Morgunblaðið - 25.06.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.06.1987, Blaðsíða 32
3a> MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1987 Suður Kórea Kim Dae Jung sleppt úr stofufangelsi: Þekktasti sljórnarand- stæðingur Suður-Kóreu Seoul, Reuter. KIM DAE JUNG, sem látinn var laus í gær eftir að hafa verið í stofufangelsi í tvo mánuði, er þekktasti talsmaður stjómar- andstæðinga í Suður-Kóreu. Hann hefur lengi barist fyrir þvi að lýðræði verði komið á í landinu og hefur af þeim sökum eytt mörgum árum ævi sinnar bak við lás og slá. Kim Dae Jung er 63 ára að aldri. Hann var settur í stofufang- elsi í aprílmánuði er hann og annar þekktur stjómarandstæðingur Kim Young Sam ákváðu að snúa bökum saman og stofna Lýðræðislega sameiningarflokkinn. Kim Dae Jung er óheimilt að hafa afskipti af stjómmálum þar eð hann hefur hlotið dóm fyrir undirróðursstarf- semi. Rúmlega þrítugur að aldri var hann orðinn þekktur vegna af- skipta sinna af þjóðmálum. Á þingi flokks stjómarandstæðinga, Lýð- ræðisflokks Kóreu, árið 1970 var hann óvænt valinn sem forsetaefni flokksins. Háði hann harða kosn- ingabaráttu við Park Chung Hee, þáverandi forseta, og hlaut gagn- rýni hans á spillingu innan stjóm- kerfisins mikinn hljómgmnn meðal alþýðu manna. Kim hlaut 45 pró- sent atkvæða sem var mikill sigur. Kim lenti í alvarlegu bflslysi í kosn- ingabaráttunni og ber hann ætíð merki þess. Sjálfur er hann í eng- um vafa um að slysið hafi ekki verið óviljaverk heldur tilræði við hann. í ágústmánuði árið 1973 var honum rænt er hann dvaldist á hóteli í Tókýó. Segir hann ræningj- ana hafa verið útsendara leyni- þjónustu Suður-Kóreu. Að hans sögn var hann bundinn og keflaður og fluttur á hraðbáti á haf út. Hugðust mennimir varpa honum fyrir borð er flugvél flaug yfir og skaut út aðvörunarblysum. Snem mennimir þá bátnum aftur til lands. Þremur dögum síðar var honum varpað út úr bfl á ferð fyr- ir framan heimili sitt í Seoul. Park forseti var myrtur árið 1979 og bauð Kim sig fram í for- setakosningum árið eftir. Til þeirra kom þó ekki því herinn tók völdin í sínar hendur og var Chung Doo Hwan, núverandi forseti, helsti leiðtoginn. Kim var fangelsaður og bmtust út miklar óeirðir í heimahéraði hans er þær fréttir bámst. Stjóm Chuns forseta sak- aði Kim um að hafa hvatt til uppreisnarinnar og var hann dæmdur til dauða. Dómnum var breytt í lífstíðarfangelsi og síðan aftur í tuttugu ára vist innan fang- elsismúra. Kim var leyft að fara til Bandaríkjanna árið 1982 að leita sér læknishjálpar. Þar dvald- ist hann í sjálfskipaðri útlegð fram til árisins 1985. Flokkur hans Nýi lýðræðisflokkurinn varð stærsti flokkur stjómarandstæðinga í Suð- ur-Kóreu þó svo að Kim eyddi stærstum hluta ársins í stofufang- elsi. Á síðasta ári ákváðu þeir Kim Young Sam og Kim Dae Young síðan að stofna nýjan flokk stjóm- arandstæðinga sem er mun af- dráttarlausari í málflutningi sínum. Óttast stjómvöld í Suður- Kóreu að þetta nýja afl komi til með að raska stöðugleika í landinu og var sá orðrómur á kreiki í síðustu viku að Chun forseti hygð- ist stöðva starfsemi hans. Chun forseti og Kim Young Sam heilsast áður en fundurinn hófst í gær. Vonbrigði með ár- angurslítinn fund Chun og Kim Young Seoul, Reuter. SÁR vonbrigði og reiði voru viðbrögð fólks í Suður Kóreu í gær, er ljóst var, að fundur Chun forseta og Kim Young Sam, annars leiðtoga stjóraarandstöðunnar hafði ekki borið neinn umtalsverðan árangur. Kim Young Sam sagði við fréttamenn að honum loknum, að hann hefði orðið nýög vonsvikinn. Hann sagði að sér fyndist ekki stætt á því að hvetja menn til að hætta við fyrirhuguðan mótmælafund á föstudag, þar eð forsetinn hygðist ekki koma til móts við stjórnarandstöðuna, nema að mjög takmörkuðu leyti. Pundurinn milli þeirra Chun og Kim Young stóð í þrjá klukkutíma og eftir því sem þeir töluðu lengur saman, urðu menn vonbetri og bjuggust við að áþreifanleg niður- staða væri að finnast. Enn jókst eftirvænting og vonargleði manna, þegar þær fréttir spurðust út, að forsetinn hefði boðið Kim Young Sam að snæða með sér hádegis- verð. Þegar fundinum lauk hélt Kim fréttamannafund, eins og áður seg- ir. Hannóf mál sitt með því að segja að viðræðumar hefðu verið „ófull- nægjandi." Hann sagði að forsetinn hefði boðið, að umræður um endur- bætur á kosningareglum yrðu leyfðar. Kim kvaðst hafa svarað því tii, að slfld væri tímasóun. Chun hefði leyft umræður af því tagi - að nafninu til, en ákveðið í vor að banna þær. Umræðumar hefðu verið út í hött