbúastefnu er dreginn fram áður óþekktur „Búdapest"- fyrirlestur Ólafs Dýrmundssonar og fleiri. Þá er í blaðinu grein um áhrif eiturefnanotkunar í gróður- húsum á þá sem í húsunum vinna, en það mál hefur ekki verið tekið fyrir áður í íslenskum fjölmiðlum. Útgáfufélag Bændablaðsins heitir Bændasynir hf. og skrifstofa blaðsins er að Skúlagötu 32, 3. hæð. Hússtjórnarskólanum í Reykjavík var slitið 22. maí og lauk þar með 45. starfsári hans. Starfsemi skólans er þannig hátt- að að á haustönn eru haldin námskeið í fatasaumi, matreiðslu og vefnaði. Námskeiðin eru misjafnlega löng. Sum standa að- eins í tvo til þrjá daga en önnur í sex_ eða sjö vikur. Á vorönn er starfandi fimm mán- aða hússtjómardeild og er heima- vist fyrir þá nemendur sem þess óska. Námskeiðin eru jafnframt starfandi áfram eftir því sem hús- næði leyfir. Alls stunduðu 380 manns nám í skólanum í vetur. Við skólaslit voru nemendum í hússtjómardeild veitt verðlaun fyrir prúðmennsku og góð- an námsárangur. Þau hlutu Helga Guðrún Haraldsdóttir frá ísafirði og Berglind Samúelsdóttir frá Húsavík. Starfsemi skólans verður óbreytt næsta vetur. •Jfh , * [ raðauglýsingar — raöauglýsingar — radauglýsingar Kópavogur Lóðaúthlutun — einbýlishús Auglýstar eru lausar til úthlutunar eftirtaldar lóðir: A. Hlíðarhjalli 2-4-6-8. B. Helgubraut 12. Eyðublöð og nánari upplýsingar eru að fá á tæknideild, Fannborg 2, 3. hæð. Umsóknarfrestur er til 30. júní nk. Bæjarstjórinn í Kópavogi. Rannsókna- og námsstyrkir Fulbrightstofnunin býður íslenskum fræði- mönnum styrk (u.þ.b. $ 5.000) til að stunda rannsóknir í Bandaríkjunum 1988-1989. Umsóknir ásamt staðfestingu á rannsókna- aðstöðu við mennta- eða rannsóknastofnun í Bandaríkjunum, skulu berast stofnuninni fyrir 2. október nk. Auk þess veitir stofnunin náms- og ferðaað- stoð íslendingum, sem þegar hafa lokið háskólaprófi eða munu Ijúka prófi í lok náms- ársins 1987-1988, og hyggja á frekara nám við bandaríska háskóla skólaárið 1988-1989. Tekið er við umsóknum um nám á öllum sviðum og er hver styrkur u.þ.b. $ 3.000. Einn styrkur að upphæð $ 10.000 verður veittur til að nema sögu Bandaríkjanna. Umsóknarfrestur rennur út 1. september nk. Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu Fulbrightstofnunarinnar, Garðastræti 16, sem er opin kl. 12.30-16.30 alla virka daga. fundir — mannfagnaöir I ...... ■>:.............. ■ Kveðjuhóf til heiðurs Jayne og Keith Humphreys verður haldið í sal Kennaraháskóla íslands föstudaginn 26. júní kl. 17.00-19.00. (Veitingar kr. 250,-). Vinir og starfsfélagar. Bátur Til sölu rúml. tveggja tonna trilla með haffær- isskírteini. Tilbúin á handfæri. Upplýsingar í síma 96-41063. Bátasmiðir Sérhannaðir vinnupallar fyrir bátasmíði. Gott verð. Brimrás hf., sími 651960. Ath! Verksmiðjuútsala Sólkjólarnir komnir aftur, verð frá kr. 600. Jogginggallarnir komnir aftur. Opið laugardag 10.00-16.00, aðra daga frá kl. 10.00-18.00. Ceres, Nýbýlavegi 12, Kóp. Trésmíðavél — kflvél Til sölu SCM P 170 kílvél með 5 hausum (1 Universal). Mjög góð vél. Aðeins árs gömul. Þar sem við erum að Ijúka lokaáfanga í að setja upp tölvustýrðar vélar getum við losað þessa vél strax. Trésmiðjan Mosfell hf., sími 666606. Til sölu vegna breytinga á eldhúsi 700 lítra frysti- skápur ný uppgerður. Ennfremur kæliskápur 4ra dyra sem er 2,33 metrar á hæð og 75 cm á breidd, rafmagnsgrill, hamborgara- panna og vatnsbað. Allt í mjög góðu ástandi. Upplýsingar á staðnum frá kl. 9.00-15.00. I H 3 Bergstaðastræti 37. nlÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS Útboð Iðntæknistofnun íslands óskar eftir tilboðum í sjálfvirkan búnað sem flytur pylsur af reyk- rekka og setur þær í pökkunarvél hjá Slátur- félagi Suðurlands, Skúlagötu 20, Reykjavík. Nýtækni íiðnaði Matvælatækni SS-I Verkið nær til hönnunar, smíði, uppsetningar og prófunar á kerfinu. Útboðsgögn verða afhent hjá Iðntæknistofnun íslands, Keldnaholti gegn 5000,- kr. skilatryggingu, frá og með mánu- degi 29. júní 1987 kl. 15.00 þar sem verkefnið verður samtímis kynnt. Tilboðum skal skila til Iðntæknistofnunar íslands, Keldnaholti, eigi síðar en 21. ágúst 1987 kl. 15.00. Iðntæknistofnun íslands, sjálfvirknideild. Aðalfundur FUS Njarðvík veröur haldinn fimmtudaginn 25. júni kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf. Kosning fulltnja á SUS-þing. Önnur mál. Stjómin SUS-þing íBorgarnesi 4.-6. september Sambandsþing SUS veröur haldið í Borgamesi dagana 4.-6. sept- ember nk. Mikilvægt er aö aöildarfólög SUS sendi sem fyrst inn til skrifstofunn- ar nöfn á þeim aðilum sem þau tilnefna til þlngsetu. Einnig veröa athugasemdir varöandi fjölda fulttrúa og óskir um viö- bótarfulftrúa aö berast sem fyrst. Framkvæmdastjóm.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.