Morgunblaðið - 25.09.1987, Síða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1987
Kirkjiimál í Svíbjóð:
Sljórn jafnaðarmanna stefnir að því
að taka þjóðskrána undan kirkjunni
Leiðtogar sænsku þjóðkirkjunnar og ríkisins gang-a til kirkjuþings
að gömlum sið.
Á sænska kirkjuþinginu, sem er
nýlokið, var framtíð manntalsskrif-
stofanna eitt 'af aðalmálum.
Samkvæmt aldagamalli hefð, sem
enn er við lýði hér í Svíþjóð, hafa
þær verið reknar af kirkjunni undir
yfírstjórn presta og sóknamefnda í
hveiju prestakalli. Þetta fyrirkomu-
lag hefur verið rætt í um þijá
^ áratugi þegar spumingin um tengsl
rfkis og kirkju hefur borið á góma.
Fyrir um 30 árum létu jafnaðar-
menn kanna þessi tengsl með það
fyrir augum að slíta sambandinu
eða aðgreina ríki og kirkju. Þegar
til hefur átt að taka hefur verið
hætt við að hrófla við ríkiskirkjufyr-
irkomulaginu, eða því skotið á frest,
eins og þeir segja sem óska aðskiln-
aðar. Þar af leiðandi hefur þjóð-
skráningin áfram verið í höndum
kirlqunnar og menn hafa talið eðli-
legt að bíða með að breyta því
fyrirkomulagi þar til ríkisfyrir-
komulagið yrði aftur tekið til
endurskoðunar í heild. Ýmislegt
bendir til þess að svo verði í lok
** þessa áratugar og að róttækar
breytingar geti orðið í byijun næsta
áratugar. En það virðist ekki auð-
hlaupið að gera grundvallarbreyt-
ingar á kirkjulöggjöf hér í Svíþjóð.
Sú heildarlöggjöf sem er í gildi er
að stofni til frá 1686.
Snúist til varnar
Þeir sem vilja halda í sambandið
milli ríkis og kirkju eins og það er
nú sjá í tillögu stjómarinnar dul-
búna aðför að þjóðkirkjufyrirkomu-
laginu og beittu sér fyrir því á
kirkjuþinginu að kirkjufólk tæki
höndum saman í viðnámi gegn
áformum stjómarinnar. Könnun
hefur leitt f ljós að 85% af sóknar-
nefndunum vildu halda í gamla
fyrirkomulagið. Það er áberandi að
óprestvígt fólk, sem starfar innan
kirkjunnar, er yfírleitt mjög ákveðið
í andstöðu sinni við stefnu stjómar-
innar.
En nú virðist stefnubreyting hafa
orðið meðal þingmanna og stjómar-
innar hvað varðar fyrirkomulag
þjóðskráningarinnar sérstaklega,
að því leyti að stjómmálamennimir
líta ekki á þessi mál sem sam-
tengd. Kirkjumálaráðherrann, Bo
Holmberg, tilkynnti kirkjuþings-
mönnum að þjóðskráin væri verald-
legt fyrirbæri og ætti að heyra
undir borgaralega stofnun. Fyrir
ríkisþinginu liggur stjómarfrum-
varp sem fer í þessa átt og virðist
stjómin nú tilbúin, með þingmeiri-
hluta að baki, og jafnvel stuðningi
Fijálslynda þjóðarflokksins, að taka
þjóðskrána undan kirkjunni. Með
því að láta annað hvort skattyfír-
völd eða tryggingastofnunina sjá
um þjóðskrána taldi hann að það/
mætti reka hana ódýrar og hag-
kvæmar.
L
Tillitssemi við
fríkirkjurnar
Fríkirkjumar hafa ætíð gagnrýnt
þetta fyrirkomulag, enda verið á
móti ríkiskirkjufyrirkomulaginu og
talið það óréttlætanlegt í nútíma
lýðræðisþjóðfélagi að ein kirkju-
deild hafí sérhlunnindi og sérað-
stöðu eins og lútherska kirkjan
hefur nú. Gömlu fríkirkjumar,
þ.e.a.s. þær sem eiga sér uppruna
í vakningarhreyfíngunum frá því
um og eftir aldamót hafa í seinni
tíð dregið nokkuð úr opinberri
gagnrýni sinni á þetta fyrirkomu-
lag, sennilega vegna þess að nú er
umtalsverður minnihluti þjóðkirkju-
presta hlynntur því að sambandið
verði endurskoðað. Þá má einnig
benda á að lútherska kirkjan hefur
tekið upp samstarf við fríkirkjumar
á ýmsum sviðum. Eitt dæmið um
samkirkjulega viðleitni er sálmabók
sem nýlega hefur verið gefín út af
þjóðkirkjunni (sem kölluð er ríkis-
kirkja hér í Svíþjóð) og helstu
vakningahreyfingum og fríkirkjun-
um sameiginlega.
