Morgunblaðið - 25.09.1987, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 25.09.1987, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1987 11 Norðurljósa... í Ásmundarsal sýnir Jakob Jónsson 27 málverk fram til 14. október. Jakob er einn af þeim hógværu málurum, sem lítið fer fyrir í lista- vafstrinu, en vinnur að hugðarefni sínu í kyrrþey. Hann hefur þó haldið þrjár einkasýningar, eina í Bogasal og tvær í Listaskóla al- þýðu, en þær hafa farið hávaða- laust hjá, enda virðist gerandinn eiga til flest annað en ýtni við fjöl- miðla. Myndir Jakobs eru og ákaflega hógværar í útfærslu, en þær búa þó vafalítið yfir djúpri hugsun og mikilli yfirlegu í allri sinni einfeldni. Á bak við að því er virðist í fýrstu lauslegar og litríkar pensil- strokur er þaulhugsað flatarmáls- form, er heldur litnum í skefjum og gerir það að verkum að mynd- imar verða forvitnilegri við nánari kynni, gott ef þær verða ekki að lokum vinir manns. Auðséð er á myndunum, að alvarlega þenkj- andi málari hefur lagt hönd að línu, lit og formrænni hugmynd, málari, sem hugsar öðru fremur um myndflötinn fyrir framan sig, minna um tíðarandann og ávinn- ing af sérstöku myndefni og fjarstýrðum, einangruðum vinnu- brögðum. Málarinn hefur sjálfur fundið sitt sértæka svið, sem hann rækt- ar af mikilli kostgæfni, frekar þröngt svið, en gefur þó tækifæri Jakob Jónsson til fjölþættra átaka við myndflöt- inn. Dæmið virðist mér helst ganga upp í myndum svo sem „Skin eft- ir skúr“ (3), „Landslag" (8), „Röðull rósfagur" (12), „Lands- lag“ (16) og „Svart og hvítu“, sem allar búa yfir duldum myndrænum víddum í einfaldsleik sínum. í þessum myndum þykja mér litimir vel samræmdir og falla að flatarmálslegri hugsun í upp- byggingu, fijáslegum pensildrátt- um og niðurskiptingu rýmisins ... um ramma, verður myndin það aldrei. Marie Rivére er einkar ljúf- mannleg leikkona og sýnir einstak- lega vel einmanaleik og umkomuleysi Delphine. Delphine er hjátrúarfull og labb- ar oft fram á spil á götu úti sem henni finnst að hafi sérstakar merk- ingar. í upphafi finnur hún spaða- drottninguna og tekur það fyrir slæman fyrirboða og það sýnir sig að sumarfríið verður ömurlegt. En bakhliðin á spilinu er græn og ein- hver segir henni að grænn sé litur ársins. Titill myndarinnar er feng- inn af sögu Jules Verne sem heitir Græni geislinn og er dreginn af heitinu á síðustu geislum sólarinnar þegar hún hnígur í hafið á kvöldin. Við góð skilyrði má sjá þegar topp- urinn á henni verður grænn rétt áður en hann hverfur fyrir sjón- deildarhringinn. Á því andartaki eiga hugsanir manns og annarra að opnast og skýrast. Áður en yfir lýkur finnur Delph- ine hjartakónginn og er þá komin á sólbaðsstaðinn Biarritz og loksins kemur maður í líf hennar sem hún hleypur ekki frá og saman horfa þau á græna geislann. Rómantík, rómantík, rómantík. full kynni, skilja þau Vivianne og Vincent? Smámál eins og þessi skipta höfund myndarinnar, Aline Isser- mann, engu máli. Aðalpersónan hennar gefur sig ástarlífinu alger- lega á vald og hugsar hvorki um orsakir eða afleiðingar. Það er lítið ’ um átök í myndinni, en hún er fallega tekin af Dominique Len- goleur. Meira að segja Antoine hefur varla fyrir því að æsa sig þegar hann þarf að ná í ástarfugl- ana úti í náttúrunni og reka þá heim. Hann rekur auðvitað Vinc- ent, sem er sannarlega yndislegur elskhugi, frá bænum, en það er líka hámark reiðinnar, ekki Vi- vianne. Allt fer fram í ljúfum, æsingarlausum tónum. Góð mynd ; fyrir háttinn. Dagskrá kvikmynda hátíðar í dag AÐEINS þrír dagar eru nú eftir-, af Kvikmyndahátíð Listahátíðar í Laugarásbíói. Eins og aðra daga hátíðar- innar verða fimm sýningar í öllum sölum bíósins í dag og hefjast sýningar klukkan 15.00. í A—sal verður bandaríska myndin „Hún verður að fá’ða" sýnd klukkan 15.00, 17.00 og 19.00. Klukkan 21.00 verður „Yndislegur elskhugi" á dagskrá og klukkan 23.00 „Komið og sjá- ið.“ Fyrsta myndin í B-sal í dag pr indverska myndin „Genesis." Hún verður sýnd aftur klukkan 21.00 og er það síðasta sýning á henni á kvikmyndahátíðinni. Klukkan 17.00 veður sýnd „Ár hinnar kyrru sólar“ og klukkan 19.00 er mynd Lárusar Ýmis Óskarssonar „Frosni hlébarðinn" á dagskrá. Síðasta mynd dagsins í B—sal er „Matad- or“ klukkan 23.00. í C—sal er kínverska myndin „Stúlka af góðu fólki" klukkan 15.00. Hún er einnig sýnd klukkan 19.00 og er það síðasta sýning á þeirri mynd á kvikmyndahátíð nú. Klukkan 17.10 er „Hnífur í vatn- inu“ og „Hinn sjötti dagur“ er á dagskrá klukkan 21.10. „Hasar- mynd“ (Comic Magazine) er seinasta myndin á dagskránni í C—sal í dag, og hefst hún klukkan 23.00. V^terkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiðill! plurgmEMahilb lifflii og sófasett eru bólstruð í mjúkan svamp sem þakinn er Dacronló og klætt með krómsútuðu, anilíngegnumlituðu nautaleðri (eins og yfir leðrið á skónum þínum) á slitflötum með gerfileðri á grind utan- verðri þar sem ekkert reynir á í sliti. SEM SAGT ÚRVALSVARA Á GÓÐU VERÐI nc/ift dcii Flott verð Flottsett Flott verð Dallas hornin og Dallas sófasettin eru með háu baki og mjúkri bólstrun sem gerir þau svo þægileg að sitja í og liggja út af í 0G EKKIFÆLIR VERÐIÐ FRÁ |_EÐU R: 6 sæta horn mynd) 97-860>-0tb- 25.000,- og ca. 6-7.000 á mán. 5 sæta horn 92.880,- útb. 23.000,- og ca. 6-7.000 á mán. 3+1 +1 sófasett (sjá mynd) 92.880,- útb. 23.000,- og ca.6-7.000 á mán. 3+2+1 sófasett 99.860,- útb. 25.000,- og ca. 6-7.000 á mán. Á K LÆÐI ■ 6 sæta horn (sia myndl 76.280,-útb. 20.000,- ca. 5-6.000 á mán. 5 sæta horn 72.960,- útb. 20.000,- ca. 5-6.000 á mán. 3+1 +1 sófasett (sjá mynd) 72.960,- útb. 20.000. ca. 5-6.000 á mán. 3+2+1 sófasett 79.590,-útb. 20.000. ca '5-6.000 á mán. Og auðvitað borgarðu útborgunina eða þá allt saman með Vísa eða Euro. Opiðfil kl. 71 kvöld. Opið til kl. 4 á morgun laugardag. húsgagna-höllín REYKJAVIK

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.