Morgunblaðið - 25.09.1987, Page 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1987
Átaksverkefni á Seyðis-
firði og Egilsstöðum
eftir Axel A. Beck
Hvemig hefur okkur vegnað und-
anfarinn áratug? Hver eru tækifæri
okkar í dag? Hvemig lífí viljum við
lifa næstu tuttugu ár? Hvemig
nálgumst við það markmið?
Þannig hljóma nokkrar þeirra
spuminga sem spurt verður í
tengslum við djarfa og krefjandi
tilraun sem tvö nágrannasveitarfé-
lög á Austfjörðum, SeyðisQörður
og Egilsstaðir, ætla að hrinda í
framkvæmd í haust og á að standa
yfír í tvö ár. Tilraunin hefur hlotið
nafnið átaksverkefni og markið
er sett hátt: að stórbæta hæfni
byggðanna til að búa íbúum sínum
lífvænleg kjör og betra mannlíf í
víðasta skiíningi. Það teljum við
best gert með því að virkja íbúa
staðanna til athafna. Þeir þekkja
best takmarkanir staðarins sem
geta t.d. verið einhæft atvinnulíf,
slæmar samgöngur, léleg þjónusta,
fátæklegt framboð á tómstundaiðju
eða skort á félagslegri aðstoð.
Átaksverkefnið hefur það hlutverk
að bæta úr þessum ágöllum.
Hvað er átaksverkefni?
Til þess að svara þessari spum-
ingu höfum við leitað aðstoðar og
upplýsinga frá Norðmönnum sem
hafa beitt átaksverkefnum mikið í
viðleitni sinni til að efla byggðaþró-
un undanfarin 7—8 ár. A sl. vori
bauð IðnþróunarfTag Austurlands
Jan Roger Iversen frá Senter for
næringsutvikling í Tromsfylki í
heimsókn og með aðstoð hans höf-
um við náð það langt að við teljum
okkur geta ráðist í verkefnið.
AIPÁM
UOSAPERUR
LOGA
LENGUR
FINNSK FRAMLEIÐSLA
HeikJsölubirgðir
SpÞÝSK-ÍSLENSKAHF.
■ ■ Lynghálsi 10-110 Reykjavtk - Simi: 82677
Átaksverkefni eru nú einn af
homsteinum norskrar byggða-
stefnu. Á undanfömum 8 árum
hafa átaksverkefni af einhveiju tagi
verið skipulögð í yfír 70% norskra
byggðarlaga í því skjmi að styrkja
byggðimar. Aðferðimar hafa verið
afar mismunandi en öll hafa verk-
efnin haft þá meginforsendu að það
verði að byggja á því sem fyrir er
í hverri byggð. Markmið flestra
verkefnanna hefur verið að setja
ný fyrirtæki á laggimar.
Þetta viðhorf er gerólíkt hefð-
bundnum aðferðum við byggðaþró-
un sem oftast eru fólgnar í því að
gera þróunaráætlun fyrir byggðar-
lögin, veita þeim hagstæð lán eða
hreina styrki til að bæta samgöng-
ur, auka þjónustu eða koma á fót
stómm fyrirtækjum sem gætu orðið
homsteinn atvinnuþróunar. Þessi
aðstoð hefur í flestum tilvikum ver-
ið bráðnauðsynleg en samt ekki
dugað til að stöðva flóttann frá
stijálli byggðum til þéttbýlisins.
Þess vegna hafa menn reynt að
koma sér upp nýjum þróunarað-
ferðum sem í æ ríkari mæli taka
mið af þeim veruleika sem byggð-
imar þurfa að kljást við.
Meginforsenda átaksverkefn-
anna er því með öðrum orðum sú
að engir aðrir en íbúar byggðarlag-
anna séu færir um að leysa vanda
þeirra. Utanaðkomandi geta að-
stoðað og lagt til hugmyndir en
þegar málið snýst um að ákveða
markmiðin og hrinda verkefnum í
framkvæmd verður að láta heima-
menn eina um það.
Skipulag átaks-
verkefna
Hvemig setur maður svo átaks-
verkefni í gang? Að flestu leyti
verður að móta það eftir aðstæðum
á hveijum stað en almennt má segja
að verkefnið skiptist í þijá þætti:
1. Áróður og hvatning.
