Morgunblaðið - 27.10.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.10.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987 7 Áskriftartónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands: Frumflutt tvö verk eftir Hafliða Hallgrímsson undir hans stjórn Á ÞRIÐJU áskriftartónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskólabíói fimmtudaginn 29. október stjórnar Hafliði Hall- grimsson sinfóníuhljómsveitinni í fyrsta sinn á almennum tónleik- um. Meðal verka á efnisskránni verður frumflutningur á tveimur verkum eftir Hafliða, annars vegar Sálmur við klett, sem er stutt tónverk, tileinkað látnum starfsmönnum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands, og hins vegar söngverkið Vetrarvers, sem enska sópransöngkonan Jane Manning flytur. Hafliði hefur búið í Bretlandi frá Hallgrímskirkia: Hátíðarmessa á 313. ár- tíð HaUgríms Péturssonar ÞAÐ HEFUR verið vepja í HaU- grimssöfnuði frá upphafi að minnast ártíðar (dánardags) Hallgríms Péturssonar, sem er .11 27. október, með sérstakri há- tíðarmessu og er messuformið haft sem likast því sem var á , dögum Hallgríms. Það má segja, að dagurinn sé einskonar kirkjudagur í Hallgríms- sókn. Um þessar mundir er eitt ár liðið frá vígslu Hallgrímskirkju, en hún var vígð 26. október 1986. Svo sem venja er til hefst hátíðar- messan í kvöld kl. 20.30. Sr. Karl Sigurbjömsson prédikar, sr. Ragn- ar Fjalar Lárusson þjónar fyrir altari og í messulok flytur kirlqu- málaráðherra, Jóji Sigurðsson, og flutt Te Deum eftir Þorkel Sigur- ávarp. Mótettukór Hallgrímskirkju bjömsson. Tekið verður á móti syngur undir stjóm Harðar Áskels- gjöfum til Hallgrímskirkju í messu- sonar. Sungnir verða Passíusálmar lok. (Frá Hallgrímskirkju) Hafliði Hallgrímsson. því hann lauk framhaldsnámi í sellóleik í Róm fyrir um aldarfjórð- Enska söngkonan Jane Manning. unp. Hann hefur hlotið marghátt- aða viðurkenningu sem hljóðfæra- leikari og tónskáld, m.a. hlaut hann Tónskáldaverðlaun Norðurlanda- ráðs árið 1986 fyrir fíðlukonsertinn „Poemi" sem fmmfluttur var á kammertónleikum sinfóníuhljóm- sveitarinnar í janúar 1985. Söng- konan Jane Manning, sem heimsækir ísland nú í fyrsta sinn, hefur á ferli sfnum frumflutt yfír 200 söngverk. Hún er einn helsti málsvari nútímatónlistar; hefur haldið tónleika víða um heim síðustu 20 ár og flutt fyrirlestra um söng og skrifað bókina „New Vocal Repertory", sem er orðin ómissandi öllum þeim sem syngja, kenna söng eða semja fyrir söng- raddir. Auk verka Hafliða á tónleikunum á fímmtudaginn verður fluttur for- leikurinn að Helios eftir Carl Nielsen, sem hann samdi í byijun aldarinnar í Grikklandi. Þar var hann á ferð ásamt konu sinni og heillaðist af minjum grískrar menn- ingar. Nielsen taldi forleikinn að Helios með sínum bestu verkum. Að lokum verður flutt 5. sinfónían eftir Jean Sibelius, sem hann samdi veturinn 1914-1915 og frumflutt var á fímmtudagsafmæli tónskálds- ins. Endanleg útfærsla og sú sem flutt verður á tónleikunum var hins vegar ekki tilbúin fyrr en 1919. Fræðslukvöld í kirkjum Reykjavíkur Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá dómprófastinum í Reykjavík.: „Fyrirhuguð eru sex fræðslu- kvöld á vegum Reykjavíkurpróf- astsdæmis næstu vikur. Eru þau á miðvikudögum í hinum ýmsu kirkj- um borgarinnar og hefjast kl. 20:30. I upphafi er viðkomandi kirlqa kynnt og stuttlega rakin saga safnaðarins. Síðan eru erindi um þau efni, sem vænta má að komi þeim að gagni til upplýsingar og fróðleiks, sem áhuga hafa á kirkju- legum málefnum og safnaðarstarfí. Síðan er boðið upp á kaffísopa og samverunni lýkur með kvöldbæn- um. Það er sérstök fræðslunefnd prófastsdæmisins sem hefur undir- búið þessi kvöld og eru allir hjartan- lega velkomnir. Hvert þeirra um sig verður kynnt sérstaklega og er þá hægt að miða við að koma þessi sex miðvikudagskvöld eða á eitt eða fleiri þeirra. Allar nánari upplýsing- ar fást á skrifstofu dómprófasts í Bústaðakirkju. Hið fyrsta þessara fræðslukvölda verður miðvikudaginn 28. október nk. í Árbæjarkirlqu. Þar talar Unn- ur Halldórsdóttir sem var fyrsta safnaðarsystirin um fræðslustarf á vegum prófastsdæmisins og dr. Hjalti Hugason fjallar um táknheim kirkjuhússins. Næstu kvöld eru í Háteigskirkju, Hallgrímskirkju, Ás- kirkju, Langholtskirkju og hið síðasta í Bústaðakirkju." (Frá dómprófasti) DE PARIS postulínið er til í mörgum litum og það fást ótrúlega margirfylgihlutir. HUTSCHENREUTHER GERMANY SILFURBUÐIN Falleg hönnun frá 1 tAJVx KRINGLUNNI-REYKJAVÍK, SÍMI 689066
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.