Morgunblaðið - 27.10.1987, Side 1

Morgunblaðið - 27.10.1987, Side 1
80 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 243. tbl. 75. árg. ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987 Prentemiðja Morgunblaðsins Annar „svartur mánudagur“: Verðhnm í Hong Kong gefur tóninn London, Washington, Reuter. VERÐ hlutabréfa féll enn í gær í Evrópu og Asíu og gerði það vonir manna um að verðbréfa- markaðurinn hefði náð sér eftir niðursveifluna í síðustu viku að engu. Mest varð verðfallið í Hong Kong en þar minnkaði verðgildi hlutabréfa um þriðj- ung á einum degi. Víða í Evrópu féllu verðbréf um 5-7% og þeg- ar kauphöUinni í WaU Street var lokað var Ijóst að næst mesta hrun á einum degi í sögu kaup- haUarinnar hafði átt sér stað. Verðbréfamarkaðurinn í Hong Kong var opnaður í gær eftir fjög- urra daga lokun. Beðið hafði verið eftir því að öldumar lægði á fjár- málamörkuðum heims. En allt kom fyrir ekki og mesta hmn í sögu verðbréfaviðskipta í bresku nýlendunni leit dagsins ljós. „Þetta er krossfesting," sagði einn hinna ógæfusömu kaupsýslumanna í Hong Kong. Þegar Ijóst var hvert stefndi í Hong Kong gerði taugaveiklun vart við sig á stærsta verðbréfa- markaði heims, í Tókýó. Þar féllu verðbréf um 4,7% í gær. í London lækkuðu verðbréf í verði um 6,2%. Þar nemur lækkunin á einni viku 220 milljörðum Bandaríkjadala. í París féllu verðbréf um rúm 7% þrátt fyrir fregnir af minna at- vinnuleysi í Frakklandi og bættum efnahag. Vestur-Þjóðverjar fóru ekki varhluta af verðfallinu. í Frankfurt lækkuðu verðbréf um nærri 6%. Fregnir af hmninu í Hong Kong og víðar auk spádóma hagfræð- inga um að verðhmnið á mánudag í síðustu viku kynni að hafa slæm áhrif á bandarískt efnahagslíf ollu mikilli verðlækkun á hlutabréfa- markaði í Wall Street í gær. Markaðnum I Wall Street var lok- að klukkan 14:00 að staðartíma til að gefa viðskiptamönnum kost á að greiða úr flækjunni sem skap- aðist við verðfallið í síðustu viku. Engu að síður nam verðlækkun hlutabréfa í Wall Street 8% í gær eða 156 stigum samkvæmt Dow Jones-vísitölunni. Við lokun var vísitalan einungis 100 stigum hærri en þegar hún var lægst á mánudag í síðustu viku en þá var hún 1.738 stig. Hagfræðingar telja eina ástæðu fyrir verðfallinu í gær vera þá að menn sem illa urðu úti í síðustu viku til að hafi viljað koma hlutabréfum sínum í verð áður en þau lækkuðu enn frekar. Bandaríkjadalur hélst nokkuð stöðugur í gær en gull hækkaði í verði. Byssumaður réðst inn í kaup- höll í Miami í gær og myrti kauphallarstjórann og særði kaup- sýslumann áður en hann svipti sig lífí. Að sögn lögréglu hafði maður- inn sem hét Arthur Kane tapað hundruðum þúsunda dala í verð- hruninu á mánudag í síðustu viku. 50 manns voru staddir í kauphöll- inni í úthverfí Miami þegar Kane gekk berserksgang. Kane hleypti af fjórum til fimm sinnum að sögn vitna og þusti fólk skelfingu lostið út úr kauphöllinni. Reuter Kauphallarmenn i Paris skrifa hjá sér nýjustu tölur og hrópa skipan- ir um sölu. Fregnir af batnandi efnahag i Frakklandi megnuðu ekki að koma i veg fyrir að taugatitringurinn á verðbréfamörkuðum heims gerði vart við sig i borginni við Signu. Tíbet: Munkar í endur- hæfingu Peking, Rcuter. KÍNVERJAR hafa hleypt af stokkunum endurhæfingarnám- skeiðum fyrir tíbetska andófs- menn að sögn vestrænna heimildarmanna i Tíbet. Kin- verskir lögregluþjónar og embættismenn hafa skipulagt námskeiðin sem ætluð eru munk- um og verkamönnum i Tibet sem svar við óeirðum i landinu undan- farið. Lítið