Tækni og trúar-
stofnanir
Hins vegar má benda á það að
þær fríkirkjur og hópar sem eiga
sér upptök í kirkjum innflytjenda
hafa tekið þjóðskrármálið upp og
talið það brot á trúfrelsi að þurfa
að láta skrá sig hjá sænsku þjóð-
kirlqunni og leita þangað með
vottorð og aðra fyrirgreiðslu, sem
þjóðskrárskrifstofur veita. Hér má
nefna t.d. kaþólikka og múhameðs-
trúarmenn, en af þeim fyrmefndu
eru um 400 þúsund í landinu og
af hinum síðamefndu nálægt 50
þúsund.
Það stendur fyrir dymm að
tæknivæða þjóðskrána og láta allar
manntalsskrifstofur fá tölvur, sem
eiga að vera í miðstýrðu kerfí.
Ríkisstjómin vill að þessar breyt-
ingar eigi sér stað um leið og
skráningin verður færð frá kirkj-
unni yfír á borgaralega stofnun,
hvort sem það nú verður skattstofa
eða almennar tryggingar (försákr-
ingskassan). Þessi stefna er aðeins
•framhald þeirrar þróunar í kjölfar
aukinnar skipulagshyggju og
tæknivæðingar, sem fyrir löngu
hefur aðgreint hlutverk kirkjunnar
frá ýmsum sviðum þjóðfélagsins,
svo sem Iandbúnaðarmálum,
menntamálum, sveitarstjóm o.s.frv.
Hvort kirkjan setur niður sem trú-
arstofnun er aftur annað mál.
Líklegt er að prestar geti engu að
síður gegnt hlutverki sínu sem sálu-
sorgarar þótt þeir sjái ekki lengur
um skráningu sóknarbama sinna.
Pétur Péturssoa erfréttamaður
Morgunblaðsins ÍLundi ÍSviþjóð.
________Brids___________
Arnór Ragnarsson
Bridsfélag- kvenna
Eftir tvö kvöld í hausttvímenn-
ingskeppni félagsins er staða efstu
para orðin þessi:
Stig:
Guðrún Halldórsson —
Sigrún Straumland 356
Halla Ólafsdóttir —
Ólína Kj artansdóttir 353
Steinunn Snorradóttir —
Þorgerður Þórarinsdóttir 343
Guðbjörg Þórðardóttir —
Guðrún Þórðardóttir 340
Kristín Karlsdóttir —
Svafa Ásgeirsdóttir 337
Guðmunda Þorsteinsdóttir —
Ólöf Ketilsdóttir 335
Ásgerður Einarsdóttir —
Rósa Þorsteinsdóttir 332
VÉLA-TENGI
Allar gerðir
Öxull — í — öxul.
Öxull — í — flans.
Flans — í — flans.
Tengið aldrei stál — í — stál,
hafið eitthvað mjúkt á milli,
ekki skekkju og titring milli
tækja.
Allar stærðir fastar og frá-
tengjanlegar
Jæ !
@3.
Vesturgötu 16, sími 13280
Guðrún Jörgensen —
Sigrún Pétursdóttir 331
Alls tóku 28 pör þátt í haustmót-
inu að þessu sinni. Formaður
félagsins er Aldís Schram en auk
hennar eru að þessu sinni í stjóm
félagsins: Véný Viðarsdóttir,
Margrét Margeirsdóttir, Júlíana
Isebam og Hertha Þorsteinsdóttir.
Haustbrids Brids-
sambandsins
Aðeins var spilað í einum riðli í
Haustbrids, Opnu húsi á þriðjudög-
um í Sigtúni 9, sl. þriðjudag. Úrslit
urðu þessi:
Stig:
Lárus Hermannsson —
Kristinn Sölvason 185
Jóhann Ólafsson —
Ragnar Þorvaldsson 176
Páll Halldórsson -
Sæmundur Bjömsson 169
Rósa Þorsteinsdóttir —
Sigrún Pétursdóttir 166
Guðmundur Kr. Sigurðsson —
Gunnar Þorkelsson 163
Friðjón Margeirsson —
Valdimar Sveinsson 163
Opið hús verður á þriðjudaginn
næsta og opnar húsið kl. 18. Ef
þátttaka verður hin sama þá verður
það síðasta kvöldið í Opnu húsi að
sinni.
