Morgunblaðið - 25.06.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 25.06.1987, Blaðsíða 54
trpt n/rí’n íTTTnirn'^Tr”T3 rnrTA TfrvmnTTOM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1987 Skúli Guðmundsson kennari - Minning Fæddur nóvember 1902 Dáinn 3. mars 1987 Þetta er síðbúin minningargrein um foður minn, Skúla Guðmunds- son, sem lést í Reykjavík 3. mars sL, 84 ára gamall. Faðir minn var af góðu fólki kominn og var faðir hans mikill dugnaðarforkur. Systkini átti hann Qögur, Filipus, Margréti, Harald og Kjartan. Er Kjartan nú einn eftir. Vil ég nota tækifærið og þakka Kjartani fyrir alla þá hugulsemi og kærleika sem hann hefur sýnt bróð- ur sínum, ekki hvað síst seinustu mánuðina sem pabbi lifði. Aðaláhugamái pabba var kennsla og hef ég ekki hitt neinn sem hefur tekið annan eins áhuga á því starfi. Man ég þegar ég var strákur að hann var alltaf að undirbúa alls konar verkefni fyrir nemendur sína og reyndi þau gjaman á okkur böm- um sínum. Pabbi fór ungur til náms í Nor- egi og var á skóla sem var í Fjell- haugen norður við Osló. Dvaldist hann þar í nokkur ár og stundaði meðal annars námskeið í náttúru- fræði sem hann hafði mikinn áhuga á. En leiðin lá til baka til íslands og lauk hann námi frá Kennaraskól- anum í Reykjavík. Eftir það réði hann sig sem kennara á Hellissandi og var það þar sem hann kynntist móður minni, Guðrúnu Olgu Claus- en, og giftust þau árið 1931. Eignuðust þau flögur böm, Elmu fædda 1932 (Svanrún Axelma), Elfar Jóhannes f. 1936, Svanfríði f. 1944 og undirritaðan f. 1934. Eitt bam átti pabbi áður og heitir hún Svanhvít. Eftir að pabbi flutti frá Hellis- sandi til Reykjavíkur gerðist hann lausakennari við Austurbæjarskól- ann og varð fljótlega fastráðinn kennari og þar starfaði hann þar til hann komst á eftirlaunaaldur. Ég man best eftir þessum árum þegar við vomm nýflutt suður og hvað kennaralaunin vom léleg á þeim tíma og hvílíkt basl var hjá foreldmm mínum að sjá fyrir okkur öllum. Var það ekki síst dugnaður mömmu og útsjónarsemi sem hjálp- aði okkur þar sem pabbi var alltaf svo upptekinn í starfi sínu sem illa launaður kennari að kennslan tók allan hans tíma og krafta. Man ég að mamma saumaði föt á okkur krakkana úr notuðum fötum sem hún fékk gefins og var alltaf að gera eitthvað til að drýgja tekjum- ar. Því miður dó hún langt fyrir aldur fram, 36 ára, árið 1950. Man ég sérstaklega vel hvað pabbi var hugulsamur við mömmmu þegar hún var veik. Hjólaði hann hvem einasta dag frá Rauðavatni upp að Vífílsstöðum til að heimsækja hana frá því í apríl 1949 þar til yfír lauk í janúar 1950. Þar fór elskuleg móðir og mikilhæf kona. Blessuð sé minning hennar. Eftir það komu losaraleg ár fyrir okkur. Élma systir og fyrri maður hennar, Sverrir Jónatansson, reyndu að halda okkur heimili með pabba eftir sinni bestu getu, en þau vom ung og nýgift og held ég að þetta hafí verið of mikið álag fyrir þau og jafnvel stuðlað að því að þau skildu nokkm seinna. Tveimur ámm seinna, 1952, gift- ist pabbi Ástu Jónasdóttur og tóku þau Svanfríði til sín en létu okkur hin um að sjá um okkur sjálf. Gekk menntun hennar bama og þeirra líf fyrir öllu. Verð ég að segja að ég var sár út í pabba að svona skyldi fara en seinustu árin höfðum við meira samband þar sem hann kom í heimsókn til okkar bama sinna, þar sem við emm öll búsett í Banda- ríkjunum. Við sættumst fullum sáttum og áttum við margar góðar stundir saman þar sem margt var rætt og ekki síst trúmál sem við höfðum báðir mikinn áhuga á. Við þijú systkinin komum í heim- sókn til pabba í desember sl. og var því miður ekki leynt hvert stefndi. Pabbi var mikið kvalinn, en þegar við töluðum saman kom samt upp viss glettnissvipur sem gat lýst upp allt umhverfíð. Það er sárt að sjá pabba minn fara, vona að það verði bara um sinn. Fari faðir minn í friði, frelsarinn verði honum að liði. Guðmundur Heimir Skúla- son, Van Nuys, Kaliforníu. Valgeir Runólfsson Akranesi - Kveðjuorð