og ekki skilað neinu. Því væri engin lausn í slíku „leyfi" fólgin. Hins vegar hvatti hann forsetann til þess að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það, hvemig fyrirkomulag þjóðin að- hylltist um að kjósa sér forseta. Sú hugmynd hefði ekki fengið hljómgmnn hjá forsetanum, sagði Kim. Kim Young sagðist hafa krafizt þess að pólitískir fangar yrðu látn- ir lausir úr haldi og veitt sakampp- gjöf. Hann krafðist þess að Kim Dae Jung yrði sleppt úr stofufang- elsi og fengi að njóta fullra rétt- inda. Chun hét að sleppa Kim Dae úr stofufangelsi, en að öðm leyti veitti hann engin skýr svör, að sögn Kim Young. Kim Young sagðist hafa farið sæmilega bjartsýnn að hitta forset- ann, en að honum loknum væri ekki ástæða til að fagna miklu. Hann fór fram á það við Chun, að þeir nafnamir Kim Dae og Kim Young ræddu saman við hann, eft- ir að sá fyrmefndi hefði verið látinn laus, en forsetinn hefði vísað þeirri hugmynd alfarið á bug. í fréttaskeytum segir að menn óttist mjög að óeirðir haldi áfram, og þykir það ekki fyrirboði neins góðs, að Kim Young skyldi gefa eindregið til kynna, að borgarar ættu ekki annarra kosta völ en halda baráttunni á götum úti áfram. Síðdegis í gær kom til átaka í Seoul eina ferðina enn, eftir að Kim Young hafði gert mönnum grein fyrir, að fundurinn með forsetanum hefði farið fyrir lítið. Reuter Kim Young Sam (til vinstri) átti i gær fund með Kim Dae Young (til hægri) og var myndin tekin við það tækifæri. Bandarískir gíslar í Líbanon: Fyrrum ráðgjafi vill enga miskunn sýna Waahington, Reuter. NOEL Koch, fyrrum sérfræðing- ur Bandaríkjastjórnar um aðgerðir gegn hryðjuverkastarf- semi, sagði í vitnaleiðslum rannsóknarnefndar Bandarikja- þings um vopnasölumálið i gær að til dæmis mætti leysa gisla- FORSETI Barnahjálpar Samein- uðu þjóðanna (Unicef), Gilbert Jáger, lagði i gær fram afsögn sína. Hann vill láta af embætti vegna hneykslismáls, sem upp kom varðandi barnaklám og stofnunin flæktist í. Yfírmaður belgísku deildar Unic- ef og sjálfboðaliði við stofnunina hafa verið kærðir fyrir að vera við- málið með þvi að ræna foringja einhverra samtaka, sem hlynnt eru írönum og grunuð um að hafa bandaríska gisla í haldi, og aflima hann smátt og smátt. „Ég myndi fara með hann á hlýj- an, viðkunnanlegan stað og skera riðnir alþjóðlegan glæpahring, sem talið er að hafi látið framkalla klám- myndir af bömum í kjallara skrif- stofubyggingar Unicef í Briissel. Jáger var ekki viðriðinn hringinn, að því er talsmaður Unicef sagði, en vildi láta hneykslan sína og reiði vegna þessa athæfís koma í ljós með afsögn sinni. af honum einhvem líkamshluta, án þess þó að stofna lífí hans í hættu. Fingur væri kjörinn. Ég myndi vefja miða utan um Ifkamshlutann og skrifa á hann: þaðan sem þetta kemur er meira að finna," sagði Koch fyrir nefnd beggja deilda Bandaríkjaþings á þriðjudag. Koch lét af störfum í bandaríska vamarmálaráðuneytinu í maí 1986 til að mótmæla leynilegri sölu Bandaríkjamanna á vopnum til ír- ana. Hann lét þessi ummæli falla er hann var spurður hvemig hann myndi reyna að leysa gíslamálið. Hann sagði að miðann ætti að senda til samstarfsmanna hryðju- verkaforingjans og segja að þeir ættu tafarlaust að láta gísla sína lausa, „annars verður meira af þessu dóti sent til ykkar". Reuter Noel Koch hefði farið aðrar leið- ir en stjóra Ronalds Reagans forseta tU að fá bandaríska gísla í Líbanon leysta úr haldi. „í raunvemleikanum verður oft að gera hluti sem ekki em kenndir í sunnudagaskólanum," bætti Koch við. Vitað er að níu bandarískir gíslar em í haldi í Líbanon. Vopnasalan átti að tryggja þeim frelsi og koma á samskiptum við „hófsöm" öfl í íran. Bandaríkjaþing: Aukið öryggi í sendiráðum Washington, Reuter. FULLTRÚADEILD Bandaríkja- þings samþykkti i gær fjárlaga- frumvarp fyrir utanríkisráðu- neytið fyrir fjárlagaárið 1988 tíl 1989. Þar er ákvæði um að meina sovéskum stjóraarerindrekum að flytja inn í nýja sendiráð Sov- étmanna í Washington þar tU hljóðnemar og hlerunartæki hafa með öUu verið fjarlægð úr bandaríska sendiráðinu í Moskvu. í framvarpinu er einnig tillaga um að hefta ferðafrelsi bandarískra borgara til Nicaragua og annarra ríkja í Mið-Ameríku, ef þeir ætla þangað í þeim yfírlýsta tilgangi að aðstoða hemaðaröfl kommúnista. Frumvarpið fer næst gegn um öldungadeild þingsins og er líklegt að ýmis viðbótarákvæði þess verði felld niður eða þeim verði verulega breytt. Forseti Unicef segir af sér Brilssel, Reuter.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.