Morgunblaðið - 11.08.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.08.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1987 ■rt Nýsjálenska kosningabaráttan: Stjórnin vill í tygi við Líbýu og Kúbu - segir foringi stj órnarandstöðunnar Wellington, Reuter. KOSNINGAR munu fara fram á Nýja Sjálandi á laugardag. Heid- ur er farið að hitna í kolunum í kosningabaráttunni og i gær var- aði Jim Bolger, leiðtogi hins íhaldssama Þjóðarflokks, kjós- endur við þvi að ef Verkamanna- flokkurinn færi með sigur af hólmi, yrðu tekin upp tengsl við ríki á borð við Líbýu og Kúbu, en snúið baki við fyrri banda- mönnum, Bretum og Bandaríkja- mönnum. Vamarmálin hafa fram til þessa lítið verið rædd í kosningabarát- tunni, en þau fengu skyndilega athygli í fyrradag er þrír fyrrum foringjar vamarherafla landsins sendu stjómvöldum opið bréf þar sem þeir fara fram á að landið öð- list aðild að ANZUS að nýju. í nýjasta hefti fréttatímaritsins The Economist kemur fram að for- skot Verkamannaflokksins á stjóm- arandstöðuna hafí minnkað úr 26% fyrir mánuði í 8% nú samkvæmt skoðanakönnunum. Blaðið segir að gagnrýni Bolgers og félaga hans í Þjóðarflokknum á efnahagsstefnu stjómar Langes hafí fengið byr undir báða vængi er fréttir bámst um að verðbólgan hefði aukist í tæp 14% á öðmm fjórðungi þessa árs eftir að hafa verið á niðurleið í árs- byijun. Vestur-Berlín: Reuter Vestur-þýskur lögregluþjónn sést hér athuga skilríki eins af hinum sex sendifulltrúum Irana, sem fór frá Vestur-Berlín. Bolger skýrði frá þessu á frétta- mannafundi í gær og sagði að sömu „vinstri bijálæðingamir" og komu Nýja Sjálandi úr ANZUS-vamar- bandalaginu við Ástralíu og Bandaríkin væm vísir tii að koma landinu í samstarf við ríki utan hemaðarbandalaga. Nýja Sjálandi var vikið úr ANZUS-bandalaginu á síðasta ári þar sem stjómin bannaði heimsókn- ir herskipa bandamanna sinna ef þau bæm kjamorkuvopn. Siíkt gátu Bandarílqamenn ekki sætt sig við og hættu vamarsamstarfí við Nýsjálendinga. Bretar em einnig á móti banninu. ■ ■■ ' \?/ ERLENT, franskir sendimeim rek- nir af ótta við hryðjuverk Vestur-Berlín, Reuter. ÁTTA íranskir sendifulltrúar í Vestur-Berlín, sem öryggiseftir- lit Bandamanna vísaði af hemámssvæðinu á laugaradag, óku í gær í gegn um Austur- Þýskaland og til Hamborgar. Auk brottrekstursins ákváðu hernámsyfirvöld að meina í framtíðinni á annað tug íran- skra sendiráðsmanna í Austur- Berlín að koma til borgarinnar. Þetta gerðu yfirvöldin í því skyni að hamla gegn hugsanleg- um hryðjuverkum í borginni, en talin er meiri hætta á þeim en ella vegna spennunnar á Persa- flóa. „Við grípum ekki til ráðstafana sem þessara nema vegna þess að við óttums hryðjuverk," sagði ónafngreindur herforingi banda- manna. „Við verðum að hafa La Belle í huga.“ Þar vísaði hann til sprengjutilræðisins í diskótekinu La Belle í Vestur-Berlín í fyrra, en þá létust þrír og ríflega 200 særðust. Diskótekið var vinsæll samkomustaður bandarískra her- manna, en þeir eru um 6.000 í borginni. íranski sendiherrann úi Austur- Berlín, Hamid Reza Assafí, vísaði þessu á bug sem fáránlegu athæfí og sagði Reuters að hann teldi þetta vera einn þátt alheimssam- særis Bandaríkjastjómar til þess að kynda undir ófriði gegn stjóm- inni í Teheran. „í augum okkar og í augum milljóna múslima um heim allan er það stjóm Reagans, sem er hryðjuverkastjómin. Það sem þeir segja er öldungi ósatt,“ sagði sendiherrann. í tilkynningu yfírvalda um brottvísunina var ekkert sagt ber- um orðum um hugsanlega hryðju- verkastarfsemi íranskra stjómar- erindreka, en haft var eftir starfsmanni öryggisgæslu Banda- manna að ótti við nýtt sprengjutil- ræði hefði vaxið mjög eftir að klerkastjómin í Teheran kenndi Washington um óeirðimar í hinni helgu borg Mekku á dögunum, en þá féll fjöldi íranskra pílagríma. Iransstjóm hefur einnig ráðist harkalega á þá stefnu