Fæddur 31. október 1923 Dáinn l.júní 1987 Mig langar til að minnast með örfáum orðum vinar míns og sam- starfsmanns, Valgeirs Runólfssonar, rafvirkjameistara á Akranesi, sem lést 1. júní sl. Valgeir fæddist 31. október 1923. Hann var sonur Þórunnar J. Markús- dóttur og Runólfs Guðmundssonar bónda í Gröf í Skilmannahreppi. Valgeir ólst upp i Gröf, en fór síðan til náms í rafvirkjun hjá Bræðrunum Ormsson í Reykjavík. Að sveinsprófi loknu starfaði hann sem rafvirki í nokkur ár, m.a. var hann með eigin rafmagnsverkstæði á Akranesi. Valgeir lærði síðan vélvirkjun hjá Þorgeir og Ellert hf. á Akranesi og starfaði sem vélvirki hjá fyrirtækinu í nokkur ár. Þegar stofnuð var raf- magnsdeild hjá Þorgeir og Ellert árið 1964 varð Valgeir verkstjóri þar og jafnframt meistari að ölium þeim flölþættu rafmagnsverkum sem fyr- irtækið hefur annast síðan. Fyrir sex árum eftirlét hann svo öðrum daglega verkstjóm og færði sig á teiknistofu fyrirtækisins og starfaði síðustu árin við hönnun, til- boðsgerð og yfirstjóm verka. Valgeir var tvímælalaust mjög fær í sínu starfí. í nútíma fiskiskip- um er tækjabúnaður afar fjölbreytt- BV Hand lyfri- vagnar f ji Eigum ávallt fyrirliggjandi \|r hinavelþekktuBV-hand- lyftivagna með 2500 og 1500 kílóa lyftigetu. ur, ekki síst eftir að fískverkunar- kerfí og frystibúnaður bættist við margbrotin siglinga- og fískileitar- tæki. Hönnun og lagning rafkerfís í slík skip krefst mikillar útsjónar- semi og nákvæmni. Fórust Valgeiri þessi störf sérlega vel úr hendi, en alls mun hann hafa stjómað raflögn- um í um 20 ný fiskiskip, auk fjölda eldri skipa. Snar þáttur í starfí Valgeirs hjá Þorgeir og Ellert var uppfræðsla nema, en alls mun á þriðja tug ungra manna hafa lokið hjá honum námi í rafvirkjun. Þá var hann stunda- kennarí við iðnskólann á Akranesi í §ölda ára. Ég kynntist Valgeiri þegar ég hóf störf hjá Þorgeir og Ellert fyrir ald- arflórðungi. Segja má að við höfum hist á hverjum vinnudegi síðan. Held ég að vandfundinn hafí verið skemmtilegri vinnufélagi, enda var Valgeir mikill húmoristi og sérstak- lega þægilegur í allri umgengni. Þá var hann greiðvikinn mjög og vildi hvers manns vanda leysa. Valgeir var hagyrðingur góður og átti ótrúlega auðvelt með að setja saman vísur og gamanmál. Var enda oft til hans leitað með skemmtiefni fyrir ýmis félög á Akranesi og víðar. Nutu vinnufélagar hans þesa hæfí- leika hans í ríkum mæli og oftar en ekki fylgdi snjöll vísa afmæliskveðj- um til starfsmanna og annál ársins ritaði hann í gamansömum tón fyrir hveija árshátíð fyrirtækisins í ára- tugi. Grunntónninn í öllum hans skáld- skap var græskulaust gaman. Hann gerði þetta fyrst og fremst til að fá samferðarmennina til að brosa. Hann lét mig yfirleitt lesa yfír annál ársins áður en hann afhenti hann árshátíðamefnd og bað mig þess lengstra orða að benda sér á ef eitt- hvað gæti hugsanlega sært einhvem eða móðgað, til þess gat hann ekki hugsað. Lýsti það manninum vel. Eftirlifandi kona Valgeirs er Vil- borg Andrésdóttir. Böm þeirra eru Guðjón, Valgeir og Sigurlína, öll búsett á Akranesi. Bamabömin eru 13. Valgeir unni Qölskyldu sinni mjög og hafði á síðari árum sérstaka ánægju af að fylgjast með uppvexti bamabamanna og ljómaði allur þeg- ar minnst var á þau. Vegna flarveru úr bænum gátum við hjónin ekki verið við útför hans, en viljum að leiðarlokum þakka hon- um trausta vináttu og ánægjulega samfylgd. Fjölskyldu hans sendum við inni- legar samúðarkveðjur. Guðjón Guðmundsson Guðmunda Eyjólfs- dóttir - Minning Fædd 21. september 1911 Dáin 21. júní 1987 í dag verður gerð útför móður- systur minnar, Guðmundu Þuríðar Eyjólfsdóttur, til heimilis á Ásvalla- götu 63, Reykjavík. Hún fæddist í Hafnarfirði 21. september 1911 og andaðist í Borgarspítalanum 21. júní 1987, eftir langa og erfíða sjúkralegu. Hún var alitaf kölluð Munda af þeim, sem til hennar þekktu, og héldu margir að það væri hennar skímamafn. Munda var dóttir hjónanna