Morgunblaðið - 27.10.1987, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987
15
Að nýta eða níða landið
eftir Guðmund
Stefánsson
Vetur sest nú að og senn verður
hálendi landsins hulið þykku snjóa-
lagi. Engu að síður er enn rætt um
afréttarmál og landnýtingu á síðum
blaða og tímarita og nú síðast Les-
bók Morgunblaðsins, 34. tbl. Þar
heldur um pennann Gísli Sigurðsson
ritstjómarfulltrúi og því miður verð
ég að segja að í þetta sinn er ijarri
lagi að þessi annars oft svo ágæti
penni hitti í mark.
Mér finnst grein Gísla Sigurðs-
sonar vera enn eitt dæmið um það
að ýmsir aðilar í þjóðfélaginu halda
að umræða um málefni landbúnað-
arins sé eitthvert „einskis manns
land“. Að þegar rætt er um land-
búnaðarmál megi segja hvað sem
er, hvenær sem er og engu máli
skipti hvort það sem sagt er sé rétt
eða rangt. Til dæmis segir Gísli
Sigurðsson að nógir séu erfiðleik-
amir í landbúnaði þó einstakir
bændur séu ekki að koma óorði á
stéttina með því að leggja niður
girðingar umhverfís friðuð hólf á
norðlenskum heiðum. Ljótt er ef
satt er. Mér vitanlega hefur enn
ekki verið upplýst hver eða hveijir
vom að verki í umræddu tilviki.
Það vom því ekkert fremur bændur
en einhveijir aðrir sem unnu það
verk. Ég nenni varla að taka mér
í munn orð eins og atvinnurógur,
en alla vega er þetta nauðaómerki-
legur málflutningur, að ekki sé
meira sagt.
Ástand heiðanna
Orðrétt segir í grein Gísla Sig-
urðssonar; „Raunar em svæði utan
við aðal móbergssvæðið, sem mis-
kunnarlaus rányrkja hefur smám
saman verið að færa nær eyðingar-
stiginu. Þar á meðal em heiðalönd
norðan jökla, sem Húnvetningar og
Skagfírðingar hafa beitt hrossa-
stóði sínu á...“ Það er fróðlegt
að skoða hvað átt hefur sér stað á
þessum heiðum undanfarin ár og
sem hálfgerður heimamaður í
Húnaþingi og gangamaður á
Grímstungu- og Haukagilsheiðum
um árabil langar mig til að taka
þær sem dæmi.
Ekki er því að neita að fyrir
nokkmm ámm var margt fé á þess-
um heiðum. Því olli m.a. að bændum
var ráðlagt að ijölga fé sínu og þær
ráðleggingar vom studdar pólitískri
ákvaðanatöku stjómvalda. Ef of
margt fé var á afrétti var a.m.k.
ekki við bændur eina að sakast og
því ekki séð að þeir séu öðmm frem-
ur landníðingar.
Annað mál er svo að gróður-
vemdarmál á húnavetnskum
heiðum vom mest rædd eftir 1980
í kjölfar hinna köldu ára sem þá
vom. Þá lét gróður á heiðunum á
sjá, en bændur gátu af skiljanlegum
orsökum ekki dregið meira en gert
var úr búskap af þeim sökum, enda
rétt að sjá hveiju fram yndi. Síðan
þá hefur sem betur fer margt breyst
til batnaðar. Veðráttan hefur verið
mild undanfarin ár og sérstaklega
þó sl. sumar. Að sögn þeirra bænda
sem best þekkja til á heiðunum líta
þær mjög vel út. Mikið gras og
landið víða lítið bitið og sumstaðar
ekki. Það er eins með gróðurvemd-
armál og ýmis önnur mál að það
þarf að sjá hlutina í vissu samhengi
og aðstæður leyfa ekki alltaf að
ástand augnabliksins ráði algerlega
ferðinni.
Álit sérfræðinga
Gísli Sigurðsson segir að sér-
fræðingar tali um gróðurvemd og
landnýtingu fyrir daufum eyrum,
væntanlega daufum ejrrum bænda.
Þetta er auðvitað alhæfing sem
ekki stenst. Þessi mál hafa einmitt
mikið verið rædd meðal bænda og
m.a. í Húnaþingi hafa sumir þeirra
deilt við sérfræðingana. Það má
hins vegar ekki setja samasem-
merki milli þess, að bændumir hafí
skoðanir og geti verið á öndverðum
meiði við embættismenn og þess
að þeir hirði ekki um þessi mál eða
séu jafnvel andsnúnir allri umræðu
um þau. Bændur í Húnaþingi hafa
til og með þurft að standa í mála-
ferlum til að halda rétti sínum og
láir það þeim enginn, þó þeir vilji
ekki þola jrfirgang, hvorki af emb-
ættismönnum ríkisins né öðrum.
Ég hygg að margir bændur hafi
þá tilfinningu að sérfræðingamir
tali oft niður til þeirra. Of oft hefur
þeim verið lesinn boðskapurinn og
til þess ætlast að þeir hlýddu orða-
laust. Þessu hafa þeir ekki viljað
una og sumir þeirra telja sig hafa
þó nokkra þekkingu á heiðunum
og ástandi þeirra. Með þessu er
ekki verið að gefa í skjm að sérfræð-
ingamir búi ekki yfir haldgóðri
þekkingu og enginn efast um ein-
lægan vilja þeirra. Menn skulu þó
hafa það hugfast, að þekkingar
verður víðar aflað enn I skólum.
