Morgunblaðið - 25.09.1987, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.09.1987, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1987 11 Norðurljósa... í Ásmundarsal sýnir Jakob Jónsson 27 málverk fram til 14. október. Jakob er einn af þeim hógværu málurum, sem lítið fer fyrir í lista- vafstrinu, en vinnur að hugðarefni sínu í kyrrþey. Hann hefur þó haldið þrjár einkasýningar, eina í Bogasal og tvær í Listaskóla al- þýðu, en þær hafa farið hávaða- laust hjá, enda virðist gerandinn eiga til flest annað en ýtni við fjöl- miðla. Myndir Jakobs eru og ákaflega hógværar í útfærslu, en þær búa þó vafalítið yfir djúpri hugsun og mikilli yfirlegu í allri sinni einfeldni. Á bak við að því er virðist í fýrstu lauslegar og litríkar pensil- strokur er þaulhugsað flatarmáls- form, er heldur litnum í skefjum og gerir það að verkum að mynd- imar verða forvitnilegri við nánari kynni, gott ef þær verða ekki að lokum vinir manns. Auðséð er á myndunum, að alvarlega þenkj- andi málari hefur lagt hönd að línu, lit og formrænni hugmynd, málari, sem hugsar öðru fremur um myndflötinn fyrir framan sig, minna um tíðarandann og ávinn- ing af sérstöku myndefni og fjarstýrðum, einangruðum vinnu- brögðum. Málarinn hefur sjálfur fundið sitt sértæka svið, sem hann rækt- ar af mikilli kostgæfni, frekar þröngt svið, en gefur þó tækifæri Jakob Jónsson til fjölþættra átaka við myndflöt- inn. Dæmið virðist mér helst ganga upp í myndum svo sem „Skin eft- ir skúr“ (3), „Landslag" (8), „Röðull rósfagur" (12), „Lands- lag“ (16) og „Svart og hvítu“, sem allar búa yfir duldum myndrænum víddum í einfaldsleik sínum. í þessum myndum þykja mér litimir vel samræmdir og falla að flatarmálslegri hugsun í upp- byggingu, fijáslegum pensildrátt- um og niðurskiptingu rýmisins ... um ramma, verður myndin það aldrei. Marie Rivére er einkar ljúf- mannleg leikkona og sýnir einstak- lega vel einmanaleik og umkomuleysi Delphine. Delphine er hjátrúarfull og labb- ar oft fram á spil á götu úti sem henni finnst að hafi sérstakar merk- ingar. í upphafi finnur hún spaða- drottninguna og tekur það fyrir slæman fyrirboða og það sýnir sig að sumarfríið verður ömurlegt. En bakhliðin á spilinu er græn og ein- hver segir henni að grænn sé litur ársins. Titill myndarinnar er feng- inn af sögu Jules Verne sem heitir Græni geislinn og er dreginn af heitinu á síðustu geislum sólarinnar þegar hún hnígur í hafið á kvöldin. Við góð skilyrði má sjá þegar topp- urinn á henni verður grænn rétt áður en hann hverfur fyrir sjón- deildarhringinn. Á því andartaki eiga hugsanir manns og annarra að opnast og skýrast. Áður en yfir lýkur finnur Delph- ine hjartakónginn og er þá komin á sólbaðsstaðinn Biarritz og loksins kemur maður í líf hennar sem hún hleypur ekki frá og saman horfa þau á græna geislann. Rómantík, rómantík, rómantík. full kynni, skilja þau Vivianne og Vincent? Smámál eins og þessi skipta höfund myndarinnar, Aline Isser- mann, engu máli. Aðalpersónan hennar gefur sig ástarlífinu alger- lega á vald og hugsar hvorki um orsakir eða afleiðingar. Það er lítið ’ um átök í myndinni, en hún er fallega tekin af Dominique Len- goleur. Meira að segja Antoine hefur varla fyrir því að æsa sig þegar hann þarf að ná í ástarfugl- ana úti í náttúrunni og reka þá heim. Hann rekur auðvitað Vinc- ent, sem er sannarlega yndislegur elskhugi, frá bænum, en það er líka hámark reiðinnar, ekki Vi- vianne. Allt fer fram í ljúfum, æsingarlausum tónum. Góð mynd ; fyrir háttinn. Dagskrá kvikmynda hátíðar í dag AÐEINS þrír dagar eru nú eftir-, af Kvikmyndahátíð Listahátíðar í Laugarásbíói. Eins og aðra daga hátíðar- innar verða fimm sýningar í öllum sölum bíósins í dag og hefjast sýningar klukkan 15.00. í A—sal verður bandaríska myndin „Hún verður að fá’ða" sýnd klukkan 15.00, 17.00 og 19.00. Klukkan 21.00 verður „Yndislegur elskhugi" á dagskrá og klukkan 23.00 „Komið og sjá- ið.“ Fyrsta myndin í B-sal í dag pr indverska myndin „Genesis." Hún verður sýnd aftur klukkan 21.00 og er það síðasta sýning á henni á kvikmyndahátíðinni. Klukkan 17.00 veður sýnd „Ár hinnar kyrru sólar“ og klukkan 19.00 er mynd Lárusar Ýmis Óskarssonar „Frosni hlébarðinn" á dagskrá. Síðasta mynd dagsins í B—sal er „Matad- or“ klukkan 23.00. í C—sal er kínverska myndin „Stúlka af góðu fólki" klukkan 15.00. Hún er einnig sýnd klukkan 19.00 og er það síðasta sýning á þeirri mynd á kvikmyndahátíð nú. Klukkan 17.10 er „Hnífur í vatn- inu“ og „Hinn sjötti dagur“ er á dagskrá klukkan 21.10. „Hasar- mynd“ (Comic Magazine) er seinasta myndin á dagskránni í C—sal í dag, og hefst hún klukkan 23.00. V^terkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiðill! plurgmEMahilb lifflii og sófasett eru bólstruð í mjúkan svamp sem þakinn er Dacronló og klætt með krómsútuðu, anilíngegnumlituðu nautaleðri (eins og yfir leðrið á skónum þínum) á slitflötum með gerfileðri á grind utan- verðri þar sem ekkert reynir á í sliti. SEM SAGT ÚRVALSVARA Á GÓÐU VERÐI nc/ift dcii Flott verð Flottsett Flott verð Dallas hornin og Dallas sófasettin eru með háu baki og mjúkri bólstrun sem gerir þau svo þægileg að sitja í og liggja út af í 0G EKKIFÆLIR VERÐIÐ FRÁ |_EÐU R: 6 sæta horn mynd) 97-860>-0tb- 25.000,- og ca. 6-7.000 á mán. 5 sæta horn 92.880,- útb. 23.000,- og ca. 6-7.000 á mán. 3+1 +1 sófasett (sjá mynd) 92.880,- útb. 23.000,- og ca.6-7.000 á mán. 3+2+1 sófasett 99.860,- útb. 25.000,- og ca. 6-7.000 á mán. Á K LÆÐI ■ 6 sæta horn (sia myndl 76.280,-útb. 20.000,- ca. 5-6.000 á mán. 5 sæta horn 72.960,- útb. 20.000,- ca. 5-6.000 á mán. 3+1 +1 sófasett (sjá mynd) 72.960,- útb. 20.000. ca. 5-6.000 á mán. 3+2+1 sófasett 79.590,-útb. 20.000. ca '5-6.000 á mán. Og auðvitað borgarðu útborgunina eða þá allt saman með Vísa eða Euro. Opiðfil kl. 71 kvöld. Opið til kl. 4 á morgun laugardag. húsgagna-höllín REYKJAVIK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.