2. Virkjun þátttakenda.
3. Starf að verkefnum.
í fyrsta þætti þarf að upplýsa
almenning og atvinnulífíð rækilega
um verkefnið með aðstoð fjölmiðla
og umræðna meðal fólks. Markmið-
ið með þessum þætti er að sannfæra
sem flesta um að þeir geti breytt
aðstæðum sínum og haft áhrif á
framtíðina. Þessum þætti lýkur með
borgarafundi þar sem íbúunum
gefst bæði kostur á að hafa áhrif
á gang verkefnisins og veita því
nauðsynlegan stuðning.
í öðrum þætti er lykilorðið virkj-
un. Það fer eftir eðli verkefnisins
hveija á að fá til þátttöku, hve
marga og hvemig það er best gert.
Sum verkefni eru þess eðlis að þau
höfða eingöngu til fyrirtækja at-
vinnulífsins en önnur veita almenn-
ingi tækifæri til þátttöku frá
upphafí til enda. AJlar aðferðir við
virkjun þátttakenda eiga það þó
sammerkt að þátttakendumir
ákveða sjálfír hvaða vandamál skal
glímt við. Á Seyðisfírði og Egils-
stöðum er ætlunin að efna til
svonefndrar leitarráðstefnu sem
verður lýst hér á eftir. Þessi þáttur
stendur yfírleitt í nokkra mánuði.
Það liggur þó í augum uppi að
ekki er hægt að halda uppi víðtækri
þátttöku í mjög Iangan tíma. Til
þess að koma í veg fyrir að verkefn-
ið renni út í sandinn verður að setja
því fastar skorður sem tryggja að
stöðugt sé unnið að einhveiju
áþreifanlegu. Þriðji þáttur hefst því
með því að stofnuð em einhvers
konar samtök með tilheyrandi regl-
um og skipulagi. Ekki er hægt að
segja fyrir um það hvert form sam-
takanna verður því það ræðst
algerlega af því hvers eðlis verkefn-
in em sem fyrirhugað er að ráðast
í og hversu mikil þátttakan í þeim
er.
Leitarráðstefnan
Aðferðin sem við hyggjumst
beita er fengin frá norskum vinum
okkar og nefnist leitarráðstefna.
Meðan virkjun þátttakenda stendur
yfír verður éfnt til ráðstefnu þar
sem leitast verður við að fá þátttak-
endur sem geta kallast þverskurður
af íbúunum. Þeir munu svo í sam-
einingu koma sér niður á verkefni
sem nauðsynlegt er að ráðast í til
að tryggja byggðinni betri framtíð.
Skipulagning ráðstefnunnar
verður í höndum undirbúnings-
nefndar sem kosin verður á borg-
arafundinum. Nefndin fær tvö
verkefni. í fyrst lagi á hún að kort-
leggja byggðarlagið, íbúa þess og
þá þekkingu og auðlindir sem það
býr yfír. Þessi kortlagning verður
síðan lögð til gmndvallar starfí ráð-
stefnunnar. I öðm lagi á nefndin
að velja þátttakendur á ráðstefn-
una. Starf ráðstefnunnar verður
fólgið í hópstarfí og almennum
umræðum á víxl. Þess vegna þarf
að mynd 5—7 starfshópa, sem telja'
má að endurspegli byggðarlagið. I
hveijum hópi verða 6 manns að
meðaltali þannig að alls munu
30—40 manns sitja ráðstefnuna.
Einn hópurinn skal eingöngu
vera skipaður konum og annar ein-
göngu æskufólki. Þess utan þyrftu
hópamir að tengjast ákveðnum
starfsgreinum, svo sem fískveiðum,
fískvinnslu, öðmm iðnaði, þjónustu,
landbúnaði o.s.frv. Hópana þarf að
velja þannig að tryggt sé að öll
starfandi félagasamtök eigi sér full-
trúa á ráðstefnunni. Ekki er
nauðsynlegt að þátttakendur séu
„tölfræðilegur þverskurður" af
byggðarlaginu. Mikilvægara er að
veita fólki sem býr yfir hæfni og
trú á framtíðina tækifæri til þátt-
töku.
Fyrri dagiir ráð-
stefnunnar
Vaninn er að leitarráðstefnur
standi yfír í tvo daga. Á fyrsta
degi eiga þátttakendur að leysa af
hendi þijú verkefni sem hvert fyrir
sig verður rætt í hópunum og síðan
í almennum umræðum.
Fyrsta verkefnið verður að leggja
mat á ástandið í byggðarlaginu.