Ég hef farið með mönnum í göngur
„Bændur hér á landi
hafa gert verulegt átak
til að aðlaga búskap
sinn aðstæðum og það
er í meira lagi ómaklegt
gagnvart þeim að láta
eins og ekkert haf i ver-
ið aðhafst.“
sem hafa farið fram á heiðar í
meira en 50 ár og stundum oft á
ári. Þessir menn hafa líka aflað sér
mikillar þekkingar og rejmslu. Það
sem er kannski sorglegast í þessum
málum er að þessir aðilar sem svo
oft deila, geti ekki sameinað krafta
sína og þekkingu, en það er fráleitt
að bændur eigi einir sök í því máli.
Sjónarmið bænda
f grein Gísla Sigurðssonar segir
ennfremur að „sú offramleiðsla sem
reist er á því að eyða hálendis-
gróðrinum og endar á öskuhaugum
er einfaldlega tákn þess, að skyn-
samleg stjómun á þessum málum
sé ekki til“. Ekki veit ég hvar Gísli
hefur haldið sig að undanfömu og
enn síður hvað fær hann til að segja
svona nokkuð. Sauðfé hefur fækkað
mikið undanfarin ár og er enn að
fækka stórlega. Vissulega em það
ekki eingöngu landnýtingarsjónar-
mið sem því valda, en ef fjöldi
sauðfjár er orsökin fyrir allri land-
eyðingu, þá hlýtur fækkun þess að
vera mikilvægt spor í rétta átt.
En bændur hafa líka gripið til
ráðstafana sem beinlínis miðast við
að hlífa gróðri á afréttarlöndum.
Svo áfram sé haldið með dæmið
úr Húnaþingi, þá er fé þar rekið
mun síðar á fyall en áður var. Bænd-
ur hlíta í þeim efnum úrskurði
gróðurvemdamefndar héraðsins.
Rejmdar er ekki rétt að segja að
fé sé rekið á fjall, því nú orðð er
nær öllu fé ekið fram á heiðar og
sleppt vfða um þær. Þetta er gert
til að jafna beitarálagið og bændur
hafa staðið fyrir vegagerð á heiðun-
um og öðmm framkvæmdum til að
þetta gæti orðið. En það er ekki
einungis að fé fari síðar á fyall. Það
er sótt fram á heiðar mun fyrr en
áður var. Verkin sanna því að
bændum er síður en svo sama um
sín afréttarlönd og þeir gera ýmis-
legt og kosta oft miklu til að ástand
þeirra sé sem best. Ekki má heldur
gleyma því að t.d. á Grímstungu-
og Haukagilsheiðum er upprekstur
hrossa ekki lengur leyfður og hefur
svo verið um árabil. Gísli Sigurðs-
son ætti þvi að skoða þessi mál frá
fleiri sjónarhomum og dómharka
hans er ástæðulaus.
Að nýta landið
Flestir geta sjálfsagt verið sam-
mála um að landnýtingar- og
gróðurvemdarmál beri að taka al-
varlega. Hér er um mikilvæg og
um leið viðkvæm mál að ræða.
Grein eins og sú sem Gísli Sigurðs-
son ritaði í Lesbók Morgunblaðsins
er hins vegar harla léttvægt fram-
lag til þeirra mála og hefur aðeins
neikvæð áhrif ef einhver.
Bændur hér á landi hafa gert
vemlegt átak til að aðlaga búskap
sinn aðstæðum og það er í meira
lagi ómaklegt gagnvart þeim að
láta eins og ekkert hafi verið að-
hafst.Það er beinlfnis rangt að halda
því fram, að bændur séu landníðing-
ar. Ef til vill em einhveijir þeirra
það, en að það sé almennt eða al-
gengt er fjarri lagi. Bændur hafa
sýnt víða í verki að þeir virða gróð-
ur- og landvemdarsjónarmið og
margir þeirra hafa haft forystu um
framgang slíkra mála.
Bændur níða ekki landið heldur
nýta þeir það til að framleiða verð-
, mæti sem koma okkur öllum til
góða. Þeir eiga rétt eins og hveijir
aðrir á því að um þeirra mál sé fjall-
að af þekkingu og sanngimi, en
ekki með þeim endemum sem grein
Gísla Sigurðssonar er.
Höfundur er framkvæmdasijóri
ístess i Akureyri.
KENWOOD
ÞAÐ VERÐUR ENGINN FYRIR VONBRIGÐUM MEÐ KENWOOD HEIMILISTÆKIN
Rafmagns- og steikarpannan
frá KENWOOD
er nauðsynleg í hverju eldhúsi
Verð frá kr. 6.290.-
Samband íslenskra sveitarfélaga:
Fyrirhugnð verkaskipt
ing ríkis og sveitarfé-
laga mikilvægt skref
Á STJÓRNARFUNDI Sambands
ísl.sveitarfélaga 16. október var
gerð svofelld samþykkt:
„Sfjóm Sambands íslenzkra
sveitarfélaga hefur fjallað um til-
lögur um fyrirhugaða verkaskipt-
ingu ríkis og sveitarfélaga, er fram
koma í fjárlagafrumvarpi 1988.
Sfjómin leggur áherzlu á, að með
verkaskiptingartillögum í frum-
varpinu er stigið mikilvægt skref í
átt til frekari brejdinga á verka-
skiptingu ríkis og sveitarfélaga.
Jafnframt gerir stjómin þá kröfu,
að samhliða verði tryggðar nýjar
tekjur til að mæta þessum verkefn-
um.
Stjómin telur nauðsjmlegt, að
samhliða þessum aðgerðum verði
gengið frá uppgjöri vegna samn-
ingsbundinna verkefna, sem lokið
er eða unnið að og varða þennan
verkefnaflutning. “
ÞINGHOLTSSTRÆTI 1
SÍMI - 24666