Morgunblaðið - 25.09.1987, Qupperneq 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1987
© 1985 Universal Press Syndicate A-'U
„ pet ta. „ 'Atappab ±S 35 ", er
5krifoub me^ kúLu penrvx."
Með
morgunkaffinu
Það fyndnasta í bíóinu
var þegar maðurinn sem
sat fyrir aftan okkur
sagði mömmu að stein-
þegja ...
Selastofninn er of stór
Heiðraði Velvakandi.
Jón Eiríksson er heldur betur
gamansaniur í Velvakanda þann
18. september en tekur einnig á
alvarlegu máli.
Hvað sem öllu málþófi líður um
rétt okkar íslendinga til að veiða
hval er það frekleg ágengni og
hreint kemur engum öðrum við en
okkur íslendingum hvemig við hög-
um nýtingu okkar auðlinda þegar
það er innan okkar lögsögu og öll
varúð höfð á að stofna ekki í hættu
hæfilegri stofnstærð fisks og hvala.
Selastofninn er of stór og mun
gera mikinn skaða á næstu árum
ef ekki verður fækkað verulega.
Hann er ágengur við lax og silung
og mun höggva skarð í hafgöngu-
stofna fiskeldisstöðvum hérlendis.
Þetta sannaðist nú fyrir skömmu
þegar selaganga til Noregsstrandar
lagði í auðn fiskimið þar og að sel-
ur drepur og fælir fisk af miðum
sjómanna.
Þorleifur Kr. Guðlaugsson
Hvað amar að Borgaraflokknum?
Til Velvakanda.
í sjónvarpsfréttum ríkissjón-
varpsins 22. september var formað-
ur Borgaraflokksins dreginn fram
í dagsljósið sem fréttaefni. Senni-
lega er fréttastjóri ríkissjónvarpsins
enn þeirrar skoðunar, að formaður
Borgaraflokksins hafi það frétta-
gildi, að á horfendur sitji stjarfir
fyrir framan skjáinn, þegar for-
svarsmaður „litla mannsins" birtist
þeim.
En hvað um það. Formaðurinn
var kominn á skjáinn. Og hvað
hafði hann að segja: Jú, umræðu-
efnið var Sjálfstæðisflokkurinn, enn
og aftur. Menn höfðu fengið hótan-
ir, sagði formaðurinn. Frá hverjum?
spurði fréttamaður. „Frá Sjálfstæð-
isflokknum," sagði formaðurinn,
svona eins og í framhjáhlaupi og
mælti í barm sér, nokkuð lágt.
„Stuðningsyfirlýsingu við flokk-
inn?! sagði formaður Borgara-
flokksins, og átti þá við Sjálfstæðis-
flokkinn — að meim hefðu fyrir
kosningar gefið „stuðningsyfirlýs-
ingu“ við Sjálfstaeðisflokkinn?!!
Hver heftir gefið „stuðningsyfir-
lýsingu" við einhvem flokk skrif-
lega? Auðvitað enginn. Það er ekki
skrifað undir stuðningsyfirlýsingar
fyrir kosningar af einum eða öðrum,
nema þegar menn skrifa undir
stuðning við frambjóðendur, sem
em að fara í framboð. Það á ekk-
ert skylt við það sem formaður
Borgaraflokksins var að ýja að.
„Fyrirgreiðslumissir", var annað
orð, sem formaður Borgaraflokks-
ins dró upp úr pússi sínu. Hvað er
það nú? Hvemig ætti Sjálfstæðis-
flokkurinn að geta hótað einhveiju
sem nefnt er „fyrirgreiðslumissir"?
Þetta orð, „fyrirgreiðsla" eða „fyrir-
greiðsla til litla mannsins" em
hugtök, sem notuð em af formanni
Borgarafloksins í tíma og ótíma,
en heyrast sjaldan hjá öðmm.
Það er sennilega ekki nokkur
kjósandi, sem gerir sér neina rellu
út af „fyrirgreiðslu". Þetta er löngu
úrelt fyrirbæri og þar með orðtak.
Heyrir aðeins til hinum gömlu
pólitíkusum, sem vom sífellt að
vasast í útréttingum fyrir einhveija
ótiltekna „litla menn“ og tóku svo
sjálfir þóknun fyrir.
En hvemig er það með formann
Borgaraflokksins, er hann ekki án-
ægður með sinn flokk — sjö
þingmenn? Einhver væri ánægður
með minna, af nýstofnuðum flokki
að vera. Þeir í Flokki mannsins
hefðu orðið ánægðir.
