Morgunblaðið - 25.09.1987, Qupperneq 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1987
.
riskmalet kaf
Rarantcrcr Tor. at Mc-rrild Knffo < r samnu'nsat
(’miíi ' nnosto kvaliU'takaffor fra Mrasili< n.
tralainonka <>k Colnmbia. Drnw vaou'.m n ikl
xaranUTorkaffonsfuldoari" ••>
\a't ‘i .ULiSJl 'MTViMÍ. i all
. ... . . . ........................• /
Heildarmagn brennisteinssam-
banda var langt innan við leyfíleg
mörk, sem sett eru af gosdrykkja-
framleiðendum, og er þetta staðfest
m.a. með efnagreiningum frá Há-
skóla íslands og efnagreiningarstöð
Coke Company í Belgiu. Fyrsti
farmur eftir verslunarmannahelgi
innihélt COS-gas, sem gerði kolsýr-
una óhæfa í gosdrykki vegna
hveralyktar sem gasið framkallar
og fínnst ef þefað er af gosdrykkn-
um. Unnið er að lagfæringu tækja
svo tryggt sé að óhapp sem þetta
gerist ekki aftur.
2. Sól hf. hóf viðskipti við Sjó-
efnavinnsluna 5. maí sl., en
COS-gas fannst í kolsýrunni 4.
ágúst sl. Öll kolsýra fyrir þann tíma
var fyrsta flokks, enda notuð bæði
í gos og soda-stream-drykki.
3. Sanitas hf. innkallaði vörur
sínar í tíma. Óverulegt magn hafði
verið selt.
Eftirfarandi fullyrðingar sem
fram hafa komið í dagblöðum eru
rangar:
— Allt tal um að Pepsí hafí verið
framleitt í heilan mánuð með
gallaðri kolsýru er út í hött.
— Allt tal um að kolsýra Sjóefna-
vinnslunnar hafí ekki verið nógu
frísk gildir ekki um tímabilið 1.
janúar 1987—4. ágúst 1987.
— Bragð Sol Cola-drykksins sem
framleiddur var fyrir sl. verslun-
armannahelgi hefur ekkert með
kolsýru Sjóefnavinnslunnar að
gera. Hönnun drykkjarins virðist
ekki hafa tekist sem skyldi, því
nú er boðið upp á nýja blöndu.
Hér er ekki verið að gera lítið
úr því óhappi sem félögin þijú lentu
í 4. ágúst 1987 og Sjóefnavinnslan
er ekki að skjóta sér undan þeirri
ábyrgð sem hún kann að bera. Hins
vegar eru gerðar þær kröfur til
manna að halda því fram sem sann-
ara reynist.
Magnús Magnússon
framkvæmdastjóri
Sjóefnavinnslunnar hf.
• •
Olfusvegur:
Bundið slit-
lag lagt fyr-
ir viðhaldsfé
Unnið samkvæmt
áætlun frá í janúar
Selfoasi.
LOKIÐ er við að leggja bundið
slitlag á 4,2 kílómetra af Ölfus-
vegi, frá Suðurlandsvegi að
Nupum og frá Þrengslavegi að
eystri Hraunsafleggjara. Fé til
framkvæmdanna var tekið af
viðhaldsfé og unnið samkvæmt
viðhalds- og klæðningaráætlun
Vegagerðarinnar frá því í janúar
á þessu ári.
Sá háttur að nota viðhaldsfé í
bundið slitlag er hafður á þar sem
umferð er mikil og það ekki talið
hagkvæmt að setja malarlag ofan
á vegina. Þetta var einnig gert við
veginn frá Múla að Gullfossi þar
sem einnig er mikil umferð.
Gert er ráð fyrir að hægt verði
með sama hætti að leggja bundið
slitlag á 4 kílómetra á Olfusveg til
viðbótar á næsta ári og á síðustu
2,7 kílómetrana þegar fé fæst á
vegaáætlun.
Sig. Jóns.
Nýlistasafnið:
Sýningxi Rögnu
að ljúka
SÝNINGU Rögnu Hermanns-
dóttur í Nýlistasafninu lýkur nú
um helgina.
Síðasti dagur sýningarinnar er
sunnudaginn 27. september.
Ragna sýnir f Nýlistasafninu
bækur, grafík, málverk og klippi-
myndir.
Athugasemdir við um-
mæli Davíðs Scheving
Davíð Scheving Thorsteinsson
hefur í nýlegum viðtölum við DV,
Morgunblaðið og nú síðast Helgar-
póstinn reynt að koma mistökum
sínum á markaðsfærslu á Sol Cola-
drykknum yfír á kolsýru Sjóefna-
vinnslunnar og nýtir sér það að
fyrsti kolsýrufarmur Sjóefnavinnsl-
unnar eftir verslunarmannahelgi
var hættulaus en óhæfur til notkun-
ar í gosdrykki.
í janúar sl. hóf Sjóefnavinnslan
framleiðslu og sölu á kolsýru. Kol-
sýrunni er dreift til fjölda viðskipta-
vina og hefur hún líkað vel. Engar
efasemdir hafa verið um gæði kol-
sýrunnar frá upphafí að síðastlið-
inni verslunarmannahelgi. Fyrsti
kolsýrufarmurinn eftir verslunar-
mannahelgi sem afhentur var 4.
ágúst 1987 innihélt karbonylsulfíð
(COS)gas. Gasið, þótt hættulaust
sé, gerði kolsýruna óhæfa til notk-
unar í gosdrykki og stöðvaði
Sjóefnavinnslan strax alla sölu til
gosdrykkjaframleiðenda þegar það
upplýstist. Farmurinn skiptist milli
tveggja aðila, Sól hf. og Sanitas
hf. COS-gas er erfítt að greina og
fór það framhjá gæðaeftirliti Sjó-
efnavinnslunnar og áðumefndra
fyrirtækja. Sanitas innkallaði strax
sínar vörur sem framleiddar voru í
fyrstu viku eftir sl. verslunamanna-
helgi, breytti um kolsýru og kom
fljótt með vöru sem uppfyllti þeirra
gæðakröfur. Okkur var tjáð hjá
forráðamönnum Sól hf. að um
80.000 dósir hefðu verið framleidd-
ar úr umræddum farmi og óverulegt
magn hefði farið út úr fyrirtækinu,
og það yrði strax innkallað.
Staðreyndir málsins eru þessar:
1. Sjóefnavinnslan framleiddi
fyrsta flokks kolsýru frá upphafi
fram að sl. verslunarmannahelgi.
LANDSINS MÝKSTA KAFFIDÓS
Það er góð hugmynd, að geyma kaffið
1 Merrild-pokanum, þvl að hluti af
angan og bragði kaffisins tapast, ef
þú hellir því úr pokanum í kaffidós.
Ef þér finnst best að geyma kaffið
i sérstakri kaffidós, þá settu
Merrild-pokann í dósina og á þann
hátt, tryggir þú að kaffið haldi
ilm sínum og bragði betur.
Merrild-gæðakaffi, sem bragð er af,
enda framleitt úr bestu fáanlegum
kaffibaunum frá Brasilíu, Kólumbíu
og Mið-Ameríku.
MewuM
setur brag á sérhvern dag.
MELLEMRISTET