Morgunblaðið - 11.08.1987, Síða 41
41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1987
Þaó ólgar og hvissar.
Það er fútt / Sóldós/
5ÓL
Þverholti 17-21, Reykjavík
Mig langar með örfáu línum að
minnast Áróru vinkonu minnar,
sem fór í sína hinstu for 12. júlí
sl., aðeins 63 ára að aldri.
Það var friður og ró yfir hennar
brottfor. Hún gekk hress til hvflu
að kveldi og vaknar ei aftur að
morgni. Svo stutt getur bilið stund-
um verið milli lífs og dauða.
Henni varð að ósk sinni í það
skiptið. Áróra fékk snert að heila-
blæðingu fyrir nokkrum árum og
varð óvinnufær. Ég dáðist oft að
því, með hvflíkri ró og jafnaðargeði
hún tók örlögum sínum. Það er
mikil lífsreynsla, þegar fótunum er
allt í einu kippt undan fólki í fullu
§öri. Ég held að við hugsum aldrei
þá hugsun til enda. Þá koma oft
langir dagar og þá fyrst veist þú
hversu marga vini þú átt; að vera
lokaður inni á sjúkrastofnun í lang-
an tíma, þó svo að allt sé gert fyrir
sjúklingana, sem hægt er.
Við ættum oftar að fóma örlitlum
tíma fyrir það fólk, sem hlýtur slík
örlög í lífinu. Það er svo dásamlegt
að geta glatt aðra og gefa svolítið
af sjálfum sér.
Ég kynntist Áróru fyrir rúmum
40 árum er við unnum saman á
saumastofu. Hún var ákaflega vel
verki farin við hvað sem hún tók
sér fyrir hendur. Hún var með sína
eigin saumastofu í Lækjargötu 6,
þegar hún veiktist.
Aróra giftist ekki en eignaðist
einn yndislega góðan og fallegan
son, Guðmund Þór Guðmundsson,
sem var hennar sólargeisli í lífínu.
Það var eitthvað svo hlýtt við það,
ar. Við komum oft á heimili þeirra
að Hvassaleiti 26, Reykjavík, þar
sem þau bjuggu 4 saman, systumar
Ingibjörg og Áróra svo og Guð-
■mundur með sinni konu, Guðrúnu
Bjömsdóttur. Þar var tekið á móti
manni með reisn. En skjótt skipast
veður í lofti; Guðmundur veikist af
banvænum sjúkdómi og lést á Borg-
arspítalanum 8. október 1986,
aðeins 42 ára að aldri. Hann var
öllum ástvinum sínum mikill harm-
dauði. En maðurinn með ljáinn er
stundum svo miskunnarlaus að okk-
ur finnst. Hann fer ekki eftir
aldursröð. Við spyijum en fáum
ekkert svar. Ég held að það ráði
enginn sínum næturstað. Þetta var
mikið áfall fyrir Áróru, en hún tók
þvf með stakri ró, eins og öllu öðru.
Blessuð sé minning þeirra mæðg-
ina.
Ingibjörg mín og Gunna, við
hjónin sendum ykkur innilegar sam-
úðarkveðjur.
Guð blessi ykkur öll.
Jónína og Árni Vilberg
Morgunblaðið/Sverrir
Breiðholtsblóm í nýtt húsnæði
Blómaverslunin Breiðholtsblóm er flutt i nýtt eigið húsnæði að Álfa-
bakka 12 i Mjóddinni. Að sögn Birnu Björnsdóttur eiganda verslunar-
innar, verslar hún með pottablóm, afskorinblóm, blómaskreytingar
og gjafavörur. Verslunin er opin frá kl. 9 til 21 aUa daga. Frá
vinstri Harpa Jónsdóttir og Birna Björnsdóttir.
*
Aróra Guðmunds-
dóttir - Minning
Fædd 18. febrúar 1925
Dáin 12. júlí 1987
Áróra Guðmundsdóttir var fædd
að Nesjum í Miðneshreppi, dóttir
hjónanna Þórunnar Símonardóttur
og Guðmundar Guðmundssonar.
Áróra var yngst 5 systkina sem öll
eru látin fyrir nokkuð mörgum
árum, nema Ingibjörg Guðmunds-
dóttir, er lifir systur sína.
Áróra ólst upp að Nesjum fram
undir fermingu en þá missti hún
föður sinn, aðeins 14 ára gömul,
og flutti hún fljótlega eftir það til
Reykjavíkur þar sem hún bjó til
dánardags. í Reykjavík bjó Aróra
lengi vel með móður sinni og systk-
inum, en þau systkinin voru mjög
samheldin. Lengst bjuggu þau á
Kleppsvegi 54.
Áróra giftist aldrei en eignaðist
son 18 ára gömul, Guðmund Þór
Guðmundsson. Guðmundur andað-
ist á síðasta ári, þá einungis 43 ára
gamall. Var hann Áróru mikill
harmdauði, því Guðmundur var
mesta gleðin í lífi hennar.
Aróra vann lengst af á sauma-
stofum í Reykjavík, lengst í 20 ár
hjá Þorgils Þorgilssyni, Lækjargötu
6a. Síðustu 5 árin sem hún vann
var hún með eigin saumastofu. Hún
var ávallt glaðlynd í fasi, dugleg
og vandvirk við vinnu sína en veikt-
ist mikið fyrir 7 árum og varð þá
að Játa af störfum.
Áróra Guðmundsdóttir bjó í 14
ár að Hvassaleiti 26 í sambýli við
systur sína, Ingibjörgu Guðmunds-
dóttur, son sinn Guðmund Þ.
Guðmundsson og sambýliskonu
Guðmundar, Guðrúnu M. Bjöms-
dóttur. Síðustu 4 æviárin dvaldi hún
síðan á Elliheimilinu Gmnd.
Systur Áróm, Ingibjörgu Guð-
mundsdóttur, sendi ég mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Baldur Vlðar Hannesson
þegar Gummi sagði „heyrðu
rnútta". Þau vom svo góðir félag-
tlöfðar til
JLJLfólks í öllum
starfsgreinum!