Bandaríkja- manna að senda herskip á Persa- flóa til fylgdar þeim olíuskipum, sem skráð em í Bandaríkjunum. Hemámsyfírvöld í Vestur-Berlín hafa áður gripið til ráðstafana sem þessara — síðast í nóvember síðast- liðnum þegar sýrlenskir stjómarer- indrekar bættust á „svartan Iista" yfírvalda, en þar vora Líbýumenn fyrir. Ákvarðanir hemámsyfír- valda Bandamanna hafa ekki gildi í á sovéska hemámssvæðinu í Austur-Berlín, en samt sem áður hefur vestrænum ríkisstjómum borist njósn af því að í kjölfar þess- ara samþykkta hafí fækkað nokkuð í starfsliði sendiráða þess- ara landa í Austur-Berlín. Friðarvæntingar í Mið-Ameríku: Skæruliðar hafna friðaráætluninni Reuter. UPPREISNARMENN jafnt í Nic- aragua sem í E1 Salvadcr vísuðu í fyrradag á bug samkomulagi þvi, sem leiðtogar fimm ríkja Mið-Ameríku undirrituðu á föstudag í Guatemalaborg. Kontra-skæruliðar í Nicaragua, sem stefna að því að steypa vinstri stjórn sandinista þar, hétu þvi að halda áfram baráttu sinni óg í E1 Salador lýstu vinstri sinn- aðir skæruliðar þvi yfir, að þeir myndu halda áfram vopnaðri baráttu sinni gegn stjórn Duartes forseta, sem Bandaríkjastjóm styður. „Við hyggjumst alls ekki leggja niður vopn,“ var haft eftir tals- manni kontra-skæruliða í gær. Sagði hann, að kontra-skæraliðar myndu halda áfram baráttu sinni, þrátt fyrir það að viðræður um vopnahlé færa fram. Það sama kom fram hjá Guill- ermo Ungo, einum helzta foringja vinstri sinnaðra skæruliða í E1 Salvador. „Það væri fráleitt fyrir skæruliða í E1 Salvador að fallast á vopnahlé nú,“ sagði hann. „Við eram í sókn, en staða stjómar- hersins er slærn." Ungo er leiðtogi Lýðræðislegu byltingarfylkingar- innar svonefndu (FDR), en svo nefnist stjómmálaarmur skæraliða- samtakanna „Farabundo Marti“. Þessi samtök hafa barizt gegn stjóminni í E1 Salvador frá árinu 1979. Samkvæmt samkomulagi því, sem undirritað var í Guatemalaborg á föstudag af forsetum E1 Salva- dor, Honduras, Nicaragua, Costa Rica og Guatemala, á að koma á vopnahléi innan 90 daga í Nic- aragua og E1 Salvador og lýðræðis- legum umbótum innan 150 daga. Era þar og ákvæði um kosningar undir alþjóðlegu eftirliti. Þar er einnig gert ráð fyrir því, að endi verði bundinn á utanaðkomandi aðstoð við uppreisnarmenn. Jafn- framt skulu þeir skæraliður náðað- ir, sem leggja niður vopn. Athygli vekur, að skæraliða- hreyfíngamar sjálfar áttu engan fulltrúa á fundinum í Guatemala- borg og að í samkomulaginu um vopnahlé era engin ákvæði um, með hvaða hætti því skuli komið á. Sam- komulagið er byggt á tillögum, sem Oscar Arias, forseti Costa Rica, kom fram með í febrúar sl. Robert Dole, leiðtogi republikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í gær, að þingið myndi greiða því atkvæði að aðstoðin við kontra- skæraliða yrði framlengd, á meðan beðið væri eftir því að sjá, hvort sandinistar stæðu við fyrirheit sín um lýðræðislegar umbætur í Nic- aragua. Hinn 30. september á aðstoð Bandaríkjamanna við kontra- skæraliða að fjárhæð 100 millj. dollara að renna út. Reagan Banda- ríkjaforseti sagði hins vegar fyrr á þessu ári, að hann myndi reyna að fá því framgengt, að kontra-skæra- liðum yrði veitt efnahagsaðstoð á ný og fjárhæðin yrði allt að 140 millj. dollara. Skæruliðar i E1 Salvador. Ólíklegt er að þeir leggi niður vopn á næstunni. Guatemala-samkomulagið: Mikilvægur áfangi á leið til friðar Utanríkisráðherrafundur Mið- og Suður-Ameríkuríkja Sao Paulo, Reuter. Utanrikisráðherrar 8 ríkja í náðst um friðaráætlun fyrir binda endi á hinar langvinnu inn- Mið- og Suður-Ameríku fögnuðu Mið-Ameriku. „Samkomulagþað, anlandsstyijaldir á þessu svæði,“ þvi í sameiginlegri yfirlýsingu á sem náðist í Guatemala, er mikil- sagði í yfirlýsingunni. sunnudag, að samkomulag hefði vægur áfangi að þvi marki að Yirlýsing þessi var gefín út eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.