í svo samhentum flokki, sem
Borgaraflokkurinn er, ætti ekki að
heyrast ein óánægjurödd. En það
er eins og allt í þeim flokki snúist
um Sjálfstæðisflokkinn og mál á
þeim bæ! Ætlar Borgaraflokkurinn
að lifa á andstöðu við Sjálfstæðis-
flokkinn? Ef það er eina baráttumál
Borgaraflokksins verður þess ekki
langt að bíða, að Borgaraflokkurinn
leysist upp vegna málefnafátæktar.
Og það er sennilega það sem hijáir
Borgaraflokkinn mest, málefnafá-
tækt og innbyrðis illindi og valda-
barátta.
Já, það er seint séð, að betra
hefði verið að vera innan síns gamla
flokks! En flokkur með „framtíð",
eins og Borgaraflokkurinn, virðist
nú flokka mest þurfa á fyrir-
greiðslu að halda og ætlar að höfða
mál á hendur fjármálaráðherra til
að ná út tveimur milljónum fyrir-
fram fyrir góðmennsku flármála-
ráðherra. Og svo talar formaður
Borgaraflokksins um „fyrir-
greiðslu" Vitið þér enn eða hvat?
Áhorfandi
HÖGNIHREKKVÍSI
Víkverji skrifar
Stórar auglýsingar birtust frá
fyrirtækinu Vífílfelli um síðustu
helgi þar sem hækkað verð, tom-
bólu- og lukkumiðar var sagt í boði
fyrir tóm kókgler. Ungum vini
Víkveija fannst þetta meiri háttar
— eins og krakkamir orða það.
Hann lét greipar sópa í geymslu
foreldra sinna og hafði upp úr
krafsinu á annan tug gleija. Er
hann kom að afgreiðslu kókmanna
þurfti hann að bíða í biðröð og
komst loks að skömmu fyrir lokun.
Var þá svo komið hjá afgreiðslu-
mönnum að þeir þurftu að fara í
eigin vasa til að geta borgað glerin,
happaþrennumar vom allar búnar
og tombólumiðamir, sem hann fékk
í staðinn, voru allir með áletruninni
„nitte". Þó hafði fyrirtækið auglýst
að engin núll væm. Fannst strák
þetta súrt í broti og var óspar á
hnjóðsyrðin þegar heim var komið.
XXX
Tony Knapp fyrrum landsliðs-
þjálfari á Islandi var í eina ttð
daglegur gestur á íþróttasíðum
dagblaða hérlendis. Trúlega hefur
þetta einnig verið svo í Noregi, en
þar hefur Englendingurinn starfað
við knattspymuþjálfun undanfarin
ár. Nú er hins vegar útlit fyrir að
endir verði þar á. Á dögunum lét
Knapp þær fregnir berast til
norskra bláða að hann væri orðinn
valtur i sessi og stjóm félagsins
Brann í Bergen hygðist reka sig.
Við þetta kannaðist stjóm félagsins
ekki þegar hún sá tíðindin í blöðum
og reyndi að rekja fréttina. Leik-
menn vom kallaðir á teppið hver
af öðmm, en málið upplýstist ekki
fyrr en norskur blaðamaður greindi
frá því að Knapp hefði sjálfur kom-
ið fréttunum um brottrekstur sinn
á framfæri.
Þjálfarinn var rekinn degi síðar
og vinnubrögð Tony Knapps em
að sjálfsögðu fyrir neðan allar hell-
ur. Gamlir íþróttafréttamenn leiða
hugann að samskiptunum við
Knapp hérlendis fyrir rúmum ára-
tug.
XXX
Víkveiji veltir þó ekki síður fyr-
ir sér vinnubrögðum blaða-
mannsins, sem greinir frá
heimildarmanni sínum. Það er ein-
falt að spyija hvað blaðamaður eigi
að gera þegar hann stendur heim-
ildarmann sinn að því að ljúga
vísvitandi. Gerir hann ekki lesend-
um sínum og aðilum málsins greiða
með því að segja frá skúrknum í
málinu.
Hvað þá með siðareglur blaða-
manna og samskipti við heimildar-
menn og bar blaðamanninum ekki
að kanna fréttina nánar áður en
hann hljóp með hana á síður blaðs
síns. I siðareglum íslenzkra blaða-
manna segir að blaðamaður virði
nauðsynlegan trúnað við heimildar-
menn sína. Hvað er nauðsynlegur
trúnaður?
í prentlögum frá árinu 1936 seg-
ir svo: „Sá, er ber ábyrgð á innihaldi
prentaðs rits eða blaðs að lögum,
má ekki skýra frá því fyrir dómi,
hver sé höfundur að riti, grein eða
frásögn, sem í riti eða blaði hefur
birzt, án þess að höfundur væri
nægilega nafngreindur."