Morgunblaðið - 11.08.1987, Side 24

Morgunblaðið - 11.08.1987, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1987 ■rt Nýsjálenska kosningabaráttan: Stjórnin vill í tygi við Líbýu og Kúbu - segir foringi stj órnarandstöðunnar Wellington, Reuter. KOSNINGAR munu fara fram á Nýja Sjálandi á laugardag. Heid- ur er farið að hitna í kolunum í kosningabaráttunni og i gær var- aði Jim Bolger, leiðtogi hins íhaldssama Þjóðarflokks, kjós- endur við þvi að ef Verkamanna- flokkurinn færi með sigur af hólmi, yrðu tekin upp tengsl við ríki á borð við Líbýu og Kúbu, en snúið baki við fyrri banda- mönnum, Bretum og Bandaríkja- mönnum. Vamarmálin hafa fram til þessa lítið verið rædd í kosningabarát- tunni, en þau fengu skyndilega athygli í fyrradag er þrír fyrrum foringjar vamarherafla landsins sendu stjómvöldum opið bréf þar sem þeir fara fram á að landið öð- list aðild að ANZUS að nýju. í nýjasta hefti fréttatímaritsins The Economist kemur fram að for- skot Verkamannaflokksins á stjóm- arandstöðuna hafí minnkað úr 26% fyrir mánuði í 8% nú samkvæmt skoðanakönnunum. Blaðið segir að gagnrýni Bolgers og félaga hans í Þjóðarflokknum á efnahagsstefnu stjómar Langes hafí fengið byr undir báða vængi er fréttir bámst um að verðbólgan hefði aukist í tæp 14% á öðmm fjórðungi þessa árs eftir að hafa verið á niðurleið í árs- byijun. Vestur-Berlín: Reuter Vestur-þýskur lögregluþjónn sést hér athuga skilríki eins af hinum sex sendifulltrúum Irana, sem fór frá Vestur-Berlín. Bolger skýrði frá þessu á frétta- mannafundi í gær og sagði að sömu „vinstri bijálæðingamir" og komu Nýja Sjálandi úr ANZUS-vamar- bandalaginu við Ástralíu og Bandaríkin væm vísir tii að koma landinu í samstarf við ríki utan hemaðarbandalaga. Nýja Sjálandi var vikið úr ANZUS-bandalaginu á síðasta ári þar sem stjómin bannaði heimsókn- ir herskipa bandamanna sinna ef þau bæm kjamorkuvopn. Siíkt gátu Bandarílqamenn ekki sætt sig við og hættu vamarsamstarfí við Nýsjálendinga. Bretar em einnig á móti banninu. ■ ■■ ' \?/ ERLENT, franskir sendimeim rek- nir af ótta við hryðjuverk Vestur-Berlín, Reuter. ÁTTA íranskir sendifulltrúar í Vestur-Berlín, sem öryggiseftir- lit Bandamanna vísaði af hemámssvæðinu á laugaradag, óku í gær í gegn um Austur- Þýskaland og til Hamborgar. Auk brottrekstursins ákváðu hernámsyfirvöld að meina í framtíðinni á annað tug íran- skra sendiráðsmanna í Austur- Berlín að koma til borgarinnar. Þetta gerðu yfirvöldin í því skyni að hamla gegn hugsanleg- um hryðjuverkum í borginni, en talin er meiri hætta á þeim en ella vegna spennunnar á Persa- flóa. „Við grípum ekki til ráðstafana sem þessara nema vegna þess að við óttums hryðjuverk," sagði ónafngreindur herforingi banda- manna. „Við verðum að hafa La Belle í huga.“ Þar vísaði hann til sprengjutilræðisins í diskótekinu La Belle í Vestur-Berlín í fyrra, en þá létust þrír og ríflega 200 særðust. Diskótekið var vinsæll samkomustaður bandarískra her- manna, en þeir eru um 6.000 í borginni. íranski sendiherrann úi Austur- Berlín, Hamid Reza Assafí, vísaði þessu á bug sem fáránlegu athæfí og sagði Reuters að hann teldi þetta vera einn þátt alheimssam- særis Bandaríkjastjómar til þess að kynda undir ófriði gegn stjóm- inni í Teheran. „í augum okkar og í augum milljóna múslima um heim allan er það stjóm Reagans, sem er hryðjuverkastjómin. Það sem þeir segja er öldungi ósatt,“ sagði sendiherrann. í tilkynningu yfírvalda um brottvísunina var ekkert sagt ber- um orðum um hugsanlega hryðju- verkastarfsemi íranskra stjómar- erindreka, en haft var eftir starfsmanni öryggisgæslu Banda- manna að ótti við nýtt sprengjutil- ræði hefði vaxið mjög eftir að klerkastjómin í Teheran kenndi Washington um óeirðimar í hinni helgu borg Mekku á dögunum, en þá féll fjöldi íranskra pílagríma. Iransstjóm hefur einnig ráðist harkalega á þá stefnu