Morgunblaðið - 25.09.1987, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1987
55
Þessir hringdu ..
Nokkur hluti
ökumanna huns-
ar umferðarlög
Okumaður hringdi:
„Að undanfömu hefur fjöldi
ökumanna verið tekinn fyrir of
hraðan akstur og hafa ökumenn
verið kærðir fyrir aka á allt að
160 kilómetra hraða á klukku-
stund. Það sér hver heilvita maður
að við svo búið má ekki standa.
Ég fagna þeirri nýbreytni að lög-
reglan ætlar nú að hefja hraða-
mælingar á ómerktum bílum því
það skilar áreiðanlega meiri ár-
angri. Ég held að mikill meirihluti
ökumanna fari eftir umferðarlög-
um í meginatriðum en víst er um
að nokkur hluti ökumanna hunsar
umferðalög og skortir ábyrgðar-
tilfínningu. Það er þessi minni-
hluti sem þarf að ná til og fá
þetta fólk til að bretrumbæta sig,
láta það taka bflpróf uppá nýtt
eða taka af því ökuskírteinin ef
allt um þiýtur. Gera verður átak
í þessum málum nú þegar ökuskil-
yrði fara versnandi og slysahætta
eykst."
Svart veski
Svart veski tapaðist í Bíóborg
föstudaginn 18. september.
Finnandi er vinsamlegast beðinn
að skila því til lögreglunnar.
Taska
Grá Adidastaska með rauðum
stöfum varð eftir í biðskýli í Ár-
bæjarhverfi fyrir nokkru. Finnadi
er vinsamlegast beðinn að hringja
í síma 672769.
Stjórnvöld
skammta
lesefnið
Til Velvakanda.
Það var sagt frá því í útvarpinu
að sandinistamir í Nicaragua hefðu
gert stórátak og gert fleiri þúsund
manns læsa, og er það framför. En
það gleymdist að segja frá því að
þeir afnumdu um leið ritfrelsi og þar
með tóku þeir aftur það sem þeir
höfðu gefið með annarri hendinni,
því hvers virði er það að kunna að
lesa þegar stjómvöld skammta lesef-
nið. Þetta er eins og þegar skáldin
og menningarvitamir hældu Stalín
sem mest. Stalín lét taka nóbelsskáld-
ið Maxim Gorkí af lífi en önnur skáld
fóru í fangabúðir eða hættu hreinlega
að skrifa, því þau gátu ekki skrifað
eftir jólakökuuppskriftinni hans. Á
þessum árum var það í sögutíma hjá
Ólafí Hanssyni, að hann var að telja
upp þær þjóðir sem sagðar voru læs-
ar þá sleppti hann Rússum. Þá reis
upp einn nemandi og sagði, að Stalín
hefði fyrirskipað að allir Rússar
skyldu taka stúdentspróf. Þá stóð
Ólafur Hansson á gati í fyrsta skipti
á ævinni.
0348-3940
Skrifið eða hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur Iesendur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til —
eða hringja milli kl. 13 og 14,
mánudaga til föstudaga, ef þeir
koma þvi ekki við að skrifa. Með-
al efnis, sem vel er þegið, eru
ábendingar og orðaskiptingar,
fyrirspumir og frásagnir, auk
pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en
nöfn, nafnnúmer og heimilisföng
verða að fylgja öllu efni til þáttar-
ins, þé að höfundur óski nafn-
leyndar.
Busavígslur:
Hvar var ofbeldi fram-
ið og hver sá það?
Kæri Velvakandi
Hér með viljum við svara bréfi
Huldu sem birtist í Velvakanda
laugardaginn 19. september. Hulda
Frábærir
íþrótta-
þættir á
Stöð 2
talar um ofbeldi. Hvar var ofbeldi
framið og hver sá það? Við undirrit-
aðar viljum meina að ekkert ofbeldi
hafi verið framið í busavígslu
Menntaskólans við Sund og höfum
við sem eldri nemendur og svokall-
aðir „böðlar" vitneskju um að svo
var ekki.
Umfjöllun fjölmiðla hefur gefið
ranga mynd af busavígslunni. Áður
en sjálf vígslan fer fram er hátíðleg
athöfn inni í sal skólans sem öllum
ber saman um að sé mjög áhrifarík
og skemmtileg. Að henni lokinni fer
„hin hrottalega busavígsla" (að
annarra áliti) fram. Við viljum taka
skýrt og greinilega fram að áður
en vígsludagur rennur upp er ný-
nemum greint skilmerkilega frá
hvernig vígslan er og þau beðin að
mæta í gömlum og ónýtum fötum
vegna hættu á að fötin skemmist.
Það er að segja ef þau kæra sig
um að mæta því enginn er neyddur
til að koma í vígsluna. Það er mik-
ill misskilningur að nýnemar séu
dregnir út úr kennslustund og
dembt í vígsluna. Vígsludagurinn
er ákveðinn lögnu fyrirfram. Við
skiljum ekki hvers vegna eins góð
sjónvarpsstöð og Stöð 2 var með
svo neikvæða umfjöllun um þennan
gamla og góða sið sem busavígslan
er. Við hefðum ekki viljað missa
af þessari vígslu og vitum að ný-
nemar eru á sama máli.
Þrír eldri nemendur
við Menntaskólann við Sund
Til Velvakanda
Mig langar til að þakka Stöð 2
fyrir frábæra íþróttaþætti. Þeir eiga
sérstakt hrós skilið fyrir að sýna
frá keilukeppninni þann 15. septem-
ber. Þetta er það sem allir aðdáend-
ur keiluíþróttarinnar hafa beðið
eftir enda er mikil gróska í keilunni
í heiminum í dag (keila verður
ólympíuíþrótt 1988). Ég vona að
Heimir og Ama láti nú ekki hér
við sitja, heldur sýni reglulega frá
deildakeppninni í vetur.
Það leikur enginn vafi á því hvor
stöðin hefur yfirhöndina í sam-
keppninni um íþróttaáhorfendur.
Sportidjót
HEILRÆÐI
Það haustar. Dagurinn styttist. Nóttin lengist. Allra veðra er von.
Látum ekki árstíðina svæfa okkur. Höldum vökunni. Vörumst slysin.
Af heilum hug þakka ég dœtrum mínum, _
tengdasyni, barnabörnum, systkinum, frœnd-
fólki, vinum og samstarfsmönnum þann hlýhug
og vináttu, sem mér var sýnd á sjötugsafmœli L
mínu 29. ágúst s/.
Sá dagur veróur mér ógleymanlegur.
LifiÓ heil.
Gróa B. Pétursdóttir,
Hæöargarði 16,
Reykjavík.
R.E.M. — Documents
á plötu, kassettu og geislaplötu.
sfatifmrNF
AUSTURSTRÆTI, GLÆSIBÆ, RAUÐARÁRSTÍG,
STRANDGÖTU.
Póstkröfusimi 11620 og 28316 (simsvari).
R.E.M. erekki lengur neitt einkamá
Fréttin hefur lekið út og nú eru R.E.I
á hraðri siglingu með lagið: „The on
listann og Rásarlistann.
Rokkunnendur. T ryggið ykkur
eintak af „Documents" og
gefið gaum að fyrri plöt-
um R.E.M.: Murmur,
Reckoning, Fables Of
Reconstruction,
Life’s Rich Pageand
ogDeadLetter Office.