Vil- borgar Eiríksdóttur og Eyjólfs Þorbjömssonar frá Nesi í Selvogi og var hún þriðja í röðinni af fímm systkinum. Hún kynntist ung hinum harða skóla lífsins, en föður sinn missti hún 7 ára gömul og ólst eft- ir það upp hjá fóðurbróður sínum, Guðmundi Þorbjömssýni, og konu hans, Ingibjörgu Símonardóttur, til 15 ára aldurs, en þá fór hún að vinna fyrir sér. Þann 3. apríl 1942 giftist hún Magnúsi Magnússyni jámsmið, og bjó hún honum eins gott heimili og tök voru á, en oft voru kjörin knöpp. Þau Munda og Magnús vom mjög bamgóð, en þeim varð ekki bama auðið. Ef til vil hefur Munda fengið einhveija útrás fyrir bamgæsku sína við að hlúa að manni sínum, en þó mest í þeirri alúð sem hún sýndi systkinabömum þeirra hjóna og skyldfólki öllu. Mun minning hennar lengi lifa með þeim. Kona mín og ég höfum notið ein- ■ stakrar gæsku Muhduög gjafmildi og einnig drengimir okkar tveir, þeir vom hennar augasteinar. Munda missti mann sinn 1981, og bjó eftir það á Ásvallagötu 63. Þangað var ávallt gott að koma og ævinlega mætti maður mikilli hlýju f hennar viðmóti. Hún átti við van- heilsu að stríða ámm saman og hefur í gegnum árin þurft að gang- ast undir margar skurðaðgerðir við ýmsum kvillum. Hin síðari árin var þó eins og rofaði svolítið til, en í mars á þessu ári veiktist hún skyndilega mjög alvarlega og var flutt í Borgarspítalann, þar sem hún andaðist 21. júní sl. Blessuð sé minning hennar. Eyjólfur Þ. Haraldsson Svavar Guðmunds- - Kveðjuorð son BÍLDSHÖFDA 16 SÍML672444 Fæddur 10. apríl 1941 Dáinn 31. mars 1987 Þegar brotnar bylgjan þunga brimið heyrist yfír fjöil, þegar hendir sorg við sjðinn syrgir tregar þjóðin öll, vertu Ijós og leiðarstjama, lægðu storm og boðaföll, líknargjafinn þjáðra þjóða þegar lokast sundin öll. Það er alltaf átakanlegt þegar ungt fólk fellur frá fyrir aldur fram. Átakanlegust em slysin, sem koma svo óvænt og öllum að óvömm, öll urðum við því harmi lostin, þegar það fréttist að vinur okkar og fé- lagi Svavar Guðmundsson hefði farist með báti sínum þegar hann var að reyna að bjarga honum und- an óveðri 31. mars sl. Svavar Guðmundsson gekk ung- ur í Ungmennafélagið Reyni og var þar virkur félagi til hinstu stundar, hann var varaformaður félagsins þegar hann lést og var búinn að vera í stjóm þess í fjöldamörg ár, óhætt er að fullyrða að í gegnum tíðina var Svavar einn virkasti starfskraftur félagsins og var ætíð reiðubúinn að leggja hönd á plóg ef að einhveiju þurfti að vinna inn- an félagsins. Hann unni félaginu og vildi hag þess sem mestan og bestan. Svavar var af lífí og sál í knattspymunni innan Ungmenna- félagsins og helsta driffjöður knattspymumanna í fjöldamörg ár. Hann spilaði með fótboltaliði Reyn- is í 30 ár og var orðinn rúmlega fertugur þegar hann lék sinn síðasta leik með meistaraflokki. Mörgum stundum var Svavar búinn að eyða á vellinum með félögum sínum, þó að stundum væri óhægt um vik vegna mikilla anna bæði á sjó og í landi, auk þess sem fjöl- skyldan var stór. Svavar var vinur og félagi okkar allra. Hann var ætíð tilbúinn að hjálpa þeim sem á því þurftu að halda. Svavar vildi alltaf fara sátta- leiðina og ef einhver misklíð kom upp var hann fyrstur manna til að bera klæði á vopnin. Hann vildi aldrei trúa nokkru illu upp á nokk- um og vildi aldrei heyra nokkurt sfyg'g'ðaryrði í garð náungans. Svavar gerði því sitt til að halda góðum anda í félaginu og styrkti þannig félagsskapinn ómetanlega. Með þessum orðum viljum við færa honum þakkir ungmennafélagsins fyrir allt sem hann vann félaginu, þakkir fyrir hans mikla og óeigin- gjama starf í þágu okkar allra og í þágu féiagsins. Við söknum vinar og félaga, félagið er fátækara, okk- ar litla samfélag hefur mikið misst en mestur er missirinn hjá eigin- konu, bömum og foreldrum. Við sendum þeim okkar innilegustu samúðarkveðjur. Fari vinur í friði, blessuð sé minn- ing hans. Félagar í Ungmennafélaginu Reyni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.