Hópamir verða beðnir um að benda
á það sem er að gerast á þeirra
sviði og skipta því niður í jákvæða,
neikvæða eða hlutlausa þróun. Auk
þess eiga hópamir að segja álit sitt
á ástandinu og þeim möguleikum
sem byggðarlagið og íbúar þess búa
yfír.
Starf hópanna verður síðan
kynnt í almennum umræðum þar
sem leyft verður að varpa fram
fyrirspumum en ekki að gagnrýna
niðurstöður hópanna, Það er ekki
markmiðið að allir séu sammála um
allt, mikiu frekar að þátttakendur
skynji þróunina sem ferli og að fólk
hafí ólík viðhorf til þess veruleika
sem ákvarðar ferlið, t.d. eftir kyni,
aldri og starfssviði. Til þess verður
að taka tillit síðarmeir þegar kemur
að því að velja framtíðarverkefni.
Næsta verkefni hópanna verður
að gera grein fyrir framtíðarþróun-
inni og þeim vonum sem fólk bindur
við hana. Gengið verður út frá því
sem fólk telur að muni gerast ef
ekkert yrði aðhafst til að stýra þró-
uninni. Á það verður svo lagt mat,
neikvætt, jákvætt eða hlutlaust. Því
næst verður hugað að því hvaða
þætti þróunarinnar íbúar byggðar-
lagsins geta sjálfir haft áhrif á og
hvaða þætti menn verða að sætta
sig við. Markmiðið er að ýta undir
sem flesta „góða“ þætti og fækka
„slæmu“ þáttunum. Lokaverkefni
hópanna er svo að lýsa samfélaginu
eins og menn óska sér að það yrði
eftir 10 ár.
Síðasti liður á dagskránni fyrri
daginn verður að afmarka þau
svæði þar sem átaks er þörf. Hvar
er hægt að taka til hendinni í því
skyni að tryggja að frámtíðin verði
sem næst því sem fólk óskar sér
og sem fjærst því sem það vill forð-
ast? Þær umræður ráðast vitanlega
af því sem fram hefur komið um
daginn og ákveðnar tillögur um
verkefni mega gjaman fylgja. En
það sem er mikilvægast er að forð-
ast að almennu umræðumar snúist
upp í það að hópamir fari að rífa
niður hugmyndir hver annars.
Eftir langan og strangan vinnu-
dag taka sérfræðingamir sem
starfa við ráðstefnuna — leiðbein-
endur sem þyrftu að hafa einhveija
reynslu af svona verkefnum — við
og velja 5—8 þeirra tillagna sem
fram hafa komið um verkefni: þær
tillögur sem umræður dagsins hafa
leitt í ljós að mestur vilji er til að
hrinda í framkvæmd og þær sem
lífvænlegastar teljast.
Síðari dagoir ráð-
stefnunnar
Starfíð hefst með kynningu á
þeim tillögum sem starfsmennirnir
telja að rétt sé að vinna áfram að.
Vafalaust verður þeim eitthvað
breytt og að því loknu þarf að
stokka ráðstefnuna upp. Leysa upp
hópana og mynda nýja sem skipta
sér eftir verkefnum. Þátttakendur
velja sjálfír hóp til að starfa með.
Hlutverk hópanna verður nú að
móta ákveðnar tillögur. Eins og
fyrri daginn fá hópamir góðan tíma
til að starfa út af fyrir sig og búa
sig undir að kynna tillögumar í al-
mennu umræðunum.
Eftir að hver hópur hefur kynnt
sínar tillögur verða þátttakendur
beðnir að leggja mat á þær og at-
huga hvort hægt sé að samræma
þær eða jafnvel slá tveimur eða
fleiri tillögum saman. Að lokum
þarf að raða tillögunum upp í for-
gangsröð út frá tveimur forsendum.
Sú fyrri er hvort tillagan er raunsæ
og sú síðari hvort hún er æskileg.
Þetta er nauðsynlegt til þess að
hægt sé að einbeita sér að fáum
verkefnum. Best er að byija á auð-
veldari verkefnum en geyma þau
flóknari. Átaksverkefnið á nefni-
lega að leiða til áþreifanlegrar
niðurstöðu. Loks ber að velja þau
verkefni sem breiðust samstaða er
um.