hefur verið um fréttaflutn- ing frá Tíbet upp á síðkastið vegna þess að vestrænum fréttamönnum hefur verið vísað úr landi. Þó barst bréf frá vestrænum manni sem býr í landinu til Peking í gær. í því segir að munkum í hinu fomfræga Sera-klaustri hafí verið gert að sitja dagleg endurhæfíngamámskeið á vegum kínverskra yfírvalda. Munk- unum var sagt að Kína hefði stjómað Tíbet öldum saman og samskipti landanna væru vinsam- leg. í bréfinu segir að margir munkanna i þeim klaustrum, sem námskeiðin hafa verið haldin, hafí neitað að taka þátt í þeim. Bandaríkín: Reagan bannar allan innflutníng frá Iran Washington, Reuter. RONALD Reagan Bandaríkja- forseti tilkynnti í gærkvöldi að bann við innflutningi frá íran Reuter Fjársjóðir úr Titanic Á myndinni sést leikarinn góðkunni, Telly Savalas, styðja hönd- um á tvo peningaskápa úr flaki Titanic sem sökk þann 15. aprU árið 1912. Frakkar vinna nú að björgun verðmæta úr flakinu. Á morgun er fyrirhugað að opna skápana í beinni sjónvarpsútsend- ingu við hátiðlega athöfn með hjálp frægra sjónvarpsstjama í Frakklandi. tæki gildi eins fljótt og unnt væri. Utflutningur til íran yrði dreginn saman smátt og smátt. Hann sagði að innflutningsbann- ið myndi gilda á meðan íranir héldu áfram að „misvirða grund- vallarreglur í alþjóðasamskipt- um“. Banninu er einkum ætlað að draga úr innflutningi á íranskri olfu til Bandaríkjanna. Á síðasta ári fluttu Bandaríkja- menn inn olíu frá íran að verðmæti 600 milljarða Bandaríkjadala. Að sögn talsmanna Hvíta hússins verð- ur í fyrstu tekið fyrir útflutning til írans á vamingi sem kemur að notum í hemaði. Viðræður um leiðir til að minnka fjárlagahalla Bandaríkjanna milli fulltrúa bandarískra þingmanna og stjómvalda hófust í gær. Robert Michel, leiðtogi repúblikana í full- trúadeildinni, sagði eftir fund með Reagan Bandaríkjaforseta að for- setinn hefði gengið til viðræðnanna án þess að útiloka skattahækkanir. Robert Byrd, leiðtogi demókrata í Öldungadeildinni, sagði eftir við- ræðumar að allir væm ákveðnir í að komast sem fyrst að samkomu- lagi um minni fjárlagahalla. Hann sagði ennfremur að nú væri leitað að varanlegum lausnum. í dag verð- ur rætt nánar um hvaða leiðir á að fara að settu marki en margir vilja kenna fjárlagahallanum f Bandaríkjunum um ástandið á verð- bréfamörkuðum heims. E1 Salvador: Stj ómarandstæðing- ur skotinn tíl bana San S&lvador, Reuter. FORMAÐUR Mannréttindaráðs E1 Salvador var skotinn til bana í gær er hann ók börnum sfnum til skóla f höfuðborginni San Salvador. Talsmaður ráðsins sak- ar stjómvöld f landinu um að standa að baki morðinu. Tveir borgaralega klæddir menn myrtu Herber Emesto Anay með byssum með hljóðdeyfí og flýðu síðan í sendiferðabifreið. „Þama var dauðasveit á ferð. Við vitum að slíkar dauðasveitir em skipulagðar af hemum. Við lýsum ábyrgð á hendur stjómvöldum," sagði í til- kynningu frá Mannréttindaráðinu sem löngum hefur gagnrýnt stjóm Jose Napoleon Duartes í landinu. Mörg ár em síðan svo áhrifamik- ill gagnrýnandi stjómvalda hefur fallið fyrir morðsveitarmönnum í E1 Salvador. Anaya var sleppt úr haldi í febrúar á þessu ári eftir að hann hafði setið átta mánuði í fang- elsi sakaður um undirróðursstarf- semi. Á föstudag sagði hann á blaðamannafundi að kúganir stjóm- valda hefðu aukist síðan stjómin undirritaði friðarsamkomulagið í Mið-Ameríku í ágúst. Anaya sagði ennfremur að Mannréttindaráðinu hefðu borist morðhótanir símleiðis að undanfömu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.