Bandaríkja- manna að senda herskip á Persa- flóa til fylgdar þeim olíuskipum, sem skráð em í Bandaríkjunum. Hemámsyfírvöld í Vestur-Berlín hafa áður gripið til ráðstafana sem þessara — síðast í nóvember síðast- liðnum þegar sýrlenskir stjómarer- indrekar bættust á „svartan Iista" yfírvalda, en þar vora Líbýumenn fyrir. Ákvarðanir hemámsyfír- valda Bandamanna hafa ekki gildi í á sovéska hemámssvæðinu í Austur-Berlín, en samt sem áður hefur vestrænum ríkisstjómum borist njósn af því að í kjölfar þess- ara samþykkta hafí fækkað nokkuð í starfsliði sendiráða þess- ara landa í Austur-Berlín. Friðarvæntingar í Mið-Ameríku: Skæruliðar hafna friðaráætluninni Reuter. UPPREISNARMENN jafnt í Nic- aragua sem í E1 Salvadcr vísuðu í fyrradag á bug samkomulagi þvi, sem leiðtogar fimm ríkja Mið-Ameríku undirrituðu á föstudag í Guatemalaborg. Kontra-skæruliðar í Nicaragua, sem stefna að því að steypa vinstri stjórn sandinista þar, hétu þvi að halda áfram baráttu sinni óg í E1 Salador lýstu vinstri sinn- aðir skæruliðar þvi yfir, að þeir myndu halda áfram vopnaðri baráttu sinni gegn stjórn Duartes forseta, sem Bandaríkjastjóm styður. „Við hyggjumst alls ekki leggja niður vopn,“ var haft eftir tals- manni kontra-skæruliða í gær. Sagði hann, að kontra-skæraliðar myndu halda áfram baráttu sinni, þrátt fyrir það að viðræður um vopnahlé færa fram. Það sama kom fram hjá Guill- ermo Ungo, einum helzta foringja vinstri sinnaðra skæruliða í E1 Salvador. „Það væri fráleitt fyrir skæruliða í E1 Salvador að fallast á vopnahlé nú,“ sagði hann. „Við eram í sókn, en staða stjómar- hersins er slærn." Ungo er leiðtogi Lýðræðislegu byltingarfylkingar- innar svonefndu (FDR), en svo nefnist stjómmálaarmur skæraliða- samtakanna „Farabundo Marti“. Þessi samtök hafa barizt gegn stjóminni í E1 Salvador frá árinu 1979. Samkvæmt samkomulagi því, sem undirritað var í Guatemalaborg á föstudag af forsetum E1 Salva- dor, Honduras, Nicaragua, Costa Rica og Guatemala, á að koma á vopnahléi innan 90 daga í Nic- aragua og E1 Salvador og lýðræðis- legum umbótum innan 150 daga. Era þar og ákvæði um kosningar undir alþjóðlegu eftirliti. Þar er einnig gert ráð fyrir því, að endi verði bundinn á utanaðkomandi aðstoð við uppreisnarmenn. Jafn- framt skulu þeir skæraliður náðað- ir, sem leggja niður vopn. Athygli vekur, að skæraliða- hreyfíngamar sjálfar áttu engan fulltrúa á fundinum í Guatemala- borg og að í samkomulaginu um vopnahlé era engin ákvæði um, með hvaða hætti því skuli komið á. Sam- komulagið er byggt á tillögum, sem Oscar Arias, forseti Costa Rica, kom fram með í febrúar sl. Robert Dole, leiðtogi republikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í gær, að þingið myndi greiða því atkvæði að aðstoðin við kontra- skæraliða yrði framlengd, á meðan beðið væri eftir því að sjá, hvort sandinistar stæðu við fyrirheit sín um lýðræðislegar umbætur í Nic- aragua. Hinn 30. september á aðstoð Bandaríkjamanna við kontra- skæraliða að fjárhæð 100 millj. dollara að renna út. Reagan Banda- ríkjaforseti sagði hins vegar fyrr á þessu ári, að hann myndi reyna að fá því framgengt, að kontra-skæra- liðum yrði veitt efnahagsaðstoð á ný og fjárhæðin yrði allt að 140 millj. dollara. Skæruliðar i E1 Salvador. Ólíklegt er að þeir leggi niður vopn á næstunni. Guatemala-samkomulagið: Mikilvægur áfangi á leið til friðar Utanríkisráðherrafundur Mið- og Suður-Ameríkuríkja Sao Paulo, Reuter. Utanrikisráðherrar 8 ríkja í náðst um friðaráætlun fyrir binda endi á hinar langvinnu inn- Mið- og Suður-Ameríku fögnuðu Mið-Ameriku. „Samkomulagþað, anlandsstyijaldir á þessu svæði,“ þvi í sameiginlegri yfirlýsingu á sem náðist í Guatemala, er mikil- sagði í yfirlýsingunni. sunnudag, að samkomulag hefði vægur áfangi að þvi marki að Yirlýsing þessi var gefín út eftir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.