Bridsfélag Reyðar-
fjarðar/Eskifjarðar
Félagið hóf hauststarfsemi sína
15. september sl. með eins kvöld
tvímenningskeppni. 16 pör mættu
til leiks. Urslit urðu þessi:
Stig:
Ásgeir Metúsalemsson —
Friðjón Vigfússon 243
Hafsteinn Larsen —
Jóhann Þorsteinsson 240
Aðalsteinn Jónsson —
Sölvi Sigurðsson 236
Þriðjudaginn 22. september hófst
svo fímm kvölda úrtökukeppni fyrir
Austurlandsmótið í tvímenningi en
félagið á rétt á 7 pörum í þá keppni.
Eftir fyrsta kvöldið er staða efstu
para þessi: Stig:
Aðalsteinn Jónsson —
Sölvi Sigurðsson Búi Birgisson — 196
Guðjón Bjömsson 176
Svala Vignisdóttir —
Ingileif Jónsdóttir 173
Einar Sigurðsson —
Sigurður F'reysson 162
Bemhard Bogason —
Pétur Sigurðsson 160
Félagið á von á Homfírðingum
í heimsókn í byijun október. Einnig
er vakin athygli á því að dregið
verður í Firmakeppni Austurlands
10. október nk. Skráð er í þá keppni
hjá stjómum félaganna á Austur-
landi svo og hjá stjóm svæðasam-
bandsins.
Bridsfélag Akureyrar
Sl. þriðjudag, 22. september,
hófst Qög^urra kvölda tvímennings-
mót, svonefnt Bautamót, hjá
Bridsfélagi Akureyrar. Alls taka 26
pör þátt í mótinu, sem er með
Mitchell-fyrirkomulagi. Bautinn á
Akureyri gefur verðlaun í mótið,
en í anddyri Bautans er auk þess
geymdur veglegur verðlaunabikar
með nöfnum sigurvegara.
Eftir fyrsta kvöldið er staða efstu
para þessi:
Stig:
Hörður Steinbergsson —
Öm Einarsson 414
Þormóður Einarsson —■
Símon I. Gunnarsson 400
Grettir Frímannsson —
Stefán Ragnarsson 400
Frímann Frímannsson —
Pétur Guðjónsson 372
Pétur Jósefsson —
Haukur Jónsson 363
Ármann Helgason —
Alfreð Pálsson 350
Gissur Jónasson —
Ragnhildur Gunnarsdóttir 340
Anton Haraldsson —
Æ var Ármannsson 318
Sigfús Hreiðarsson —
Ragnar Gunnarsson 318
Keppnisstjóri er Albert Sigurðs-
son en tölvuútreikning annast
Margrét Þórðardóttir.
Athygli er vakin á því að Norður-
landsmótið í tvímenningi verður
spilað á Siglufírði laugardaginn 3.
október og lýkur skráningu 1. októ-
ber. Jón Sigurbjömsson á Siglufirði
°g Tryggvi Gunnarsson á Akureyri
annast skráningu.
Norðurlandsmót 1987
— tvímenningur
Laugardaginn 3. október nk.
verður Norðurlandsmót í tvímenn-
ingi haldið á Siglufírði. Öllum
spilurum sem lögheimili eiga á
Norðurlandi er heimil þátttaka og
eru spilarar beðnir að tilkynna þátt-
töku fyrir 1. október.
Mótið hefst kl. 10.00 f.h. og
verða spiluð 64 spil (Mitchell 2x32).
Keppnisgjald verður kr. 1.600 pr.
par. Uppihald er ekki innifalið í
þessu gjaldi.
Tilkynna þarf þátttöku til eftir-
talinna aðila eigi síðar en 1. október
og veita þeir allar nánarí upplýsing-
an Jón Sigurbjömsson, Siglufírði,
heimasími 71411, vinnusími 71166,
Sigurður Hafliðason, Siglufírði,
heimasími 71650, vinnusími 71305,
og Tryggvi Gunnarsson, Akureyri,
heimasími 22089, vinnusími 25939.
Núverandi Norðurlandsmeistarar
eru Jón Sigurbjömsson og Valtýr
Jónasson frá Siglufirði.
Skráning í íslandsmót
kvenna og yngri spilara
í tvímenningi
íslandsmót kvenna og yngri spil-
ara, sem spilað verður helgina
10.—11. október nk., er í hættu
vegna ónógrar þátttöku. Er þessar
línur eru ritaðar eru aðeins Qögur
kvennapör skráð til leiks, en ekkert
unglingapar. Skráningu lýkur
mánudaginn 5. október og þá verð-
ur ljóst hvort af keppni verður.
Skráð er á skrifstofu BSÍ.