Eftir miklar umræður hefur ráð-
stefnan komið sér niður á 5—7
verkefni. Enn skal ráðstefnan
stokkuð upp og þátttakendur beðn-
ir að ákveða hvaða verkefni þeir
vilja starfa að. Á þessu stigi gætu
starfsmenn ráðstefnunnar sett fram
sínar hugmyndir um næstu skref
sem yrðu þau að stofna einskonar
regnhlífarsamtök um öll verkefnin
til að tryggja áframhaldandi starf.
Þessum samtökum þarf að skipa
stjóm og formann. í stjóminni sitja
fulltrúar allra verkefnahópanna en
auk þess þurfa að sitja í henni ein-
hveijir sem hafa það hlutverk eitt
að koma starfí samtakanna af stað.
Rétt er að kjósa stjómina strax svo
allir viti hveijir bera ábyrgð á því
að samtökin starfí.
Hlutverk nýju verkefnahópanna
verður að semja starfsáætlanir.
Helstu lykilorðin í þeim em hvað á
að gera, hvenær og hver á að gera
hvað, við hvaða aðila utan ráð-
Hvernig hefur okkur
vegnað undanfarinn
áratug? Hver eru tæki-
færi okkar í dag?
Hvernig lífi viljum við
lifa næstu tuttugu ár?
Hvernig nálgumst við
það markmið?
stefnunnar og jafnvel utan
^yíTgðarlagsins skal haft samband
við hvaða upplýsinga þarf að afla
til að geta haldið starfinu áfram.
Að þessu loknu þarf að búa til
endanlega forgangsröð. Sum verk-
efnin hafa kannski reynst of erfíð
eða ekki jafnmikilvæg og talið var
í fyrstu og verða því lögð á hilluna.
Eftir þessa fínpússun verða valdir
endanlegir starfshópar til að starfa
að þeim verkefnum sem eftir em á
listanum. Ef tími vinnst til væri
æskilegt að endurskoða starfsáætl-
anir hópanna.
Framhaldið
Velheppnuð leitarráðstefna skap-
ar ekki einasta gmndvöll fyrir
aukna virkni og bætt lífskjör í
byggðarlaginu. Hún getur einnig
lagt gmnninn að frekari fram-
kvæmdum í krafti aukinnar vitund-
ar og þekkingar íbúanna á eigin
aðstæðum. Tilgangur hennar er að
virkja lykilpersónur byggðarlagsins
og efla með þeim þá hugsun að
þeim beri skylda til að starfa að
verkefnunum sem valin hafa verið.
Eftir ráðstefnuna er biýnt að
viðhalda áhuganum. Niðurstöðum
hennar þarf að koma á framfæri
við aðra íbúa staðarins svo þeim
sem áhuga hafa gefíst kostur á að
taka þátt í starfínu. Starfshópamir
starfa samkvæmt áætlun og sér-
fræðingar og stjómarmenn em í
nánu sambandi og aðstoða hópana
ef nauðsyn krefur.
Eftir 2—3 mánuði er svo haldin
önnur ráðstefna með þátttöku
þeirra sem sátu þá fyrri og þeirra
sem bæst hafa í hópinn. Þangað
verður einnig boðið öðmm áhrifa-
mönnum, svo sem sveitarstjómar-
mönnum, alþingismönnum og
sérfræðingum sem veitt geta hóp-
unum faglega ráðgjöf. Hópamir
gera grein fyrir störfum sínum og
þeirri reynslu sem fengist hefur,
bæði jákvæðri og neikvæðri. Eink-
um er brýnt að fram komi hvort
þær forsendur sem lagðar vom
fram á fyrri ráðstefnunni hafí stað-
ist eða hvort nauðsynlegt er að taka
einhver verkefni til endurskoðunar
eða jafnvel hætta við þau.
Eftir stutt erindi nokkurra úr
röðum áhrifamanna hefst hópstarf
sem gestimir taka þátt í. Hugað
verður að möguleikum og takmörk-
unum hópanna í framtíðinni og
starfsáætlanir yfírfamar og endur-
skoðaðar.
Þannig endurskoðaðar verða
starfsáætlanimar ræddar í almenn-
um umræðum og fundinum lýkur
með því að næsti fundur er tíma-
settur.
Þannig getur átaksverkefnið
haldið áfram í nokkra mánuði.
Smátt og smátt komast verkefnin
í framkvæmd og hugsanlega verða
til nýir hópar utan um ný verkefni.
Niðurstaðan gæti orðið stofnun
nýrra fyrirtækja, efling fyrirtækja
sem fyrir em með hagnýtingu nýrr-
V